Lesbók Morgunblaðsins - 30.01.1972, Page 1
|' ' '* ■O
ij Ucti? var/^ut:i nt.v^au;/ unu
1í ^nu Dcr aúímu ni4*
O1 c trinttra npnui r d t i-.\i rmt t n oe
. cpeuu f ádticT 1 II
upailiu\iatl|
6kvi i;u> ctc
4 nn;a\M
1 þessari giein segir frá
sr; Jóni Jónssyni á Kálfa-
felii. Harin var auk-
nefndur „köggull“, því
áð líklega hefur hann
yerið lágur vexti. Sumir
kölluðu hann „nota
hene“. — Það mun hafa
verið orðtak hans.
Mikið var hún jafnan mis-
jöfn, aðkoman að brauðunum
hjá klerkunum í gamla daga
þegar þeir voru að byrja prest-
skapinn eða flytja sig til milli
prestakalla.
Þar átti það við eins og ann-
ars staðar, að „veldur hver á
heldur". Sums staðar voru hér
raunar óviðráðanlegar orsakir
og við engan um að sakast.
Svo var t.d. í prestaköllun-
um milli Sanda í Skaftafells-
sýslu eftir ógnir Skaftárelda. I
Eldinum flýðu þrír prestar frá
brauðum sinum: Sr. Jón Hjalta-
lín frá Kálfafelli, sr. Björn
Jónsson frá Hólmaseli (Meðal-
landsþingum) og sr. Sigurður
Högnason frá Ásum. Þeir, sem
kyrrir sátu, voru sr. Jón Stein-
grímsson á Prestsbakka og mág
ur hans sr. Jón Jónsson á Mýr-
um í Álftaveri.
Prestarnir, sem komu í auðu
prestaköllin eftir Eldinn urðu
ailir tengdasynir sr. Jóns
Steingrímssonar. Það voru þeir
sr. Þórður Brynjólfsson, sem
fékk Kálfafell, og sr. Ólafur
Pálsson. Hann fór að Ásum í
Skaftártungu. Sá þriðji var sr.
Jón Jónsson, sem gerðist sálna-
hirðir Meðallendinga árið 1785.
Frá honum segir nokkuð í þess
ari grein.
Sr. Jón var fæddur á Höfða-
brekku í Mýrdal árið 1756. For
eidrar hans voru þau Guðrún
Hallgrímsdóttir og Jón lög-
réttumaður Runólfsson. Hann
var mikill vinur Jóns
Steingrímssonar, sem kenndi
tveim sonum hans undir skóla.
Jón Jónsson var í Skálholts
skóla 1776—79 og útskrifaðist
þaðan með góðum vitnisburði.
Var Guðný þeirra næstelzt
511i iðni heldur en skörpum gáf-
um. Að loknu námi hvarf hann
aftur heim til foreldra sinna.
Þá voru fjórar af fimm dætr-
um sr. Jóns Steingrímsson-
ar heima á Prestsbakka.
Var Guðný þeirra næst elzt.
Hún var ári yngri en stúdent-
inn á Höfðabrekku. Ekki er að
efa, að það hefur verið mjög
að ráði foreldra þeirra beggja
að þau bundust heitum og
stofnuðu til hjúskapar. Voru
þau gefin saman í Klausturs-
FREMSTUR
SKRIFARI
FRÓNS
UM BÓL
eftir
sr. Gisla
Brynjólfsson
Myndin að ofan: Kálfafell. Ljósni. Páll .Jónsson. Að neðan: Sú fiamla MessusaunRS Bók. Hér sést
vel hve vel séra Jón skrifaði. Þetta er titilblaðið á messusaungsbók hans.
kirkjunni 4. október 1781. í
brúðkaupsveizlunni á Prests-
bakka voru borðsitjandi 90
manns og Guðný fékk 90 ríkis-
dali í heimanmund. Næstu tvö
árin dvöldu ungu hjónin heima
hjá foreldrum Jóns á Höfða-
brekku. Þá fengu þau til ábúð-
ar Ytri-Lynga í Meðallandi.
Ekki héldust þau þar við nema
árið enda mun þá ekki
hafa verið búsældarlegt í Með-
allandi á þessum fyrstu árum
eftir Skaftárelda. Samt átti þaö
íyrir þeim að liggja að dvelja
þar í 14 ár, er sr. Jón varð
prestur í Meðallandsþingum.
Var hann skikkaður til að taka
brauðið 24. maí 1785 og vígður
í Skálholti 25. september um
haustið. Tengdafaðir hans reið
með honum til vigslunnar og
setti hann inn í embættið í leið
inni austur. Fór sú athöfn fram
í kirkjunni á Þykkvabæjar-
klaustri, því að kirkjulaust
var í Meðallandi síðan Hólma-
sel brann í Eldinum.
Síðan hafði söfnuðinum verið
séð fyrir kirkjulegri þjónustu
á þann hátt, að Steinsmýring-
ar sóttu messur að Kirkju-
bæjarklaustri, en sr. Jón
á Mýrum messaði fjórða hvem
helgidag í skemmu á Lyngum,
sem dubbuð hafði verið upp i
þvi skyni þótt ekki þættí það
hús hæfa til þeirrar athafnar,
sem fram fór við innsetningu
nýs sóknarprests í embættið.
En Meðallendingar létu strax
í Ijós, að þeir vildu fá upp-
byggða kirkju sína og „eigin-
legan prest, er þeim sé við
hönd í þeirra kristindómsnauð-
synjum." Að öðrum kosti
mundu þeir yfirgefa jarðirnar
og fá sér býli þar prestur er
innan sóknar.
En áður en Meðallendingar
þyrftu að grípa til slíkra ör-
þrifaráða, kom nú sr. Jón og
annaðist þeirra sálusorgun af
hinni mestu alúð og skyldu-
rækni eins og siðar mun sagt
verða.
Köld var aðkoman í Meðal-
landsþing eftir ógnir Skaftár-
elda. Kirkja fyrirfannst engin
og hið blómlega prestssetur hul
ið grárri hraunstorku. Þar
hafði sr. Björn búið stórbúi,
15—20 nautgripir, 50—90 ær í
kvíum og geldfé sem því svar-
aði, lömbin — allt að 70 — í
heytollum á flestum bæjum í
sókninni, 20 hestar klyfbærir
og 2 reiðhestar. Heimilið um 15
manns. Jörðin, sem framfleytti
þessum peningi var nú afmáð
með öllu tilheyrandi „að frá-
teknum engjum, f jöru og nokkr
um melplássum, sem ei er sjón-
arlegt hvað sem þar af verður,
nokkur kunni gagn að hafa
vegna vatns og bleytu,
sem þessa mela meir og meir
forarga," eins og sr. Jón kemst
að orði þegar hann er að lýsa
aðkomunni í Meðallandið.
Fyrsta árið voru þau
hjón búlaus á Langholti. Mun
þá hafa verið þar æði þröngt í
búi þótt nokkuð fengju þau af
gjafakorni eins og aðrir, því
um sumarið áður hafði
þeim verið úthlutað hálftunnu
af rúgmjöli, sex skeffur af rúgi
og aðrar sex af bankabyggi.
En þótt sr. Jón fari í bréfum
sinum til biskups, sem nærri má
geta, allmörgum orðum um út-
litið með sína efnalegu afkomu
í þessu eldhrjáða kalli, lætur
hann sér þó ekki síður tiðrætt
um hvernig hann geti rækt hið
kirkjulega starf. Hann hefur
að vísu getað gert skemmuna á
Lyngum sæmilega messufæra
með því að fá til hennar presta
skrúðann frá Skál og sérhvað,
sem með þurfti fyrir ut-
an kertapípur. Og strax næsta
vor er búið að koma upp nýrri
kirkju á Langholti, sem hann
vigði á 2. sunnud. e.trin. 1786.
En ekki lítur vel út með barna
uppfræðinguna því að „fyrir ut
an það að nokkx-ir af bændum
í þessari mér tiltrúaðri Meðal-