Lesbók Morgunblaðsins - 30.01.1972, Síða 2
Fremstur
skrifari
Fróns um ból
l landskirkjusókn hafa fyrir
: mér klagað að þeir gætu ei
! kennt börnum sínum þá allra
náðugast upp á boðnu
Katechismi — útleggingu þar
þá vantaði Pontoppidans
Spurningar heldur og hefi ég í
. nokkrum stöðum orðið var við,
að niðursetu börnin, hafa ekk-
ert eður þá sums staðar ónýtt
spurningakver, svo þó ég hafi
á minnt til þeim verði kennt
eins og húsbændanna börnum
hefur afbötunin orðið sú,
að kverin vöntuðu, sem verða
að framantöldu 12, hvar af 3
| einasta kaupast kynnu. Svo
' i gefst yðar velæruverðugheit
um hér með þessi nauðsyn til
kynna, úr hverri ég bið og
vona ráðið verði með einhverju
móti því fyrr sem meiri magt
hér á ríður.“
í framhaldi af þessu kvartar
sr. Jón enn frekar yfir bóka-
skorti sóknarbarnanna, því að
sumir bæir eru nær bókarlaus-
ir. Flestir vilja fá passíu- og
hugvekjusálma, píslarþanka og
bænabók. „En viljinn er ekki
einhlítur. Bændurnir eru flest-
ir öreigar og hafa ekkert að
missa, allra sízt það sem í þess-
um bágu árum verður fljótlega
anvent í peninga." En sr. Jón
treystir því, að biskup hafi ein
hver ráð að bæta hér úr brýn-
ustu þörf sinna fátæku sókn-
arbarna.
Vorið 1786 fékk prestur
Eystri Lynga til ábúðar. Þar
voru hjá þeim hjónum átta
manns i heimili en bústofninn
5 kýr, 3 hross, 5 ær, 5 sauðir,
9 lömb og 3 kálfar. Sumt af
þessum peningi var kúgildi,
sem jörðinni fylgdi. Annað
hafði sr. Jón keypt og stofnað
til talsverðra skulda. Um sel
eða fiskifang var ekki að ræða,
því að hvorki átti hann skip,
net eður nót. Um lífsframfæri
fólksins almennt fer sr. Jón
þessum orðum:
„Sú helzta búmannsregla fyr
ir þetta ávaxtahæga Með-
allandspláss er, að hér þurfi
sérhver maður, sem á heimili er
eitt kúgildi af að lifa allt ár-
ið, einhverja mataraðfærslu á
einn hest, fisk, rót, mjöl, söl
e.t.c. einn sauð eður sem því
svarar, af nautakjöti, sel eður
silung; hvað sem hér á brest-
ur er forlagið lítið.“
En hvernig sem afkoman
var, skipti hitt mestu máli að
annast um andlega velferð
sóknarbarna sinna.
Og sr. Jón lét sér ekki nægja
að rækja prestlega köllun sína
aðeins i sinni eigin sókn þau
14 ár, sem hann þjónaði Meðal-
landsþingum. Þegar hann gerð
ist prestur var tengdafað-
ir hans, sr. Jón Steingrímsson,
farinn að tapa heilsu og kröft-
um. Mátti segja að sr. Jón á
Lyngum væri þá hans önnur
hönd við alla þjónustu. Við
þennan sinn kæra tengdason
ráðfærði Eldklerkurinn sig í
ýmsum vanda eins og fram kem
ur í Ævisögu J.St., enda varð
sr. Jón á Lyngum strax skrifta
faðir tengdaföður síns. Hvað
eftir annað er hann á ferð upp
á Síðu og messar fyrir sr. Jón
þegar hann kemst ekki til
kirkjunnar sakir sjúkleika. Síð
asta prestsverkið, sem sr. Jón
á Lyngum vann fyrir tengdaföð-
ur sinn var að setja seinni
kapilán hans, sr. Berg
Jónsson, inn i embætti 2.sd. í
föstu, 28. febr. 1790.
Vel kunni sr. Jón Steingríms
son að meta þessa miklu aðstoð
og umhyggju tengdasonar síns.
Fer hann hlýjum og hin-
um mestu viðurkenningarorð-
um um hann ög ætið sé hann
fús að hjálpa sér í öllu, sem
honum er mögulegt. „Hann er
með lærðari prestum, guð-
hræddur, uppbyggilegur og
ráðsettur i öllum prestsverk-
um.“
En það lýsir vel yfirlætis-
leysi sr. Jóns að þessa setn-
ingu hefur hann líklega sjálf-
ur strikað út úr handriti
tengdaföður síns („þótt of lof
í“ segir dr. Jón Þorkelsson).
En ekki fannst sr. Jóni á
Lyngum þessi hjálp væri mik-
ils metin af öllum, „því af öllu
silfri foreldra sinna fékk þó
dóttir þeirra, Guðný, ei fyrr né
síðar utan einasta eina spesíu.“
Þegar sr. Jón hafði verið
prestur Meðallendinga í 13 ár
brá hann á það ráð að sækja
um Hof í Álftafirði. Var hon-
um veitt það brauð haust-
ið 1798 og fluttist austur vor-
ið eftir.
Hof var allmjklu tekjumeira
brauð heldur en Meðallands-
þingin. Þó var þetta bitamun-
ur en ekki fjár, þar sem bæði
uppgjafaprestur og prests-
ekkja voru í brauðinu. Saijpt
hefur það eflaust ráðið mestu
um þennan búferlaflutning, áð
hann hefur talið þar til nokk-
urs að vinna við skiptin.
En ekki var sr. Jón búinn
að vera lengi þar eystra er
hann komst að raun um það, að
ekki hafði hann breytt um til
batnaðar. Skrifar hann Geir
biskupi síðla sumars 1802 og
rekur fyrir honum raunir sín-
ar, telur jafnvel við liggja að
hann flosni upp og verði að
segja af sér prestskap. Biskup
svarar honum um hæl. Gengur
honum ástand sr. Jóns mjög til
hjarta og það því fremur sem
hann hafi engin ráð til að bæta
úr, ekkert betra kall sé liðugt.
En hann hefur skrifað prófasti
og átt tal við stiftamtmann
„sem nú hefur undir höndum
lítilfjörlega peninga, sem být-
ast eiga milli fátækra presta og
bænda og mælst til að sjá til
að yður verði ekki gleymt.
Meira stendur að svo komnu
ekki í mínu valdi . . .“ En ef sr.
Jón skyldi sjá sig tilneyddan
til þessa óyndisúrræðis (að yf-
irgefa kallið) skuli hann sækja
um lausn til stiftyfirvalda, geta
um orsakir og biðja um að
þetta yrði honum ekki til
hnekkis ef hann síðar sækti um
annað kall.“ Til þessa kom samt
ekki, þótt illa horfði um hrið.
Helstu orsakir til þessa afar-
bága ástands var hið mikla
harðæri, sem gekk yfir land-
ið um aldamótin 1800, ekki sízt
í Múlaþingi. Árið 1801 var þar
skepnufellir i flestum sveitum
og næsti vetur var nefndur
Langijökull. Haustið 1802 hófst
með hörkum og fannfergi strax
um Mikjálsmessu — 29. septem-
ber. 1 þessu illæri missti Hofs-
prestur allan sinn og staðarins
lifandi fénað „mest fyrir
þá skuld, að hann hafði svo
nær allan staðinn byggt einum
rikismanni," eftir því sem hann
sjálfur segir. Þar á hann við
Svein Eyjólfsson hreppstjóra
og meðhjálpara, sem fluttist frá
Flugustöðum að Hofi vorlð 1801
og hafði það til ábúðar næstu
2 ár. Þegar hann fór, fluttist að
Hofi Jón bróðir Sveins, sem þá
var kvæntur Guðrúnu dóttur
prestshjónanna. Fór þá að
vænkast hagur prests enda
batnandi árferði. Samt undu
þau hjón ekki í Álftafirðí til
langframa. Þó voru báðar daét-
ur þeirra giftar þar eystra góð
um mönnum.
Þegar Keldnaþing losnuðu
við fráfall sr. Runólfs, bróður
sr. Jóns, sótti hann um það
brauðaskipti. Upp frá því var
ið 1809. En prestshjónin á Hofi
komust aldrei alla leið út á
Rangárvöllu. Þegar þau komu
út í Fljótshverfi samdist svo
milli þeirra nafnanna sr. Jóns
Vestmanns á Kálfafelli og sr.
Jóns frá Hofi, að þeir höfðu
brauðaskipti. Upp frá því var
sr. Jón „köggull" sóknarprest-
ur Fljótshverfinga það sem eft-
ir var af embættistíð hans.
Nú voru þau mad. Guðný og
sr. Jón aftur komin í nágrenni
Við fornar slóðir. Vel munu
þau hafa unað því að vera aft-
ur horfin úr sinni ströngu dvöl
í Álftafirði sem verið hafði
þeim um tíma hin harðasta
raun. Kálfafell í Fljótshverfi
var að visu ekkert vildisbrauð.
Það var talið mjög tekjulítið,
en það var mjög hægt
og rólegt, aðeins ein sókn með
63 menn á 10 heimilum en f jölg
aði allmikið í embættistíð hans.
Prestssetrið hafði að visu gold-
ið nokkurt afhroð í Skaftáreld-
um. En það var furðu fljótt að
ná sér aftur og þótti alltaf nota
drjúg bújörð með nokkrum
hlunnindum, þó torsótt væri að
sækja reka og sel austur á
Hverfisfjörur.
Sr. Jón Vestmann dregur
upp allskýra mynd af presta-
kallinu í löngu ljóði, sem hann
nefnir: Lýsing Fljótshverfis.
Þar er þetta erindi:
Kálfafell í hvammi stendur
og kirkjuhrör i moldarbing,
bak við og á báðar síður
belti kletta er þar i kring.
Eldhraun sjálft i áttir tvær,
eyðisandar f jær og nær.
Jökulvötn með lykt af leiða
um landið aur og sanda breiða.
Og ýmsa aðra ókosti hafði
Fljótshverfið samanborið við
stærri og fjölmennari sveitir,
sem vel lágu við samgöngum
til yerzlunarstaðanna.
Sr. Jón Vestmann segir að
það sé
„burtskorið frá byggðum
fríðum
á báðar síður"
og
„Umkringt f jörtjóns ógnunum
auðnum, jöklum, stórvötnum.“
Hvort sem verzlað var aust-
ur á Papós eða úti á Eyrar-
bakka var kaupstaðarvegur
óraiangur og með meiri torfær-
um en annars staðar á land-
inu. Hvergi sannaðist það bet-
ur en hér, að „hollur er heima-
fenginn baggi" og mikið í það
varið að nýta hlunnindin vel
svo hægt væri að búa sem mest
að sínu.
En hvernig sem ytri kjörin
voru og á hverju sem valt um
afkomuna, stóð kirkjulífið í
blóma. Kirkja var fjölsótt
hvern helgan dag og árlega
gengu allir fermdir til altaris,
húslestrar og aðrar guðrækn
isiðkanir voru snar þáttur í
daglegu lífi á hverju heimili.
Kálfafellssöfnuður var gott og
guðhrætt fólk. Þegar sr. Jón
Vestmann yfirgaf Fljóts-
hverfinga gaf hann þeim þenn-
an vitnisburð: „Fólkiö yfir-
höfuð færir þann lifnað, sera
samkvæmt er þess þekkingú á
skyldum sínum." Og meira verð
ur af engum með sanngirni
krafizt. Þá var lika mest um
vert að halda þekkingunni við
svo að lifnaðinum hrakaði ekki.
Og vissulega vildi sr. Jón
rækja skyldu sína i þessu efni
í Fljótshverfi á sinum efri ár-
um ekki síður en hann hafði
gert er hann hóf prestsskap
sinn í Meðallandi. Hann segir,
að í sókninni séu „nógar and-
legar bækur, en misjafrr-
lega um hönd hafðar" eins og
gengur. En hann lætur einsk-
is ófreistað í þvi að uppörva,
hvetja og áminna bæði eldri og
yngri til þess að fólkið víki
ekki af þeim rétta sáluhjálpar-
vegi. Eitt manntalið endar
hann á þessa leið:
„Við þessa húsvitjun var
öllu ungu fólki fyrirlagt að
læra við hentugleika þennan
sálm: Jesú þin minning mjög
sæt er e.t.c. og allir áminnast
sem fyrr til sannarlegs guðs-
ótta, kostgæfilegrar vitjunar
hans húss éftir kirkjulögunum
að forfallalausu, andagtugr-
ar brúkunár Kristí kvöldmál-
tiðar, yfirvegunar og eft-
irbreytingar Drottins orða.“
Þótt nóg sé af venjulegum
guðsorðabókum er mikill skort
ur á sjálfri Ritningunni hér
eins og annars staðar. 1 allri
sókninni eru aðeins til tvær
Biblíur, önnur í eigu kirkjunn-
ar.
En úr þvi er bætt við fyrsta
tækifæri. Hjá Henderson pant-
ar prestur 15 Nýja Testamenti
og 12 Bibliur, eina á hvert
heimili, nema Maríubakka og
Kálfafell. Þangað koma tvær.
Ekki ber á öðru en vel hafi
farið á með sr, Jóni og söfn-
uði hans í Fljótshverfi. 1 sálna
registrium hans fær fólkið yf-
irleitt góðan vitnisburð. Er
hann ýmist skráður á íslenzku
eða latínu og er æði fjölbreytt-
ur.
Sjálfum sér gefur sr. Jón
engan vitnisburð en eflaust
hefði hann getað sagt það sama
og einn stéttarbróðir hans:
„Vill vanda sig“.
Flestum Fljótshverfingum
finnur sr. Jón til ágætis nokk-
uð þótt hann sé ekki að bera á
þá neitt sérstakt hól. Og mann-
talið endar hann gjarna með
blessunarbænum fyrir sín-
um tiltrúaða söfnuði s.s. eins
og þessari:
Þessar 87 sálir eru auðmjúk-
legast hirðir (svo) sáln-
anna Jesú Christí á hendur
faldar
eða
Allir þessir Jesú sauðir séu
Guði af hjarta befalaðir.
Af börnum þeirra sr. Jóns og
Guðnýjar urðu dæturnar báð-
ar eftir eystra, Guðrún gift
Jóni Eyjólfssyni prests Teits-
sonar frá Hofi og Þórunn gift
Brynjólfi Eiríkssyni á Bæ x
Lóni. Jóh Austmann sonur
þeirra var’ð préstur að Ofan-
leiti,. Pá|l bóndi, í Arnardrangi,
sem:i f jölmenna Arnar-
drangs,æt£.'‘or kenpd við, enda
átti ha.nnimikinn’íjölda barna.
Yngstii’r v£r £ál|ni snikkári í
Reykjáviþ, sið’ar bóndi á
Blómsturvöiium. Hann sigldi til
smíðanáms í Kaúpmannahöfn.
30. janúar 1972
■i ...
2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS