Lesbók Morgunblaðsins - 30.01.1972, Síða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 30.01.1972, Síða 3
Þess vegna er kona hans, Guð- rún Guðmundsdóttir nefnd maddama í sóknarmannatali. Ekki var fjölmennt heimili hjá þeim prestshjónum á Kálfa felli, 2—3 vinnuhjú, smali og venjulega ómagi, auk þess stundum fósturbörn, t.d. 2 barnabörn þeirra. Eitt árið er getið þar um 16 ára stúlku neðan úr Meðallandi, „tekin af verðgangi," sem sýnir að smæl- ingjar hafa átt þar athvarf. Sr. Jón á Kálfafelli var fjör- maður, glaðlyndur og hafði gaman af að blanda geði við aðra. Hann hafði áhuga á ýms- um fróðleik, t.d. ættartölum og hélt honum vel til haga, enda er mikið af uppskriftum eftir hann í Lbs. Mest eru það bæn- ir og sálmasöfn. Sjálfur samdi hann bænakver, sem hann hafði hug á að koma á prent, þótt ekki yrði af þvi. Hann samdi stutt æviágrip tengdaföð ur síns og dætra hans og hann samdi ættartölu sína. Allt, sem eftir hann liggur er með góð- um frágangi enda var hann listaskrifari svo sem embættis- bækur hans og bréf bera bezt- an vott. Ekkert af þessu mun nú þykja sérstaklega mikils virði eða til þess að halda nafni hans á loft. En það er eitt sem við vissulega megum þakka sr. Jóni. Það er að hann varðveitti og kom í hendur Steingrims biskups handritinu af ævisögu tengdaföður síns, sr. Jóns Steingrímssonar. Sagt er (dr. Jón Þork.) að þau sr. Jón og Guðný hafi mælt svo fyrir, að bókina skyldi biskup einlægum vilja til að efla and- iega velferð sóknarbarna sinna. Þegar Henderson var á ferð sumarið 1814 sló hann tjöldum sínum við Kálfafellskirkju er hann kom austan yfir Skeiðar- ársand. Af viðkynningu sinni við sr. Jón fellir hann þann dóm að hann „virðist meir lif- andi og starfandi í trúarlegum efnum en fjöldinn af stéttar- bræðrum hans.“ Má sr. Jón vissulega vel una þessum dómi hins hreinlynda göfugmennis. Þegar sr. Jón var búinn að vera prestur Fljótshverfinga á annan áratug var hann orðinn hálf áttræður og ellin eðlilega farin að segja til sín. Ekki sjást þess þó merki á rithönd hans í kirkjubókum. Samt ákvað hann að taka sér kapi- lán. Þurfti ekki langt að leita. Á þessum árum bjó Jón Sig- urðsson (Bægisárkálfur) búi sinu að Arnardrangi í Land- broti. Hann var stúdent en hafði ekki enn fengið brauð. Vigðist hann nú aðstoðarprest- ur til sr. Jóns 23. jan. 1831. Síðasta sálnaregistrið skráir sr. Jón heima á Kálfafelli 22. apríl um vorið og kveður þá söínuð sinn með þessari fyrir- bæn: „Sálnanna höfuðhirðir geymi þá alla í sínu miskunnarfangi og innsafni þeim öllum að síð- ustu í sauðahús dýrðarinnar." Fékk hann nú kapilán sín- um prestssetrið til ábúðar en fluttist sjálfur að Blómsturvöll um, litlu býli, sem er næsti bær Lyngar í Meðallandi. Guðmundur Kristjánsson Við gamlan túngarð Þessi sveit er minn heimur, —- nú er einskis framar að krefjast. Ég hef gist blómlega dali, þar sem hunang draup af stráum. Græn víðernin brostu til mín og rödd skynseminnar hvíslaði: Letraðu nafn þitt á fingurgull ungrar heimasætu — en ég eirði ekki þar. Mér liggja saltkorn á tungu eftir kynni mín við hafið, gróf tilsvör, ögrandi orð. Heillandi voru blá djúpin og ríkulegt þjórféð, sem ég eyddi í landlegum — en ég eirði ekki þar. Ég var rekald og barst með straumnum um fægðar götur borgarinnar inn í verzlanir, knæpur og söfn. Ég þráði að beizla hug minn, verða ríkur, núa ístruna sigglausum lófum —^ en ég eirði ekki þar. í dag fór ég norður um heiðar, kvaddi sévintýrin miklu og fór þangað sem lúðar jurtir bernskunnar teygja sig upp úr klakanum. Þögull stend ég við gamlan túngarð og andvarinn flytur mér nöfn grafinna kynslóða. Þessi sveit er minn heimur, hold mitt er mold hennar. brenna strax að lestri loknum. Með þessu mun átt við eftir- farandi orð sr. Jóns i bréfi í sept. 1823 til Steingríms, sem þá var prófastur í Odda: „Inni lega biður kona m[in]yður sem bróður að láta Æfisögu föður síns komast sem í fæstra hend- ur. Þegar búið væri að excer- pera hana (gera útdrátt úr henni) hefði ég sagt hana gef- andi Vulcano." En biskup var á öðru máli og því getum við fyrirgefið sr. Jóni þessa skoð- un úr því að þessi stórmerka bók með sínum ómetanlegu heimildum og snilldarlega rit- uðu ævisögu varð ekki eldin- um að bráð. Það er ekki hægt að segja að sr. Jón á Kálfafelli væri neinn andans skörungur. En hann hefur vissulega verið í betri presta röð, áhugasam- ur um andleg mál, árvakur i staríi og stundað embætti sitt af trúmennsku og kostgæfni og við Kálfafell rétt ofan við heið arbrúnina. Þar hafði Páll son- ur hans áður búið en hann fór nú að Arnardrangi og var síð- an kenndur við þann bæ. Þrem árum siðar fluttist Pálmi snikkari til foreldra sinna að Blómsturvöllum og bjó þar lengi síðan. Fimm ár hélt sr. Jón brauði sínu eftir að hann fékk kapi- lán. En er hann sagði af sér, fluttist hann að Arnardrangi þar sem hann var eitt ár. Það- an fór hann til sonar síns, sr. Jóns Austmanns að Ofanleiti. Þar lifði sr. Jón í hálft annað ár. Hann andaðist 6. marz 1839. Fjórum mánuðum siðar, 4. júlí, dó Guðný hjá Pálma syni sín- um á Blómsturvöllum og Guð- rúnu konu hans. Hún hafði þá 2 um áttrætt og hafði verið í hjónabandi í 57 ár. Þá var sr. Páll Pálsson próf- astur í Hörgsdal. Hann setti gömlu maddömunni frá Kálfa- felli grafskril't. Þar i er m.a. þetta: Svo íéll hér lilja fögur og fullþroska feðra byggðum að. En eftir er orðstir hvern allir sanna þeir er sannleik unna, þvi hin framliðna flesta yfir hafði mannorð mætt. Góð var hún öllum þeim, er gat til náð. Elskurik kona, ágæt móðir, hjúum hugstæð mjög. Röggsamleg, geðprúð í reynsluheimi stöðuglynd hún stóð. Þegar sr. Jón andaðist hjá syni sínum i Ofanleiti var sr. Páll skáldi uppgjafaprestur í Vestmannaeyjum. Ekki stóð á honum að yrkja eftir prestöldunginn frá Kálfa- felli. Nú er héðan, á níræðs aldri numinn í himna sælu vist sá sem var hverjum bókabaldri betur laginn að stunda Krist. Einvala kenni- og kirkjuþjón kallaður gamli séra Jón. Hann hugsaði meira um prest skapinn en búskapinn: Búsýslumaður var hann varla viðbrigðastór á neina leið. 1 hinu mátti hann allan kalla, sem embættinu mest á reið. Var hans sífelldur vani að vakinn og sofinn stunda það. Síðan víkur hann að kenni- mannshæfileikum sr. Jóns bæði sem prédikara og söngmanns: Fyrir altai'i frábærlega fi'á ég hann væri raddask.ær og kennimaður allvega í annál settur f jær og nær. Bænheitur einatt böls í þraut, ba'nheyrslu drottins vel að naut. En sr. Jóni var fleira til lista lagt en tóna og prédika. Hann var bæði fróður og minnugur. Hann hafði verið einn bezti vefari í allri sýslunni og þó lengra væri leitað. Og eins og fyrr hefur verið getið, og kirkjubækur hans bera vott um, var hann listaskrifari. AUs þessa lætur sr. Páll skáldi get- ið í næsta erindi. Við ættarþulu — var hann klastur virkur og fróður dugnaðsþegn, því að hann var manna minnugastur, sem mundi að kalla flest í gegn. Fremstur skrifari fróns um ból, frægstur vefari í dönskum stól. Lýkur hér að segja frá sr. Jóni á Kálfafelli. 30. janúar 1972 LESBQK MORGUNBLAÐSINS 3 -

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.