Lesbók Morgunblaðsins - 30.01.1972, Síða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 30.01.1972, Síða 5
 ~*V' Ali Bhutto talar á fundi í Karachi. Hann hefur boðizt til að láta völdin í hendur Kahmans, ef það græti orðið til þess að sameina Vestur- og: Austur-Pakistan. En því var hafnað. PJÓÐARSLYS HEFUR LOKS GERT Zulfikar Ali Bhutto að forseta Pakistans, en sjálf- ur hefur hann stefnt að því cmbætti með óbilg'jörmun krafti árum saman. Slík at- burðarás virðist ef til viU lofa Iítilli von um frið til handa mæddri þjóð hans. Flestir þekkja nýja forset- ann aðeins sem skelfandi óstýri Iátan mann. Undanfarið hefur liann þjónað hinni hernaðar- legu einræðisstjórn i Pakistan, einkum í embætti utanríkisráð herra, þegar hann bauð vest- rænum löndum reiðilega byrg- inn og kom þjóð sinni í leyni- makk við kínverska kommún- ista. Þótt hann sé borgaraleg- ur embættismaður, óttast Ind- verjar hann og hata meira en nokkurn hinna pakistönsku herforingja, en Indverjum hef- ur hann oft lofað þúsund ára stríði. INDVEJAR, SEM AL- MENNT FINNA orsakir nútið- arviðburða í löngu liðnum tima, munu ekki furða sig á þvi, sem þeir gera ráð fyrir að sé hið herskáa eðli liins nýja forseta. I>ví forfeður Bliuttos voru Rajpútar, liindú íska striðsmannastéttin, sem bjó í hinu glæsifagra eyðimerk urhéraði Rajputana, og minnti á riddaramennsku miðalda í Evrópu með hátterni sinu og bardagaást. Blóð þeirra hefur einnig sett svip sinn á marga hinna indversku Maliarajali. Nú eru liðnar meira en f jór- ar aldir siðan forfaðir Bliuttos sncrist til Múhameðstrúar. Hann var einn fárra Hindúa- höfðingja, sem það gerðu. f 350 ár liefur ættin búið að mestu á víðfeðmum landeignum i Larkana i Sind, eyðimerkurhér aðinu, sem varð hluti af Mú- hameðstrúarríkinu Pakistan þegar brezka Indlandi var skipt árið 1947. BHUTTO FORSETI HEFUR ENNÞÁ einkenni Itajpúta. Undir sárþreytandi kringum- stæðum í nýlegum sjónvarps- fréttum, liefur andlit lians virzt feitlagið og þrútið. I rauninni er hann 44 ára — liann átti af- mæli 5. jamiar — hávaxinn, lagleffur maður, liÖfðinfflegur i fasi, með hinn þurrlega, þótta- fulla vangasvip, sem oft sést í Rajput-málverkum. llann hefur einnig erft og oft sýnt mikið persónulegt hug- rekki farandriddarans. Ilann mun þarfnast þess núna. Þvi fyrsta verk hans verður ekki — eins og 'ýfirlýst ætlun lians var — að uinbreyta stjórnmála- lífinu í Pakistan og færa það til nútímavegar áð sósíal- istískri fyrirmynd,1 heldur að bjarga því, sem eftir er af landi hans, frá útrýmingu. Að öðru leyti er Bhutto greinilega í uppreisn — og hef ur verið að minnsta kosti í sex ár — gegn Iénsherraeinkennum forfcðra sinna. Þetta er miklu meira áberandi i Vestur-Pak- istan Iieldur en það gæti verið í öðru landi, þar sem félags- leg þróim er lengra komin. Þvi lénsfyrirkomulag af grófustu gerð hefur lifað þar ailt frarn á þennan dag. Valdbeiting — oft með tilstyrk ofbeldis vopn- aðra fylgismanna eins og til forna — frá hendi stórra land eigenda og trúarlegra leiðtoga, sem almenningi stendur ógn af, heíur verið þáttur i dapurlegri sögu Pakistans og þeim liörm- ungum, sem nú hafa dunið yf- ir. BHUTTO SEGIR SJÁLFUR, að augu hans hafi endanlega opnazt árið 1966, þegar hann var raunverulega sendur i póli tíska útlegð til Genf af fyrsta hernaðarlega stjórnanda Pak- istans, Ayub Khan marskálki. Þar komst hann að þeirri nið- urstöðu, að Pakistan mundi aldrei standa föstum fótum fyrr en leiðtogavaldið væri byggt á stuðningi hins fátæka þjóðarfjölda. Það Iilýtur að virðast ein- kennilegt, að það skyldi taka Bhutto þetta langan tíma að komast að svo hversdagslegri niðurstöðu. Þegar á allt er lit- ið, er hann nútímamaður í húð og hár. Hann hefur unnið sér háar gráður í stjórnmálavísind um og lagaþekkingu við liáskól ana í Kalifomíu og Oxford. Hann hefur tæpast komizt hjá því að smitast af vestrænum húmanisma. Hann segir, að svipuð áhrif hafi snortið sig jafnvel fyrr. Móðir hans, sem einnig var Rajpúti, hafði „sam úð með hinum fátæku“ og hvatti hann ætíð til að taka tillit til þeirra. í DAG VERÐUR HONUM EKKI skotaskuld úr þvi að samræma þessi viðhorf þeirri staðreynd, að hann gerðist þátttakandi I hervaldsstjórn Ayubs Klians árið 1958. Hann viðtirkennir meira að segja, að ráðabruggið um að hrifsa völdin hafi orðið til í Lark- ana, þar sem liáttsettir liðsfor- ingjar hittust oft við skotæf- ingar, og þannig komst hann inn í málið. En hann neitar því að liafa verið meðal samsærismanna. Það gæti vel valdið furðu með- al Indverja að heyra um aðal- ástæðuna, sem hann nú gefur upp fyrir því að hafa gengið í flokk með herforingjunum. Hann segir, að hin styrka staða lndlands samanborið við hina auðmýkjandi ringulreið í eigin landi, hafi fyllt sig öfund og að hann hafi verið blekkt- ur með fullvissiiloforðiim um 'tð Iýðræði myndi brátt verða endurreist. Þeir, sem voru nánir vinir hans þá — og nú eru óvinir hans — fullyrða, að í rauninni liafi hann verið mest „fasistasinn- aður“ af öllum fylgjendum Auybs og alltaf haldið því fram, að einræði væri aðeins hægt að framkvæma „á þýzka vísu“. Hann er sagður bera ábyrgð á einu árangursríkasta ógnvekjandi ritskoðunarkerfi i heimi. Hann viðurkennir að hafa persónidega sett í fram- kvæmd „grundvallarlýðræði“ Ayubs, þótt hann nú lýsi því sem dulbúnum fasisma, sem hafði þann tilgang að festa stjórnkerfiö. EN EFTIR ÞVf, SEM BHUTTO SEGIR, varð hann brátt fyrir vonbrigðum. Hann segir að sér hafi blöskrað hin spillta beiting alræðisvalds, sem gat lyft herkafteini upp i hæstu viðskiptastöðu og með „aí'káralegrl auðhyggju", sem leyfði náðarbörnum stjórnar- innar að skapa sér fljóttekinn gróða á kostnað raunverulegrra efnaliagslegra hagsmuna Pak- istans. Hafi sektarkennd loðað við Bhutto fyrir þjónustu sína við herveldisstjórnina, þá hefur hann vissulega síðan lagt sig undir langa og þjáningarftilla aflausn. Slitin áttu sér stað eft ir styrjöldina við Indland 1965. Bliutto lét það vitnast, að hann hefði verið mótfallinn friðarsanikomulaginu, sem Ráð- stjórnarríkin knúðu fram í Taslikcnt og gaf í skyn, að hann hefði smánarlega sögu að segja. Að minnsta kosti í Vest- ur-Pakistan tryggði þetta hon- um strax fyrstu vísbendingar um þann fjöldastuðning, sem hann þráði. Stjórnin svaraði með þvi að beita hann hótimum og ofsókn- um. Bhutto segir, að markmið- ið hafi vcrið að þagga niður i bonum og hindra hann í að bjóða Ayub byrginn opinber- lega sem pólitískur andstæð- ingur. Aðferðirnar, sem notað- ar voru, segir Bhutto, fólu I sér allt frá fagurgala og mút- um til ógnana. Honum voru boðnar háar stöður erlendis. Þegar hann sat við sinn keip að fara aftur til Iandcigna sinna i Larkana, bauðst stjóm in til að skreyta þær með sykur verksmiðju. í ÁRSLOK 1967 KOM SVO ANNAÐ HLJÓÐ i strokkinn, þegar Bhutto stofnaði Alþýðu- flokk sinn og jók dirfskuna sem fólst í opinberlegri for- dæmingu hans á Ayub. Ofstæk ismenn réðust á fundi hans og rcyndu nokkriun sinnmn að drepa hann. Einkabarátta hans blandaðist loks, eða ef til vill kom af stað, stúdentaóeirðun- um, sem orsökuðu fall Ayubs í lok ársins 1968. Jafnvel enski Pakistaninn og vinstrimaður- inn Tariq Ali, sem vísar sósíal- isma Bhuttos á bug á þeim for- sendum að hann sé „borgara- Iegur“, hefur borið lof á hann fyrir að vera eini stjórnmála- leiðtoginn, sem hafði kjark til að risa gegn einræðinu á þeim tima er hann ennþá taldi sjálf ur að það væri ósigrandi. Svo gæti virzt, að Bhutto liafi þá gert sér að góðu afskipti Yaha Khans hershöfðingja og annað herstjóraartimabil með ein- kennilega litilli grem.ju. Hann segír núna, að hann liafi aldrei trúað því að Ayub befði noklc- urn tíma ætlað sér að flytja valdið yfir á hendur almenn- ings. Þegar Ayub kallaði hina gömlu stjórnmálaleiðtoga til ráðstefnu í Rawalpindi, var það „einfaldlega þáttur í þvi að halda völdum sinurn, með nokkrum málamiðlunum.“ Bliutto var einnig sannfærður um að Yahya mundi ekki halda völdum lengi. Samkvæmt hans skoöun „er einvaldur númer tvö aJltaf veikari“. Umfram allt taldi hann, að tíminn mundi snúast gegn hinni Framhald á bls. 16. 30. janúar 1972 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.