Lesbók Morgunblaðsins - 30.01.1972, Qupperneq 6
Rauða
skikkjan
Eftir
Theodór
Gunnlaugsson
frá Bjarmalandi
i.
Sumarið 1966 gerðist óvenju-
legur atburður hér í Jökulsár-
gljúfrum í Norður-Þingeyjar-
sýslu, — nánar tiltekið í ná-
grenni við Hljóðakletta. Þar
var að starfi myndatökumaður,
ásamt stórum hóp leikenda, af
ýmsu þjóðernd, en þó flestir
danskir, eins og stjórnandi
þeirra — Gabriel Axel, sem var
höfundur leikritsins, ásamt
Frank Jæger.
Efni leikritsins er sótt i
gamla, hánorræna sögu þar
sem höfuðpersónur eru glæsileg
hetja, að nafni Hagbarður og
konungsdóttir, sem hét Signý.
Á barnsaldri var mér sögð
þessi saga og varð stórhrifinn
af. Síðar las ég hana í Kvöld
ræðum, séra Magnúsar Helga-
sonar, þegar þær komu út og
varð þá enn hrifnari, enda
skildi ég hana þá betur. Hrifn
astur varð ég þó þegar ég las
hana i bókinni „Bræðramál",
sem út kom 1949, eftir þá bræð
urna, séra Magnús og séra
Kjartan, enda þá talsvert lífs-
reyndur, og veitti því meiri at-
hygli, þeim mannMfsperlum,
sem birtast iesandanum svo
margar, í þeirri bók. Þetta er
fyrsta sagan í bókinni og fær
hún þar nafnið: Signýjarhárið,
á bls. 24. Ég varð því ekkert
smáræði spenntur að komast
eftir því hvernig höfundur
leikritsins færi með þetta stór-
brotna efni, eftir að hafa orðið
snortinn af hinum djúpa skiln
ingi og þeim snillingstökum,
sem séra Magnús fór um það.
Og það verð ég að játa, að allt
af varð mér kærastur hinn sól-
bjarti lokkur Signýjar, sem
tekiinn var úr hári hennar og
Hagbarður var bundinn með.
Það band vildi hann ekki slíta.
Með því sýndi hann, að dauð-
inn var honum léttbær, hjá því,
að rjúfa drengskaparheit.
Á dönsku heitir þetta ieik-
rit: „Den röde kappe.“
II.
1 hópi ieikenda, og einnig að
stoðarmaður leikstjórans, var
sonur eins vinar míns og skóla
bróður. Hann 'var svo elskuleg-
ur að lána mér eitt eintak af
handriti Gabriel Axels, til þess
að forvitni mín fengi strax
ósvikna glaðningu. Ég lék á ais
oddi og las það allt, næstu
nótt. Hvort tveggja var, að ég
unni mjög efninu og einnig
staðnum, þar sem kvikmymda-
takan fór fram. Hann var vel
valinn, því þar var lxka að
finna óbilandi traust hamranna
háu, sem undir taka og heillast
af söng árinnar, sem alltaf
þvær fætur þeirra.
Ekki hafði ég lesið mikið af
ieikritinu áður en ég nam stað-
ar og stundi þungan. Þannig
gekk það, þar tii ég hafði yfir
farið það allt. Einna sárast
fannst mér það, að hvergi var
þarna sagt frá lokknum bjarta,
úr hári Signýjar og hlutverki
hans. Um hann lék þó bjarm-
inn, í brjóstum flestra, er sög-
unni kynntust ungir. Mér er þó
ljúft að viðurkenna, að höfund
ur leikritsins fer um margt af
skilningi á söguefninu og af
samhug með þeim Sighýju og
Hagbarði og fleiri sögupersón-
um.
Að io'kum rann svo upp sú
langþráða stund, er ég sá mynd
ina. Þá sveikst ég ekki um að
nota augu og eyru, eftir beztu
getu. Og víst var myndin um
margt áhrifai'ik og gleymist
mér ekki. Ef til vili lika fyrir
það, að þar var talsvert vikið
frá handritinu og fannst mér
það ekki til bóta. 1 lokaþættin-
um varð ég þó fyrir mestu von-
brigðunum.
Meðan ég horfði á myndina,
þaut um hugann heill skari af
minningum, eins og helsin.gja-
breiða, á haustkvöldi. Þar á
meðal voru hinir sundurleitu
dómar, sem ég hafði heyrt um
„Rauðu skikkjuna", efni henn-
ar og hatrið, sem enga misk-
unn þekkir. Þegar svo eigin
sk iðanir komust að, varð mikil
háreisti. Þar skar sig þó úr ein
rödd, sem hrópaði: „ó já.
Svona er það — og mun ávallt
verða, að sínum augum líltur
hver á silfrið."
III.
Hver var svo ástæðan fyrir
því, að þessi lægð þaut um hug
minn? Þær voru eiginlega
margar en aðeins fáar nefndar
hér.
Áður en kvikmyndin hófst,
hafði ég yfirfarið mjög glæsi-
lega og myndskreytta sýningar
skrá, þar sem birt voru nöfn
leikenda, og einnig i'akinn sögu
þráðurinn að settu marki. Varð
mér þá á að segja svona í
hálfum hljóðum - við þá, er
wæstir mér sátu: „Ja — ham-
ingjan hjálpi nú þeim, sem
aldrei hafa heyrt söguna um
Hagbarð og Signýju. Það þarf
engan að undra„þótt þeir rugl
ist í ríminu og átti sig ekki á
hlutvei'ki sumra leikenda, þeg-
ar þeir birtast á tjaldinu. „Sam
timis birtust mér..í öðru ljósi
þau orð, sem mér hafði gram
izt mest, og heyrt af vörum ým-
issa þeirra, er höfðu séð mynd-
ina. Þeir sögðu: „Það er ekk-
ert i hana varið, nema þá af
hestunum og umhverfinu.“ Þar
við bættist svo gremja mín, yf
ir þeirri breytingu, sem gerð
hafði verið á lokaþættinum.
Mér fannst útilokað að hann
hefði þau áhrif, sem höfundur-
inn ætlaðist til, á áhorfendur.
En að þeim kem ég síðar.
1 skýringartexta er t.d. ekk-
ert minnst á þær tvær psrsón-
ur, sem eiga mesta sök á þeim
harmi, er sveipar hinar dánu
söguhetjur. Þær heita Hildi-
gisl, hinn þýzki, fi'íður maður
og stórmannlegur, og Bölvís,
'hinn „ílli andi“ Sigarrs kon-
ungs, föður Signýjar.
Hildigísl dvelur hjá Sigarr
konungi og vex-ður ástfanginn
af dóttur hans. Hann notar því
öll ráð til að fjarlaagja Hag-
barð, eftir að hann komst að
því, hvern hug hún bar til
hans. Og þá var það, að hann
fékk Bölvís sér til hjálpar, en
hann var einn af í'áðgjöfum Sig
ai-rs konungs. Hann kom þvi
til leiðar, með kænsku sinni og
svikum, að bræður Signýjar
réðust að bræðrum Hagbarðs,
þegar hann var fjarri, og
felldu þá. Þá þótti þeim auð-
sætt að ekki reyndist erfitt að
ráða niðurlögum Hagbarðs,
enda hét þá Hildigisl að leggja
þeim lið. Þetta fór þó á annan
veg. En því drep ég á þetta,
að fáir, sem ekki þekktu sögu-
þráðinn áður, áttuðu sig á hlut-
verki þeirra, þegar þeir birtust
á tjaidinu. Það var varla fyrr
en Hildigísl tók Bölvis á eintal
og bauð honum stórfé, í gulli,
ef hann kæmi því til leiðar, að
Hagbarður yrði drepinn. Þá
taldi Hildigisl sér Signýju vísa.
En það verð ég að segja,
að mér fannst Bölvís leikinn
með afbrigðum vel. Hámarkinu
náði hann þó, þegar hann sóp-
aði gullhlun.kunum, sem Hildi
vísl snaraði í hann, af borðinu,
niður i skjóðu sína og kinkaði
kolli, þegar Hildigísl mælti, -i
hálfum hljóðum: „Það er allt
hægt að gera fyirir gull.“ En
þarna var rödd beggja íslenzk.
Og það var hún, sem lyfti leik
Bölvisar í æðra veldi, og alveg
sérstaklega, þegar hann byrj-
aði að hlæja að gullinu, sem
glóði og hljömnum, sem barst
að eyrum hans, þagar það féll
í skjóðuna. Þeim hlátri gleymi
ég aldrei. Hann líktist dunreið,
sem byrjaði einhvers staðar
iengst inni og færðist svo næ.r,
þar til hún sprengdi af sér og
upp gaus þessi tryllti, hlakk-
andi sigurhiátur og þó trölls
legur — sem ég var sannfærð-
ur um — strákurinn — að and
skotinn einn gæti framleitt,
þegar hann gómaðl allsnalcta
og ósnortna blómarós, eftir tví
sýnan eltingaleik. Birtist þá í
hug mínum Þorsteinn Ö., því
slíkan hlátur gátu þeir út-
völdu einir gert að veruleika.
Þótt ekki sé það á mínu færi,
að dæma um hæfni leikenda, þá
vil ég þó segja það, að margir
léku vel og sumir ágætlega.
Oft óskaði ég þó eftir því, að
einhver af okkar ágætu leik-
konum, hefðu farið með hlut-
verk Signýjar konungsdóttur.
Það mætti segja mér, að þessi
Gitte Hænning, sem hana lék,
hafi aldrei kynnzt hinni
sönnu ást, eða þá að hún hafi
verið búin að steingleyma
henni.
1 lokaþætti handritsins lætur
höfundur þess Signýju hengja
sig í mittisbeltinu. Þannig finn-
ur faðir hennar hana, þeg-
ar hann þeysir frá aftöku-
staðnum, þar sem Hagbarð-
ur var hengdur, eftir að
einn vinur hans sagði hon-
um að skemma Signýjar
væri að brenna. í augljósri
geðshræringu yfir því hvað nú
var að ske, hrindir hann opinni
hurðinni og sér hvar Signý
hangir. Með annarri hendi gríp
ur hann undir herðar henni,
með hinni sker hann sundur
beltið, með saxinu, sem hann
hélt á. Þannig fellur hún í faðm
hans og samstilltir hljómar
heyrast frá bjöllunum, sem
voru við hálsfesti hennar. Nú
veit hann að hún er dáin. Þá
bresta allar hömlur. Hann
hrópar með hálfkæfðri rödd
þess manns, sem er yfirkominn
af harmi og iðrun: „Hefði mig
órað fyrir því, að ástin væri
svona sterk, þá hefði ég ekki
látið gera það, sem gert var í
dag, fyrir öll rí'ki veraldarinn-
ar.“
Á andliti Signýjar átti aft
ur á móti að Ijóma sama
brosið og þegar hún hallaði sér
að brjóstum Hagbarðs. Svo
bliknaði myndin, og hvarf, inn
í huldulönd fortíðarinnar.
Þannig endaði hún fyrir hugar
sjónum höfundarins.
Af eðlilegum ástæðum reyndi
ég að fylgjast vel með þess-
um síðasta þætti myndar-
innar. Þó tókst mér ekki, þrátt
fyrir itrekaðar spurningar O'g
greinagóð svör hjá þeim, er
myndina sáu, að komast eftir
því, hvort faöir Signýjar hefði
nokkuð sagt yfir henni látinni.
Sjálfur heyrði ég ekki orð, og
nú brá svo við, að þarna not-
aði hún rýting, er hún stakk d
hjartastað. Þegar svo faðir
hennar kom að henni, i rúmi
sínu, sáust hvergi merki eftir
blóð. Og þegar hann beygir sig
yfir hana, með hálflukt andlit-
ið í höndum sér, heyrðu flestir
aðeins andvörp en sumir þótt-
ust greina orð. Eitt er þó víst,
að enginn taldi sig greina bros
á vörum hennar.
Nú fellur þaö i þinn hlut
lesandi minn að leggja dóm
á það, hvort breytingin, frá
handritinu, hafi verið eins
áhrifarík og varpað eins skýru
ljósi á kjarna sögunnar og þær
tilfinningar, sem faðir Signýj-
ar bar til henna-r, en — sem of
seint megnuðu að brjóta niður
alla múra haturs og hefnigirni.
IV.
Með undanfarandi línum var
það ætlun mín að vekja athygli
á því, hve mjög er nú farið mis
Framhald á bls. 14.
6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
30. janúar 1972