Lesbók Morgunblaðsins - 30.01.1972, Síða 8
Giiðniuiida Jónsdóttir, húsfreyja í Kjörvog-i, með barnabarn
sitt. I>au Guðjón og Giiðmunda áttu 12 börn, en nú er enginn
í Kjörvogi yfir veturinn.
Brött fjöll og veðruð handan fjarðarins,
en berum melum hallar niður til sjávar-
ins og nokkur hús á ströndinni. Þannig
er umhorfs á Gjögri. I þeirri fornfrægu
veiðistöð er nú dauflegt iim að litast.
Guðjón í Kjörvogi við sjóbúðina og há-
karlahjailinn, sem þar eru við lendinguna.
Tuttugu börn
á tveimur
bæjum . . .
og brekkan hvíldi á hon-
um eins og farg: Tvilyft stein-
hús frá 1926, dálítið minnis-
merki um ódrepandi seiglu.
Frá Naustvík er haldið sneið
inga út með firðinum og hvergi
svo mikið sem rimi af undir-
lendi. Á einum stað niðri við
sjóinn er smáskrýtinn staður
með smáskrýtnu nafni; þar
heita Ónar. Þar hófst hin
raunalega píslarganga Spán-
verjanna, sem rak á land und-
an óveðri og ís árið 1615; þeir
voru hvalveiðimenn. Enginn
skildi þá og allir voru hrædd-
ir við þá, vesæla, sjóhrakta
menn, komna fyrir slys uppá
annarlega strönd úti á verald-
arhjara.
Fyrir fáeinum árum kom ég
að Hvallátrum við Látrabjarg
og Ásgeir vitavörður Erlends-
son gerðist leiðsögumaður útá
bjarg. Leiðin liggur um svo-
nefnda Brunna; þar var út-
ræði og enn sjást þar sjóbúð-
ir. Og annað heldur leiðinlegra
minnismerki er þar líka: Spán-
verjahaugur. Þeir flæktust alla
leið þangað yfir fjöllin, trú-
lega orðnir örvæntingarfull-
ir af hungri og vosbúð. En í
þessari hrjóstugu vík, þar sem
Evrópa teygist lengst í vestur,
þar urðu leiðarlok hjá Spán-
verjum.
Garpskapur var ekki með
öllu liðinn undir lok hjá Is-
lendingum um þetta leyti og
sáu hraustir drengir vestur á
Fjörðum, að nú var hægt að
vinna frægðarverk; sanna að
þeir væru ekki síðri en Þor-
valdur i Vatnsfirði og aðrir
hugprúðir höfðingjar. f>eir
mættu hinum langhröktu,
spönsku skipbrotsmönnum í
Brunnum skammt frá Látra-
bjargi og hjuggu þá niður sem
sprek.
Svo sem liðlega klukku-
stundar lestagang frá Naust-
vik er komið að Kjörvogi. Það
er reisulegur bær á brattri
brekkubrún, sem verður uppaf
ströndinni. í vörinni niður af
bænum þótti betri lending en
víðast annarsstaðar hér um
slóðir; þar stendur enn
uppi hákarlahjallur og veggir
af stæðilegri sjóbúð. Hjónin í
Kjörvogi, Guðmunda Jónsdótt-
ir og Guðjón Magnússon, hafa
búið þar í 37 ár og þau eiga
12 börn á lífi. Þar fyrir er al-
sendis óvíst, hvað framtiðin
ber í skauti sínu i Kjörvogi.
Líkt og í Naustvik eru börn-
in öll upp komin og horfin á
tvist og bast; flest búa þau i
Reykjavík og Hafnarfirði. Þau
Guðmunda og Guðjón eru líka
hætt að vera í Kjörvogi yfir
veturinn: þetta er annar vetur-
inn þeirra syðra. En þegar
vorar og snjóa leysir, halda
þau aftur heim líkt og farfugl-
arnir. Og kannski verður eitt
og eitt barnabarn með í för:
inni. Það er naumast um bú-
skap að ræða, en Guðjón er
verkstjóri í vegavinnu og þar
að auki oddviti í Árneshreppi.
Hann er reffilegur maður, sem
gengur með hálstau hvunndags
og hefur yfir sér þann brag,
sem löngum hefur einkennt
stórbændur og fyrirmenn í
sveitum. Það verður heldur
ekki séð á húsfreyjunni, að hún
hafi komið upp tólf börnum án
þess að hafa átómatísk heimil-
istæki í röðum. Guðmunda er
tágrönn og fínleg kona, upp-
runnin úr afskekktinni norður
í Ingólfsfirði.
Hún kvaðst vera fædd á
Eyri í Ingólfsfirði; þar var
byggð síldarverksmiðja og þar
bjó Guðjón hreppstjóri, sem
lézt nú í haust, rétt eftir að
hann fluttist suður. Guðmunda
átti líka heima á Seljanesi á
tanganum milli Ófeigsfjarð-
ar og Ingólfsfjarðar. Þar var
búið þangað til í haust en það
var ýmsum erfiðleikum bundið,
varla jeppavegur þangað, hvað
þá aðrar samgöngur á landi.
Þegar Guðmunda í Kjörvogi
var ung stúlka á Seljanesi, var
ólíkt líflegra norður um
Strandirnar. Þá var búið í
Ófeigsfirði, á Dröngum, í
Drangavík og jafnvel norður í
Skjaldabjarnarvik. Þá var far-
ið fótgangandi um vegleysur á
landi og þótti engum mikið, en
þetta fór að breytast að marki
uppúr 1940 og þá fóru þessir
staðir i eyði. Guðmunda virtist
ekki gera sér neina rellu útaf
þvi að dveljast syðra yfir vet-
urinn. Þó hefur hún alla ævi
átt heima í Árneshreppnum.
Við drukkum kaffi í stofunni
í Kjörvogi. Það var heimilisleg
og menningarleg stofa og góð-
ur andi, sem lá þar i loftinu.
Þau hafa haft rafmagn
frá dieselstöð síðan 1958 og
sími kom að Kjörvogi 1934.
Guðjón í Kjörvogi kunni
heldur ekki illa við sig fyrir
sunnan, þótt hann væri
Strandamaður og bóndi af lífi
og sál. Hann fékk vinnu hjá
símanum; gerði við hjólhýsi
því hann er laghentur.
Guðjón er frá Kjörvogi,
fæddur þar og uppalinn. Þá
var blómlegra um að litast í
Árneshreppi, engin jörð i eyði.
Menn lifðu á því sem landið
gaf og einkum og sér i lagi þvi,
sem sjórinn gaf.
„Kjörvogur er býsna þægi-
leg jörð,“ sagði Guðjón; „hér í
námunda er silungsvatn, sem
mætti rækta upp. Og skínandi
aðstaða til grásleppuveiði.
Unga fólkið setur samgöngu-
leysið fyrir sig. Þá skiptir ekki
máli, hvort það fær hátt kaup.
En það hefur árað illa, það fer
ekki milli mála. Þó er bezta
sprettan núna siðan 1968, að
mikill grasbrestur varð hér
norðurfrá og þá fargaði ég
fénu. Ungum manni héðan úr
sveitinni seldi ég 35 ær á einu
bretti. Hann var að byrja bú-
skap á Melum hér í hreppn-
um; kvæntur stúlku úr Reykja-
vik. Ég held bara að hún kunni
vel við sig“.
Þegar litið er til heimilda
um lifsbaráttu á Ströndum fyrr
í timanum, þá sést að menn
hafa fyrst og síðast treyst á
sjóinn. Magnús í Kjörvogi, fað-
ir Guðjóns, hafði eina eða
tvær kýr, 35—40 kindur og 2
hesta. En á þessu búi var ekki
lifað nema að litlu leyti.
Aftur á móti átti Magnús í
Kjörvogi þriggja rúma bát
með tveim öðrum mönnum. Yf-
ir vetrarmánuðina var þá ekki
bein úr sjó x fjörðunum, en
þorskurinn fór að ganga í maí.
Það var líka vaðandi síld;
Magnús veiddi I tvö sildarnet.
Heimilisfólkið í Kjörvogi borð-
aði síld, gjarnan steikta, en að
öðru leyti var síldin notuð í
beitu. Kúfiskur var Iíka notað
ur í beitu og plægt fyrir
hann á haústin.
„Alltáf fór pabbi- á sjó þeg-
ar gaf“ sagði Guðjón. „Hann
var á sjó allt sumarið, frameft-
ir hausti og .stundaði heyskap-
inn í hjáverkum. En uppúr
nýárinu fóru þeir að búast í
8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
30. janúar 1972