Lesbók Morgunblaðsins - 30.01.1972, Side 9
Guðbjörn í Víganesi klýfur rekavið í girðingarstaura.
hákarlinn. Faðir minn og afi
áttu ásamt öðrum áttasring, lík
lega 12—14 tonna bát. Þeir
notuðu hann í hákarlinn og há-
karlinn var kæstur og
geymdur þannig.
En eftir því sem á vorið leið,
urðu þeir alítaf að sækja
lengra og lengra, jafnvel út-
fyrir Drangaskörð; þaðan var
um 16 tíma róður heim. Aflinn
var meiri en svo að hann yrði
nýttur heima. Hann var seldur
út um allt land og rekaviður
gjarnan fluttur með, helzt yfir
i Húnavatnssýslur, því á
Ströndunum var ekki mark-
aður fyrir þesskonar vöru. En
lífið var erfitt, óskaplega erf-
itt og ekki heiglum hent. Há-
karlaveiðar á áttæringum eru
einstæður kafli í sögu þjóðar-
innar og hér á næsta bæ, á
Gjögri, var mikil og fræg
veiðistöð og yfir 20 skip
og bátar gerðir út þaðan.
Eiginlega er alveg furðulegt,
hvað bátum hlekktist lítið á.
Það var viðtourður. Rétt fyrir
aldamótin fórst áttæringur frá
Hellu í Steingrímsfirði í miklu
vestanroki. Það er ekkert til-
takanlega blíðviðrasamt hér
norður á flóanum. Stundum
lögðust menn við stjóra og
biðu úti i ballarhafi í tólf eða
sextán tíma meðan veðrið
gekk yfir. Og það var mesta
furða hvað þeir entust. Faðir
minn dó 72 ára; hann var allt-
af mjög hraustur. Þessir menn
voru líka alltaf í þjálfun. Róð-
ur er geypileg æfing fyr-
ir handleggi og skrokk og
raunar allan líkamann. Kallinn
var svo hraustur þegar hann
var uppá sitt bezta, að hann
taldi þann háseta góðan, sem
gat róið á móti honum, þegar
hann notaði aðra hendina.‘*
í Trékyllisvík á fallegu og björtu sumarkvöldi. Árnesáin fellur til sjávar,
en á miðri myndinni má sjá snarbratt Urðarnesið skaga framí fjörðinn.
Handan við það sér inná Norðurf jörð, en luis kaupfélagsins eru i stefnu
á liæsta tindinn.
Berum og blásnum melum
hallar niður til sjávarins; þar
stendur röð af húsum líkt og
steinum hafi verið velt uppá
grýtta ströndina: Gjögur.
Handan fjarðarins réttir Byrg-
isvíkurfjall beinaberar kjúkur
sínar uppí bláan himin. Miklar
heimildir eru til um útgerð frá
Gjögri og sjóbúðalíf og stund-
um ugglaust verið líf í tuskun-
um þar og mikil björg borizt
á land. En til að sjá ofan af
melunum, er Gjögur með nöt-
urlegri stöðum, lítið meira en
líflausar minjar um eitt-
hvað sem var. Meira að segja
er Regína flutt á brott frá
Gjögri og Morgunblaðið er að
því leyti fátæklegra, að nú birt
ast aldrei fréttir um vöruþurrð
í kaupfélaginu og aðra óáran
á Ströndum. Regína er flutt
austur á land, var mér sagt, og
hætt að mata þjóðina á frétt-
um úr dreifbýlinu. Það var
skaði.
Nú er aðeins búið í þrent bæ-
um á Gjögri en allsstaðar er
hrörnunin likt og tii að und-
irstrika, að framtíðin hasl-
ar sér ekki völl hér. Auk þess
eru í sömu torfu Grænhóll og
Fagrabrekka, sem báðir eru úr
ábúð, og Víganes.
Guðbjörn Lýðsson í Víganesi
var að kljúfa rekavið í fjör-
unni neðan við Víganes. Hann
er fæddur og uppalinn þar á
bænum, en hefur verið laus
við; stundað sjóinn á vertíðum
syðra, en kann bezt við sig hér
norðurfrá.
Hversvegna?
Það er erfið spurning; um
slíkt er varla hægt að spyrja
og þaðan af síður hægt að
svara því. Ætli það sé ekki
þessi margumtalaða taug,
þessi ramma taug.
Hann rekur fleyginn i trjá-
bolina og flettir þeim endanna
á milli. Þeir rifna ótrú-
lega beint. Og viðurinn er fal-
legur í sárið. Samt er ekki reki
í Víganesi eða á Gjögri, segir
Guðbjörn. Þeir veiða sér tré.
Þegar róið er til fiskjar, þá
eru trén tekin I slef, ef þau
sjást á floti.
En er ekki einhver land-
helgi; varla má tosa út tré, sem
er í þann veginn að verða land
fast hjá nágrannanum?
Ónei, svo hai'ðvítug er barátt-
an ekki. Landhelgi telst 60 faðm
ar út frá rekafjöru og menn
taka ekki tré, sem flýtur þar
fyrir innan.
Guðbjörn í Víganesi staflaði
girðingarstaurunum. Hann
hafði ekki meira til að kljúfa
í dag. Hann var ekki bjart-
sýnn, hvorki á byggðina
né annað. Sagði mikil snjó-
þyngsli og vetrari'ikið svo
þrúgandi, að það væri varla
lífvænlegt þarna yfir veturinn.
Hann kvaðst líklega mundu
verða heima í vetur; annars
væri allt að fara í hundana.
Allt í andskotans eymd og nið-
umíðslu. Rólegt væri það
reyndar oftast enda lítið dags-
verk að hugsa um eina belju
og nokkrar rollur. Á vorin er
þó altjend grásleppan. Það er
tilbreyting í henni. Og viður-
inn er allt árið. Það er hlaup-
ið í að rifa bolina öðru hverju
og líka að vetrinum, nema allt
sé á kafi í fönn.
Vegurinn er breiðari og betri
norður um Reykjanesið. Þar er
einhversstaðar flugvöllur. Og
á kortinu er merktur hver.
Hér breikkar graslendið til
muna unz komið er í Trékyll-
isvík. Þar er beinlínis blómlegt
ef maður sleppir því, að tún-
in voru enn að mestu ósprott-
in, enda þótt sláttur væri í al-
gleymingi í öðrum landshlutum.
Það var lygnt og fagurt þetta
kvöld, er við komum í Trékyll-
isvík og kvöldskugginn fallinn
á Krossnesfjallið og Norður-
fjörðinn, sem gengur líkt og tá
á stígvéli út úr Trékyliisvík-
inni. Það stafaði samt mikilli
birtu frá norðrinu og veruleg-
ur munur á kvöldbirtunni hér
og á Suðurlandi á þessum
tírna. Gisting bauðst í barna-
skólanum á Finnbogastöðum og
þaðan horfðum við á þokuvegg
inn norður á hafinu og Árnes-
eyjuna rétt undan ströndinni;
þar smalaði Þórður Kakali sam
an fylgismönnum á Jónsmess-
unni 1244 til að fylgja sér á
pólitískan fund, sem síðan var
haldinn einhversstaðar á miðj-
um Húnaflóa og allir kannast
við úr barnaskólafræðunum.
Innaf Trékyllisvíkinni verð-
ur grösugur dalur milli hárra
fjalla. Og þrír bæir i víkinni:
Finnbogastaðir, Bær og Árnes.
Fyrir utan barnaskólann eru
tvær félagslegar stofnanir:
Kirkja og félagsheimili í Ár-
nesi, byggt 1946. En til að kom
ast I búð, verða menn að halda
ögn lengra, því kaupfélag-
ið, sem hún Regína skrifaði
stundum um í Moggann, það er
á Norðui’firði.
Það var háttatími í Trékyll-
isvik. Blánuðu skuggar í fjöll-
um en hafið allt eins og rjómi
og rekaviðui'inn dreifður fag-
urlega um sandinn. Nokkr-
ir ferðalangar að sunnan
höfðu lagt bílum sínum við
barnaskólann og leyst niður
góssið, sem þeir bundu ofan á
Fólksvagnana sína. Ekkert
rauf kyrrðina nema mari'ið í
liðamótum kúnna á Finnboga-
stöðum, sem stöldi'uðu við í
kurteisisskyni hjá barnaskói-
anum.
Niðurlag í næsta blaði.
30. janúar 1972
L.ESBÖK MORGUNBLAÐSINS 9