Lesbók Morgunblaðsins - 30.01.1972, Síða 12
Um kosningarétt
og kjörgengi
Vjyy* íslenzkra kvenna
Eftir Gísla Jónsson, menntaskólakennara
6. hluti
ý*'/ /**
Elínborg Jakobscn, fyrsta konan á Islancli scm tók stúdentspróf.
Meiri hluti nefndarinnar
vék ekkert að einstökum atrið-
um frumvarpsins, en taldi, að
slíkt frumvarp væri í heild
sinni ótímabært vegna þeirra
samningaviðræðna við Dani,
sem þá voru framundan um ný
sambandslög. Lagði því meiri
hlutinn til, að málinu væri vís-
að frá með rökstuddri dagskrá.
1 umræðunum var síðan varla
minnzt á kosningarétt kvenna
sérstaklega, en rökstudda dag-
skráin samþykkt með 16 atkv.
gegn 7.
Hinn 31. ágúst 1908 birtir
kvennablaðið áskorun frá
Carry Chapman Catt til is-
lenzkra kvenna um að gerast
aðilar að alþjóðakosningarétt-
arsambandinu, I.W.S.A., og
senda fulltrúa á næsta ársþing
í London, en úr þvi varð þó
ekki. En fyrr þetta ár, eða 1.
febrúar, var haldinn kvenna-
fundur í Reykjavík að tilhlut-
an Kvenréttindafélags íslands.
Var Bárubúð fullsetin og m.a.
fundargesta margir þingmenn.
Bríet setti fundinn, en fundar-
stjóri var Sigriður Hjaltadótt-
ir, kona Jóns Jenssonar yfir-
dómara, en fundarritari Guð-
rún J. Briem. Fyrir fundinum
lágu þessar tillögur:
„Fundurinn skorar á alþingi,
a) að samþykkja sem fyrst þá
breytingu á stjórnarskrá lands
ins, að konur geti öðlazt kosn-
ingarétt og kjörgengi til al-
þingis með sömu skilyrðum og
karlmenn, b) að taka upp á
þessu þingi almenn lög um
kosningarétt og kjörgengi
kvenna í sveitarmálum öllum
og héraðsmálum jafnt karl-
mönnum, og c)að veita konum
jafnrétti við karlmenn við all-
ar æðri menntastofnanir lands-
ins og til allra embætta og op-
inberra sýslna hér á landi.“
Sr. Ólafur Ólafsson frí-
kirkjuprestur studdi þetta ein
dregið. í>á töluðu þrjár konur,
Laufey Vilhjálmsdóttir, Gunn-
þórunn Halidórsdóttir og
Kristín Simonardóttir. Bæði
þær og fundarstjóri óskuðu að
heyra álit þingmanna, og eink-
um skoraði fundarstjóri á 1.
þm. Reykvikinga, dr. Jón Þor-
kelsson, i þessu efni. Þá talaði
2. þm. Reykvíkinga, Magnús
Sigfússon Blöndal, og lýsti yf-
ir þvi, að hann hefði jafnan
verið með þessu máli og væri
enn. Síðan segir:
„Eftir ítrekaðar áskoranir
fundarstjóra stóð dr. Jón Þor-
kelsson upp; ráðlagði hann
fyrst konum að hafa hægt um
sig. Sjálfur kvaðst hann ekk-
ert þekkja þetta mál og aldrei
hafa um það hugsað, en nú ætl
aði hann að fara til þess. Taldi
ekkert á móti, að konur
fengju sveitarstjórnarréttindi
almennt, fyrst það hefði verið
upplýst, að þær hefðu fengið
það að fullu í tveim hreppum
landsins (hann á við Reykja-
vík og Hafnarfjörð).
Þá talaði Björn Sigfússon á
Kornsá, bróðir Magnúsar
Blöndals, 1. þm. Hún., og var
eindregið með málinu, enda
hefði áskorun um að fylgja þvi
fram, undirskrifuð af um 250
konum, verið borin upp á báð-
um þingmálafundunum í hans
kjördæmi og samþykkt með öll
um atkvæðum, Hefði kona flutt
áskorunina á öðrum fundinum,
og var henni boðinn þar bæði
atkvæðisréttur og málfrelsi.
Fleiri þingmenn töluðu ekki
þrátt fyrir ítrekuð tilmæli
kvenna, en tillagan var sam-
þykkt lið fyrir lið með öllum
atkvæðum. Bríet deildi á þing-
menn og aðra karlmenn fyrir
að láta ekki í ljós skoðanir
sínar á málinu.
Við munum, að Jón Magnús-
son og Bjöm M. Ólsen höfðu
1907 vakið máls á því misræmi,
er varð um kosningaréttinn til
sveitarstjóma, er giftar konur
í aðeins tveimur kaupstöðum
fengu þann rétt, en aðrar ekki.
Þar hafði líka gamla klausan
um rétt kvenna til að skorast
undan verið upp tekin. Á
næsta þingi, 1909, fer Skúli
Thoroddsen af stað með frum-
varp þess efnis, að þessi réttur
nái til kvenna alls staðar á
landinu með þeim takmörkun-
um, sem lögin tiltóku. Ennfrem
ur var lagt til, að vinnuhjú
hefðu bæði kosningarétt og
kjörgengi í sveitarstjórnarmál-
um, ef þau fullnægðu sömu
skilyrðum og þeir karlar og
konur, sem ekki séu öðrum háð
sem hjú. 1 framsögu gat flutn-
ingsmaður þess, að þar
sem kosningarétturinn og kjör
gengið væri í lögunum bundið
við gjald til sveitarsjóðs, þá
kæmu þessi réttindi hjúum lítt
að notum, því að óviða gyldu
þau til sveitar, en heimilt væri
þó í lögum að leggja útsvör á
vinnuhjú, og sú mundi vera
tízkan í sumum sveitum að ein-
hverju leyti, enda taldi hann
víst, að mörg vinnuhjú myndu
vilja vinna það til þessara rétt-
inda, að gjalda litilræði í
sveitarsjóð.
Þetta frumvarp fór umræðu-
laust að kalla og andspyrnu-
laust með öllu gegnum neðri
deild. 1 efri deild var kosin í
það þriggja manna nefnd:
Júlíus Havstein (1. konkj.),
Jósef Björnsson (2. þm. Skag.)
og sr. Sigurður Stefánsson í
í Vigur (þm. Isafj.). 1 áliti
þeirra sagði, að nefndin væri
sammála neðri deild um það,
að frumvarpið ætti að ná fram
að ganga, í fyrsta iagi vegna
þess, að nokkrar af konum
landsins hefðu þegar feng-
ið þennan rétt, er frumvarpið
veitti, og skapaðist því ella
óhæft misrétti, og i öðru lagi
vegna þess, að það væri óheppi
legt og ranglátt, að nokkur
missti kosningarétt og kjör
gengi til sveitarstjórnar, að-
eins af því að hann væri árs-
vistarhjú hjá vinnuveitanda,
þegar sá hefði kosningarétt-
inn, sem réði sig styttri tíma
eða væri lausamaður eða lausa
kona. Með þessu lægi rétt
indamissir við því að ráða sig
í ársvist, og væri slikt allt
annað en heppilegt, jafn erfitt
og væri að fá nauðsynlegustu
hjú vistráðin.
Nefndin var því efnislega
samþykk frumvarpinu, en
gerði á því orðalagsbreytingar.
Eins og i lögunum um Reykja-
vík og Hafnarfjörð var tekin
upp klausan um, að konum
skyldi heimilað að skorast und
an kosningu, og lagt til, að lög-
in tækju gildi 1. janúar 1910.
Jósef Björnsson hafði stutta
framsögu af nefndarinnar
hálfu og taldi hér stigið rétt-
mætt spor í áttina til fulls jafn
réttis karla og kvenna.
Steingrímur Jónsson sýslu-
maður (4. konkj.) sagðist sam
þykkur frumvarpinu í aðal-
atriðinu, þ.e. kosningarétti
giftra kvenna, en taldi vafa-
samt að veita hjúum kosninga-
rétt og kjörgengi í sveitarmál-
um, meðan ekki væri búið að
leysa vistarbandið. Slík rétt-
indi væru raunar ósamrýman-
Ieg vistarskyldunni, eins og
hún væri. Húsbóndi gæti eftir
hjúalögunum neitað hjúum sín
um um að notfæra sér kosn-
ingaréttinn. Þá taldi hann stór
athugavert að gera hjúum að
skyldu að taka við kosningu,
þau yrðu að hafa, eins og gert
væri ráð fyrir um konur yfir-
leitt, rétt til að skorast und-
an kjöri, því að þau væru
bundin og gætu ekki tekið við
kosningunni nema með leyfi
húsbónda síns.
Lárus H. Bjarnason (5.
konkj.) taldi enga ástæðu til
að meina hjúum kosningarétt.
því að þau væru útsvarsskyld
og sjálfsagt, að þau hefðu þá
einhver áhrif á það, hvernig
fénu væri varið. Hitt væri ann
að mál, hvort veita ætti þeim
kjörgengi að svo stöddu, og
væri hann sammála Steingrími
Jónssyni í því, að þau ættu að
hafa rétt til að skorast und-
an kosningu.
Jósef Björnsson taldi nefnd-
ina mundu taka það til sér-
stakrar athugunar.
Sigurður Stefánsson sagðist
hafa verið þvi meðmæltur að
leysa vistarbandið, en bænd-
ur teldu þó varhugavert að
leysa það til fulls, það gæti
valdið enn meiri vinnufólkís-
eklu, sem ekki væri á bætandi.
Hann bjóst ekki við, að það
skipti miklu máli, þótt hjú
fengju að skorast undan kosn-
ingu, því að þau mundu fyrst
um sinn litt kosin í sveitar-
stjórnir. Auk þess væri vegur-
inn tiL lausamennsku svo auð-
farinn nú, að engum vel vinn-
andi manni ætti að vera
ókleyft að leysa sig undan vist
arbandinu, ef hann sæktist eft-
ir þessum réttindum. Hann
taldi sárafáa húsbændur
mundu synja hjúum sínum um
að neyta kosningaréttar, ef til
kæmi. Þau væru ekki lengur
skoðuð sem ófrjálsir menn, sem
húsbændurnir hefðu allt vald
yfir.
Steingrimur Jónsson ítrek-
aði, að húsbóndi hefði eftir
hjúalögunum, réttinn, og
myndi ef til vill beita honum
við hjúin, ef þau væru í öðrum
flokki en hann. Sigurður Hjör-
leifsson læknir (þm. Ak.) vildi
þá, að sett yrði i lögin ákvæði,
er bannaði húsbónda að koma í
veg fyrir, að hjú hans neytti
réttarins. Lárus H. Bjarnason
taldi slíkt ákvæði óþarft; ef
þeim yrði veittur þessi réttur í
lögunum, fælist í því, að hús-
bændur gætu ekki meinað
þeim að neyta hans.
Síðan voru tillögur nefndar-
innar samþykktar að mestu
samhljóða og frumvarpinu vís-
að til 3. umræðu.
Þá lágu fyrir ýmsar breyt-
ingartillögur. Fyrst frá Stefáni
skólakennara Stefánssyni (6.
konkj.), Ágústi Flygenring og
Lárusi H. Bjamasyni þess efn-
is, að vistráðin hjú hefðu ekki
kjörgengi, þótt hafa skyldu
þau kosningarétt, og í annan
stað að fella burt ákvæðið, þar
sem konum var heimilað
að skorast undan kosningu. En
frá nefndinni var sú viðbótar-
tillaga við þetta ákvæði,
sem þremenningarnir vildu
fella niður, að vistráðnir karl-
ar gætu og skorazt und-
an kjöri. Þá var tillaga frá
Steingrími Jónssyni og Stefáni
Stefánssyni, sem fól í sér að
fella alveg niður kosningarétt
vinnuhjúa auk kjörgengisins.
Framsögumaður nefndarinn-
ar, Jósef Björnsson, sagði
nefndina algerlega mótfallna
hinni síðastnefndu tillögu.
Slíkt væri ófært miðað við
lausafólk. Ekki mætti varða
réttindamissi að ráða sig í árs-
vist. Hins vegar féllst nefndin
á fyrri breytingartillögu þre-
menninganna, þ.e. að fella nið-
ur kjörgengi hjúa, og dró því
sína tillögu til baka. Hins veg-
ar - féílst nefndin ekki á
þa breýtingartillögu að fella
niðíir ákvæðið um heimild
kvenria til að skorast undan
kosningu. Þó segja mætti, að
12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
30. janúar 1972