Lesbók Morgunblaðsins - 30.01.1972, Síða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 30.01.1972, Síða 13
MARGA dreymir um stéttlaust þjóðfélag; með öðrum orðum þjóðfélag, þar sem þegnarnir séu jafn réttháir, búi við sömu tœkifœri til að afla sér menntunar og lenda á réttri hillu í lífinu. Menn dreymir um þjóðfélag, þar sem þegnarnir séu efnahags- lega sjálfstœðir, hafi svipaða mannvirð- ingu, hvaða störf sem þeir kjósa sér og séu kjörnir forráðamenn þjóðarinnar fremstir meðal jafningja. í erlendu tímariti um ferðamál mátti lesa á dögunum, að á íslandi væri stéttlaust þjóðfélag. Þannig hafði það að minnsta kosti komið greinarhöfundinum fyrir sjón- ir. Það kynni að vera nokkuð ofsagt, að á tslandi sé stéttlaust þjóðfélag, en líklégt má telja, að stéttaskipting gerist ekki öllu minni í veröldinni en hér. Það er hins vegar kaldhæðni örlaganna, að bezt hefur gengið að viðhalda gamalli stéttaskiptingu og forréttindamismun í svokölluðum al- þýðulýðvéldum, þar sem nýrri og purkun- arlausri yfirstétt hefur verið komið á laggirnar með byltingu. Fyrir fáeinum árum var ég viðstaddur veðreiðar í Ascot í Englandi; þar gat að líta eftirminnilega mynd af gamálgróinni stéttaskiptingu, sem þó hefur farið mjög minnkandi þar í landi. Þarna var þreföld lagskipting: í fyrsta lagi var bersvœði, þar sem fremur fátœklega búið alþýðufólk fékk að sta^ida með Daily Mirror utanum brauðbitann sinn. 1 öðru lagi hinnar sam- félagslegu tertu var miðstéttin; þokkalega búið fólk með sœti á sérstökum upp- hœkkuðum pöllum og aðgangi að ágœtum veitingum. En efst í tertunni var aðals- fólkið og yfirstéttin í sérstökum, yfir- byggðum stúkum; þar gengu þjónar um beina og skenktu kampavín. Afar og ömmur þeirra íslendinga, sem komnir eru til vits og ára, þekktu af eigin raun, að það var eitt að heita Jón og annað að heita Séra Jón. Samt verður að teljast, að markverður árangur hafi náðst í að jafna út stéttaskiptinguna. Sé það rétt, að okkar þjóðfélag sé meðal þeirra, sem hafa náð einna lengst í því, þá er það stórkost- legt og nú rná ekki glutra því niður, sem tekizt hefur. En því miður eru ýms teikn á himni, sem gætu boðað óæskilega þróun og afturhvarf til aukinnar stéttaskiptingar. Hættan ligg- ur í því, að menntun og sérkunnátta munu í sífellt auknum mæli ráða úrslitum í lífi fólks. Við stöndum frammi fyrir því að mikið djúp staðfestist milli þeirra, sem af einhverjum ástæðum hljóta litla mennt- un og hinna, sem búa að mikils metinni sérkunnáttu. Oft ráða hæfileikar að vísu úrslitum um það, hvar einstaklingurinn lendir í þjóðfélagsstiganum, en ekki próf frá einhverjum skólum. Það vœri til dœmis hlægilegt að halda því fram, að Halldór Laxness hefði skrifað betri bækur og orð- ið mætari listamaður en hann er, ef hann hefði lokið við menntaskólann. En þesskonar tilfelli liggja utanvið það venjulega. Flestir trúa því að unglingar dagsins í dag tryggi framtíð sína bezt með langri skólagöngu og sérmenntun. Við munum um ófyrirsjáanlega framtíð byggja á fiskveiðum; samt hefur engin áherzla verið lögð á að sérmennta fiskimenn, til dœmis í notkun á öllum þeim flókna og rándýra tœkjakosti, sem nú þykir sjálf- sagður. Til þessa hafa aflákóngar ekki orð- ið til á skólabekkjum. En vœri ekki hœgt að gera þá enn hœfari sérfrœðinga á þann hátt? Þjóðarbúinu virðist fyrir beztu að undirstöðuatvinnuvegunum, landbúnaði og sjávarútvegi, vegni sem bezt. Velferð ein- staklingsins virðist aftur á móti bezt tryggð með langskólanámi og eftir það starfar hann hvorki til sjós né í sveit. Það virðist veruleg þversögn felast í þessu; það er því líkast að hagsmunir þjóðarbús- ins og einstaklingsins fari ekki saman. Mikið ofurkapp hefur verið lagt á kröfuna um skólamenntun; það hefur verið sagt, að menntun sé bezta fjárfestingin og svo framvegis. Þarmeð virðist lykillinn feng- inn að stétt menntamanna, sem sumir óttast að sé hin verðandi yfirstétt. Það er að sjálfsögðu takjnarkað, hvað við þurfum marga menn með HA-próf í engil- saxneskum bók menntum eða hinar og aðrar gráður í húmanískum fræðum. Þaö gæti hæglega orðið offramleiðsla á slíkri kunnáttu. Aftur á móti liggur Ijóst fyrir að varla er hægt að manna fiskiflotann eins og er, hvað þá áila nýju skuttogarana, sem lík- lega verður að manna með ftölum og Spánverjum. Gísli Sigurðsson. með þessu vœri þeim veittur ríkari réttur en körlum að þessu leyti, þá færi því svo fjarrri, að þær hefðu fengið jafnrétti við þá á mörgum ððr- um sviðum, að þetta mætti vel standa. Eiríkur Briem (2. konkj.) vildi halda þvi ákvæði, að kon ur mættu skorast undan kosn- ingu. Hann sagði m.a.: „Ég álít það væri hin mesta afturför, ef sú stórkostlega verkaskipting breyttist, sem verið hefur um allan aldur milli karla og kvenna og má heita, að orðin sé kynföst. Fyrst gera allir allt. En með vaxandi menn- ingu vex verkaskiptingin. Sú fyrsta verkaskipting var milli karla og kvenna. Konur hafa alltaf verið, og eru enn, færari um sum störf en karlmenn, og þá sérstaklega uppeldi barna. Ég álít það væri stór afturför fyrir mannkynið, ef þessi mis- munur minnkaði. Enda er það stór misskilningur, að sú kona geri meira gagn, sem skipt ir sér af almennum málum, en hin, sem hugsar um heimilið og bömin og býr hina komandi kynslóð undir lífið.“ Hann vildi ekki taka konuna nauð- uga frá heimilinu og kvaðst ekki sjá, að það væri nauðsyn- leg afleiðing af því að veita konum kosningarétt og kjör- gengi. Breytingartillagan um, að hjú skyldu ekki hafa kosninga rétt, var felld með 7:3 atkv., en tiUagan um, að þau skyldu ekki hafa kjörgengi, samþykkt með 10:1. TiUagan um að fella niður heimild kvenna til að skorast undan kosningu var felld með 6:3. Síðan var frum- varpið samþykkt með 8 sam- hljóða atkvæðum og endursent neðri deild. f»ar tók enginn til máls um frumvarpið í hinni nýju mynd, og var það samþykkt sem lög með 16 samhljóða atkvæð- um. Lögin voru staðfest af konungi sama ár 30. júlí. Þá hafði það unnizt, að vinnukon- ur, sem borguðu einhver sveit- argjöld, fengu kosningarétt, svo og giftar konur um aUt land. En heimildarákvæðið um að konur mættu skorast und- an kosningu, náði nú líka tU allra sveitarstjórna. Framhald í næsta blaði. Jóhannes Kepler Framhald af bls. 11. A þessum árum gekk Kepl- er til fulls frá „Draumi“ sín- um, sem hann hafði ritað á stúdentsárum sínum og kallað landafræði tunglsins. Er það fyrsta geimferðarsagan á nú- tlmavísu. Var megintilgangur- inn með ritgerðinni að gera snúning jarðar trúlegri með því að sýna frarn á, að athug- andi á tunglinu (sem allir féU- ust á að snerist) gæti útskýrt öll fyrirbæri himinhvolfsins á þeim forsndum, að hann, mána búinn, stæði í óhagganlegri miðju heimsins. Segir í draumn um frá ungum íslendingi, Dura cotus, og móður hans f jölkunn- ugri. Duracotus braut af sér við móður sína, hafði stungið gat á síldarpoka, sem hún ætl- aði að selja skipstjóra nokkr- um, skemmdist fiskurinn og seldi kella skipstjóranum strákinn í staðinn. Tók skip- stjórinn hann með sér tU Dan- merkur. Dvaldist hann hjá Tycho Brahe á Hven við stjörnufræðinám nokkur ár, kemur heim aftur og sættast mæðginin. Segir síðan frá því, hvernig móðirin særir fram tunglbúa, sem lýsir fyrir þeim á íslenzku (sic) Ufi og landi í Levaníu, á tunghnu. Lýkur þar draumkenndri fantasiu og hrein og klár eðlisfræði og náttúrulýsing tekur við. Kepler hafði öðru hvoru unnið að skýringum við þessa landafræði tunglsins og þegar hér var komið sögu voru at- hugasemdirnar, 223 talsins, þrisvar sinnum lengri en sjálf- ur draumurinn. Ritið var gefið út að Kepler látnum, af syni hans, Ludvig lækni. Þótti efn- ið furðulegt og liðu tvær aldir þar til latneski textinn var prentaður öðru sinni. Nýlega kom út ný, ensk þýðing og til glöggvunar nútímabundnum lesara eru þar skýringar við skýringum höfundar. (Edward Rosen: Kepler's Somnium (1967)). í draumnum færir skipstjórinn Tycho bréf frá ís- lenzkum biskupi. í skýringum sinum nefnir Kepler einnig nokkrum sinnum íslenzkan biskup, t.d.: “13. . . . Island liggur nálægt heimskautsbaug. Það tjáði mér Tycho Brahe, sem grundvallaði útreikninga þessa á skýrslu eftir ís- lenzkan biskup.“ “16. fslenzki biskupinn fræddi Tycho Brahe á þvi, að ís- lenzku stúlkurnar, meðan þær hlusta á Guðs orð, væru vanar að sauma með furðulegum hraða orðatil- tæki og orð á hördúk, með nál og litþræði." „33. Fyrrnefndur biskup full- vissaði Tycho Brahe um, að íslendingar væru ein- staklega vel gefnir.“ Frásögumaður Tycho Brahe var Oddur Einarsson, síðar biskup í Skálholti, en hann stundaði um tíma stjörnuskoð- un við „hirð“ hins fræga manns. IX. Árið 1630 féll Wallenstein í ónáð og staða Keplers og fram- tíð var þar með óviss aftur. í október yfirgaf hann Sagan, óvænt, tók með sér það, sem hann átti í reiðu fé, en skildi eftir f jölskyldu sína auralausa. Ætlun hans var að leita sér að atvinnu og gera enn eina til- raun til að innheimta það, sem hann átti hjá keisaranum og opinberum stofnunum. Leiðin var löng og ströng, pyngjan tæmdist og tók hann lán í Leipzig á leiðinni suður. Kraft arnir fjöruðu út. Nýkominn á jálki sínum alla leið til Regens burg tók hann sótt, og andað- ist eftir nokkurra daga legu, tæplega 59 ára gamall. Um þessar mundir hélt skuldunautur hans, keisarinn, ríkisþing i Regensburg með prinsum sínum. Nokkrir þeirra voru viðstaddir jarðarförina. QmfhftmíMht kt4> Joannem KefipUrmjs x6eS* Nokkur tími leið áður en menn gerðu sér fuUa grein fyr- ir, hvað var náttúrunni sam- kvæmt i stórum og smáum rit- verkum Keplers, þau voru haf sjór hugmynda, stundum meng- aður villandi mixtúru stærð- fræði og dulrænu. Sjálfur átti hann erfitt með að skilja kjarn- ann frá hisminu, snillibrögð sín frá vindhöggunum. Sagt hefur verið, að hann hafi lagt úr höfn í leit að Asiu, en fundið Ameríku. Eitt lögmála sinna áleit hann aðeins hentugan reiknistokk við útreikninga sina. Hann var líka nærri því að uppgötva þyngdarlögmálið. En allt þetta hafði ekki verið lokatakmark Keplers, einungis góður fengur á leið um leyni- göng og læstar dyr. Það virt- ist þurfa lyklakippu inn að huldum dómum sköpunarverks ins, hann nægði ekki, lykilhnn, sem hann hafði í hendi sinni forðum, hrifnæmur kennari í Graz. Þór Jakobsson. 30. janúar 1972 LESBOK MORGUNBLAÐSINS 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.