Lesbók Morgunblaðsins - 01.04.1973, Síða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 01.04.1973, Síða 8
Klzta mynd af fallbyssu, sem um er vifcað. Myndin er gerð í stjórnartið -látvarðar III kon ungs á Eng-landi á 14. öld. Sveinn Ásgeirsson tók saman Crécy nefndist lítið þorp í Somme-héraði í norðvestur Frakklandi um 25 km frá Ermarsundi. Þar var háð all- söguleg orrusta árið 1346, en þó ekki svo að úrslit hennar skiptu svo ýkja mikJu máli fyr ir nánustu framtíð Évrópu. Hundrað ára stríðið var þá rétt að byrja, hafði aðeins staðið í tæp tíu ár, svo að það voru eft- ir 90 ár til þeirra ófriðarloka. En tilefni þess stríðs var erfða tilkall Játvarðar þriðja Engla- konungs til frönsku krúnunn- ar, sem Filippus sjötti af Valois tók við 1328. Þannig var nefni- lega mál með vexti, að Filippus var bróðursonur Filippusar fríða, en Játvarður var dóttur- sonur hans. Þessir höfðingjar leiddu sam an hesta sina sem sagt við Crécy 1346, og þar hafði Ját- varður frægan sigur. En því endist þessi orrusta betur öðr- um jafngóðum í sögubókum, að talið er víst, að þá (hafi i fyrsta sinn verið beitt fallbyssum i stríði. Þær höfðu þó vafalaust ekki úrslitaáhrifin á gang orr- ustunnar við Crécy, heldur hin ar fræknu ensku bogaskyttur, en þó segir samtíma annálahöf- undur, að fallbyssumar hafi átt sinn þátt í sigrinum. Nú hlýtur þó Játvarður að hafa verið búinn að reyna þessi skotvopn fyrir orrustuna, og reyndar eru til samtíma heimildir um það, að sá hinn Hinar fyrstu tilraunir með púðrið voru sannariega ekki áhættulausar. sami kóngur hafi notað vopn, sem „spúði eldi og reyk“, í stríði gegn Skotum 10 árum áð- ur, og það er meira að segja til teikning af þessu vopni í göml- um annálum, þar sem sagt er frá þessu stríði. Elzta mynd, sem til er af fall byssu, sýnir perulaga járnrör augnabliki eftir, að skotinu hef ur verið hleypt af, því að ör er á leiðinni út um hlaupið. Fyrir aftan stendur hermaður, sem heldur á löngu skafti, sem reyndar er rauðglóandi jám- stöng, sem hann er nýbúinn að stinga í púöurgatið. Engu að síður telja sagnfræð ingar almennt orrustuna við Crécy vera hina fyrstu, þar sem notaðar hafi verið eiginleg ar fallbyssur, sem kúlum var skotið úr. Áðurnefndur annálahöfund ur segir: „Ensku riddararnir undir stjórn Svarta prinsins róðust gegn franska hernum með flokki harðskeyttra Wales búa og nokkrar fallbyssur. Þeir hleyptu af öllum fallbyss- unum í einu, og þá brast flótti i iið Frakka." Ýmsir álíta, að hér sé all- frjálslega með sannleikann far- ið, því að það sem í rauninni hafi gerzt, hafi verið það, að málaliðar frá Genua, sem mynduðu framvarðarsveitir franska hersins, hafi orðið skelfdir af hávaðanum og snú- izt á flótta. En bak við þá voru riddaraliðsfylkingar Fratoka, og vafalaust hefur nokkur ókyrrð komizt á þær, því að hestamir hafa orðið álíka hræddir og málaliðamir við fallbyssudrunurnar, og það get ur hafa litið svo út sem allir væru að leggja á flótta. En víst er, að fallbyssurnar hafa ekki gert neinum neitt mein, því að skytturnar höfðu misreiknað draglengd byssanna, svo að Eftir uppfinningu púðursins varð byssuskyttan mikilvægt afl í hemaði. Teikningin er úr handbók fyrir hermenn frá 1608. kúlurnar féllu til jarðaæ langt fyrir framan óvinina. Forsenda þess, að Játvarður þriðji gæti notað hinar nýju vígvélar, var uppfinning púð- ursins. Landkönnuðir, sem komu aftur heim til Evrópu frá hinum fjarlægari Austurlönd- um á 17. öld, skýrðu frá því, að Kínverjar hefðu notað púð- ur þegar fyrir vort tímatal, en þetta mun ekki koma heim við sögulegar staðreyndir. Ferðamenn þessir héldu nefni- lega, að kínverskir flugeldar byggðust á notkun púðurs, en efni það, sem hinir gömlu Kín- verjar notuðu, var saltpétur. Uppfinning púðursins sem og fallbyssunnar og allra annarra skotvopna, sem voru eðiileg af leiðing tilkomu púðursins, er bundin við Vestur-Evrópu. En þó hefur enn ekki tekizt með fuiilri vissu að finna nafn upp- f’inningamannsins né heldur að timasetja hinn heimssögulega viðburð. Á siðustvváratugum 13. aldar notuðu frönsku lénsherrarnir, sem héldu i þriðju krossferð- ina sprengiefni, sem kallað var „gríski eldurinn". í nokkrar ald ir álitu sagnaritarar, að þessi „gríski eldur“ hefði verið fall- byssupúður i sinni uppruna- legu mynd. En. um miðja síð- ustu öld fundu menn nánari skilgreiningu á hinum „griska eldi“, og af henni varð ijóst, að hann átti ekkert skylt við

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.