Lesbók Morgunblaðsins - 01.04.1973, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 01.04.1973, Blaðsíða 1
BLAÐAUKI Gömul veröld og ný, hlutkennd og óhlutkennd I. UMHVERFI KANDINSKYS I SUÐUR-BÆ.JERN 1 fíuður-Bœjern er tréskurð- ur eins konar rimnakveðskap- Ur fólksins. Þ,essi alþýðu- list Ihefur eins og rímurn- ar staðið með miklum blóma um aldaskeið, en á nú undir högg að sœkja rétt eins og rímurn- ar. Þó eru enn frálbærir tré- skurðarlistarmenn á öliu þessu svæði og suður yfir landamæri Austurríkis, enda á Ober-Bæj- em (eins og Þjóðverjar segja) margt meira sameiginlegt með Týról en Norður-, Vestur- eða Austur-Þýzkalandi. Þetta er sama menningarumhverfi, sami jarðvegur. Og uppskeran söm eða svipuð: mállýzkurnar, al- þýðulistin og trúin. Landamær in breyta engu, þau eiga bara heima á kortum. Þegar ég var staddur í litlu austurrfsku þorpi í Ölpunum, fannst mér ég enn vera í Bæj- ern, allt eins: kirkjurnar með laukturnunum, húsin, fólkið. Alparnir sem alls staðar gnæfðu við himin, grænir af jólatrjám .upp i efstu nærliggj- andi hlíðar, heiðblá jökul'fjöM- in í íjarska. Húsin eru þó ekki eins skrautleg, og tréskurður- inn í austurrísku kirkjunum er fátæklegri en i Bæjern. Sumar kirkjurnar, t.a.m. i Berang, eyðilagðar af nútímadóti, sem á ékkert skylt við menn- ingu hvað þá list. Ég nam stað- ar við nafnið á þessum litla vinalega bæ: fjöllin sem blöstu við trjálaus og hliðamar brún- ar eða rauðbrúnar rétt eins og heima; her vangi í miðju skóg- aiþykkni. Alpanna. Stórskorið, en eftirminnilegt andlit þarna í ævintýrafögru umhverfinu. Og kannski ævintýralegasti bletturinn: litirnir, engin yfir- Madonna með barnið. Táknræn mynd fyrir bæjerska tréskurð- arlist. þyrmandi og allsráðandi tfé. Heldur fjöll. Hér getum við enn leit- að uppruna okkar i örnefnum. XXX Ef við 'höldum áfram að likja tréskurðariistinni við íslenzku rimurnar væri ekki' út í hött að segja, að Sigurður Breið- fjörð ætti margt sameiginlegt með tréskurðarmönnunum í Suður-Bæjern: Oberammergau, Ettal, Die Wies, og Rottenbuch, Altenau, Murnau . . . Þarna varð þessi tréskurður heimslist og í Mumau má segja, að finna megi aldaskilin í málara- list. Upphafið var ekki Paris, þótt áhrif ýmiss konar kæmu þaðan og víða annars staðar frá. En í Murnau og mærliggj- andi sveitaþorpum, og svo auð- vitað í alþýðulist rússnesks bændafólks eru rætur nútima- listar. Kandinsky og Bláu ridd ararnir sáu um það. Aðalbæki- stöð þeirra var Múnchen, höf- uðborg Suður-Bæjern. Á öllu þessu svæði, á mörkum suð- rænnar og norrænmar menning ar, hefur tréskurðariist alþýð- unnar í senn orðið forsenda og þáttur heimslistar og menning- ar. Mér varð hugsað til feg- urstu rimna Sigurðar Breið- fjörðs um náttúruna, hvernig þær standa eins og minnis- merki alþýðulistar, sem átti sér sama jarðveg Qg sama menning- arheim upphaflega og tréskurð ariist alþýðufólks í Suður-iBæj- em: kaþólska hámenningu, list hennar og auðhyggju. Alltaf þegar landið hefur yfirhöndina í verkum íslenzkra listamanna er Jist þeirra iborgið. ífflenzku rimurnar eru and- svar alþýðunnar við illskiljan- legri skreytilist dróttkvæð- anna. Þær eru sprottnar úr þessum gamla skáldskap, sem varðveittur er i lislenzkum forn sögum, skrifuðum í kaþólsku bændaþjóðfélagi á hjara ver- aldar. Síðan koma danskvæðin og leysa þær úr læð- ingi: frönsku áhrifin. Fyrsta rímam fjallar auðvit- að um helgan cnann: Ólaf kon- ung, Ólafsrlma. Hún var ort á sama tima og tréskurðarlist al- þýðunnar í ölpunum var að skjóta rótum í kaþólskasta bændaþjóðfélagi allra tírna: Mið-Evrópu; sömu forsendur, sama lífsseigla, sömu áhrif. En markmiðið annað, er stundir liðu: tréskurðariistin fyrst og síðast til að syngja guðsmóð- ur og baminu og, ekki sízt helgum mönnum, lof og dýrð, iSlenzku rimumar með rætur í heiðinni fortið, sem þeim var gert að túlka næstu aldirnar, vegna sagnaáhuga IsJendinga, ekki síður en kaþólska, og síð- ar lútherska samtíð. Tréskurð- arlistin bæjerska og íslenzki rímnaskáildskapurinn eiga sér sem sagt sömu forsendur: líf óbreytts bændafólks, sem nærði þessa list og nærðist á henni. Fyrst helztu höfundar sam- timans, Bonges, merkasti höf- undur á spænska tungu nú um daga (hefur komið pllagríms- för til Islands), Auden, helzta ljóðskáld heims (hefur einnig komið pílagrímsför til Islands) og nú siðast Heinrieh BöH, þýzka Nóbelsskáldið, eru all- ir sammála um, að íslenzk forn- meinnirng og bókmenntir séu heimismenning og heimsbók- menntir, eru þetta ekki orðin tóm. Við verðum að meðtaka þau með reisn og gleði og sá þeim um allar jarðir. Á íslandi hafa tendrazt fleiri eldar en þær eldsúlur, sem standa upp úr jörðinni og minma á tilurð þess. XXX Að þessum inngangi loknum erum við stödd í Murnau. Göngum um götunnar, sama fólkið og annars staðar 1 ÖIp- unum, vingjarnlegt, afskipta ilaust, hofur tima til a1ls. Hér eru þó engar kýr í miðjum bæ, eins og í sveitaþorpunum Ob- erammergau eða Altenau eða Unterammergau . . . Emgin kúa- bjöllumúsík. Bændurnir búa hér að visu i næsta mágrenni en virðast ekki hýsa fénað sinn inni í miðjum bæ, eins og í Ob- erammergau og öðrum Alpa- þorpum. Við sjáum ekki held- ur neinar kindur á 'beit, engar geitur, þessa hvitu bómúllar- hnoðra i grænum hlíðum fjall- anna, skógi vöxnum upp á topp, en með akurblettum í skóglend inu, sem draga að sér augað. M Tvö málverk eftir VVasslly Kandinsky. Aö ofan: Kirkja i Muraau. Tii vinstri: Járnbrautarlest í Murnau.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.