Lesbók Morgunblaðsins - 08.04.1973, Síða 3
Piet Hein
fjöldasamkomur, bít, þjóð Iagasöngur og s>nfóní«r
Nokkur smáljóð
Þú herjar á vandann.
samt viðbúinn því,
að birtist hann aftur
og aftnr — á ný.
Náttúran veitir af náð sinni hnoss:
um nizku má hana ei saka.
Kn ríkið tekur þau öll frá oss
og ekkert gefur til baka.
Hvað varðar það' mann,
sem er viss um sinn hag-,
þótt veröldin öll
sé komin í slag?
Sorg finnst ei dýpri
né sárari hér
en sem við ei skynjum
af hverju er.
Alvizka heitir það
á sinn hátt,
ef við skynjum,
hvað vitum fátt.
. . . og síðast en ekki
sízt til að horfa á
bíó eða sjónvarp . . .
snentingu við það, sem aðrir
hafa fyrir stafni, ný sjónarmið
opnast og áhugamá'l verða til.
Veggir sporöskjulagaðs leik-
húss, sem þama er að finna,
ná t.d. ekki til lofts svo að op-
ið er út í skálann. Sá, sem
slæðzt hefur imn tii að fá sér
bjórkrús, hitta kærustuna eða
horfa á fótibolta á stóra skerm-
inum, kann því að heyra óm
af hljómleikum eða slitruir úr
leikþætti og hinknar e.t.v. leng
ur við en ætlunin var. Á hinn
bóginn er eins vist, að fastform
að frumsýningarsnobb stökkvi
upp á nef sér við að heyra
skrölt og skvaldur framan úr
skála, en það verður 'þá að
hafa það.
Hér er að finna gagnhrif i
öllum blæbrigðum og að þeim
vildi van Klingeren einmitt
stuðla. 1 blaðaviðtali sagði
hann eitt sinn: „Til stóð að
hanna fyrir þennan bæ og um-
hverfi hans samkomustað, sem
lika mætti kalla menningarmið
stöð, þar sem mjög margþætt
starfsemi 'gæti farið fram. . . .
leikhús, ópera, fundarhöld,
samkomur, vörusýningar,
fjöldasamkomur, bit, þjóðlaga-
söngur og sinfóníur, markaður
fyrir konumar, (bænda-)kaup
höll fyrir karlana, íþróttir fyr-
ir félög, leiki-r fyrir alla, stór-
ar og smáar sýningar á öllu
milli himins og jarðar, kabar-
ett og brúðuleikhús, lýðfræðsla
kenmsl'u- og framhaldsnámiskeið,
þjóðdansar, samkvæmisdansar,
skemmtidans eftir stuðinu á
mannskapnum, bar, bjórknæpa
kaiflfihús, greiðaisöiustaður fyr-
ir drykki, smárétti og veizlur,
tækifæri til að sýna sig og sjá
aðra, til að rápa um, til að
hangsa, til að maula bita úr eig
in boxi og — síðast en ekki
sízt — tii að horfa á bíó eða
sjónvarp."
Þessi upptalning gefur góða
mynd af því hvaða augum van
Klingeren og kumpánar hans
líta menninguna.- Þeir ein-
skorða sig ekki við þá þætti
hennar, sem haldið er við af
litlum áhugamannahópum, en
kostaðir af almenningi eins og
oft mætti segja um leikhús,
óperur, hljómleikasali og jafn-
vel 'kirkjur. Þeir líta svo á, að
íbuirðarmiklir menningarkastal
a-r í þeirri mynd, sem enn eru
reistir víða um Evrópu, heyri
til fortiðinni. Þessi lífvana
steinbákn eru orðin að tákni
sýndarmennsku í stað þess að
veita eðlilega aðstöðu og svig
rúm til félagslegs þroska. Hins
vegar liggur arkitektunum sízt
á hjarta að má einstaka þætti
út úr heildarmyndirmi. 1 Aigór
unni á að vera pláss fyrir allt
og alla.
Frainik vain Klingeren hefur
ekki staðnað i framfaravið-
leitni sinni. 1 Lelystad, u.þ.b.
200 þús. íbúa borg ekki ýkja
Framh. á bls. 14
I bók þarf Iéttmeti
að læðast með
fávísum svo að
hún falli í geð.
Klaufinn reiðir
hamar bátt,
hittir eigin
fingur þrátt.
Ef þig meiðir arða í skó
eitt þér huggun Ijær:
Verra mnndi vera þó
væru þær orðnar tvær.
Máttug tækni
mannsins herra
mikil frainför
til hins verrs.
Fólk er gott,
— fer vanans vegi.
Vill aðra bæta,
en sjálft sig eigi.
Fjöldi. allur fólks er það,
fæddur virðist til þess að
gera engi’ öðru skil
en því, sem það neyðist til.
Þú ef takmark
ekkert átt,
aniiar í röð
þú verður þrátt.
Líðandi stund
ef i)ú lifir ei,
lifirðu annars?
— O, nei, nei, nei!
A aurum er sá Ijóður,
sem aifar slæmur telst:
Þeir eru ekki hjá þe.im,
er þarfnast beirra helzt.
Vanti í kollinn vitið,
bað vitnast mjög greitf,
því erfiðast er því að leyna,
sem er ekki neitt.
Auðunn Bragi Sveinsson sneri í rím.