Lesbók Morgunblaðsins - 08.04.1973, Blaðsíða 10
ísland
í Miö-
Evrópu
Linderhof, ein af höllum Lúðvíks II.
Richard Wagner-ieikhúsið í Bayreuth.
„Tainnihauser und der Saing-
erkrieg .ajuí Wartburg", hin
mikla og rómantíska ópera
Wagners, var fullgerð 1845 og
flutt í Dresden sama ár. Hún
á rætur í griskri goðafræði.
„Lohengrin" var fullgerð
1848 og frumflutt í Weimar,
tveimur árum siðar. Óperan
var framlaig skáldsins til bylt-
ingarinnar 1848. Efnið er sótt
til rómantískrar fortíðar germ-
anskrar menningar: háþýzks
sagnabállks seim ortur er á mið-
aldaþýzku á síðasta fjórðungi
13. aldar í Bæjem, eins og fyrr
getur, og fjallar um „Svana-
riddarann", sem hafði meiri
áhrif á hirðir Bæjarakonung-
anna en flest annað, eins og
bezt má sjá á málverkum og
veggskreytingum í höUum'
þeirra, og gaf þeim jafnvel
nöfn: Svanurinn er tákn engils
sem Guð sendi til jarðar; sem
sagt: enn goðsögulegar, róman-
tískar forsendur og fyrirmynd-
ir.
Richard Wagner lauk við
„Tristan und Isolde" 1859 og
var óperan fyrst gefin út sama
ár 3 Leipzig, frumsýnd í Miinch
en 1865. Efniviður hennar er
„Tristan und Isolde", sagnaljóð
eða hirðkvæði eftir Gottfried
von Strassburg, frá þvi um
1200, en frjálslega er með efn-
ið farið, eins og oftast í óper-
um Wagners. Reynsla Wagners
leynir sér ekki í þessu verki.
Sagnaljóðið forna var þýtt á
nútima þýzku 1875, en Wagner
hefur ekki éittazt illsikiljanLeg-
an frumtexta, ef áhuginn var á
annað borð fyrir hendi. Ljóða-
bálkurinn, sem er um 20.000 lín
ur, eða álíka langur og Nifl-
ungaljóð, byggir á flökkusögu,
líklega keltneskri að uppruna,
en Tómas von Britanje fjallar
einnig um þetta sama efni í sín
um verkum. Hetjukvæði höfðu
einnig verið ort á fornensku,
eins og kunnugt er, og ætti að
næ.gja að nefna „Bewulf", eða
Bjólfskviðu, fornt enskt hetju-
ljóð frá fy.rra hluta 8. aldar og
fjallar m.a. um Hróðgar, Dana
konung, Gota sem mjög koma
við sögu germanskrar menning
ar eins og kunnugt er, og svo
auðvitað Bjólf. 1 þessum ljóða-
flokki er germönsk heiðni ríkj-
andi þáttur eins og í íslenzku
hetj ukvæðunum.
Ljóð Gottfried von Strass-
burg er talið hátindur Ijóðlist-
ar af þessu tagi, ásamt „Parzi-
val“, hirðkvæði Woilfram von
Eschenbach, einnig frá því um
1200. Eilhart von Oberge samdi
einnig söguljóð um Tristan
1170—’80, „Tristran und
Isalde", og hafði frönsk sagna
ljóð að fyrirmynd, stíl sinum,
rími og formi. Er þefcta eitt
frægasta harmsögulegt ástar-
ljóð miðalda — og kannski
allra alda. 1 þessu ljóði koma
fyrir tvær Isaidir, en ást
Tristrans og þeirrar „réttu" Is-
aldar bar fyrst ávöxt eftir
dauða þeirra. Þetta Ijóð og fyr
irmyndir þess virðast standa
næst þvi ijóði um ást Tristans
og Isoldar, sem alkunnugt er
úr islenzkum ibókmenntum.
„Die Meistersinger von
Niimiberg", sem Wa.gner lauk
við 1867, á rætur I sama jarð-
vegi og önnur fyrmefnd verk
hans. Veggmyndiir úr þessu
vcirki prýða ekki sizt hallir
Lúðviks II. Þar eru líka fyrir-
ferðarmikil málverk úr „Parzi-
val“ Wolframs von Eschen-
bachs, sem var Dranki að ætt
og uppruna, þ.e. Bæjari. Talið
er að hann hafi kynnzt Walter
von der Vogelweide, frægasta
flökkuskáldi miðalda, 1204.
Verka Vogelweides sér stað í
íslenzkum nútímabókmenntum
eins og kunnugt er: Ijóðræn
fyndni, beizkt háð og .trúarleg
lotning einkenna söngva hans.
Wagner notaði efnið úr „Parzi
val“ í samnefnda óperu sina
„Parsifal", sem hann lauk 1882.
Þetta sagnaljóð er góð lýsing á
iriddaramenningu síns tíma,
en sækir einnig efnivið i keltn
eskar bókmenntir, austur-
lenzka igoðafræði og kristna
(Gral), en auðvitað víkur
Wagner frá efni heimildanna
eins og hans var vandi.
Fyrst skýtur efni Parzivals
rótum í frönskum miðaldabók-
menntum, sbr. „Perceval"
Chrestien de Troyes, sem var
aðalheimild Wolframs von Esc-
henbachs, sem kunni góð skil á
frönskum riddaraskáldskap
eins og „Chanson de igeste",
enda lærður maður. Ljóðið
fjállar um ferð Parzivals til
Gralsburg, þar s,em hamn lieitar
sér trausts og halds í kristnu
umhverfi leyndardómsins
mikia, Grals. Gral var sögð
skálin sem Kristur notaði við
kvöldmáltiðina og blóð hans
rann i úr krosssárum hans. Eft
ir margvísteg ævintýri, þjáning
ar og þrautir finnur Parzival
kristinni trú sinni fótfestu, þó
auðvitað án Grals. Leyndardóm
urinn er ekki ætlaður mennsk-
um micmmuim, þótt ýmisir imyndi
sér að þeir hafi hann í hendi
sér.
XXX
Enn eru þessar sagnir upp-
spretta nýrra verka eins og frá
sögnin um Antúr kcmung, ®em
kemur við sögu í leikriti John
Ardens „The Island of the
Mighty", sem hefur verið sýnt í
Lundúnum undanfarið. Chauc-
er, höfundur „Canterbury Tal-
es“ frá seinni hluta 14. aldar,
þekkti áreiðanlega til þessarar
fornu ljóðlistar. Margar pers
ónur hennar koma við sögu í
Kantarabofgarljóðunum, sem
fjalla um samtíma Chaucers,
eins og kunnugt er. Chaucer
var menntaður, fór bæði til
Frakklands og ítalíu í erindum
Bretakonungs, kynnti sér
franskan og italskan skáld
skaip og surnlt i „The Camter-
bury Tales" eru ábrif frá „De-
kamar.om:“ Boccaccios, sem hann
kynntist, ásamt Petrairca, í It-
alíuferð, en Italirnir voru eldri
en Chaueer. Um þessi áhrif og
kynningu er þó deilt. „Divina
Komedia" Dantes hefur hann
einnig þekkt.
Kantaæaborigarljóðin mætti
kalila enska „guðdómlega kóme
diu“, þótt skáldið fari með les-
anda sinn um hulda heima
mannlegs breyzkleika, hræsni,
ótta og lotningar, en ekki á
þær slóðir, sem kölluðu skáld-
gáfu Dantes á sinn fund.
í Kantaraborgarlj óðinu er
t.a.m. sagt um Atla Húnakon-
unig:
„Loke, Attila, ithe grete
conquerour,
Deyde in his sleep, with shame
and dishonour,
Bledinge ay at his nose in
dironkenesse;
A capitayn shoulde llive in
sobrenesse... “
Og um Artúr konung:
„In th'olde dayes of the king
Arthour,
Of wich that Britons speken
grete honour...“
XXX
I VI kafla „Nibelungenlied"
er sagt frá því, að Gunther
heyrir af fegurð Priinhilt (eða
Brynhildair) á íslandi: „Wie
Gunther gén íslande nách Prun
ihiillt fui?,r.“ 1 VII k.a'ffla saima
ljóðs, þ.e. Niflungaljóðs, er
saigt frá för Gunthers og fé-
laga hans iti-1 Isenstein, kastala
Brynhildar á Islandi og „Wie
Gunther Prúnhilte ,gewan.“ En
„íslendingar" verja Brynhildi
sína, jafnvel Siegfried fer er-
indisleysu og verður að sækja
liðslauka.
I 418. erindi segir svo:
„Dá mite giengen degene
die Prúnhilde recken:
dá úz IsOlamt,
die truogen swert enhant.. “
Og í X. kafla ar m.a. sagt frá
Prúnhilt (Brynhildi) og Krím-
hildi og þar er þetta erindi:
„Dá die von íslande
unt ouch vori Nibelunigen
si igáhten zuo dem lande
dá mam des kúniges vriaind. . .“
(580)
Og loks er talað um Bryn-
hildi í 607. erindi, sem endar
svo:
„Dá heime in Islande sach“.
Þamnig var ísland (rnafnið er
ritað á ýmsan hátt) og menning
þess vel þekkt með bæjerskum
skáldum og öðrum mennta-
mönnum í Evrópu á miðöldum.
Island var eins konar ævin-
týri, leyndardómur, land guða,
elds og ísa, þar sem fegurðin
er persónugerð í Brynhildi
drottmngu .himnl fögru. íslenzk-
ar fornbókmenntir hafa verið
alkunnar í Evópu á dögum Ara
fróða. Islenzkar konur hafa
alla itíð verið betri helmingur
þjóðarinn'ar, eins og kunnugt
er, enda nutu þær meira freds
is og sjálfstæðis en aðrar kon
ur fyrr á öldum, t.a.m. forn-
’griskar kvenhetjur, eins og
Grimur Thomsen bendir á í
einni af ritgerðum sínum. Þarf
ekki annað en benda á reisn
þeirra kvenna sem koma við
sagu í hetjukvæðum og Islend-
inga sögum. Bergþóra var, svo
að dæmi sé tekið, engin ambátt,
heldur húsfreyja á sínu heim-
ili, sjálfstæður einstaklingur
sem réð húsum sínum, ekki síð-
ur en aðnar konur þessara
fomu sagna.
XXX
Þessi fomi arfur hefur hald-
izt fram á vora daga. Á fyrstu
norrænu hátiðinni, sem haldin
var í Kristjaníu 1846, var m.a.
sungið: „Yderst mod Narden"
eftir A. Munch og þar stendur
m.a. að frækom framtíðarinn-
ar sé varðveitt á Islandi.
Maður hneigist til að halda,
að þetta séu ekki einungis orð-
in tóm.
XXX
TvitU'gur að aldri skrifar
Lúðvik II vini súnum Riohard
Wagner: „Ó, hve tilgangslaus
þessi heimur er. — Hve margt
fólk er 'grimmt! Allt líf þess
snýst um smámuni. Ó, ef aðeins
þessi heimur væri að baki!“ Og
ævintýrakonungurinn fjarlæg-
ist mennina æ meir, hverfur
inn í hallir drauma sinna. Sum
ir segja inn i veröld síns sjúka
heiia. Aðrir: hann flýði inn í
fangelsi drauma sinna vegna
ástar á Elísabetu, 'keisara-
drottninigu í Austurríki. Hann
var trúlofaður Soffíu, yngri
systur hennar 1867, en hætti
við giftingu á síðustu stundu
sama ár. Eins og í ævintýri.
Sumir segja að hann hafi ver-
ið kynvi'lltur, þótt engar sögur
fari af þvi. Á slíkt skyldi eng-
inn minnast við Bæjara; og að
segja við Bæjara: að Lúðvík
konungur hafi verið „verrúkt"
stappar nærri stríðsyfirlýs-
inigu.
Lúðvík sagði eitt sinn: „Mér
virðist að í iífinu sé aðeins rúm
fyrir eina tegund af fólki. Sá,
sem vill verða eitthvað, verður
að vera ruddalegur, grófur og
óáreiðanlegur. Sá sem er öðru-
vísi, er kallaðuæ sérvitringur
af vinum og óvinum." Eftir að
læknir hafði verið sendur á
fund hans af fjandsamlegum
nirflum .ríkisráðsins, sem timdu
aldrei að setja eitt mark í list-
ir og menningu, en voru þeim
mun fúsari að ausa út fé í her
ferðir og manndráp, til að
segja honum frá „veikindum"
hans, saigði konungur m.a. að
mikið af þvi, sem kallað væri
'geðveiki, væri of mikil við-
kvæmni: „. . . oft hefur verið
iMigirn'islega ymt að því og
jafnvel opinberlega -tilkynnt,
að ég sé fífl. Kamnski er ég
það, en ©faistt þó ium það. . . .
Geðveikur maður er venjulega
eina persónan, sem sér ekki
brjálæði sitt. . . Ef éig væri ijóð
skáld, 'gæti ég kannski uppskor
ið lof með því að segja 'allt í
ljóðum. En gáfa tjáningarinnar
var mér ekki gefin. Og þess
vegna verð ég að þola, að það
sé hlegið að mér, að ég sé
hæddur og rægður. Ég er kall-
aður fífl. Mun Guð kalla mig
fífi, þegar ég verð kallaður fyr
ir hann?“
En vel að merkja: það er
einnig hlegið að Ijóðskáldum