Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 08.04.1973, Qupperneq 12

Lesbók Morgunblaðsins - 08.04.1973, Qupperneq 12
LITAZT UM Á INNLENDUM HÚSGAGNA- MARKAÐI ENN göngriun við á vit hús- gagnaframleiðenda og í þetta sinn verða fyrir valinu Hús- gagnaverzlunin Valhúsgögn og Húsgagnaverzlun Reykjavíkur. Eigendur Valhúsgagna eru þeir Árni L. Jónsson og Har- aldur Sigurgeirsson. Árni verð- ur fyrir svörum, þegar við inn- um hann eftir nýjungum í f ramleiðslunni: „Eiginlega má segja, að við höfum sérhæft okkur í smíði sófasetta. Við erum með 11 Valhúsgrögrn: Kölnar-sófasett með pluss-áklæði. Armar eru skiptan- leeir og púðar lausir i baki og setu. 3ja sæta sófi — 2ja sæta sófi ogr stóll. Verð kr. 129.000.00. manns í vinnu, bæði í sambandi vi ðverziunina og framleiðsluna og allt eru það fagmenn á sínu sviði. Framleiðslu okkar fylgir ábyrgðarskirteini frá Hús- gagnasmíðameistarafél. Reykja víkur og Félagi húsgagrnabóistr ara Reykjavíkur og er það m.a. trygging fyrir því að viður sá, sem smiðað er úr, sé vel þurr. Við seljum mest okar eigin framleiðslu en þó alltaf svolítið af innfluttum húsgögnum. „Verðið þið nokkuð varir við breytingar varðandi smekk fólks við húsgagnaval?“ „Okkur finnst fólk kaupa yf- irleitt vandaðri húsgögn og það hefur meira auga fyrir því, hvað sé góð framleiðsla. Og þyngri húsgögn virðast vinsælii nú en áður. Einnig leggur fólk mikið upp úr praktísku hliðinni, t.d. að góð nýting komi á áklæði, að armar og púðar séu snúanlegir Við framleiðum töluvert af ákveðinni gerð húsgagna með leðuráklæði og ef dæma má eft- ir því hve stutt þau stoppa í verzluninni, eiga þau vaxandi vinsældum að fagna,“ sagði Árni að lokum. Húsgagnaverzlun Reykjavík- ur var stofnuð árið 1930 og er því ein elzta húsgagnaverzlun- in hér í borg. Hún er nú til húsa í Brautarholti 2 og núver- and'. eigendur hennar eru þeir Guflmundur Jóhannsson og Gísli Ásmundsson. Fyrir hálfu ári stækkuðu þeir við sig hús- næðið og er verzlunin nú á tveimur hæðum. „Við leggjum áherzlu á að fylgjast með nýjungum," segir Guðmundur, „bæði á innlend- um og erlendum vettvangi og reynum að hafa húsgögn á boð- stólnum við sem flestra hæfi. Hvað smekk fólks við hús- gagnaval varðar, finnst okkur hann hafa breytzt mikið á síð- ustu árum. Með vaxandi úrvali gerir fólk meiri kröfur til gæða og kaupir jafnvel dýrari hús- ffögn. Við höfum orðið varir við að vinsældir furuhúsgagna hafa sífellt aukizt og Ieggjum því áherzlu á að vera ávallt með furu-sófasett og furu-borðstofu húsgögn, því nú virðast furu- húsgögn, sem áður voru nær eingöngu notuð í sumarbústaði, vera líka vinsæl á heimilum.“ Valhúseögn: — Spánsk- ur ruggustóll. Grindin er úr harðviði og áklæði úr leðri, rauðu eða brúnu. Verð kr. 36.000.00. Sama gerð er einnig til sem hvíldar- stóll (ekki ruggustóll) með samsvarandi skemli. Verð á honum er það sama. Húsgagnaverzlun Bcykjavikur: — Myndin að neðan: Hjónarúm, hálfgert „ömmurúm“, sem nýtur vaxandi vinsælda. l»að er rennt úr brenni — bæsað og lakkað. Verð með náttborðum og „spring“- dýnu kr. 39.800.00. mm Húsgagnaverzlun Reykjavikur: — Uorðstofuhúsgögn úr „massifri"-íuru S Sslenzk-norskum bændastil. Verð á. borði og fjórum stðium kr. 31.550.00. Stakur stóll kostar kr. 4.900.00 en borðið Icr. 11.950.00.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.