Lesbók Morgunblaðsins - 08.04.1973, Síða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 08.04.1973, Síða 15
Samtakamáttleysi íslendinga hefur löngum verið annálað; við sem erum af konungakyni látum ekki skipa okkur eilt né neitt, þaðan af ,síður stöndum við tsam- an, nema í algerar nauðir reki. Nú er hjá garði gengin athyglisverð mótmœlavika þó nokkurs fjölda reykvískra húsmœðra, sem œtluðu að láta í Ijós vanþóknun sína á óhóflegri hœkkun landbúnaðarvara með því að festa ekki kaup á þessum varn- inffi í vikutíma, og sýna ráðamönnum fram á, að slíku skyldi mœtt með festu og einurð. Um það þarf ekki að fjölyrða, að þessi mótmœli voru ekki fram- kvœmd nema í mjög litlum mæli. Híns vegar hafa þau vakið skríf í blöðum á báða bóga og litillar kímnígáfu gœtt i þeim skrifum, enda mun málið náttúr- lega verulega viðkvæmt og hreint ekkert til að spauga með. Framganga kvennanna á Alþingí fannst mér býsna fráleit. Bæði þeirra reykvísku og þeirra af Suðurlandsundirleyidinu. Að- ferð Jónasar vinar míns Árnasonar, að „etja saman“, eins og það hefur verið kall- að, sveitakonunum og kaupstaðarkonun- um fannst mér ekki sérlega smekkleg. En engu að síður hafði það þau áhrif, að mót- mælin tóku nýja stefnu: Reykvisku hús- mœðurnar tóku orð þingmannsins alltof alvarlega og fóru nú að mótmæla því að þær vœru að mótmœla þvi að bændur fengju hœkkun. Þœr urðu sem sé að byrja á því að segja, að mótmœlunum vœri ekki beint gegn bœndastéttinni, heldur ein- hverju öðru. Þvi að bœndur hafa ekki fengið nema brot af þeim hœkkunum, sem hafa orðið á þessum vörum, sem kynsyst- ur mínar í höfuðborginni voru að mót- mœla. Hvar skyldu. svo þessar krónur lenda? Auðvitað hjá hinum svokölluðu milliliðum, sem enginn virðist almennilega vita hverjir eru. Enginn fulltrúi milUlið- anna var á þingi til að sitja fyrir svörum eða biðja afsökunar. Svo að úr þessu varð hálfgert japl og jaml og fuður og likið, sem beið eftir þvi að komast blómum skreytt út úr Dóm- kirkjunni þennan dag, varð að sýna bið- lund, því að œstar húsmœður, sem vissu ekki almennilega hverju þœr voru að mót- mæla eða að hverjum mótmœlin áttu að beinast, fyrst þær vildu að bændastéttin lifði, vörnuðu líkfylgdinni vegarins svo að enginn fékk að komast sína leið. Hins vegar finnst mér svona mótmœli eða áhugi ákveðinna hópa á tilteknu mál- efni vera jákvœður, vegna þess að það verður yfirleitt til þess að þingmenn mœta þó altént til starfa sinna. Gg þeir verða ótrúlega skrafhreifir — og er þar sama hver í hlut á. Og þeir eru yfirleitt ekki skemmtilegir í umræðum, nema þegar þeir vita, að einhverjir hópar eru komnir gagn- gert til að hlýða á umrœður um eitthvert mál. Þess vegna finnst mér það í raun- inni aðeins borgaraleg skylda, að við heimsækjum alþingismennina ögn oftar og leyfum þeim að skína dálitið. Kannski kæmist þá upp i vana hjá þeim að verða dálitið líflegri og skemmtilegri og veitir ekki af. Og nú er þetta grín um garð gengið og blaðaskrifum í öllum áttum fer vœntan- lega að linna og nú getum við allar með góðri samvizku snætt landbúnaðarvörur, því að við erum þó að minnsta kosti búnar að mótmœla. En af hverju ekki að mót- mœla fleiru? Hækkun á landbúnaðarvör- um er engin ný bóla. Af hverju mótmœl- um við ekki að fiskur er að verða lúxus- vara? Ekki fæst fiskflak upp i nös á ketti, sem kostar innan við 70—80 krónur. Og af hverju mótmœlum við ekki að hér séu seldar vörur frá þjóðum, sem við eigum i striði við — þó að það sé kannski dálit- ið happaogglappakennt stríð? Allar vörur eru að hœkka og hafa verið að hækka frá þvi ég man eftir mér. Og þœr halda áfram að hækka á næstu. árum og áratugum. Við getum auðvitað mótmœlt þessu. Og það er ekkert að óttast. Þó að við mótmœltum miklu oftar gerum við það sjaldnast í al- vöru og yfirleitt ekki nema i orði. Jóhanna Kristjónsdóttir. HELGAR- ÞANKAR Hið fláráða vald tízkunnar Sigvaldi H j álmarsson Orðið tizka er aðallega not- að í sambandi við klæðaburð og uppsétningu hárs og yíir- ieitt hvernig einstaklingur- inn er útlits. Núorðið nær það þú yfir miklu víðara svið þannig að til greina kemur líka tizka í húsbúnaði, húsa- byggingum — og yfirieitt öllu sem náið snertir stöðu mannsins í ytri heimi, hvern- ig á liann er litið, hvað hann sýnist. Þess konar tizka hefur náð miskunnarlausu valdi yfir fólki. I»að er skítpliktugir þrælar hennar. Og tízku er stjórnað með aðeins eitt fyrir augum: að vissir aðilar fái tækifæri til að græða á hégómaskap al- mennings. Engin lögmál önnur: Hún er ekki lelt að fegurð, því það sem Ijótt er í ár er fagurt að ári. Hún er ekki leit að heil- brigði og þrifnaði, þvi líka sóðaskapur og óhollusta geta verið í tízku. Og hún er sízt af öliu til þess meint að spara, því ný tízkualda er vanalega svo ólík þeirri sem fyrir var að ekki verður komizt hjá að fleygja hálfnotuðum flíkum ef maður á að toUa í tízkunni. Bezta sönnunin fyrir öUu þessu var sú uppreisn gegn smáborgaralegu Ufi og smekk leysi sem birtist í sambandi við æskubyitinguna fyrir fá- um árum. Grófar peysur og ópressaðar gallabuxur urðu tákn hins nýja anda sem ung ir hugsjónamenn og boðberar nýrra viðhorfa sveipuðu lönd in. En áðuren við var litið var þetta orðin tizka frá London og öllum hinum stöð- imiun: tjásu-rifnar skáimar og erniar, lappaðir og snjáðir skór, uppUtaðar og bættar flíkur. Ný föt voru búin til einsog þau væru gömul og bætt, enda skipti aðalmáli livað þau sýndust, ekki hvað þau voru. Auðvitað var þessi nýi tizkuklæðnaður miklu dýrari en vanaleg föt sem sýnast ný þegar þau eru ný og gömui þegar þau eru göm- ul, og hin liagsýna unga kyn- slóð sem barðist fyrir einfald leika. tók að eyða. miklu meiru í föt en áður þekktist. Á dag inn kom sú furðulega stað- reynd að ekk’ neme ríkir menn höfðu efn5 á. að ganga fátæklega til fara! Þetta er sorglegt dæmi, og hér kemur annað: Snyrtivörur eru misjafn- !ega dýrar, smnar fokdýrar, og þá er látið í veðri vaka að þær séu betri. En rann- sókn sem fór fram á vegum brezku neytendasamtakanna fyrir nokkrum árum Ieiddi í ljós að sömu efni og likt með farin eru í flestum eða ölium tegmidum hvort sem þær eiga að heita dýrar eða ódýrar, svo hér er aðeins um það að ræða að setja smjörlikið í bláa eða rauða pakka! Tizkan viðheldur ósjálf- stæði og múghugsun: þessu að vilja láta skipa sér fyrir — og hlýða, segja sér í ár að það sé fallegt sem átti að vera ljótt í f yrra — og trúa. Enginn fullorðinn maðm- eða kona ætti að láta hafa sig þannig að fifli til þess eins að braskaralýður sem gerir meiri skaða en gagn, hafi tækifæri til að maka krókinn. Ég dreg ekki í efa að í æskubyltingunni á árunum var meiningin lijá mörgum að taka upp heilbrigðari lífs- máta — muna að föt eru til að skýla sér, en ekki neins konar stöðutákn eða umbúða- pappír um upptrekkta gervi kalla, og muna líka að menn og konur verða aðeins falleg af því sem í þeim býr, af náttúrulegu fasi og hvernig þau bera, sig. I>ess vegna eru siunir fallega ljótir. En gjalda bar varhug við að leggja þetta þannig fyrir að líka það yrði tízka. Maður verður aldrei sjálf- stæður persónuleiki á að apa eftir öðrum, og þar af leið- andi var þýðingarlaust að fara að skipta sér af útiiti og fötum áður en manrieskjurnar voru farnar að hugsa öðru- vísi. Það er undarleg fyrirmun- un hjá þeim sem einhverju vilja breyta til batnaðar í heiminum að skilja ekki að fyrst verður alltaf að breyta hugsunarhættinum. Annars verður bókstaflega engin breyting. Menn frelsast ekki í kippum. t*að er ekki til nein f jöldaframleiðsle á mannskap, heldur ekki á betra og vitr- ara fólki! En vald tízkunnar hefur aldrei verið meira og i'Iáráð- ara en í dag. Nú skipti’ menn unnvörp- um um bíla afþv! þeir eru ekki lengur í tízku þótt útlit bíls sé i verunni ekki aðalalr- iði, heldur hvernig farar- tæki liann reynist. Og nú inn rétta menn hús sín og búa þau húsgögnum eftir for- skrift tízkunnar og verða. svo að endurnýja, allt draalið áð- uren varir afþví þeir eru þá komnir eftirá með útlitið. Og stórgróða jöfrarnir brosa í kampinn. . . 13.2.1973.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.