Lesbók Morgunblaðsins - 16.09.1973, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 16.09.1973, Blaðsíða 2
Á þessu ári, 1 973. eru 1 1 0 ár liðin frá stofnun Þjóðminjasafns íslands, sem í upphafi hét Forngripasafn. Þennan dag ákváðu stiftsyfirvöldin með bréfi að taka við fimmtán forn- gripum, sem Helgi Sigurðsson á. Jörfa, síðar prestur á Setbergi og Melum, hafði boðizt til að gefa landi- nu sem vísi að innlendu forngripa- safni. En hversu góður sem þáttur Helga var í stofnun safnsins þá kemur nafn Sigurðar málara Guðmunds- sonar þó oftar í hugann, er minnzt er upphafs og fyrstu ára safnsins. Segja má. að hann hafi kveikt áhugaeldinn um safnið og hann vann að stofnun þess ósleitilega og helgaði því alla starfskrafta sína meðan hann lifði. Hér er ekki ætlunin að rekja nánar- upphaf safnsins né sögu þess. Það hefur oft verið gert og þeim, sem nánar vilja kynna sér hana, skal bent á bók dr. Kristjáns Eldjárns: Hundraðár á Þjóðminjasafni, sem kom út um það bil sem safnið varð hundrað ára. Hins vegar skal hér nokkuð leitazt við að skýra, hvað þessi stofnun er, benda á viðfangsefni hennar og til hvers er ætlazt af henni. Mér telst svo til, að Þjóðminjasafnið sé þriðja elzta opinbera stofnunin hér- lendis. Elzt er sjálft Alþingi, Lands- bókasafnið kemur næst og síðan Þjóð- minjasafnið. Laetur því að líkum, að starf þess sé nokkurt orðið þessa rúma öld, sem það hefur verið við lýði. Segja má, að í upphafi hafi tilgan- gur safnsins verið talsvert þrengri en siðar varð. Það er lika eðlilegt, þvi að ekki var hægt að ganga nema svo örskammt i söfnun og varðveizlu menningarminja. Þar kom til fjár- skortur svo og húsnæðisleysi og lítill starfsafli. Framan af var helzt við það miðað að ná saman og varðveita muni frá fornöld og miðöldum, gamla kirkjugrípi, listmuni frá fyrri og síðari öldum, einkum þó útskurð og málm- smíð, útsaum og vefnað. Þetta var í rauninni eðlilegt. Menn líta fyrst til þess, sem fallegt er og gleður augað. Hitt, hið grófa og ein- falda, kemur svo á eftir. Menn þurfa oft nokkurn tíma til að skynja gildi þess. Árið 1908 verður mikil breytíng á stöðu safnsins og fornminjavörzl- unnar. Þá er skipaður fornminjavörður og safnið fær I fyrsta sinn fastráðinn starfsmann. Matthías Þórðarson var skipaður í það embætti, en hann hafði stundað nám í listasögu og fornfræði ytra og með honum varð mikil breyt-' ing á rekstri og tilhögun safnsins. Hann skipaði þv/ í deildir og færði út starfssvið þess að miklum mun. Þótt Matthias hefði mestan áhuga á mið- aldalist og kirkjulist, þar sem hann naut sín i ríkum mæli, var hann þó opinn fyrir varðveizlu hvers kyns menningarminja, bæði brúkshluta, fornra bygginga, fornleifa og rústa, og hann hóf í ríkara mæli en verið hafði rannsóknir á þeim mikla efnivið, sem safnið hafði að geyma. Býr það enn mjög að því hversu hann mótaði starf þess snemma á öldinni. Margir minnast enn „gamla safns- ins", sem sumir kalla það meðan það var uppi á Safnahússloftinu. Maður hittir jafnvel stundum fyrir fólk, sem finnst að þar hafi rikt hið rétta and- rúmsloft slikrar stofnunar. Vist er um það, að þar voru aðstæður aðrar en síðar varð, mikil þrengsli og nær ógerningur að koma fyrir deildaskipt- ingu sýníngargripa svo nokkru næmi. Safnið hafði þó mikið aðdráttarafl og minnist ég þess frá síðustu árum-þess þar, að á sunnudögum var oft mikill fjöldi fólks að skoða safnið á súðar- hæðinni við Hverfisgötu. Það var þvi mikill happaatburður er Alþingi ákvað að minnast lýðveldis- stofnunarinnar 1 944 með þvl að reisa sérstakt hús yfir Þjóðminjasafnið. Það hús reis á næstu árum og 1 952 voru fyrstu deildirnar opnaðar i nýja safn- inu og siðan ein af annarri. Þetta voru mikil viðbrigði, enda þótti víst ekki nauðsyn að safnið fengi þá strax húsrýmið allt til umráða. Talsverður hluti neðstu hæðarinnar var fenginn Náttúrugripasafninu fyrir geymslur og vinnustofur., og síðan var Eðlisfræðistofnun Háskólans þar um nokkurt árabil, en efsta hæðin var mestóll- tilskilin Listasafninu, sem er þar enn. Er því ekki að neita, að nú,' rúmum 20 árum síðar, er mjög tekið að kreppa að safninu i húsrými því, sem það hefur yfir að ráða, enda Þjóðminja- íslands Eftir Þór Magnússon, þjóðminjavörð nig vaxið upp myntsafn, sjóminjadeild og landbúnaðarsafn, en víðast er- lendis eru þessar deildir sérstök söfn, oft griðarstór og voldug, sem sinna þá einvörðungu sinu sviði. Vera má, að hér kunni að verða einhver breyting á er fram líða stundir, en vafalítið mun safnið um langa framtíð sinna flestum þáttum minjaverndar. Víðast erlendis taka forsögulegu deildir safnanna mikið rúm, en hér er ekki sliku fyrir að fara. Það'gengur illa að finna forsöguna á Islandi, þótt margir beri þá von í brjósti. Þvf er að vonum ekki um að ræða steinaldar- né bronsaldardeild í safninu, og járnald- ardeild er engin nema vikingaaldar- deildin. En þar er um talsvert auðugan garð að gresja, þótt reyndar megi segja, að vopn og áhöld þau, sem hér hafa fundizt, séu yfirleitt * með þvi einfaldara og fábreyttara, sem um getur frá þeim tima. Vikinga- aldardeild safnsins vekur þó verð- skuldaða athygli. Þar kynnast menn vopnum og verjum vikingaaldar- manna, landnámsmannanna, skart- gripum kvenfólksins, gjaldmiðli, ýmsum áhöldum, húsakynnum og reiðtygjum. Sitthvað er þó hér hluta, sem ekki eiga nákvæma hliðstæðu annars staðar, svo sem Þórslíkneskið frá Eyrarlandi við Eyjafjörð, Valþjófs- staðarhurðin margfræga, sem reyndar ætti að vera í kirkjudeildinni en er komið hér fyrir þar sem annar staður ®

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.