Lesbók Morgunblaðsins - 16.09.1973, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 16.09.1973, Blaðsíða 16
Norðmenn eru sæfarar Framhald af bls. 4 af stokkunum. „Norske Veritas" er eitt stærsta skipaskráning- arfélag í heiminum. Þar eru nú skráð um 3.200 skip, flest frá Norðurlöndum en einnig mörg annars staðar að úr heiminum. Félagið er fjárhagslega sjálfstætt, en skilar engum hagnaði. Arður rennur allur til uppbyggingar og eflingar eigin stjórnkerfis. Gæði þeirrar þjónustu sem skráningarfélag veitir viðskiptavinum sínum er afgerandi i alþjóðlegri sam- keppni. Þróunin í kaupskipasmíði nú á dögum beinist í þá átt að fækka skipum en smfða stærri og sérhæfð skip. Arið 1950 þótti 25.000 tonna olíuskip mikill risi en nú eru smíðuð skip sem taka 300.000 tonn. Eitt dæmi um framfarir í sérhæfingu og verk- efni, er af þeim leiða og bíða skipafélaganna, skipasmíða- stöðva og könnunaraðila, er tilkoma gasflutningaskipsins. í skipum af þessu tagi, sém nú eru f smíðum hjá Kvæner skipa- smíðastöðinni, eru tröllauknir, hnattlaga álgámar, sem flytja á i fljótandi gas við 130 stiga hita á Celsíus. 1 þessu samþjappaða formi tekur gas aðeins einn sjötta hluta síns eðlilega rúms. Augljóst er að slíkar tækni- nýjungar krefjast nýrra skrán- ingaraðferða og að viðtækar rannsóknir verða að liggja að baki við smíði svo sérhæfðra skipa, ef uppfylla skal núgild- andi öryggiskröfur. Á síðari árum hefur sér- hæfing gerbreytt kaupskipa- flotanum. Lögð er áherzla á smiði stærri skipa, þar sem þau eru hlutfallslega ódýrari en minni skip og hagkvæmari í rekstri. Arið 1960 var stærsta, skipið, sem sigldi undir norskum fána 50.000 tonn að stærð; i byrjun þessa árs áttu Norðmenn 35 skip sem voru yfir 200.000 tonn að stærð. Fjár- festing í flotanum siðasta áratug nam 40 milljörðum norskra króna, og tonnafjöldi 'tvöfald- aðist. Annað dæmi um sérhæf- ingu er bílaflutningafl.otinn, en það eru skip sérstaklega hönnuð til flutninga á bifreiðum, sem fyrir tíu árum voru fluttar með venjulegum flutningaskipum. Þessi sérhæfðu norsku skip flytja nú 700.000 bifreiðir árlega til allra heimshluta. Ný fram- leiðsla norsku skipasmíðastöðv- anna, sem lofar góðu eru olíuborunarpallarnir, sem hafa komið í sérlega göðar þarfir við velheppnaða olíuleit á norska landgrunninu. Sem stendur eiga norskar skipasmiðastöðvar næg verkefni nokkur ár fram í tímann. En hins vegar eru um 75% allra skipa norsku skipafélaganna smíðuð erlendis og eigendunum gefnar frjálsar hendur um að leita sér beztu kjara, sem völ er á. Eitt er það, sem þessi litla þjóð með stóra kaupskipa- flotann i erlendri þjónustu á við að stríða: verndunarráðstafanir í alþjóðaviðskiptum. Skiljanlega ■ít nokkur uggur í Norðmönnum /egna vaxandi tilhneigingar •'missa landa til að veita sínum . gin skipum forgangsrétt og b.egja frá erlendri samkeppni. Það eru ekki aðeins þróunar- löndin, sem reyna með öllu móti að afla farms handa flutninga- skipum sínum, heldur hafa ýmis iðnþróuð lönd gert með sér sam- komulag með því ákvæði að vörur fluttar á milli þeirra skuli eingöngu fluttar með skipum annars hvors landsins. A þennan hátt eru erlendir kaupskipaflotar neyddir til að keppa um aðra flutninga, en stærsti bitinn fer til þeirra skipa, sem yfirleitt hefðu ekki náð þessum verkefnum án hinna lagalegu takmarkana á valfrelsi þeirra, sem vilja fá vör- urnar fluttar. 1 Noregi er sú skoðun ríkjandi, að með því að útiloka samkeppni riiuni þessi vafasama pólitfska þróun hafa í för með sér versnandi þjónustu skipafélaganna. Á það er bent, að án örvandi áhrifa hins frjálsa framtaks hefði hin öra fram- þróun í kaupskipaiðnaðinum verið óhugsandi. Siðustu árin hefur komizt á nokkurt samstarf á milli stærstu siglingaþjóðanna í þá átt að berjast gegn þessari útilokun. Eigendur norskra skipasmíðastöðva harma það mjög, að þjóðin skyldi leggjast gegn inngöngu í Ebe, þar eð sameinað átak Ebe-ríkja gegn forgangsrétti hefði vissulega orðið árangursríkara en mót- mæli einnar norrænnar smá- þjóðar. < Er fjölskyld- unnar að breytast? Framh. af bls. 7 orðið: 666 börn eru 6. í röðinni. Er fljótlegt að bera saman þessar tölur við fyrri hluta tímabilsins og má af þeim draga þær ályktanir, að takmarkanir fjölskyldustærðar virðast hafa fengið byr undir báða vængi. í næstu grein verður svo vikið að hjónaskilnuðum, bæði með tölulegum upp- lýsingum og viðtölum. En til fróðleiks má þó geta þess, að hjónabönd þau, sem virðist hætt við að enda með skilnaði eru þau, sem staðið hafa í 10—14 ár og kemur það sjálfsagt ýmsum nokkuð á óvart, þar sem margir hafa talið fyrstu 5—7 árin skera úr um, hvort hjónabandið en- tist. —h.k. Útgefandi; H.f, Arvakur, Rcykjavík Framkv.stj.: Haralúur Svclnsson Ritstjórar: Matthías Johanncsscn Eyjólfor Konráð Jónsson Styrmlr Gunnarsson Rltstj.fltr,: Gisll BÍturBsson Auiflýsinrar: Árni GarCar Kristinsson Ritstjórn: Aðalstrœti 6. Síml 10100 Nýja AJAX - uppþvottaefnið fjarlægir fituleifar án fyfirhafnar. Teskellur - eggjabletti - varalit. Vinnur bug á lykt - jafnvel fisk- og lauklykt - heldur / uppþvottavatninu ilmandi. AJAX með sítrónukeim - hin ferska 4%%%^ orka. ® ClTRON OpVASK . B,0l0g«k nodbrydoligt A er fljótvirkt - ferskt sem sítróna

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.