Lesbók Morgunblaðsins - 16.09.1973, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 16.09.1973, Blaðsíða 10
Það var snjór yfir bænum, sem tilsýndar leit út einsog vel heppnað jólakort. Það bjarmaði af mjöllinni, er lá líkt og voðfeldur hjúpur oná strætum og götum, görðum og trjám og húsum. Götuljósin blikuðu einsog stórar daufar stjörnur og enn daufari birtu lagði úr gluggum; hún féll á hvít- bláa mjöllina, sem var mjúk og gljúp því hún var nýfennt, og hún gleypti þessi daufu ljós án þess að gefa kost á endurskini. Yfir þessu sviði hvelfdist dimmgrár himinn með svarbláum geirum og fölum mána og stakri stjörnu og líkt og vottaði fyrir mjólkurlitu skýjatrafi eða var það dauft endurskin frá hvítri fold sem virtist þó ekki alveg hvít? Fáeinir bílar liðu hægt og hljóðlega um þungfær stræti og götur og líktust tilsýndar stórum skor- dýrum af bjölluætt, og ljós þeirra voru einsog gul augu. Fátt manna á ferli, þvf fólk var heima að horfa á sjónvarp eða í bíó, en þeir tiltölulega fáu sem báru menn- inguna fyrir brjósti voru á konsert sem fram fór í nýju Konserthöliinni eða í öðruhvoru leikhúsinu þar sem verið var að sýna leikrit eftir Witold Gom- browicz og William Shakespeare. En hvað betta var hljóður bær! Konserthöllin var upp- ljómuð og á litla torginu fyrir framan hana stóð mikilmenni steypt í kop- ar, og mjöllin safnaðist á kolli hans og í útréttan lófa og það var einsog hann sétlaði að hefja máls á einhverju. Út á götuna bárust við og við og ofurlágt léttir og glaðir tónar — Eine kleine Nachtmusik Eða var það ímyndun hans? Var það aðeins tilfinning sem sagði honum hvað fram fór innan kaldra veggjanna? Honum var það ekki ljóst, og þeir héldu áfram eftir hvítum mannlausum gangstígn- um: lítill kviðsíður seppi með stór gljáandi augu er stóðu útúr litlu fram- mjóu höfðinu og lítill miðaldra maður með der- húfu og í svörtum frakka sem náði niður á ökla. Seppinn skildi eftir sig djúpa slóð í snjóinn sem maðurinn trað á eftir, í ytra skilningi tengdur sínum hundi grannri ól er hann hélt á í vinstri hendinni sem hulin var skinnfóðruðum glófa. Augu mannsins horfðu beizkleg og blíð á hund- kvikindið sem afturámóti horfði votum bænar- augum úti eilífan bláinn. Þannig mjökuðust þeir áfram, og það var ekki annað séð en þeir stefndu á einu stjörnuna er sýnileg var á himn- inum og bar við trén á hæðinni þar sem gatan virtist enda, ef hún end- aði þá einhversstaðar. Tilsýndar litu þeir út einsog tvær litlar þústir, önnur þó sýnu stærri en hin, en sköpunarverkið lætur ekki heldur mikið yfir sér á slíkum kvöldum þótt það í vis- sum skilningi skarti sínu fegursta. Þessi litla dökka þúst, sem ýmist greindist í tvennt eða rann saman í eitt, hélt sínu striki yfir nýfallna mjöllina, til- sýndar var þó erfitt að greina hreyfingu. Fram með langri röð húsanna, þangað sem þau hættu og trén tóku við. Hundurinn líktist agnarlitlum snjóplóg, sem greiddi götu manns- ins. Upp úr frammjóu höfðinu blikaði á kúpt augun sem voru blíð og vot og full af mannúð, en slíkt er fremur eðli hunda af þessu kyni en það stafi beinlínis af of- þroskuðu sálarlífi. Og maðurinn fylgdi í slóðina, og augu hans gáfu augum hundsins lítið eftir. Ljóskerin lýstu slóð þeirra sem myndaði markvisst strik, samt ekki einsog dregið við reglustiku heldur með svolitlum hlykkjum hér og þar, líkt og barn hefði teikn^ð það á stórt hvítt blað. annig mjakaðist þústii tvíein áfram og þannig lengdist líka þetta strik sem er undirstöðu- strik í allri dráttlist. Hann hafði staðið einn í mannlausum salnum og horft á autt sviðið — þegar hún birtist allt f einu alsköpuð í blárri skikkju og með gullsveig um grískt höfuðið, og gullið hárið féll niður drifhvítan hálsinn einsog ólgandi foss, og axlir hen- nar klufu það svo það féll bæði niður á bakið og fram á brjóstin, sem voru há og stinn einsog á gjaf- vaxta jómfrú, og hún lyfti annarri hendinni líkt og hún ætlaði að hefja máls — en hann heyrði ekkert. Og svo ley- stist sýnin upp, hafði aðeins varað þá sömu andrá og það tók hana að greypast í vitund hans. Svo varð allt autt og tómt og kalt á nýjan leik, og Framh á bls. 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.