Lesbók Morgunblaðsins - 16.09.1973, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 16.09.1973, Blaðsíða 9
og litríkar flíkur. Allt innihald hennar hefur þannig breytzt. Dæmi um þessar aðgerðir, sem haft er til sýnis í rannsóknastofunum sem eins konar helgigripur, er madonnu- mynd frá átjándu öld, sem reyndist, er blettur var hreins- aður, hafa aðra mynd frá sautjándu öld undir efsta lag- inu. En þegar sú mynd var prófuð, fundu viðgerða- mennirnir þrettándu aldar madonnu eftir hinn svokallaða „Magdalenu-meistara“. Loka- árangurinn varð Maríumynd með þrjú augu, tvö nef og tvö ungbörn og var hún í gamni skírð „Madonna Picassos". Starf þessa „Iistaspítala“ Flórensborgar er til dæmis um breytt viðhorf í verndun lista- verka. „Fram til ársins 1940,“ bendir Baldini á, „var viðgerð aðallega fólgin í endurmálun." Eftir spjöllin, sem unnin voru í heimsstyrjöldinni síðari var meiri áherzla lögð á að flytja listaverkin til og mála yfir skemmda bletti. Nú veigra Baldini og fjöldi annarra við- gerðarmanna sér við að taka fresku niður af hrörlegum vegg. I þess stað meðhöndla þeir vegginn sjálfan eða flek- ann hvar sem þess er kostur og mála síðan yfir svo lítið sem komizt verður af með. Viðgerð- in á „Krossfestingu" Fra Ange- licos í San Marco breytti hvorki né bætti við listaverkið svo neinu næmi. Hins vegar var það aðeins skýrt upp. En við- gerðunum er haldið áfram — i vinnustofunum í Fortezza da Basso bíða enn rúmlega 100 flekamálverk viðgerðar. Strax éftir flóðið var þeim komið fyri- r í löngum sitrónugeymsluskála í Boboli görðunum þar sem loftinu var haldið 90% röku, en þau siðan látin þorna mjög hægt til að varna því að þau verptust. 1 Fortezza er rakinn nú um 60% og málverkin ekki enn alveg þurr. Viðgerða- maðurinn Vittorio Granchi segir: „Við verðum enn í tiu til fimmtán ár að gera við lista- verk, sem skemmdust i flóð- inu.“ Vefnaðarvörur fyrir heimiliö Gíuggatjöld PúSar Dúkar Gjafavörur BaSmottusett RúmfatnaSur Skólavörðustíg 12 Sími: 25866

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.