Lesbók Morgunblaðsins - 16.09.1973, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 16.09.1973, Blaðsíða 4
Að höfðatölu eru Norðmenn lítil þjóð, en eiga þó fjórða stærsta kaupskipaflota heims, næst á eftir Japan, Bretlandi og Líberíu, en undir „hagræðis- fána“ hins siðasttalda sigla skip frá öllum heimshlutum. Skipa- stóll Norðmanna, um 22 milljón- ir brúttótonna, er 9% af öllum kaupskipaflota heimsins. Lestarrúm þessa flota er langt umfram þarfir heimalandsins; á ári hverju flytja skipin fjórum sinnum meira en heildarinn- flutningi Noregs nemur. Olíu- flutningaskipin ein geta flutt 21 milljón tonna af olíu en Noregur þurfti aðeins að flytja inn 8.8 milljónir tonna af eldsneyti árið 1971. Raunar siglir meirihluti norska kaupskipaflotans alls ekki á heimahafnir — 92% skipanna flytja aðeins vörur milli annarra landa. Spurningin um hvernig svo litlu ríki með aðeins 4 milljónir íbúa hefur tekizt að hasla sér svo stóran völl í alþjóðasigl- ingum veldur oft djúpri um- hugsun, jafnvel hjá Norðmönn- um sjálfum. En svörin koma þó um síðir, eitt og eitt í einu. Hafið meðfram strandlengjunni, þar sem byggð hefur ávallt verið þéttust í Noregi, er enn í dag mikilvægasta samgönguleið margra byggðarlaga. Einkum í norðurhluta landsins eru hin veglausu öræfi sambands- og samgöngutálmi. Járnbrautin nær ekki lengra en til Bodö og í norðurhlutanum minna þjóð- vegirnir meira á slóða þó að þeir teygi sig yfir hundruð mílna. Noregur er aðskilinn frá inn- löndum Svíþjóðar af háum fjall- görðum og norska þjóðin hefur einatt hneigzt meira til vesturs. Er víkinganna hefur verið minnzt svo sem skylt er, en þeir sigldu frá Noregi og komust til Islands, Grænlands og jafnvel til Nýfundnalands, er vert að geta þess að siglingahefð Norð- manna á sér þó nokkuð eldri uppruna. Lífshættir þeir, sem náttúran hefur búið landsmönnum, hafa orðið að dyggðum í tímans rás, voldugu vopni í efnahagslegri alþjóðasamkeppni. Flutnings- gjöld með norskum skipum námu á síðasta ári 4,5 milljörð- um norskra króna — slík upp- hæð er óumræðilega mikils virði landi, sem svo mjög er háð inn- flutningi. Siglingahefð þjóðar- innar hefur til þessa dags skapað í kringum sig afburða „sjómennsku-umhverfi", ef svo Eftir Andreas Oplatka má að orði komast til að lýsa stað, sem ekki á aðeins yfir að ráða skipafélögum heldur einnig fyrsta flokks skipasmíða- stöðvum og skyldum iðnaði, sjóvátryggingafélögum og færum skipamiðlurum, sem þekkja heimsmarkaðinn. Svæðið kringum Oslóf jörðinn er slíkt „umhverfi". Þegar svo hagar til er fámennið kostur — í litlu þjóðfélagi, þar sem sér- fróðir menn á hinum ýmsu svið- uln sjómennskunnar þekkjast allir innbyrðis, er tiltölulega auðvelt að koma á samvinnu á meðal þeirra aðila, erstandaað- siglingáiðnaðinum. I norska skipaflutningasam- bandinu eru 325 skipafélög, öll í einkaeign. Gagnstætt banda- ríska kaupskipaflotanum til dæmis, hafa norsk skipafélög aldrei farið fram á eða þegið ríkisstyrk. Hin víðtæku áhrif norska kaupskipaflotans skyldu skoðuð út frá þessari forsendu. Norðmenn halda því sjálfir fram, að velgengni sína eigi þeir í raun að þakka þörfinni á að standa á eigin fótum. Stærð skipafélaganna er mjög misjöfn allt frá risafyrirtækjum með 50—60 skip niður i mörg félög sem aðeins eiga eitt skip hvert. Þrátt fyrir harða samkeppni hefur minni félögunum fram að þessu tekizt að halda sfnu. í byrjun þessa árs áttu Norð- menn 2882 skip yfir 100 tonn að stærð. Af þeim voru strand- ferðaskip og fiskiskip flest, eða 1577 en þau voru þó samanlagt aðeins .600.000 brúttótonn. Hins vegar eru farskipin 1305 að tölu um 22 milljónir tonna. Um 47% þessa flota eru olíuflutninga- skip og 28% skip til þess gerð að flytja lausan farm. Farmurinn á alþjóðaflutningaleiðum er mest- megnis olía, málmgrýti, korn og kol. Það, sem enn er ótalið af norska skipaflotanum eru skip byggð til flutninga á sérstökum vörutegundum, venjuleg vöru- flutningaskip, ferjur og svo glæsileg farþegaskip. Norski kaupskipaflotinn er einn hinn nýtízkulegasti í heimi en meðal- aldur skipanna er talinn 6,6 ár á tonnið. Tvö stærstu skipin, sem nú sigla undir norskum fána eru systurskipin Fabian og Julian, 285.000 tonn hvort og með 39 manna áhöfn. Þetta er lauslegt yfirlit yfir framfarir siðustu ára. Sjómaður nútímans er ekki lengur heims- ferðalangurinn, umkringdur rómantísku ljósi, heldur vel- þjálfaður, vellaunaður tækni- legur sérfræðingur. Meðal- tekjur norskra sjómanna á kaupskipáflotanum eru allmiklu hærri en tekjur iðnaðarmanna í landi. Mánaðarlaun skipstjóra í millilandasiglingum eru um 116.000 isl. kr., fyrsti stýrimaður hefur kr. 97.000.00, vélstjóri ísl. kr. 87.700.00 og háseti kr. 47.880.00. Þessi laun byggjast á 4214 stundar vinnuviku. Sjó- mönnunum ber fjögurra vikna orlof á fullu kaupi og frítt far heim eftir níu mánuða þjónustu. Skipafélögin kvarta nú yfir því að þrátt fyrir þessi vinnu- skilyrði hafi norskir æskumenn ekki lengur nægan áhuga á sjó- mennsku. Af þeim 40.000 sjó- mönnum, ;sem nú eru á norska kaupskipaflotanum, eru 30.000 norskir en afgangurinn Asíu- búar, Spánverjar og menn frá öðrum Evrópuþjóðum. Hver sá sem virðir fyrir sér höfnðborg Noregs, glampandi í sumarsólinni og skipin á Osló- firði á leið út á opið haf, hneigist til að líta á sjómennskuna sem fagurfræðilegt fyrirbæri, fagurt mannlíf. Slíkt sjónarmið gefst af efstu hæð byggingar í eigu félagsins „Norske Veritas“. En skoðunarferð um þessa bygg- ingu gefur leikmanninum nokkra hugmynd um þá skipu- lagningu, það efnahagslega, stjórnunarlega og skipulagslega framlag, sem liggur að baki hverju nýju skipi sem hleypt er Frajmh. á bls. 16 „Christian Radiehe“ þjálfun- arskip, við akkeri í Oslóarhöfn. Olíuskipið „Synia" sem er 226 þúsund tonn að stærð. Það er eitt stærsta og bezt búna skip sinnár tegundar í heimi.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.