Lesbók Morgunblaðsins - 16.09.1973, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 16.09.1973, Blaðsíða 11
. * Þjóðminjasafn Islands Framh. af bls. 3 Altaristafla frá Ufsum I SvarfaSar- dal, máluð af Hallgrími Jónssyni málara, 1771. Ljósm. Gisli Gests- son. talið. Erfitt er um það að segja, hvern- ig þessi tala skiptist milli innlendra og erlendra gesta, en þó hygg ég, að útlendingar séu i miklum meirihluta á sumrin, en á veturna, meðan ferða- manna gætir hér mirina og íslend- ingar sjálfireru meira heima við, snýst dæmið við. Það er ekki hægt að tala um áhugaleysi landsmanna sjálfra á þessari stofnun, sem sést bezt þegar sérstakar sýningar eru haldnar Þá streymir fólk að og má reyndar vera, að hér felist ábending um að þörf sé orðin nýskipunar í safninu. Sýningar- salirnir hafa verið að kalla óbréyttir ! au tuttugu ár, sem safnið hefur verið þessum stað, og verður vissulega iangþráður dagur þegar tækifæri gefst til að umbreyta, raða um og flytja til, stilla upp nýfengnum hlutum og setja sumt, sem lengi hefur sýnt verið,-! geymslur i staðinn. Það er að vissu leyti merki stöðnunar að hafa sýningarsalina lengi i sama horfi. Fólk vill sjá eitthvað nýtt eða hlutina i nýju Ijósi. Tækifærið til þessa kemur vonandi innan tiðar þegar safnið fær umráð hússins alls. Hinir gestirnir eru þó ótaldir, sem koma ekki beinlínis til að sjá það, sem i sýningarsölum er, heldur það, sem ekki er sýnt. Þar á ég við fræðimenn, sem eru að rannsaka einhverja til- tekna þætti íslenzkrar þjóðmenningar og vilja rannsaka hluti, athuga skrár safnsins, leita að tilteknum atriðum í þjóðháttasafninu eða fólk sem kemur aðeins til að vita, hvort safnið eigi mynd af langafa sinum eða skyld- menni, sem hægt væri að fá lánaða til eftirgerðar. Á þessum þætti vildi ég vekja sérstaka athygli, þótt reyndar hafi það verið gert rækilega að undan- förnu, bæði i sambandi við afmælis- sýningu safnsins i vetur og með birt- ingu gamalla mynda i blöðum. Myndasöfn Þjóðminjasafnsins, bæði mannamyndasöfnin og myndir af stöðum og atburðum, skipta nú tugum þúsunda.- og myndaplöturnar, glerplöturnar, liklega hundruðum þús- unda. Þessi söfn eru mikil dýrmæti. Hér eru griðarlega miklar heimildir saman komnar, ekki sizt myndir af löngu horfnum mannvirkjum, mer- kum viðburðum eða augnabliksmynd- ir, sem birta einhver atvik, kannski ekki svo sérstaklega merkileg i sjálfu sér, en sem sýna þó blæ síns tima. Þó býst ég við, að mannamyndasafnið verði talið öllu sérstæðara, að minnsta kosti ef miðað er við söfn hér i ná- grannalöndunum. Það mun liklega hvergi hafa gerzt, að reynt sé skipu- lega að afla Ijósmynda af hverjum manni og konu, sem mynd er til af frá siðustu áratugum 19. aldar og upp- hafi 20. aldar, fyrstu áratugum Ijós- myndarinnar. Þessi myndasöfn skipta tugum þúsunda, og þótt örugglega vanti mynd af mörgum islendingum, sem uppi voru t.d. um aldamótin, er það býsna oft sem mynd finnst, sem að er leitað Þetta heimildasafn er líka mikið notað, bæði af almenningi, bókaútgefendum, dagblöðum og stof- nunum. — Það verður svo að ráðast hvert framhaldið verður, hvort reynt verður að afla mynda af næstu kyn- slóðum jafn gaumgæfilega og alda- mótakynslóðinni. Þá er reyndar hætt við, að hin mikla fólksfjölgun segi óþyrmilega til sín. Þannig er Þjóðminjasafnið ekki aðeins sýningarsafn, heldur er það ekki siður heimildasafn, staður, þar se.m þeir hlutir eru geymdir, sem ástæða þykir til, bæði til að verða síðar settir i sýningarsali eða þá til að þeir, sem sérstaklega vilja, geti skoðað þá og rannsakað. Hvert eitt smáræði getur verið merkilegt í augum safnmannsins. Kannski er smáhlutur, sem komið er með til safnsins i dag, hinn eini sem það hefur eignazt af þvl tagi og fyllir því sitt skarð í safninu, kannski eru fleiri til, en fáu er hafnað. Og þótt mörgum finnist sumt það, sem safnmaðurinn hirðir, vera rusl, litur hann öðrum augum á það. Safnarinn vill helzt eiga allt, en oft á tiðum verður hann að horfast i augu við kaldan veruleikann og takmarka sig við fáa, valda hluti. Þór Magnússon. Réttumérhönd þína bróðir Réttu mér hönd þína bróðir sækjum á brattann þangað sem sólgeislum stafar á hvítan jökultind þangað sem punktmengi rúmsins safnast í brenndepli augans þangað sem víðsýni ræður, ríkjum sjóndeildarhrings Réttu mér hönd þína bróðir leiðumst upp brattann handtaki þéttu og föstu hina torsóttu leið þangað sem sjálfur hverfist í safnheiti hinna þangað sem réttlæti ræður ríkjum sjóndeildarhrings Réttu mér hönd þína bróðir höldum upp brattann þótt augu þín skilji línur og öndverða liti frá því litir hverfast í litróf og línur í einum punkti þar sem samkennd ræður ríkjum sjóndeildarhrings Réttu mér hönd þína bróðir . . . gréta sigfúsdóttir. BRIDGE AlRLiEGA íer Iraim i Bairtdaníkjnuniirm keppni milili ■þeirrá' spiíara, sem hítatíð íialfa ■tátililtrm Lilfe-Maisiter. Fyrir inolkkrium ái'um siigraði Edgar Kaplaxi i þess- ari ikeppni og fer Jiér á eftir eitt alf siðustu spiiun- iuim í keppninni, en margCr hélldu !þvi fram, að þetta spil hefði fyrst og fremst orði’ð tiiT þess, að Kaplan siigraði d keppndaiini. Norður A Á K D 4 2 V Á G ♦ K G 9 3 * 9 7 Vestuc A G 9 8 V D G 9 7 5 3 ♦ D 8 5 4> Á Suður Austur A 7 6 5 3 V K ♦ Á 10 6 4 4> 10 5 4 3 A 10 V 10 8 4 2 ♦ 72 ♦ KDG862 Sagnir gengu þannig: (Kaiplan var suð.ur): Norður Suður 1 spaði 1 gi’and 2 itíglar 3 laiuf 2 grönd Pass 'Saignir eru mjög harftar, enda á liokasögniin ekki áð vinnias’t, nema með einhverri óvenjullegri og sét- staklega hagsitiæðri llegiu. Vestur lét út hjarta drottninigu, sagnhaifi drpp með iási og þegar austui Hé.t kónginn, <kom í djós hvornig hjörtun skiptust. Ám mikfflar bjantsýni l'ét Káplan út laufa 9 (itakið eftir, ekkii) feufa 7), drap með kóngi og vestur drap með áisfl. Vestur 'lét næst út tógul 5, drepið í borði með gosai, austur drap með ási, Jét enn .tdiguii og sagolhaíi fékk silagii'nn á kóng- i'nn. Nú var faiuía 7 liátilð út og þar sem Kaplian vissi, að vest'ur, sem var kunnur spilaori, Ihefði elkki drepd’ð með ásnum nema af þvi ‘hann var nieydtíur tii þess, þá dirap hanini laufa 7 með áttiunni og fékk þann stlag. Þannig fékk hann*5 slagi á iauf, 3 á spaða, einn á hjanta og einn á tig-ui og vanin 4 grönd, sem , vair að sjðrifsögftui heztil árangurinn! á þessi spii.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.