Lesbók Morgunblaðsins - 28.10.1973, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 28.10.1973, Blaðsíða 4
I STYKKISHOLMI að hafa sérstakan áhuga á sögu og varðveizlu gamalla minja, hefur Jóhann þá skemmtilegu sérstöðu að hafa sjálfur verið innanbúðar- maður í síðustu selstöðuverzlun Dana á íslandi. Raunar er Jóhann fæddur í Reykjavík, en hann fluttist 5 ára gamall til Stykkis- hólms. Móðir hans dó, þegar hann var á unga aldri, og fjölskylda hans fluttist burtu frá Stykkis- hólmi. En Jóhann varð eftir og hefur átt heima þar alla tíð síðan. Hann vann lengst af f sparisjóðn- um og síðar bankanum í Stykkis- hólmi, en er nú hættur þar og hefur aldrei um sína daga haft önnur eins ósköp að gera, eftir því sem hann segir. Og raunar þarf ekki að staldra lengi við hjá Jóhanni til að sjá, hvert afrek hann hefur unnið. Um alllangan tíma hefur hann notað hvert tækifæri, sem bauðst til að afla gamalla mynda af fólki, einkum úr Stykkishólmi, en einnig úr nærsveitunum. I þessu stórmerka mannamyndasafni Jó- hanns eru nú orðnar hvorki meira né minna en 3000 myndir. Og vegna þess að Jóhann hefur um sína daga kynnzt þessu fólki all- flestu, hefur hann eftir megni tekið saman persónulegar upplýs- ingar um þetta fólk og fært á spjaldskrá. I Stykkishólmi var til talsvert af mannamyndum og þrir ljós-. myndarar hafa verið búsettir þar og starfað við ljósmyndun: Þor- leifur Þorleifsson, Pétur Leifs og Sigurhans Vignir. Auk þess komu farandljósmyndarar og tóku myndir af fólki: Sigfús Eymunds- son og Jón bóndi Guðmundsson í Ljárskógum, faðir Jóns skálds og söngvara. Jón bóndi vann við að taka mannamyndir jafnframt bú- skap í Ljárskógum. Um þær mundir voru myndavélar ekki í hvers manns eigu og talsvert í tízku að sitja fyrir. Þess vegna var drjúgt til af gömlum myndum hjá eldra fólki í Stykkishólmi; myndum, sem hefðu meira og minna glatazt með tímanum. Jóhann hefur einskis styrks notið við þessa söfnun; meira að segja hefur hann ekki getað eign- azt sæmilegan stækkara, sem þó er nauðsynlegt. Jóhann hefur fengið þessar gömlu myndir lánaðar og tekið eftir þeim sjálfur. Auk þess hefur hann um miklu lengra tlmaskeið safnað gömlum Stykkishólmsmyndum og á hann af þeim fágætt safn. En skyggnumst nú ögn aftur í tímann. Mér þótti forvitnilegt að heyra, hvað Jóhann hefði að segja um starf sitt hjá selstöðuverzlun- inni í þá löngu liðnu daga. Var selstöðuverzlunin I Stykkishólmi I samræmi við þá hugmynd, sem margur nútímamaðurinn hefur um þetta fyrirbrigði: Annars vegar feitir harðstjórar, tottandi vindil innan við búðarborðið og hins vegar blásnauð alþýðan með hagalagðana sfna eða annað álíka verðmætt innlegg. Kannski hefur í fyrsta lagi eitthvað verið ýkt og í öðru lagi gæti verið, að bragurinn á dönsku selstöðuverzluninni hafi eitthvað verið farinn að mildast um það © SLYSIÐ, sem Jóhann Rafns- son talar um í samtalinu: Vöruskemma kaupfélagsins. byggS á þeim staS í hjarta bæjarins, þar sem eðlilegra hefði hefði verið að hugsa sér fallegt torg. Hjá Tang & Riis var vinnutíminn 100 tímar á viku og þótti engum mikiB. leyti er Jóhann Rafnsson hóf störf hjá Tang og Riis árið 1923. Jóhann segir: „Ég var 17 ára, þegar ég byrjaði að vinna hjá selstöðuverzluninni. Þessi verzlun hét fyrst Grams- verzlun og síðar Leon Tang & Sön. En sonurinn, Tang yngri fékk í félag við sig Árna nokkurn Unga fólkið í Stykkishólmi hlustará mi'isík I Tehúsinu Riis, sem var íslenzkur að ein- hverju leyti og fæddur á tsafirði. Riis talaði allsæmilega íslenzku. Hann hafði þann háttinn á, að vera í Stykkishólmi sumarlangt, en flutti sig þá um set og hafði vetrardvöl í Kaupmannahöfn. Aftur á móti kom Tang félagi hans aldrei.“ „Og þessi verzlun Tang og Riis hefur talizt stór á þeirri tíð? “ „Já, eindregið. Hún var ein stærsta verzlun vestanlands; úti- bú í Skógarnesi og á Hellissandi, en verzlunarsvæðið náði yfir nes- ið allt og vestur í Dali. Þarna voru fáanlegar allar helztu nauðsynjar vegna sjósóknar og landbúnaðar eins og þessar atvinnugreinar voru þá reknar: Málning, tjara, dúkar í fatnað, kornmatur og fleira til manneldis.“ „Vinnutíminn hefur kannski verið rúmlega 40 stundir á viku?“ „Ég er smeykur um, að það hefði þótt nokkuð stutt vinnu- vika. Við byrjuðum venjulega klukkan 7 að morgni og vinnutim- inn var til kl. 9 að kvöldi. Sem sagt: 14 tímar á dag og þar af einhver smástund í mat. En að auki var svo unnið alveg á laugar- dögum og flesta sunnudaga að sumrinu." „Með öðrum orðum: Vinnuvikan hjá Tang & Riis hefur ærið oft nálgast 100 klukku- stundir?“ „Já, ætli það ekki. Og það fór ekki að lagast fyrr en eftir að kaupfélagið kom til skjalanna. Að sjálfsögðu var ekkert til, sem sumarleyfi hét. Þetta lítur óneit- anlega nokkuð strangt út; samt var ekki um vinnuhörku að ræða og verulega skemmtilegt að vinna með Agústi faktor Þórarinssyni, Framhald & bls. 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.