Lesbók Morgunblaðsins - 28.10.1973, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 28.10.1973, Blaðsíða 10
GONGUR OG RÉTTIR Tungnakarlar söþa senn sauðum fram úr dölum Myndafrásögn úr sjö daga fjallferð Biskups- . r tungnamanna norður á KJÖL O Fjallsafn Biskupstungna- manna rennur siðasta spölinr til byggðar. í baksýn sjás1 Jarlhettur. 0 Guðni LýSsson á Gýgjarhóli, fjallkóngur á Biskupstungna- afrétti. Fjallmenn tygja sig af stað með birtu úr Fossrófum, sunnanvert við Kjöl. Áður en hreppurinn byggði leitar- mannabraggann þar, var frá gamalli tíð tjaldað í Gránu- nesi, sem þar ér skammt frá, kennt við merina Gránu, sem ein lifði af, þegar Reyni- staðarbræður urðu úti. Hvaða álit sem menn kunna að hafa á sauðfjár- búskap og hugsanlegri ofbeit á sumum afréttum landsins, fer naumast milli mála, að stórt fjársafn, sem streymir af fjalli með tilheyrandi klið. jarmi, köllum og hundgá, er fagurt tilsýndar. Frá alda öðli hafa íslendingar dáðst að þessari sýn, þegar safnið rennur eins og foss niður af einhverri heiðinni. Gleðin yfir því hefur að sjálfsögðu verið miklu meiri og augljósari, meðan ísland var fyrst og fremst bændaþjóðfélag og menn voru í einu og öllu háðir sauðkindinni. Meðfylgjandi myndir hefur Guðlaugur Tryggvi Karlsson tekið í fyrstu leit á afrétti Biskupstungnamanna. Þótt Reykvíkingur sé, fer hann einhvers staðar í leitir á hverju hausti; það er hans sport. Meðan skemmtanir og hvers konar tilbreyting var fátíðari en nú er orðið, hlökkuðu menn til fjalla- ferðarinnar allt sumarið, og var sagt, að á sumum bæjum hafi menn naumast um annað talað, þegar liða tók á engjasláttinn. Tilhlökkunin mun þó engan veginn úr sög- unni og mörgum finnst enn, að ómissandi sé að fara í göngur, eða fara á fjall eins og það er öllu fremur nefnt á Suðurlandi. Afréttur Biskups- tungnamanna náði frá fornu fari á Kjöl og hittust þar norðanmenn og sunnan og drógu sundur fé sitt við Seyðisá, norðan Hveravalla. Með tilkomu sauðfjárveiki- varna var girt milli jökla, nokkuð norðan við Hveravelli og er þessi girðing nú enda- mark beggja. Biskupstungnaafréttur lít- ur að verulegu leyti út sem eyðimörk, enda þótt sauðfé finni kjarngóð grös, þar sem lítið ber á. Þó er Kjalhraun vel gróið víða og Hvítárnes við Hvítárvatn er eins og frjósöm vin í þessu mikla grjót- og sandhafi. Sú sérstaða fylgir því að fara á fjall í Biskups- tungum, að oftast er hægt að gista i sæluhúsum Ferða- félagsins, og vegna vegarins norður Kjöl er eldhúsbíll og veitingaaðstaða með í för- inni. Fjallskrínur og trússahestar heyra til liðinni

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.