Lesbók Morgunblaðsins - 28.10.1973, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 28.10.1973, Blaðsíða 7
— Eghlusta. — Faðir þinn talaði við doktor Sivetski. — Ö? sagði stúlkan. — Hann sagði honum allt. Að minnsta kosti sagðist hann hafa gert það. Þú veizt, hvernig hann pabbi þinn er. Trén. Þetta með gluggann. Þessi hryllingur, sem hann sagði við ömmu um, að hún væri að leggja á ráðin um að deyja og þetta. Það sem hann gerði við allar þessar gullfallegu myndir frá Bermúda — allt. — Nú? sagði stúlkan. — Nú. I fyrsta lagi sagði hann, að það hefði verið algjör glæpur af hernum að sleppa honum af spítalanum — ég sver það. Hann tók skýrt fram við föður þinn, að það væri hætta — já, mjög mikil hætta, sagði hann — á að Seymour missti algjörlega stjórn á sér. Ég sver það. — Það er sálfræðingur hérna á hótelinu, sagði stúlkan. — Hver? Hvað heitir hann? — Ég veit ekki. Riese, eða eitthvað svoleiðis. Hann á að vera mjöggóður. — Aldrei heyrt hann nefndan. — Jæja, hann á nú að vera mjög góður samt. — Gerðu það Muriel, farðu nú ekki að vera með ósvífni. Við erum mjög áhyggjufull út af þér. Faðir þinn vildi senda þér skeyti f gærkvöidi að koma heim, ef ég á að segja þér alveg eins og e . . . — Eg er ekkert á leiðinni heim núna, mamma, svo þú skalt taka það rólega. — Muriel. Ég get svarið það. Doktor Sivetski sagði, að Sey- mour gæti algjörlega misst stjó . . . — Ég er rétt komin, mamma. Þetta er fyrsta fríið mitt i mörg ár og ég ætla sko ekki að fara að láta niður og koma heim. Ég gæti ekki ferðazt hvort sem er. Ég er svo sólbrennd, að ég get varla hreyft mig. — Ertu illa sólbrennd? Not- aðirðu ekki krukkuna af sólkrem- inu, sem ég lét í töskuna þína? Ég lét hana alveg . . . — Ég notaði það. Ég er brennd samt. — En hræðilegt. Hvar ertu brennd? — Alls staðar, elskan, alls staðar. — En voðalegt. — Ég lifi það af. — Segðu mér annað, talaðirðu við þennan sálfræðing? — Ja, svona hinsegin, sagði stúlkan. — Hvað sagði hann? Hvar var Seymour þegar þú talaðir við hann? — I Hafberginu að spila á pianóið. Hann er búinn að spila á píanóið bæði kvöldin, sem við höfum verið hérna. — Jæja, hvað sagði hann? — Æ, svosem ekkert. Hann ávarpaði mig að fyrra bragði. Ég sat við hliðina á honum á bingó í gærkvöldi og hann spurði mig, hvort það væri ekki maðurinn minn, sem væri að spila á píanóið f salnum fyrir handan. Ég sagði jú. Það væri hann og hann spurði mig, hvort Seymour hefði verið lasinn eða eitthvað. Svo ég sagði . . . — Af hverju spurði hann að því? — Það veit ég ekki, mamma. Eg varia HÚSGÖGN Gefa nýja möguleika Varia húsgögn skera sig úr vegna fjölbreytilegra möguleika. Mismunandi einingar falla inn í þröng sem rúmgóð húsakynni. Velja má um margskonar gerðir af bókahillum og skápum. Nútímafólk velurVaria húsgögn. Varia fylgist með tímanum. HÚSGAGNAVERZLUN KRISTIÁNS SIGGEIRSSONAR HF. Laugavcui lil Reykjavik simi 25870 býst við af því hann er svo fölur og það, sagði stúlkan. En hvað um það, eftir bingóið, þá spurði hann og konan hans mig, hvort ég vildi ekki slá mér saman við þau upp á drykk. Og ég gerði það. Konan hans var hræðileg. Þú mannst þennan hræðilega kvöldkjól, sem við sáum í glugganum hjá Bon- wit? Þennan, sem þú sagðir, að maður yrði að hafa pinu, pínu . . . — Sá græni? — Hún var i honum. Og ekkert nema mjaðmir: Hún var alltaf að spyrja mig, hvort Seyniour væri skyldur þessari Suzönnu Class, sem er með þessa búð við Madison Avenue — tízkuskemmuna. — En hvað sagði hann samt? Læknirinn. — Ja, svosem ekkert, satt að segja. Sko, við vorum á barnum og þar. Það var hræðilegur hávaði. — Já, en sagðirðu honum hvað hann reyndi að gera við stólinn hennar ömmu? — Nei, mamma. Ég fór svo lítið út i smáatriði, sagði stúlkan. Ég fæ ábyggilega tækifæri til að tala við hann seinna. Hann er á barn- um allan liðlangan daginn. — Sagðist hann halda að það væri möguleiki, að hann yrði eitt- hvað skritinn — þú veizt, tæpur eða þannig? Gera þér eitthvað? — Ekki alveg, sagði stúlkan. Hann varð að fá fleiri staðreyndir í hendurnar, mamma. Þeir verða að vita um barnæsku manns — allt það dót. Ég sagði þér við gátum varla talazt við, það var svo hátt þarna inni. — Jæja. Hvernig er bláa kápan þin? — Fin. Ég lét taka úr henni svoldið af fóðrinu. — Hvernig eru fötin í ár? — Hryllingur. Ekki af þessum heimi: Maður sér plötukjóla — allt, sem nöfnum tjóir að nefna, sagði stúlkan. — Hvernig er herbergið þitt? — Fínt. Ekki samt meir en svo. Við gátum ekki fengið herbergið, sem við höfðum fyrir strið, sagði stúlkan. — Fólkið er skelfi- legt í ár. Þú ættir að sjá það sem er við hliðina á okkur í borðsaln- um. Við næsta borð. Þau eru eins og þau hafi komið hingað keyr- andi í trukki. — Jæja, svoleiðis er það nú alls staðar. Hvernig er ballerínan þín ? Hún er of síð. Ég sagði þér hún væri of sið. — Muriel, ég spyr þig ekki nema einu sinni enn — er allt í lagi með þig? — Já, mamma, sagði stúlkan. — I nítugasta skipti. — Og þú vilt ekki koma heim? — Nei, mamma. — Faðir þinn sagði í gærkvöldi, að hann væri meira en fús til að borga það, ef þú vildir fara eitt- hvað burt ein og hugsa málin. Þú gætir farið í yndislega sjóferð. Okkur datt í hug báðum . . . — Nei, takk, sagði stúlkan og tók af fótleggjunum krossinn. — Mamma, þetta sfmtal kostar morð fj . . . — Þegar mér verður hugsað til þess, að þú beiðst þessa drengs allt striðið út í gegn — ég meina, þegar maður hugsar um allar þessar vitlausu litlu eiginkonur, sem . . . — Mamma, sagði stúlkan, — það er bezt við leggjum á. Seymour getur komið á hverri stundu. — Hvar er hann? — Á ströndinni. — A ströndinni? Einsamall? Hagar hann sér skikkanlega á ströndinni? — Mamma, sagði stúlkan, — þú talar um hann eins og hann sé bandóður brjálæðingur. — Égsagði ekkert slíkt, Muriel. — Jæja, það hijómaði þannig. Hann gerir ekkert af sér nema liggja þarna. Hann fæst ekki til að fara úr baðsloppnum sínum. — Fæst ekki til að fara úr bað- sloppnum sínum? Hvers vegna ekki? Ekki veit ég. Sjálfsagt af þvi hann er svo fölur. — En hjálpi mér, hann þarf sólina. Getur þú ekki fengið hann til þess? — Þú þekkir Seymour, sagði stúlkan og krossaði aftur á sér fótleggina. — Hann segist ekkert kæra sig um, að fullt af ösnum sé að glápa á húðflúrið hans. — Hann hefur ekkert húðflúr! Lét hann flúra sig í hernum? — Nei, mamma. Nei, elskan, sagði stúlkan og færði þungann yfir á hægri fót. — Þú hringir í mig um leið og hann gerir, eða segir eitthvað klikkað og það þó lítið sé. Heyrirðu hvað ég er að segja? — Mamma, ég er ekki hrædd við Seymour. — Muriel, ég vil að þú lofir mér þessu. — Allt i lagi. Þá það. Ég lofa því. Bless, mamma, sagði stúlkan. — Astarkveðja til pabba. Hún lagði á. — Sástu meira gler, sagði Sybil Carpenter, sem bjó á hótelinu með móður sinni. — Sástu meira gler? — Hættu nú þessu, kisulúra. Þetta er að gera mömmu alveg vitlausa. Vertu nú kyrr, ef þér væri sama. Frú Carpenter var að nudda sólolíu á axlirnar á Sybii. Dreifði oliunni niður um fíngerð vængj- um lík herðablöðin. Sybil sattæpt á uppblásnum afarstórum sund- bolta og horfði við hafi. Hún var í kanarígulum tvihlutum sundföt- um; öðrum hlutanum þyrfti hún nú raunar tæpast á að halda næstu níu, tíu árin. — Þetta var bara svona venju- legur silkiklútur, maður sá það, þegar maður kom alveg að, sagði konan í sólstólnum við hliðina á f rú Carpenter. — Ég vildi óska ég vissi hvernig hún fór að hnýta hann. Hann var alveg draumur. — Hljómar eins og draumur, samsinnti frú Carpenter. Vertu kyrr, Sybil krútt. — Sástu meira gler? sagði Sybil. Frú Carpenter andvarpaði. — Jæja, þá, sagði hún. Hún skrúfaði tappann aftur á sóloliuglasið. — Farðu nú og leiktu þér, krúttapútt. Mamma ætlar uppá hótel og fá sér martein með frú Hubbel. Ég skal koma með ólivuberið handa þér. Að frelsi fengnu tók Sybil undireins á sprett niður á flat- strendið og lagði þaðan land undir fót gangandi i átt að Fisk- aratjaldinu. Hún nam ekki staðar nema til að drepa fæti í vatnsósa, hruninn kastala og var fljótt af svæði þvi, sem ætlað var gestum hótelsins. Hún gekk um það bil mílufjórð- ung, en tók þá allt í einu á sprett á ská upp, þar sem mýkra var undir á ströndinni. Hún snarstanzaði, þegar hún kom að, þar sem ungur maður lá upp í loft. — Ætlarðu i sjóinn, að sjá meira gler? sagði hún. Ungi maðurinn hrökk við og brá hægri hendinni upp að kraga- horninu á hnezluðum sloppnum sínum. Hann velti sér á kviðinn, samanvafið handklæði féll frá augum hans og hann blimskakk- aði augunum upp á Sibyl. — Hæ. Halló, Sybil. — Ætlarðu í sjóinn? — Eg var að bíða eftir þér, sagði ungi maðurinn. — Hvað er titt? — Ha? sagði Sybil. — Hvað er að frétta? Hvað er á dagskránni? — Pabbi minn kemur á morgun með flugvél, sagði Sybil og sparkaði sandi. — Ekki framan í mig, krútt, sagði ungi maðurinn og lagði hendina á ökkla Sybil. — Jæja, það er svo sannarlega ekki vonum fyrr, að hann kemur, hann pabbi þinn. Eg er búinn að eiga von á honum á hverri stundu. Hverri stundu. — Hvar er frúin? sagði Sybil. — Frúin? Ungi maðurinn strauk sand úr þunnu hári sinu. — Það er ekki gott að segja, Sybil. Hún getur verið alls staðar og hvergi. Hjá hármeistaranum. Að láta minklita á sér hárið. Eðabúa til brúður handa fátækum börn- um upp i herberginu sinu. Hann lá á grúfu núna; hann kreppti báða hnefana, lagði annan yfir hinn og hvíldi hökuna á þeim efri. — Spurðu mig um eitthvað annað, Sybil, sagði hann. — Þetta eru fínu sundfötin, sem þú ert i. Ég held ekki upp á neitt moir en blá sundföt. Sybil starði á hann og leit niður á framstæðan magann á sér. — Þetta er gult, sagði hún. — Þetta er gult. — Er það. Kontdu svolítið nær. Sybil steig skref fram á við. — Þú hefur fullkomlega rétt fyrir þér. Bölvaður asni get ég verið. — Ætlarðu f sjóinn? sagði Sybil. — Ég er að hugleiða það í fúl- ustu alvöru. Ég hef mikið leitt hugann að þvi, Sybil; það veit ég þér þykir vænt um að heyra. Sybil potaði í gúmmfflána, sem ungi maðurinn hafði stundum fyrir höfðalag. Framhald á bls. 14. 0

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.