Lesbók Morgunblaðsins - 28.10.1973, Blaðsíða 13
LANDLÆG hnýsni um hagi náungans hefur
löngum verið afsökuð með fámenni okkar:
hér þekki allir alla og erfitt sé fyrir hvern
þann, sem örlítið stendur upp úr fjöldanum,
að fá að hafa sitt einkalíf í friði. Reyridar þarf
ekki þekkt fólk til, fæstir sleppa við það, fyrr
eða síðar að verða bitbein misjafnlega vel-
viljaðra og umtalsiðinna áhugamanna. Og
allt þykir tíðindum sæta; gift kona verður
varla svo þunguð, að það sé ekki tekið fyrir í
nokkrum saumaklúbbum og umræðum á
öðrum vettvangi. iðulega taka menn sig til
og hringja sérstaklega til að segja fréttirnar.
Að ekki sé nú talað um, ef ógift stúlka lendir
í þeirri aðstöðu að fara að þykkna undir belti,
þá er nú ekki dýpra á fordómunum en það,
að samstundis er tekið til við að fjalla um
málið. Og leiki einhver vafi á um faðernið,
geta menn farið að biðja fyrir sér, hver sá
sem sézt hefur með viðkomandi stúlku upp á
síðkastið getur átt á hættu að vera barns-
faðir hennar. Sama máli gegnir ef fólk slítur
hjónabandi, þá eru ýmsir, sem hvorki fá
notið svefns né matar, fyrr en þeir hafa
fengið „áreiðanlegar" fréttir um það af
hverju til slíks kom. Og detti einhverjum,
sem leiður er á lífinu, í hug að flýta fyrir för
sinni til himnaríkis, þá rennur vatn úr ýms-
um munnvikum.
Og áþreifanlegar sögur þarf ekki alltaf til.
Það getur sem sé vel verið, að þetta og þetta
hjónaband sé reglulega skítt og þá er að
finna snarlega skýringar á þvi og brjóta
málið til mergjar. Það getur líka vel verið, að
þessi eða hin sé ófrisk og væri fráleitt að
ætla, að Jón eða Jóna hefðu einhvern tíma
haldið hvort framhjá öðru? Það er alveg eins
liklegt. Ef við höfum ekkert til að festa
hendur á, þá búum við söguna bara til. Við
höfum ekki verið kölluð söguþjóð fyrir ekki
neitt. Reynist nú ekki fótur fyrir þessum
frjóu hugmyndum, þá nær það auðvitað ekki
lengra og hægt að snúa sér að næsta við-
fangsefni: lenti ekki þessi eða hinn á fylliríi
um siðustu helgi og sást ekki ákveðinn aðili
makalaus á balli á dögunum?
Mér er til efs, hvort nokkuð sé hægt að
gera fyrir fólk, sem lifir og hrærist í högum
náungans. Sjóndeildarhringur þess er
þröngur og áhugi er sjaldnast fyrir útvikkun
hans. Sálarþroskinn er oftast í lágmarki og
birtist helzt í nákvæmum rannsóknum á
menningartímaritum á borð við „Hjemmet"
og „Familie Journal". Hins vegar geta þeir,
sem betur eru á sig komnir andlega, komið
þarna til liðs við þá, sem fyrir umtalinu
verða; með því að stöðva sögurnar eða kveða
þær niður með rökum. Þeir eru að visu færri,
sem treysta sér til að taka þann pól í hæðina,
en kærkomnir væru þeir engu að síður. Ætli
þessum málglöðu „drifhöf undum" finnist
þeir stuðla að fegurra mannlífi með sögu-
burði? Mættu ýmsir skoða hug sinn og
jafnvel spyrja sjálfa sig, hverju verði til leiðar
komið með honum. Og kannski telja upp að
tíu áður en rokið er til að segja næsta manni
harla vafasamar fréttir.
En kannski er þýðingarlaust að berja
hausnum við steininn. Við höfum svo
ótrúlega mikið yndi af hvers kyns kjaftasög-
um, að Gróa mun enn um hríð eiga marga
styrktarmenn í hirð sinni.
Jóhanna Kristjónsdóttir.
dmumarek ’ *
er tvíbreitt rúm
frá Kristjáni Siggeirssyni hf
Nú gefið þér lótið Kristjón Siggeirsson h.f.
setja saman fyrir yður draumarekkju sem
uppfyllir jafnvel ströngustu kröfur yðar.
Hvort sem þér viljið sofa í einbreiðu (75, 85
eða 100 cm) rúmi eða tvíbreiðu (170x200 cm)
úr eik eða tekki, með eða ón gafla eða nótt-
borða- með einni, tveim eða þrem fótafjölum,
eru möguleikarnir fyrir hendi í nýju drauma-
rekkjunum fró Kristjóni Siggeirssyni hf.
Komið, skoðið og sannfærist.
HÚSGAGNAVERZLUN
KRISTJÁNS SIGGEIRSSONAR HF.
Laugavegi 13, sími 25870, Reykjavik.