Lesbók Morgunblaðsins - 28.10.1973, Qupperneq 11
Sjá ennfremur
á nœstu síðu
frásögnin
Stafnsrétt
Einn sem hættur er að hafa
tölu á, hvað oft hann hefur
farið á fjall: Guðmundur
Jónsson á Kjaransstöðum,
kunnur hestamaður.
Nú eru ekki lengur fjallskrín-
ur með i ferðinni, en í staðinn
kominn bíll og ráðskona, sem
tekur á móti leitarmönnum i
næturstað með heitum mat.
o
Glatt á hjalla í leitarmanna-
bragganum, í Fossrófum,
hundarnir hreiðra um sig hjá
húsbændum sinum, og sumir
eru að klæða sig fyrir nóttina,
þvi þarna er engin upphitun
önnur en af mannskapnum.
c>
Einu sinni var sá mælikvarði
notaður, að fjallmaður þyrfti
að geta komizt hjálparlaust á
bak með fullorðinn, lifandi
sauð. Trúlega mundu margir
falla á þvi prófi, þvi unglingar
eru fjölmennir.
tið. Hins vegar tiðkast enn
sem fyrr að hafa fleyg í
hnakktöskunni og taka lagið í
næturstað. Hefur svo mikið
orð farið af þeirri skemmtun,
að heimamenn — og raunar
stundum aðkomumenn —
aka allar götur i Hvítár-
nes til þess að njóta gleð-
innar með fjallmönn-
um. Talsvert lifir af lausa-
vísum, sem tengdar eru fjall-
ferðinni og eru þær þá
gjarnan rifjaðar upp. Fyrir-
sögnin er einmitt niðurlag
einnar slíkrar vísu. Öll er hún
þannig: „Fjalla bliknar fifill
enn,/fýkur lauf af
bölum./Tungnakarlar sópa
senn/sauðum fram úr
dölum."
Áður var Hvitá mikill farar-
tálmi á Biskupstungnaafrétti;
safnið var rekið yfir ána rétt
hjá brúnni á bílveginum. En
stundum gekk féð ekki í ána,
einkum þegar glampaði af sól
á vatnsflötinn. Þá gat orðið
mikil vosbúð og erfiði, og
fyrir kom, að menn urðu að
gefast upp; tjalda við ána og
bíða næsta dags. Eitt af því,
sem ekki breytist, er veður-
farið, og úr því kominn er
september, má búast við
hverju sem er. Þokan á Kili
þykir stundum í þéttara lagi,
og margur hefur orðið fyrir
þvi að tapa áttum. í haust var
svartaþoka á Kili, þegar leit-
armenn héldu frá Hveravöll-
um. Ugglaust hefur orðið tak-
markað gagn að leitinni, en
allir skiluðu sér í næturstað.
Fjallferð á Biskupstungnaaf-
rétt tekur sjö daga; farið er
fyrsta daginn í Hvitárnes,
annan á Hveravelli, þriðja
suður yfir Kjöl í Fossrófur,
fjórða i Hvítárnes, fimmta
fram yfir Hvítá, sjötta í
Sultarkrika við Sandá,
nokkru innan við Gullfoss, og
sjöunda daginn fram i byggð.