Lesbók Morgunblaðsins - 03.02.1974, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 03.02.1974, Blaðsíða 3
Sildarvarkunarstóðin á Bakka við.Siglufjörð Húsið til vinstri var notað fyrir skrifstofu og Óskar Hatldórsson bjó þár einnig. I ishúsinu var sild fryst til beitu, mest fyrir Faxaflóaverstöðvar. Íbúðarhúsið á bakvið er Bakki, þar sem Guðmundur konsúll Færeyinga bjó. Hér er tunnulagerinn kominn á planið og söltun hafin. persónuleika og viðurkenndu þrautseigju og dugnað. — En bryggjurnar eru tilbúnar, enda eru sildarbátarnir farnir út á mið- in og koma vonandi bráðlega með feita og faliega síld. — Síld- in er ttifrandi. likt og gullið i Ameriku og Siglu- fjiirður minnir á „Clon- dyke". — 1‘essai' tvær sild- arverksmiðjur, sem hér eru starfræktar, eru eign útlendinga, Þjóðverjans dr. Paul og, Norð- tnannsins Sören Goos. Það eru „dapgrísar,, á síldinni, hún hækk- ar og lækkar í veðri eftir því, hvernig veiðist og kaupin gerast á eyrinni. Mikil atvinna hefur veriö und- anfarna viku, snurpunótabátarn- ir hafa komiö að landi með full- fermi og reynt hefir verið aðsalta sem mest, stundum unnið og vak- að tvo sólarhringa samfellt. — Kvenfólkið hefir fallið i yfirlið yfir síldartunnunum og hið ötula starfslið Óskars á Bakka, jafnl inni á skrifstol'um sem úti á plani, hefirlagt fram alla krafta sina. — Eg hrærði krydd i Sviþjóðarsíld- inni og vaknaði oft við það, að ég var að falla afturábak frá troginu, þrátt fyrir hina góðu og sterku lykt af kryddinu. — Þetta er mun harðari vinna en gerðist i sveit- inni, en hún er meira spennandi, og vinnugleði virðist almennt vera rikjandi. — Menn gera sér jafnvel Ieik að því að velta tómum tunnum, fara i kappakstur. — En kaupið er 1.15 kr. á klukkuslund, jafnt á nótt sem degi, og 0.75 (sjötíu og fintmaurar) eru greidd- ar fyrir uppsaltaða tunnu. — Teófanýsígaretturnar" kosta líka 1.25 krónur pakkinn, en ungl- ingar nota ekki tóbak. Það fór eins og mig grunaði, hvað fæðið snerti. — Uppistaðan í því er ólseigt Argentínusaltkjötog kringlur eru hafðar með kaflinu. — Oskar étur þetta með okkur verkamönnunum og situr við sama borð. — Eg vorkenni þeim tannfátæku. — Einn var rekinn frá borðinu, vegna þess að hann skipti um bita, hann ætlaði að næla sér i mýkri kjötbita. — Það er harka og seigla í öllum hlutum hér, einnig vinnuharka. — Óskar er driffjöðrin i öllu og virðist hann fylgjast með hverri hreyfingu manna, bæði nótt og dag, og hvar sem hann er staddur i það og það sinn. — 1 landlegum eru haldin braggaböll, og þótl húsaskjólið sé óvistlegt báru- járnsskúr, má enginn dansa með húfuna á höfði sér. — Öskar rek- ur hvern mann út, sem ekki hlýð- ir settum, reglum. — Einnig eru haldnar veizlur og þá er Guð- mundi gamla á Bakka boðið. — Hann býr hér uppi á bakkanum, sagður konsúll Færeyinga, enda hefir hann gert þeim margan greiðann. — Hann er góður karl, gráskeggjaður, „brúkar upp í sig" og japlar á sömu skrotuggunni vikuin saman, reyndar vefur hann snæri um tugguna til drýginda. — Hún Herta frá isa- firði leikur á mandólín og ég á harmóníkkuna í þessunt hófum. — Svo þegar færi gefst skrepp ég út í reknetabraggann og fæ mér aukabita hjá henni Júllu ráðs- konu. — Ilún býður upp á heima- bakaðar kökur. Nú hefir snurpinótarsíldin brugðizt, vonum fyrr, og flestir bátar eru komnir á reknetaveiðar. — Það eru eflaust á annað hundr- að bátar. — Möstrin á þeim eru eins og skógur, þegar þeir sigla út fjörðinn á kvöldin. — Það varð lika árekstur á milli tveggja báta um daginn og tveir menn drukknuöu. — Ég lánaði einum, sem af komst, skóna mína og bux- ur og fannst ég hafa tekið sntá þátt í björguninni.— Þrátt fyrir marga reknetabáta, sem leggja hér upp, vantar hús- bóndann minn slld í tunnurnar. — Þegar hann fréttir af skipi á innleið með sild, lætur hann mig róa með sig út á fjörð, stöðvar skipið og fer með wiskyílösku upp i brú til skipstjórans, geíur hásetanum Teófaný, og eftir andartak er skútan komin upp að Bakkabryggju og byrjað að landa i síldarkassana. — Þannig varþað með togarann Jón forseta. — Sölt- un'sildar var hafin úr honum, en þá kom Gottfredsen sildarkaup- maður neðan úr bæ og sagðist eiga forkaupsrétt að sildinni úr forsetanum. — Öskar var ekki á sama máli og liélt áfram að landa og salta, en sagði bara „þegiðu Gotti". — Einar frá Flekkudal, framkvæmdastjóri togarans kom Ilka, en engu varð um þokað. Þegar Gottfredsen gekk upp bryggjuna grét hann söltum tár- um. og skvetti til beggja handa. — þá duttu mér i hug hendingar fjórar: ....Síldin er silfur hafs- ins/, sumarið okkar von/. Þegar Gottfredsen grætur/, gleðst Osk- ar Halldórsson/. — Þannig er barizt um hvern síld- arfarm i salt, en sjómenn og út- gerðarmenn verða að vera komnir upp á náðina hjá dr. Pattl og Goos með löndun og sölu „gúanósildar- innar". — Ungir sjómenn reyna lfka að skapa sér aukatekjur af síldinni. — Eitt kvöldið seldu þeir Óskari nokkrar tunnur af saltsild. sem þeir höfðu komið fyrir neðst á bryggjunni, sögðust hafa saltað i þær um borð í bát sinum. — Næsta morgun, þegar við veltuin tunnunum upp á plan kom i ljós, að á botninum, sem niður sneri stóð skýrum stöl'um „Ö.H." — Óskar sagði aðeins: „Bannsettir prakkarar eru nú þetta," og hló um leið. En nú er komin hreyfing á heimamenn með að byggja ís- lenzkar sildarverksmiðjur. — Magnús Kristjánsson (síðar fjár- málaráðherra) er daglegur gestur á Bakka á timabili. Astæðan er brennandi áhugi Öskars á þessu málefni. —Sildarverksmiðjurrík- isins eru sem sé i fæðingu. 1 landlegum er glaumur og gleði i kaupstaðnum, ef gleði skyldi kalla, — þar er dansað og drukkið, og islendingar og Norð- menn slást upp á lff og dauða, jafnvel með hnifum. — Norð- menn þeir, sem hafa verið dólgs- legastir, eru settir i tugthúsið, sem er vægast sagt bæði lekt og ljótt. — Reyndar hrópa þeir á landa sina i gegnum götin, og þeir koma frá borði úr skipum sínum fjölmennir og leysa fangana úr haldi með þvt að brjótast inn i kofann. — Stólbökin í Biókaffi hjá Thorarensen, sem öll voru ný og heil í vor, eru öll á bak og burt eftir nokkrar landlegur. — Menn afgreiða sig gjarnan sjálfir að næturlagi i apótekinu á heimili hans. — Harmonikkuböll eru haldin i „Valhöll" og þar spilar Óli „einfætti" á nikkuna af mik- illi leikni. — Eg get horft og hlustað á hann kvöld eftir kvöld. — Stundum fæ ég að taka i hana og spila þá „Den nveste Bonde- vals" eða „Stvremandsvalsen". — Annars bannar húsbóndinn mér að fara i bæinn að kvöldi til, nema i fylgd með fullorðnum. — Eg fékk þó leyfi til þess að spila á balli hjá Morten i Hóaldsbragga eina nóttina með því skilyrði, að allir þátttakendur fylgdu mér út að Bakka að loknum dansleikn- um, sem þeir og gerðu. — Það var komið haust, og einn af starfs- mönnunum á Bakka hafði dottið fram af planinu fyrir fáum dög- um og rotazt. — Það gerðist að næturlagi í norðanstormi og rign- ingu, planið var sleipt af síldar- grút og þvi hættulegt að ganga framhjá lunnustaflanum. seni náði næstum fram á brún. Svo eru einnig ýmsar aðrar hliðar á Siglufirði. — Bærinn er fallegur og vel skipulagður. — Strákahyrna. Hvanneyrarskál- in og Hólshyrnan innramma það skipulag, sem mér er sagt, að séra Bjarni Þorsteinsson tónskáld á Hvanneyri hafi framkvæmt ásamt mörgu öðru bænum i hag. — Bæjarbúar eru glaðværir og höfð- ingjar heim að sækja, og það mætti segja mér, að þeir yrðu vegna allra hluta fegnastir. þegar góðri síldarvertið lýkur. — Bakkaheimilið kaupir ntjólk á Hvanneyrarbúinu, en „barna- pían" á Bakka er á balli svo ég er sendur til þess að sækja mjólkina. — I gegnum dyragættina sé ég séra Bjarna. þar sem hann situr við hljóðfærið sitt og er að semja lag. — Hvaða lag veit ég ekki. — En eftir á að hyggja. var það ekki Kirkjuhvoll? — Ég geng heim að Ba'kka yfir Hvanneyrarhæðina í Kvöldhúminu. — Guðmundur gamli sagði ntér. að hér byggi huldufólk, og það fer hrollur um mig. — Ég veit ékki. hvers vegna. ég er vist hálf hræddur. þótt ég viti. að hér eru niiklu ntinni hættur en niðri á Biókaffi og Gránugötu. Það haustar að og fennir i fjöll og fótspor þeirra. sem á einn og annan liátt settu svip sinn á þenn- an bæ. — Siglufjörður er vaxandi framleiðslubær, miðstöð, þar sem íslenzkur- andi og hraustar hendur munu vinna friðsælt og þjóðnýtt starf. — Það er ánægju- legt að hafa verið 17 ára á þessu timabili. með sveitarómantikina að bakhjalli og þátttakandi i bú- störfum. en áheyrandi og horf- andi að uppbyggingu islenzkra atvinnuvega og söngvagerð séra Bjarna á Hvanneyri. Júlfus Þörðarson. ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.