Lesbók Morgunblaðsins - 03.02.1974, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 03.02.1974, Blaðsíða 4
Norsku skáldin eru dreifð um landið sitt ekki síður en skáld annarra þjóða, kannski enn dreifðari, en líklega koma bækur þeirra flestra út í höfuðstaðnum. Morgun einn snemma í septem- ber síðast liðnum, meðan ég dvaldi í Noregi, hringdi eitt þeirra til mín þangað sem ég bjó hjá vinum mínum-, Randi og As- björn Hildremyr, úti í sveit skammt fyrir vestan Ósló. Þetta var dr. Ivar Orgland. Hann spurði mig, hvort ég vildi aka með sér um 250 kílómetra leið upp i Valdresfjöll, þangað sem hann ætti nýtt sumarhús í 900 metra hæð yfir sjávarmáli, og gista þar hjá sér næstu nótt, en heimsækja á morgun Valdresskáldin og aka heim að kvöldi. Hvers vegna skyldi ég hafna slíku boði? Dóttir mín, Arnheiður, var hér með mér og var nú beðin að slást í förina, jafnvel taka að sér húsfreyjustörf í fjallakofan- um, af því að frú Magnhild Orgland átti ekki heimangengt frá Asker, þar sem þau hjónin búa. Skáldið Orgland kannast flestir Islendingar við, þennan bros- milda syngjandi risa, með doktorspróf í lífi og list Stefáns frá Hvítadal, lektor svo árum skipti í norskum bókmenntum við háskólann í Ósló, mikilvirkasta þýðanda íslenzkra ljóða á norsku, svo að nú liggja eftir hann bækur ljóðaþýðinga eftir jafnmörg skáld. ogl 1 frumsamdar ljóðabækur. Orgland. kom á hádegi. Sól skein i heiði, logn var á jörð. Orland á tvo bíla, annan nýlegan, hinn árgerð 1958,Mereedes Benz ekinh 160 þúsund kflómetra. Ég ók annan dag spölkorn með leigubílstjóra í Osló, á öðrum Benz, sá var ekinn 990 þúsund kílómetra og lét ekki á sjá. Gamli Benz Orglands lét heldur ekki á sjá, og er hann í uppáhaldi hjá eiganda sinum sem von er, enda bilar hann sjaldan. Leiðin liggur fyrst inn með djúpa og langa dalavatninu, Tj'ri- fjorden, framhjá haugi Hálfdanar konungs svarta á Stein, gegnum Hringariki og bæinn Hönefoss. Þangað inn i Adalinn, þar sem er bærirín Nes og ágætt að fá sér kaffi. Landið er alls staðar jafn stór- kostlegt, djúpir dalir, stöðuvötn og beljandi ár, hrikaleg klettafjöll og þéttir skógar. Þarna á elgsdýr- ið heima, þessi kónganefjaði, hornprúðí stórgripur, og við þjóð vegina rísa á stöku stað viðvörun- arskilti með svartri mynd hans á gulum grunni, þar sem honum er gjarnast að hlaupa fyrirvaralaust þvert yfir veginn, svo að ökumað- urinn veit ekki fyrri til en hann hefur ferlíkað ofan á þaki farar- tækisins, beygluðu og með brotna glugga. Elgurinn veldur ár hvert mörgum umferðarslysum í Norogi. Þegar sleppir Adal . tekur við Valdres og nær allt norðvest- ur til Jötunheima og hæstu fjalla Noregs, Galdhöpinggen og Glitter tinds. Og er nú ekið inn í Aurdal- inn og norður eftir. honum og komið til bæjarins Fagernes. Þar kemur út fylkisblaðið Valdres, og þar vinnur sem blaðamaður eitt af bestu ljóðskáldum Noregs, Jul Haganæs. Sáldið býr ekki í sjálf- um bænum, heldur skammt utan hans, á stað sem heitir Onstad- marken í Aurdal. Eg vík nánar að þessu efni síðar. 1 Fagernes er nýlegur menntaskóli i glæsi- legri byggingu, fast við rót fjalls ins. Það er rektor og annað þekkt og mikilsvert Ijóðskáld, Trygve Björgo. Rektorinn var staddur úti fyrir skólabyggingunni, göngu- búinn, með stóran hóp neinenda sinna umhverfis sig. Hann var að koma úr fjallgöngu. Mér sýndist hann vera milli fertugs og fimm- tugs, hinn vasklegasti maður, og streymdi frá honum kraftur og fjör. Var sem hrykkju rafneistar milli þeirra Orglands, enda var nú í skyndi ákveðið að Björgo kæmi f heimsókn upp á „Flöten" í kvöld og hefði til föruneytis Jul Haganæs, og yrði fjallahúsi Org- lands breytt í skáldabúðir og efnt þar til listamannaþings, umhverf- is arineld á fjallinu, með átveislu til orkumælingar, eins og að góða- blóti. Héðan frá tóku akvegir mjög að liggja uppávið, sveigðir allavega um fjallshlíðarnar. Og því ofar sem okkur bar, því meir grisjaði skóga, og mátti sjá bændabýli í rjóðrum hér og þar. Bifreiðaum- ferð gerist strjál, en því fleira af búfé á veginum. Kýr í smáhópum röltu eða skokkuðu heim úr haga, fór bjöllukýrin fremst, en kona eða unglingur aftast. Varð stund- um töf á akstrinum, og virtust kýr eiga forgangsrétt í umferðinni. Hér eru að verða skógarmörk, og hér stendur á hjalla brekkumegin vegar dálítið timburhús með rúm- góðu malarhlaði framan við, Fjallbúðin, full af þess konar varningi, sem vel hentar i nesti. Þarna jók Orgland matvæls- birgðir sinar svo undrun sætti. Mér sýndist hann nú stefna að öngu öðru en kappáti hinna hraustustu matmanna i Noregs riki. Enn var spölur ófarinn. Við kom um á leiðarenda skömmu fyrir ljósaskiptin. Nú höfðum við Nor- eg að mestum hluta neðan við okkur. Héðan sást til Jötunheima i norðvestri. Þrátt fyrir sólskin og logn var svalt í þessari hæð. Hér og þar innan um strjál greni- og furutrén þarna uppi mátti sjá frí- stunda-fjallahús borgarbúa, flest lokuð og mannlaus, hjá einstaka þeirra stóð bíll með skrásetning- aimeki Óslóborgar, eða einhvers bæjar suður í þéttbýlinu. Fyrsta verk okkar var að kveikja upp og kynda. Háir smellir kváðu við, þégar eldurinn læsti sig í skraufþurra trjábútana á arninum. Húsið fylltist ilmi, eins og við reykelsisfórn. Arn- heiður fékk verk að vinna í eld- húsinu, við Orgland tókum okkur í hönd stóra plastbrúsa og fórum að leita uppsprettulindarinnar suður í mýrinni, sem á þessu svæði var skógivaxin. Hvítar tau- ræmur höfðu verið bundnar utan um trjágreinar nógu þétt til að vísa veginn. Títuberjalyng huldi hverja þúfu, berin voru þroskuð og meyr. En hvað ég kannast við þetta allt úr skáldsögum norskra rithöf- unda. Og hérna hreykir sér stór- eflis mauraþúfa, sem aðallega virðist gerð úr visnu barri. Ég sllt nokkur blöð af lifandi berjalyngi og strái yfir þúfuna. Það veröur mikið uppnám meðal íbúanna, hersveitir þessara vængjalausu svörtu kvikinda á stærð við minnstu kóngulær, ráðaðst að óvelkomnum aðskotahlutunum og fara að bisa við að koma þeim burt, 8—10 maurar um hvert lauf- blað. Ég spyr uigland, hvort hér séu ekki skógarbirnir í grennd. Nei, ekki lengur. Fáein dýr halda sig í Vassfaret, sem er óbyggður dalur hér suðvestur í fjöllunum. Birnir eru orðnir fáir í Noregi. Helst eru þeir í skógunum austur við sænsku landamærin. Þar var jafnvel skotinn slagbjörn um dag- inn, skaðræðis dýr, sem búið var að drepa 50 kindur og eitthvað af kúm. Fæstir birnir verða slag-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.