Lesbók Morgunblaðsins - 03.02.1974, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 03.02.1974, Blaðsíða 8
legu hugmynda hinna mikiu meistara. — Hann hafði árið áður séð sýningu á verkum Cézanne, Gauguin og van Gogh, á vegum listafélags Munchenborgar (Munchner Kunstlerverein). En þó var það sýning á verkum neoimpressjónistanna, þeirra Seurat, Sicnac og Luce, sem hald- in var á likum tima, sem vakti öllu meiri athygli hans, en sú sýn- ing var mikil hólmgönguáskorun varðandi frjálsræði i meðferð hinna hreinu lita. Sýning þessi var sett upp af listahópi, ev nefndi sig „Phalanx“ og rak einn- ig iistaskóla, en skipuleggjandi sýningarinnar, sem jafnframt var í fyrirsvari fyrir hópnum, var enginn annar en Rússinn djúp- vitri, Wassily Kandinsky. Hann hafði komið til Munchen 1896 frá Moskvu, þar sem hann hafði lagt stund á stjórnmálahagfræði og réttarfar við háskólann, en hætt námi. Á þessum tfmum var mikið um listhópa í Munchen og margt þar að gerast, en mest sópar þó að aðíluttum listamönnum, sem urðu hið leiðandi afl, er fram liðu stundir, og reyndar opnastir fyrir því, sem var að þróast í myndlist Evrópu. Þeir drukku í sig áhrifin í Munchen og öðrum borgum um Evrópu og kristölluðu þau í hærrá veldi í krafti þess, að þeir höfðu viðari sjónhring en heimamenn. Munchen var þá miðstöð jugend- stils-hreyfingarinnar, sem miðlaði hugmyndinni um hin sálrænu og „dekoratívu" áhrif hinna frjálsu og litrænu forma með fjarrænu ivafi. Kandinsky sökkli sér niður f þessa stefnu og vefur i Itana minningar sinar frá Kússlandi og rússneskri alþýðu- list; hann málar ævintýrasvið með austurlenzku i.vafi. þar sem fram koma áherandi rússnesk Iitaeinkenni. Kandinsky ferðast árið 1903 um Italíu, Túnis og Nið- Á síðustu árum hefur átt sér stað gagngert endurmat á gildi expressjónista þeirra í Þýzkalandi, er fram komu í byrjun aldarinnar, og einkum þeirra, er tóku sér listahóps- nafnið „DIE BRÚCKE" og „ DER BLAUE REITER". Þegar þessir hópar komu fyrst fram, og allt fram að heimsstyrjöldinni fyrri, voru þeir hæddir, spottaðir, jafnvel ofsóttir og sýningar þeirra sallaðar niður af gagnrýnend- um. I dag er hins vegar farið að nefna expressjónistana „klassíkera" tuttugustu ald- arinnar, og verðgildi mynda þeirra hefur margfaldazt á undanförnum árum. Þá hefur vestur-þýzka stjórnin ákveðið að gefa út röð frímerkja með myndum af verkum 6 expressjónista. Forsaga listahópsins „Die Brucke", er sú, að árið 1904 löð- uðust hver að öðruin fjórir náms- menn við húsgerðarlistadeild tækniháskólans í Dresden. Allir höfðu þeir áhuga á myndlist. og allir voru þeir niðursokknir í fræði heimspekingsins Nietsches og höfðu jafnframt grun um, að í nánd væri gjörhylting myndræns gildismats, er koma myndi í kjöl- far umbrots þeirra og vakníngar á öllum sviðum, sem þá ólguðu víðs- vegar umhverfis. Námsmenn þessir, en þeir voru Fritz Bleyl, Erich Heckel. Ernst Ludwig Kirchner og Karl Schmidt Rottluff, töldust allir óskólaðir í myndlistum, en höfðu allir brenn- andi áhuga á því, sem var að gerast á þvi sviði. Það var svo árið 1905, sem einn þeirra, Erich Ileckel, kom auga á autt skó- smíðaverkstæði í fátækrahverfi © Dresdenborgar, sem hann tók á leigu. Þarna höfðu félagarnir fundið samastað, þar sem þeir gátu málað og teiknað fyrirsætur, unnið við grafík og skeggfætt um listir, en að öllu þessu gengu þeir af miklum eldmóðr, Myndirnar hrúguðust upp og ósjaldan luku þeir við þrjú málverk á dag. Sam- starf þeitra og hópvinna vóru svo aigjör, að frá þessum fyrstu árum er erfitt að gi-eina mun á verkum þeirra, svo Iík eru þau hvert öðru. Allir áttu þeir heimili á staðnum, lifðu bóhemalífi, höfðu sameigin- legar fyrirsætur og sameiginlegar ástkonur. Það var einmitt á þessu skó- smiðaverkstæði, sem þeir stofn- uðu fljótlega félagsskapinn „Die Brúcke", sem svo mjög er I sviðs- ljósi um þessar inundir vegna iist- ræns endurmats, sem síðar hefur leitt til gífurlegrar verðgildis- aukningar á verkum þeirra. Mál- verk eftir Rottluff var t.d. metið á 76.000 mörk á uppboði í Hamborg í júni sl. ár, en var svo slegið á 410.000 mörk (u.þ.h. 13 millj. ísl. kr.) og að sjálfsögðu listaverka- kaupmanni i New York, en slfkir eru þar fljótir að bregða við. Ég vil í sem skemmstu máli leitast við að bregða nokkru ljósi á þá þróun, er fæddi af sér expressjónista, jarðveginn, sem þeir spruttu úr, og rekja lausiega feril þeirra. Af þeiin félögum var hinn eirð- arlausi og örgeðja snillingur, Ernst Ludwig Kirchner, hið leið- andi áhrifaafl í upphafi. Hinn dirfskufulli, áleitni ástriðuhiti hans og næsta sjúklega sjáll'svit- und gaf honum þann sannfærandi forustueiginleika, sem hann frá upphafi beindí gegn hinni list- rænu hefðoig hreif vini sina með. Hin rökfasta, gagnrýna hugsun hans sá merkilega fljótt þvert i gegnum hugmyndarugling þýzka jugendstílsins til hinna uppruna-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.