Lesbók Morgunblaðsins - 03.02.1974, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 03.02.1974, Blaðsíða 12
Ég ljóstra sennilega ekki upp neinu leyndarmáli, þótt ég láti þaó t'júka iiér, að Japanir séu allmargir. Þeir eru raunar 500 sinnum fleiri en við mörlandar, á landi, sem aðeins er þrisvar sinn- um stærra en okkar. Þar á ofan kemur, að vegna mikils hálendis eru aðeins 20% þessa landsvæðis sæmilega nýtanleg. Þú kemst því fljótt i snertingu við mannlífið í Japan, að ekki sé nú talað um, ef þú tekur þér ferð með lest í Tokyo um fimmleytið. Þá kemst þú í ákaflega nána snertingu við Japani. Mín fyrsta lestarferð var ein- mitt um þetta leyti. Það var mesta míldi (eða böl, eftir því hvernig á það er litið), að ég kafnaði ekki þar og þá. Það, sem varð mér til bjargar var, að min öndunarfæri skaga nokkuð upp úr sambærileg- um líffærum innfæddra. Mér var unt stund hugsað til þvögu einnar, sem myndast fyrir utan Sigtún á laugardögum kl. 11. Á hverri brautarstöð bárumst við út úr lestinni með straumn- um, þótt slíkt væri alls ekki meiningin og vorum komnir all- langt niður eftir brautarpallinum, áður en við tókum að sogast að lestinni á ný. Farþegarnir notuðu þetta ferðalag um brautarpallinn, áður en þeir bárust aftur inn í lestina, til að birgja sig upp af súrefni, nægu til að endast að næstu brautarstöð. Tveir troðar stóðu við dyrnar og tróðu á fólkinu, sem stóð út úr lestinni, svo hægt yrði að loka. Ég viðhafði víst enga sunnudagaskólafrasa, meðan ég reyndi að toga regnhlíf samferðamanns míns út úr vinstra eyranu. Vinur minn reyndi þó að telja í mig kjark. „Þetta er nú ekki mikið, komdu í vetur, þegar allir eru hlýlega klæddir og skólarnir í fullum gangi." Byggt upp og niður Það er yfirleitt til siðs að byggja borgir út og suður. Þaðgat nú verið, að Japanir hefðu eitt- hvað við þessa aðferð að athuga. Þeir byggja nefnilega upp og nið- ur. Með hverju árinu, sem líður, hækka háhýsin og loftbrýrnar og neðanjarðarumferðaræðarnar og bílastæðin dýpka og stækka. í Ginza-verzlunarhverfinu í Tokyo ná verzlanirnar jafnvel margar hæðir niður í jörðina. Allar þess- ar spilaborgir eiga að standast jarðskjálfta, stóra og smáa, að sögn spekúlantanna, og er vonandi, að þeir hafi rétt fyrir sér, því jarðskjálftar eru viku- legir atburðir í Japan. Samkvæmt eigin rannsóknum eru slíkir kipp- ir i jarðskorpunni algengastir um það leyti, sem maður vaknar á sunnudagsmorgnum. Þetta er dagsatt, þó ég efist um, að nokkur trúi þvi. í stað þess að taka lest, getur þú setzt upp í bílinn þinn og jafnvel ekið honum nokkra metra áður en þú lendir i umferðarhnút. Og svo máttu hafa það að dúsa í honum langtimum saman í dimmum og mollulegum neðanjarðargöngum. Þá er öllu skárra, að verða inn- lyksa á einhverri af þessum háloftahraðbrautum, sjá umferð- ina mjakast áfram á mörgum hæðum fyrir neðan og horfa á einkaritarann, sem er að spasla sig í framan uppi á 8. hæð í einu af háhýsunum, sem liggjá með- fram vegakerfinu. Það hlýtur að vera ömurlegur dauðdagi að verða undir tíu hjóla trukk með tengivagni inni i stofu hjá sér á 10. hæð. Og þarna teygir hann Búdda hausinn upp á milli ak- brautanna, og þegar kikt ‘er niður sést, að þar er líka klaustur mitt í umferðarþunganum. Svo mjakast maður nokkra metra áfram og Japaninn hristir höfuðið: „Ég skil ekkert í allri þessari umferð á þessum tíma dags,“ en þetta segir hann alltaf. Og svo þarf að leggja bilnum á dýrum neðanjarðarstæðum eða honum er staflað upp ásamt öðr- um járnhrossum i þar til gerðum háhýsum. Viða í miðborg Tokyo má sjá í fæturna á bílstjórum gægjast upp úr vélaropinu á glæsilegum einkabilum. „Gat það verið, að allir þessir glæsilegu bensínsvelgir hefðu tapað heils- unni svona gjörsamlega i miðri umferðarþvögunni," spurði ég. „Þeir eru að þykjast, húsbóndinn hefur þurft að bregða sér inn og bíllinn er ólöglega staðsettur,“ var svarað. í Japan hefur stór þjóð lært að lifa í litlu landi. 4 «« i-tli, tzo)-? li ~? Söguhetjurnar í jap- önsku myndablöðunum ýta undir aðdáun þar- lendra á stórum augum, fölu andliti og Ijósu hári. Þetta hlýtur að hafast. Ungir og hraustir menn eru ráðnir til að troða fólki í lestirnar. Kamikaze. Eins og á svo mörgum öðrum sviðum hafa Japanir þröað sínar eigin óbrigðulu aðferðir við að setja saman heimilisföng. Þeirra aðferð er sú að númera engin hús, og ef þeir gera það, sem þó heyrir til undantekninga, númera þeir húsin eftir aldri eða með teninga- uppkasti. Hins vegar skipta þeir borgum í hverfi og hverfum i einingar, og þegar þú ert loksins búinn að hafa uppi á staðnum, sem þú ert að leita að, kemstu að því, að heimilisfangið, sem þú hefur undir höndum, getur allt eins átt við ein tuttugu hús. En japanskir lögregluþjónar vita vel um þetta vandamál og komast að hinu sanna með því að hringja í símanúmerið, sem af skiljanleg- um ástæðum er ávallt látið fylgja heimilisfanginu. Það er augljóst, að þetta fyrir- komulag veldur póstmönnum og leigubílstjórum talsverðu böli, sérstaklega leigubílstjórum þó, sem taka gjald riflðað við vega- lengd en ekki tíma. Hér er senni- lega komin skýringin á þeim svinslega djöfiaakstri, sem gert hefur þá heimsfræga. Einkum hefur mönnum vaxið í augum hin sérstæða túlkun þeirra á tilgangi umferðarljósa, en á undanförnum árum hefur pólitíið beitt sér gegn þessum bandvitlausa akstri með talsverðum árangri. Öfáir útlendingar hafa stigið skjálfandi og löðursveittir út úr leigubílun- um eftir sína fyrstu ökuferð í gegnum Tokyo, þar sem bfl- stjórarnir höfðu ekið á ofsahraða á milli smárra og stórra farar- tækja, sem nálguðust úr öllum áttum. En nú eru þeir tímar liðn- ir, þegar fyrsta setningin, sem all- ir lærðu við komuna tíl Tokyo var: „Motto yukkuri" eða „HÆGAR! HÆGAR!“

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.