Lesbók Morgunblaðsins - 03.02.1974, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 03.02.1974, Blaðsíða 10
Hann vildi geta leikið sér að litlu, sætu konunni sinni, þegar hann kæmi heim og hún átti að flögra um eins og fugl, alltaf i góðu skapi, og forðast aðæyða of mikl um peningum. Henrik Ibsen, 1826— 1926, samdi Brúðuheimili að nokkru leyti fyrir áeggj- an Georgs Brandesar. Meðan allt lék í lyndi: Helmer lögfræðingur og Nóra, dúkkukonan hans. Brúðuheimili, heimili, þar sem húsfreyjaji er að öllu leyti venjuleg manneskja — en samt brúða, dúkkukona. Ekki endilega vegna þess að hún óski þess sjálf, það er bara svona; þjóðfélagið og staða hennar i því gerir ráð fyrir því, að þannig sé þvi bezt fyrir komið. Brúðan á heimilinu á að flögra um eins og kanarífugl, fín og sæt, og hún á að vera manni sínum augnayndi, þegar hann kemur þreyttur heim úr vinn- unni. Brúðan hefur engar sér- stakar þarfir eða langanir. Eiginmaðurinn veit ævinlega, hvað henni er fyrir beztu. Hún þarf ekki einu sinni að spyrja. Hann lætur hana bara hafa pínulitla aura í einu og hún verður alltaf að fara af- skaplega vel að honum í hvert skipti, sem hún biður um aura, og vera bæði undir- gefin og sæt. En brúðan má leika pínu-pínu lítið á mann- inn og kaupa sér smáræði í laumi. Oftast finnst eigin- manninum litla, sæta brúðan hans vera alltof eyðslusöm. En yfir hverju hefur hún að kvarta? Ekki næða hinir köldu vindar veraldarinnar um hana í blessaðri hlýjunni á heimilinu. Þannig var hlut- skipti brúðunnar eins og það kom Ibsen fyrir sjónir fyrir 1 00 árum. Já, en 100 ár eru nú óskaplega langur tími. Ætli svona litlar sætar og ósjálfstæðar dúkku- konur séu ekki fyrir löngu úr sögunni? Ónei, reyndar er nú á þessu merkisári fullyrt, að svo sé ekki og þær staðhæfingar koma ekki einungisfrá rauðsokkum. Rókókómublurnar heima hjá Helmer lögfræðingi og verðandi bankastjóra þöttu afskaplega góðar og gildar fyrir einni öld. En þær eru ekki það eina, sem staðizt hefur í rás tímans. Hugmyndin um stöðu konunnar er eldri og rótgrónari en svo, að hún hafi gerbreytzt á þessum tima. Ibsen hitti naglann á höfuðið með Nóru og brúðuheimilinu, sem frumsýnt var í KonungJega Jeikhúsinu í KaupmannahÖfn rétt fyrir jólin 1879. Það vantar því aðeins 5 ár uppá aldarafmæli þess. En ætli það verði ekki að teljast rösklega af sér vikið, að þjóðfélagsádeila, Sem hittir í mark í samtíðinni, verði fullgild að 100 árum liðnum. Varla breytist veröldin svo á næstu fimrn árunum, að Brúðu- heimilið eigi ekki sama erindi og nú á þessari stund. Og raunar taka sumir svo djúpt i árinni að telja þetta mæta vérk eiga ennþá brýnna erindi við okkur en sam- tímafólk Ibsens. Ilversvegna? Til dæmis vegna þess, að á dögum Ibsens var sú hugmynd, sem þarna kemur fram, nánast abstrakt. Það var •óhugsandi, að „fín frú“ og dúkku- kona gengi út úr hreiðrinu sínu til þess að freista þess að finna sjálfa sig úti i ískaldri veröldinni. Hátterni hennar verður ef til vill ennþá óskiljanlegra, þegar þess er gætt, að konan skilur eftir ung börn á heimilinu. Hvaða tækifæri biðu slikrar konu árið 1879? Hvernig nema á einn veg hefði samtíð Ibsens litið hátterni hennar? Á vorum timum verður Nóra miklu skiljanlegri og margir mundu telja gerðir hennar rök- réttar og jafnvel sjálfsagðar. Þegar maðurinn er í þann veginn að verða bankastjóri þarf að vfsu mikinn karakterstyrk til þess, að minnsta kosti í ljósi þess, hve gífurleg upphefð þykir i banka- stjórastöðu hér. Auk þess má gera ráð fýrir, að á vorum tfmum kunni dúkkukonan ef til vill vél- ritun. Hún gæti óðar orðið einka-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.