Lesbók Morgunblaðsins - 03.02.1974, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 03.02.1974, Blaðsíða 7
0 Arabi á asna undir jap- önsku tré, en kortiS prentaS í Bandaríkjunum. Hér er greinilega alþjóSlegt samsæri á ferSinni; kortiS er áhald heimsvaldasinna í því skyni að slæva vaknandi þjóSfé- lagsvitund alþýSunnar. 0 ' Jólakorta- listfræði handa byrjendum — eða: listin að tala í „klissíum” — Alltaf fer honum dengsa mínum fram, sagSi kellingin og svipaS má segja um listfræSinga. Þar hefur ýmislegt nýtt komiS i Ijós, þegar verulega alvarlegir, ungir menn, fóru aS rýna í hlutina. IMý og stórmerk sérgrein innan listfræSinnar hefur skotiS upp kollinum — jólakortalist- fræSi — eins og fram hefur komiS í menningarþættin- um Vökudraumi í sjónvarpinu. Hinir alvarlega þenkjandi listfræSingar hafa komizt aS raun um, aS þessi listgrein var órannsökuS aS heita mátti, en þeim mun dýpra munu þeir nú sökkva sér í efniS. Ætti aS verSa lýSum Ijóst fyrir næstu jól, hvers konar fyrirbrigSi jólakort eru. En þar sem stiklaS var á stóru í annars einkar fróSlegum jólakortaþætti í sjónvarpinu, skal til viSbótar efnt til lítilsháttar byrjendafræSslu í jólakorta- listfræSi. Til þess hefur veriS ráSirin einn alsnjallasti jólakortalistfræSingur innan landsteinanna, dr. Eilífur KvaSrat. Merkasta uppgötvun dr. KvaSrats til þessa er sú, aS jólakort beri eingöngu aS. skoSa sem þjóSfélagslegt fyrirbæri. Dregur doktorinn þá kvaðratrót af jólakortum, að síð-kapítalisminn og heimsvaldasinnar standi að gerð þeirra. Hefur doktor Kvaðrat nefnt til nokkur dæmi, sem hér skulu tilfærð: £ Dr. Kvaðrat telur, að hér sé dæmi um mjög andþjóðfé- lagslegt jólakort, út- spekúlerað í þeim tilgangi að slæva vaknandi þjóðfélagsvit- und fólksins og vitund kon- unnar um stöðu hennar í þjóðfélaginu. Jólakortið sýnir jólatré á Austurvelli. Dr. Kvaðrat tel- ur, aS hér reyni borgarastétt- in aS blinda alþýðuna með skærum Ijósabúnaði og full- komlega hneykslanlegt telur hann aS láta í baksýn sjást í verzlunarhallir auðvaldsins. Einnig bendir doktorinn á, að bruðl síðkapitalismans komi m.a. i Ijós í þvi, hvað perurnar á jólatrénu séu stórar. 0 Þjóðfélagslegt inntak þessa korts telur dr. Kvaðrat að sé bruðl auðstéttarinnar og viðleitni peningavaldsins i þá veru að gera jólin að verzl- unarhátíð. Jólatrén og pakk- arnir standa sem tákn fyrir hina óæskilegu einkaneyzlu. JólakortalistfræSin hefur sér- staklega komið auga á and- marxíska þýðingu skreyting- anna á einu trénu. Hér eru túlkaðar hinar viðteknu hugmyndir borgara- stéttarinnar um kjarnafjöl- skylduna. Snjórinn er talandi tákn um kuldann og orku- skortinn í hinum vestrænu auðvaldsríkjum og þau vand- ræði, sem síð-kapitalisminn hefur leitt yfir alþýðuna, sagði dr. Kvaðrat. Jólakortalistfræðingar hafa bent sérstaklega á rómantískt inntak þessa jóla- korts, en sem slikt gegnir það ákveðnu þjóðfélagslegu hlut- verki, sumsé að leiða hugann frá stéttabaráttu samtiSarinn- ar. Doktor Kvaðrat telur, að jólakort af þessu tagi séu stórvarasöm fyrir alþýðu manna, sem ekki uggir að sér. úlfinn i leikritinu Nói eftir André Obey. Kona hans, leikkonan Merula Salaman, var tígrisdýrið. Þar kynntust bau, siðan slitnaði samband þeirra um tíma, en tveimur árum síðar giftust þau. Sir Alec minnist þess, að kona hans hafi sýnt mikla leiklistar- hæfileika. Spurður hvort hún hafi vérið því andvíg,- að leggja leiklistina á hilluna, svarar hann: „Ja, ég veit ekki. En það varð bara ljóst, að annað hvort okkar varð að hætta til þess að vera með syni okkar Matthew. Hún hafði verið hestamaður ágætur og þetta veitti henni tækifæri til þess að taka aftur upp reiðntennskuna. Hún ólst upp í sveitinni og fer ekki til borgarinnar, nema hún neyðist til þess. Það hefur því ef til vill ekki verið svo mikil fórn.“ Þegar Sir Alec les handrit, þá fer hann sjálfur sjaldan til London. Þau hjónin hafa sam- eiginlega stóra málaravinnustofu d sveitarsetri sínu, þar sem hann les og hún málar. Reyndar segir hann, að það tilheyri henni eigin- lega fremur en sér: „Þetta er allt útatað i málningu," segir hann. Líf Guinness-hjónanna i gamla Hampshire-húsinu, þar sem þau hafa einkabílstjóra og garðyrkju- mann og frúin sér unt heimilið, er rólegt. Sir Alec hefur ekki ntikinn áhuga á neinu sérstöku tóm- stundadundi þó hann hafi gaman að því að renna fyrir fisk, þegar hann má vera að þvi. Félagslíf allt er á gamaldagsvísu. Hann segir: „Ég kann miklu betur við það að hafa gesti yfir helgi, þvi þá gefst manni miklu betri tími til þess að kynnast þeirn." Hann hefur mesta unun af þvi að sitja á svölunum á sumarkvöldi og horfa á sólina setjast handan við engin, njóta drykkjar i félags- skap eins eða tveggja góðra vina og hlýða á dýrmæta þögnina, sem kannski er aðeins rofin af tisti i syfjuðum fugli. Og ef til vill er leikin rnjög hljóðlát tönlist, gregoriskur kór eða ljóðasöngvar Schuberts. „Mér er þetta fullkomnun," segir hann. Sir Alec tekur leiklistina ekki alltof hátíðlega: „Þetta er iðn, ekki list. Ég held að leiklistin manns sé náskyld því að setja upp þessa hárkollu 14 ára. Þetta er enn barnalegt. Leikarar eru ennþá börn að leika sér. Ekki svo að skilja, að maður njóti þess ekki i rikum mæli að vera leikari, og guð má vita, hvað annað maður gæti tekið sér fyrir hendur, hvort eð er. En þegar maður er kominn á sextugsaldur, þá hefur maður dálitla tilfinningu þess, að þetta hafi allt saman verið indælt og skemmtilegt, en maður hafi haldið áfram að vera barn, án þess að verða i raun og veru nokkurn tínia fullorðinn." Hann starir riður á blómavasann á boröinu, síðan litur hann upp og segir gramur: „Þessar yfir- lýsingar leikara um leikara og leiklist f-ara óskaplega í taugarnar á mér. Hví ekki að halda bara áfram að skemmta fólki. Til þess erum við.“ Sir Alec Gunniness hefur verið óvenjulega lánsamur í starfi. Hann hefur aldrei verið atvinnu- laus lengi. Margir gagnrýnendur hafa haldið því frani, að frægð hans sé að nokkru leyti að þakka fjölhæfni hans. Hann hefur verið kallaður „maður margra andlita". Þá hefur einnig verið rnikið gert úr hæfileika hans til þess að festa sér í minnstu smáatriði i fasi annarra og geri þetta honum fært að gle.vma sjálfum sér og lifa sig inn f skaphöfn þeirra. Hann bregst bálvondur við slíkum vangaveltum og telur að þetta sé ekki annað en það, sem hver góð- ur leikari verði að geta gert. Sennilega væri réttara að segja, að frægðSig Alecs eigi rætur sin- ar að rekja til þess, að hann hefur sjálfur andlit manns, sem ekki er hægt með sanni að kalla sterkan persónuleika. Þaðer eitthvað svo dæmalaust hlutlaust við þetta andlit. Það er eins og hvítþvegin tafla. sem bíður þess að eitthvað sé skrifað á hana. Það er þvf mjög ólfklegt að menn kannist oft við Sir Alec, þegar þeir mæta honum á.götu. Þegar Sir Alec var að leika í 'i’he Last Ten Days, þá fékk hann Framhald á bls. 14. 0

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.