Lesbók Morgunblaðsins - 03.02.1974, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 03.02.1974, Blaðsíða 11
Frá j liðnum árum Fuglinn í búrinu er hættur að tísta af áhyggjuleysi og farinn að hugsa um stöðu sína. ritari, — eða farið að afgreiða í Hagkaup. Henni standa ýmsar leiðir opnar meðan hún pælir í að finna sjálfa sig — og enginn for- dæmir hana. Brúðuheimili er eitt kunnasta verk Ibsens og hefur nokkrum sinnum verið sýnt hér á landi. Fyrsta sýningin var hjá Leik- félagi Heykjavikur árið 1905. Bjarni frá Vogi hafði þýtt leik- ritið og var það þá kallað „Heimilisbrúðan". Frú Stefanía Guðmundsdóttir, sem á þeim tíma var einn af burðarásunum i leik- list hérlendis, lék Nóru. Reyk- víkingum gafst síðan tækifæri til að sjá leikinn árið 1911, 1932 og Leikfélag Akureyrar tók Brúðu- heimilið til meðferðar 1945. Veturinn 1951—'52 var leikurinn á verkefnaskrá Þjcðleikhússins og norsk leikkona, Tore Segelcke, sem margoft hafði leikið Nóru, fór með hlutverk dúkkukonunnar og var einnig lei'kstjóri. Siðan eru liðin 22 ár og á þeifn tíma hefur hin hefðbundna mynd af stöðu konunnar i þjóðfélaginu sífellt meir verið dregin i efa. Utanum þetta mál hafa oröið til hreyfingar, sem heita ýmsum nöfnum, og röksemdirnar hafa ekki alltaf verið lausar við öfga. En eitt ætti að vera víst: Við skiljum Nóru ugglaust betur en þeir virðulegu áhorfendur, sem hlýddu á frumflutning leiksins í Konunglega Leikhúsinu 1879. í leikskrá Þjóðleikhússins um Brúðuheimili Ibsens veturinn 1951-’52, skrifaði Lárus Sigur- björnsson um höfundinn og leik- inn og komst meðal annars svo að orði: „Það hefur verið haft fyrir satt, að fáir hurðaskellir hafi orðið meiri í heimsbókmenntunum en þegar Nóra skellti hurðinni á eftir sér undir leikslok þessa leik- rits. Það var eins og vábrestur heyrðist um alla Norðurálfu, menn rifu f sig leikritið, deildu um það, predikuðu gegn því, földu það fyrir konum sínum og lítt þroskuðum unglingum — og mikilhæf leikkona neitaði að leika Nóru nema Ibsert breytti leikslokunum og léti hana sættast á að vera kyrr hjá manni og börn- um.“ Og ennfremur segir' Lárus: „Vandamál þeirrar tíðar var það, hvort konan hefði rétt til að standa jafnfætis manninum sem þjóðfélagsþegn og sjálfstæður, ábyrgur einstaklingur. Kvenfrels- ishreýfingin taldi leikritið sér til tekna og dró Ibsen í sinn dilk — en það kom svipur á þær góðu konur, sem gerðu til hans veizlu 1898, þegar Ibsen stóð upp og lýsti yfir því, að honum væri ókunnugt um nokkurt kven- frelsismál og að verkefni kon- unnar væri innan veggja heimilis- ins.“ Af þvf, sem skrifað hefur verið um Brúðuheimilið á árunum má sjá, að mönnum verður breytni Nóru langsamlega mest fhugunar- efni. Það hlýtur líka að teljast eðlilegt. Engu að siður eru við- brögð eiginmanns hennar, Helmers Iögfræðings, stórlega at- hyglisverð. Gætu ýmsir séð sjálfan sig i þeim spegli. Framan af í leiknum er ekki annað að sjá en Helmer þyki mjög vænt um brúðuna sina. En hann er ekkert að ónáða hana með fréttum úr athafnalffinu. Þess háttarmáleru ekki fyrir dúkkukonur. En Ibsen flettir rækilega ofan af Helmer — og öllum öðrum i sambærilegri aðstöðu — þegar yfirvofandi hneyksli snertir hann sjálfan og gæti meira að segja orðið afdrifa- ríkt fyrir STÖÐU hans sem ný- bakaður bankastjóri. A því augna- bliki stendur Helmer uppi ber- skjaldaður og öllum má ljóst vera, að þegar til kastanna kemur, þá þykir honum aðeins vænt um sjálfan sig og stöðuná, banka- stjórastólinn. Það skín i víg- tennur villidýrsins; frumhvatirn- ar standa afhjúpaðar, þegar sá óttalegi grunur læðist að honum, að hneykslið kosti hann banka- stjórastólinn. í leikslok er spurt um Nóru: Hvað verður um hana, brúðuna? En það er lika ástæða til að velta fyrir sér hlutskipti Helmers eftir uppgjörið. Er hann svo öfunds- verður? Hann, sem líklega hefur ekki einu sinni getað gengið f félag einstæðra foreldra. Þrir ungir menn á upp- leiS, þegar öldin var ung; ákveðnir í að nema og drekka i sig rótgróna tónlistarmenningu Mið- Evrópu. Þeir eru talið frá vinstri: Sigurður Þórðar- son, söngstjóri og tón- skáld, Páll ísólfsson, tónskáld og organisti og Jón Leifs, tónskáld. Myndin er á póstkorti, sem Sigurður sendi 4. febrúar, 1917 vini sín- um, Þorsteini Einarssyni á Þingeyri. Einhverra hluta vegna skrifar Sigurður Þorsteini á dönsku, en lofar að nota islenzku næst. Hann segir, að þeir hafi það mjög gott eins og sjá megi af myndinni. Páll hóf nám í Leipzig á undan þeim hinum. í bók sinni um Pál ísólfs- son, í dag skein sól, seg- ir Matthías Johannes- sen, að þeir Sigurður og Jón hafi beðið Pál að stuðla að þvi að þeir kæmust inn i konservatoriið í Leipzig. Þeir urðu samferða utan um haustið og það reyndist auðsótt mál að koma þeim inn. Arni Ola • • ■ Örnefna- sögur TREGA- NÖFN I grein minni um Trega- stein í Hörðudal gat ég þess, að hann mundi vist ekki eiga neinn alnafna. En þó eru til svipuð örnefni. Daginn eftir að greinin birtist, hringdi til mín maður, sem uppalinn er í Hrappsey á Breiðafirði, og sagði mér svo frá: — Vestur úr Hrappsey gengur allvítt nes, sem kallast Treganes. Utan við það eru tveir hólmar, sem nefnast Tregahólmar og fyrir utan þá rís steindrangur úr sjó og heitir Tregastöng. Er hann um fjórar mannhæðir og mun upphaflega hafa verið kallaður Stöng. Ekki er gengt út í klettinn nema með stórstraumsfjöru. Tildrög þessara .örnefna eru hin sömu og á Trega- steini í Hörðadal. Kona var með barn sitt ungt úti í túni, en þá kom örn og hremmdi barnið og flaug með það út á klettinn. Konan elti örninn fram allt nesið og yfir hólm- ana, en hún komst ekki fram að klettinum. Örlög konunn- ar munu hafa orðið hin sömu og konunnar í Hörða- dal, hún hefir sprungið af harmi er hún horfði á aðfarir arnanna, en gat ekkert að gert. — í Árbók F. í. um Dalasýslu segir, að í Hrappsey hafi ernir orpið til skamms tíma. Sögumaður minn sagði, að Tregastöng væri með svo víðan koll, að vel gætu ernir gert sér þar hreiður, en þó muni enginn örn hafa orpið þarna í manna minnum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.