Lesbók Morgunblaðsins - 10.02.1974, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 10.02.1974, Blaðsíða 7
Adolf Hitler skoðar sýningu á „úrskynjaSri list". James Ensor: Á vinnustofu listamannsins 1930. ,Sú bersynduga", málverk eftir Emil Nolde. Jósef Göbbels, áróðursráðherra Hitlers, lítur inn á sýningu á „úrkynjaðri list" sem nasistar efndu til í háðungarskyni. Þar má m.a. sjá „þá bersyndugu" eftir Emil Nolde, sjá litmyndina. þó tryggð við viss grundvallarein- kenni í siðari þróun að Kirchner undanskildum, sem þróar hjá sér nýjan stíl eftir að styrjöldinni lauk. Eftir stríðið var komið allt annað gildismat f flestum efnum. Hinn grimmi og nakti hildarleik- ur, ásamt algjörri upplausn og örbirgð eftir stríðið, var órækt vitni þess, að hin ljúfa yfirborðs- heiðríkja fyrirstríðsáranna hafði kvatt fyrir fullt og allt. Þeir um- deildu brautryðjendur, sem hér koma við sögu og lifðu af stríðið, litu nú óvænt verk sín upphengd á veggi virðulegra listasafna, og þeim buðust nú hvarvetna pró- fessorastöður við nafnkennda listaháskóla. Expressjónistarnir lifðu nú ánægjulega tið við vaxandi viður- kenningu og frama allt fram að valdatöku nazista, en þá eru myndir þeira teknar niður af veggjum listasafna og færðar i geymsluhirzlur þeirra. Lista- mennirnir sjálfir hrökklast úr stöðum sfnum og Emil Nolde var meira að segja bannað að mála, en því banni sinnti hann ekki. Hug- myndir expressjónistanna voru í algjörri mótsögn við hugmynda- fræði nazista. Allt það, sem nazist- ar voru andsnúnir í myndlist, nefndu þeir úrkynjaða list, og þeim var sérstaklega uppsigað við félagana í „Die Briicke" og „Der Blaue Reiter". Árið 1937 efndu nazistar til mikillar sýningu á „úrkynjaðri list“ í hinni miklu og nýbyggðu sýningarhöll „Haus der Deutchen Kunst“ í Múnchen, en myndunum höfðu þeir safnað saman úr þýzk- um listasöfnum. Síðar, er nazistar skorti gjaldeyri, hugkvæmdist þeim að hægt væri að selja þetta dót erlendis. Söfnuðu þeir þvi listaverkum saman, málverkum, höggmyndum og teikningum, sem þeir slógu síðan fjalir utanum og sendu uppboðshaldara í Luzern i Sviss, og þar var allt boðið upp á einu allsherjar uppboði. Verðið, sem fékkst fyrir myndirnar var ósæmilega lágt, — myndir eftir Rottluff og Kirchner voru slegnar á 300—600 svissnenska franka, en meiri eftirspurn var eftir sól- blómum Nolde, sem náðu 3000 frönkum. 1 sérflokki reyndust þó myndir Franz Marc, sem slegnar voru á 3300—15.000 franka. A sama tima sem uppboðið var hald- ið gerði forstöðumaður listasafns- ins i Basel sér ferð til Berlínar með 50.000 franka í farangri sín- um. Fyrir þessa fjárhæð keypti hann af nazistum m.a. meistara- verk eftir Marc, Kokoschka, Nolde og eina hinna frægu sjálfs- mynda Paulu Modersohn. Eini ljósi punkturinn við þessar ljótu aðgerðir var sá, að myndirnar komust á óhulta staði, en mikið af myndum þessara listamann eyðilagðist í átökum stríðsins. Rottluff, sem eftir brottrekstur úr prófessorsstöðu við listaháskól- ann í Berlín og vann nú á frjáls um vinnumarkaði, tapaði í loft- árás meginhluta æviverka sinna. Yfir 2000 málverk, teikningar og tréristur urðu eldi að bráð að talið er. Svipuð örlög hlutu verk Erichs Heckel. í dag reyna þýsk söfn og einka- safnarar að endurkaupa hin seldu Framhald ð bls. 16. ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.