Lesbók Morgunblaðsins - 10.02.1974, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 10.02.1974, Blaðsíða 5
Milli manns og hunds og hests/hangir leyniþráður, sagði kerlingin. Hundurinn á þessari mynd hefur leyst af sér leyni þráðinn og er farinn. Að öllu töldu virðist einsætt, að sjaldan hafi varðað meiru, að beizlistaumar og ístaðsólar væru traust að allri gerð. En æðruleysi islenzkra bænda hefur löngum verið viðbrugðið. Maðurinn er ekki hræddur. Hann er að gá að fé. Hann- fer bara svona að því. Og ekkert fór framhjá þessum köllum, þegar um kindur var að ræða, enda viti menn: niðri i gjánni sér hann hvar tófuskratti gerir sig líklega til að snæða fyrir honum lamb. Hann herpir munninn og fitjar upp á nefið. Það er farið að síga í hann. Einbeitingin leynir sér ekki i augum hestsins; enda vinnur hann gífurlega nákvæmnisvinnu. Hemli hann einum of snemma fær húsbóndi hans gjárbarminn í andlitið. Verður þá að gera aðra tilraun. Hemli hann hins vegar feti framar, munu þeir báðir sjá meira af gjánni en þeim gott þykir. Slík nákvæmnishross urðu ekki metin til fjár. EKKERT SPAUG AÐ GIFTAST MÚHAMEDS- TRÚAR- LEIÐTOGA Salima og Aga Khan. Eins og flestum mun kunnugt, er jafnrétti kvenna og karla ekki meðal þess, sem Mú- hameðstrúarmenn bera mest fyrir brjósti. Enda hafði spámaðurinn sjálfur gengið svo frá, að eigin- lega er litið á konuna sem ambátt og annars flokks mannveru, sem ekki fær einu sinni að stíga fæti inn í bænahús karlmanna. Það er því að vonum, að endirinn geti orðið alla- vega, þegar Múhameðstrú- arleiðtogi fer að staðfesta ráð sitt með Evrópukonu. Það gerði Karim Aga Khan á dögunum. Hann er and- legur leiðtogi 20 milljóna múhameðstrúarmanna, sem yfirleitt búa við þröngan kost og heyra til hinum vanþróaða hluta heimsins. Sjálfur er leið- toginn hins vegar vellauð- ugur maður og heldur sig á Vesturlandavísu, m.a. á hann eina veglegustu lysti- snekkjuna, sem bærist á öldum Miðjarðarhafsins. Og í stað þess að hlúa að sínu fólki austur í löndum, hefur ieiðtoginn varið gífurlegum fjárfúlgum í að byggja upp ferðamanna- stað á eyjunni Sardiniu í Miðjarðarhafi og sá staður á víst ekki að vera i nein- um almenningsklassa eins og Mallorca. Ekki alls fyrir löngu hitti Karim Aga Khan enska aðalskonu af brezkind- verskum uppruna. Sú heit- ir Salima og það var ást við fyrstu sýn. Salima var ekki á neinu nástrái; hún var mikils metin Ijósmynda- fyrirsæta með 60 þúsund sterlingspunda árstekjur og gerði það, sem henni sýndist. Að giftast múhameðs- trúarleiðtoga fannst Sal- imtu eins og að hverfa til miðalda. Til dæm- is var henni strang- lega bannað að bjóða karlmanni á heimili sitt og skipti engu máli, þótt það væru bræður hennar eða faðir. Hún mátti held- ur ekki taka í höndina á karlmanni. Ekki hafði hún leyfi til að fara út af heimili sínu nema í fylgd eigin- mannsins eða einhvers á hans vegum. Hún varð að taka þátt í löngum og erfiðum föstum — allt kynlíf var þá einnig bannað. Hvorki mátti frúin snerta tóbak né áfengi og við ákveðin tækifæri varð hún að hafa slæðu fyrir andlitinu. Salima varð með öðrum orðum að stokka spilin aII rækilega upp og nálgast hlutverk ambáttarinnar. Það var ekki sú hugmynd sem hún hafði um hið Ijúfa líf, hún, sem þráði kokkteilveizlur og ferða- lög. Enda gafst Salima upp í lok síðasta árs og flúði til London, þar sem hún krafðist skilnaðar. Kannski er það satt, sem segir í danska orðtakinu, að lík börn leiki sér bezt. Salima er orðin þreytt á að vera ambátt. Takið nú vel eftir. Því þessi alíslenzka aðferð við búferla- flutninga er kannski ekki eins liðin og sumir halda. Olíukrepp- an kann að vekja hana upp fyrr en nokkurn varir. Hesturinn er eitt af þessum frægu þægðar- og stillingarljósum, sem hrein- ræktuð voru til að fleiri bændur kæmust óbrotnir heim úr kaupstað en áður. Aðferðin er einföld. Búsgögnunum var hlaðið á hestinn meðan þau entust, og ekkert var eftir nema bæjarhúsin. Væri vel hlaðið mátti jafnvel koma einhverjum þeirra ofan á. En þessi bóndi kann ekki að hlaða og er áreiðanlega fyrirhyggjulaus maður. Meira að segja hundurinn reynir að hafa vit fyrir honum og styðja við búslóðina. Konan er mórauð í framan af loftveiki og haninn er með plástur á kinninni. Við hlið hans situr ítölsk dverghæna eða akfeit sólskríkja. Hesturinn stendur eins og búkki og japlar á holta sóley. Stundum komst svona flutningur á leiðarenda.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.