Lesbók Morgunblaðsins - 10.02.1974, Blaðsíða 16
Oft er erfitt fyrir leikmann að skilja hina
mörgu og flóknu kennisetningar löggjafans,
til að mynda i refsi- og sakamálum. Furðu
mína hefur vakið dómur, sem kveðinn var
upp fyrir skömmu og hefur vaf izt fyrir mér að
skilja þær forsendur eða samþykkja, sem
dómendur leggja fram.
Er þar átt við dóminn yfir manni þeim, sem
réðst á Sverri Þórðarson, þegar páskahelgin
var í hámarki s.l. vor. Er sá atburður sjálfsagt
ýmsum i minni og svo það, að mörgum þótti
árásarmaðurinn býsna bíræfinn; sem hann
hafði nú lamiö manninn allduglega og skilið
hann síðan eftir í blóði sinu, tók hann sér
hressingargöngu með félaga sínum og
tveimur vinstúlkum. Er það haft fyrir satt, að
svo mjög hafi veriö fyrirferð þeirra fjögurra,
hvar þau spásséruðu eftir Sólarlagsbraut-
inni, að sjúkrabíllinn, sem var að koma að ná
í hinn slasaða, varð að hægja á sér og víkja
til hliðar.
Nú kemur svo í Ijós, að maður þessi er alls
ekki dæmdur fyrir líkamsárás. Hins vegar
hlýtur hann eins og hálfs árs fangelsisvist
fyrir að skilja mann eftir í blóði sínu, án þess
að veita honum aðstoð. Sömuleiðis fyrir
innbrot það, sem hann og sálufélagi hans
voru að fremja, þegar Sverri bar að. Er þessi
kúnstuga niðurstaða studd þeim rökum, að
maðurinn hafi alls ekki ætlað að ráðast á
Sverri, hann hafi ætlað að ógna honum
kurteislega með hamri. Svo flýgur bara
hausinn af hamrinum af einhverjum óskilj-
anlegum ástæðum og það er náttúrlega ekki
manninum að kenna, að hann lendir af
furðumiklu afli (ef hamrinum var þá aðeins
lyft til ógnunar) í höfuðið á hinum aðvífandi
gesti.
Er þá Ijóst, að „árásarmaðurinn" er sem
sagt enginn árásarmaður og líka, að hann er
einn til frásagnar. Sá, sem fyrir hamrinum
varð, man ekki að greina frá, hvað gerðist og
að sögn hljóp innbrotsfélaginn út strax og er
þar með úr sögunni.
Er þá ekki spurningin, fyrst það var hamar-
inn, sem slysinu olli, hvort eigi að gera
róttækar ráðstafanir gagnvart honum? Og í
hverju gætu þær helzt falizt? Væri þá ekki
líka sanngirnismál að sleppa möglunarlaust,
eða að minnsta kosti átölulítið, ökumönn-
um, sem valda árekstrum og kenna ökutækj-
unum um? Þau geta væntanlega bilað, eins
og hamarinn, og er því kynlegt, að oftast
hljóta ökumennirnir dóm, enda þótt i mörg-
um tilvikum sé sannað, að bifreið þeirra
virðist hafa snöggbilað og það hafi orðiö til
að slys verður.
Einhvers staðar hlýtur að vera brotalöm, ef
dómarar okkar treysta sér ekki til að kveða
upp annan úrskurð en slíkan. Löngum hefur
verið um það rætt, hversu samfélaginu stafi
mikil hætta af þeim mönnum, sem haldnir
eru þeirri ónát'túru að ráðast á fólk (eða
ráðast ekki á það, en afleiÖingarnar eru þó
engu síöur, að maöur er skilinn eftir nær
dauða en lífi). Er ekki kominn tími til að
löggjafinn, sem á að vera hinum grandalausa
borgara til varnar, verði það í reynd?
Jöhanna Kristjónsdóttir
Það er góður siður hjá sagnhafa, í byrjun spils, að
telja slagina og haga síðan úrspilinu sainkvæmt því.
Eftirfarandi spil er gott dæmi um þetta.
S. A-6
II. G-8-6
T. K-7-6-4
L. D-G-5-2
Vestur
S. 8-7-3-2
H. K-D-10-9
T. Á-2
L. 8-7-6
Austur
S. 94
H. Á-7-5-4-3
T. 8-5-3
L. 10-9-4
Suður
S. K-D-G-10-5
H. 2
T. D-G-10-9
L. Á-K-3
Suður var sagnhafi i 4 spöðum, vestur lét út hjarta
kóng og fékk þann slag. Næst var hjarta drottning
látin út, sagnhafi trompaði, tók þrisvar tromp og þá
kom í ljós, hvernig trompin skiptust hjá andstæðing-
unum. Nú var útlitið slæmt, þvi að vestur lét enn
hjarta, þegar hann komst inn á tígul ás og þar með var
sagnhafi orðinn tromplaus, en vestur átti tromp eftir.
Sagnhafi fékk því aðeins 9 slagi og tapaði spilinu.
Athugi sagnhafi sinn gang í upphafi og telji slagina
þá sér hann strax, að hann á 9 visa slagi (5 á spaða og 4
á lauf), hann vantar þá aðeins einn slag. Hann á þess
vegna að reyna strax að fá þennan siag og það gerir
hann með því að láta út tígul gosa. Gefi vestur, er
spilið unnið, því að sagnhafi tekur síðan trompin af
andstæðingunum og þar á eftir 4 slagi á lauf. Ef vestur
er vel á verði, drepur hann með tígul ásnum og lætur
væntanlega hjarta. Nú verður sagnhafi að vera
varkár, því að hann á ekki að trompa, heldur gefa
þann slag. Tilgangslaust er fyrir vestur að láta enn
hjarta, því að nú er hægt að trompa í borði og þannig
komast hjá þvi aðeyða trompi heima.
..................
Expressjón-
istar
verk, en á hundraðföldu verði.
Enhver lægð myndaðist kringum
expressjónistana eftir seinni
heimsstyrjöldina, áhuginn á verk
um þeirra takmarkaðist. Þegar
uppboðshaldarinn, Roman
Norbert Ketterer, hugðist selja
málverkið ,,Múlattakona“ eftir
Emil Nolde á uppboði árið 1949,
hafði mann metið málverið á 2000
mörk, sem lágmark, en fékk ekki
boð í myndina. En eftir uppboðið
seldi hann myndina í örvilnan til
Ameríku fyrir aðeins 1700 mork.
Þar hangir þessi mynd til sýnis í
Busch-Reisenger-safninu í
Boston. Forstöðumaður þesssafns
hafnaði 450.000 marka tilboði í
myndina árið 1958 og hvað myndi
verð hennar í dag? Svipaða
reynslu hefur safnarinn Lothar-
Gunterher Buckheim. í upphafi
keypti hann óspart myndir
expressjónista til að mótmæla því,
hve vanmetnir þeir voru. Reiði
hans beindist einkum gegn for-
ráðamönnum listasafna, sem létu
afskiptalausar sölu grafík-mynda
expresssjónistanna, fyrir allt
niður að 300 mörkum, og þannig
dreifðust þær í ýmsar áttir sem
vanmetið úrkast. En i dag er
næsta útilokað að kaupa gilda
grafík-mynd eftir þessa menn
fyrir minna verð en 70.000 mörk,
og verðið stígur óðfluga á lista-
markaðinum.
Þetta gerist á okkar timum, og
f jölmargar hliðstæðar yfirsjónir á
sviði myndlista og gróandi menn-
ingar. Hin frjálsa skapandi list
finnur stöðugt nýjar leiðir við leit
innri kjarna. Hér ræður gáfa og
þrotlaust starf, ferð til fyrir-
heita. Ytri ásýnd umhverfis er
nærtæk, og býsna girnileg til
endursagnar, en vitundin um allt
hið hulda og óþekkta lokkar til
dýpri skoðunar, og birtingar
nýrra ásýnda.
Ekki er unnt að meta listaverk
til peninga, í þrengri merkinu, og
vfst er, að enginn þessara lista-
manna hefur látið sér til hugar
koma, að eitt velheppnað dags-
verk þeirra yrði að 65 árum metið
á milljónir ef ekki tugi milljóna.
Þeir máluðu af lífsnautn, og þörf,
málverkið var starfsvettvangur
þeirra, og þeir voru ekki öfunds-
verðir af kjörum sínum. En þeim
var þetta köllun, og haldi einhver
að líf slíkra manna sé æsandi
leikur, þá skjálast þeim sama
hrapalega. Margir mestu snilling
ar aldarinnarí myndlist hafa látið
svo um mælt, að ósjaldan hafi
þeim leiðst við hið umdeilda starf.
Frakkar vanmátu expressjónista,
þóttu þeir of hrjúfir og ofsafengn-
ir, þetta er samsvörun á mati
flestra íslenskra málara af eldri
kynslóð því að frönsk viðhorf
voru þeim lengi likt og óskeikul
véfrétt, því var það algengur
framsláttur hjá íslenskum málur-
um, að Þjóðverjar kynnu ekki að
mála. Eg vil svo ljuka þessari
grein með minnisstæðum orðum
vinar míns Jóns Stefánssonar,
eins mesta málara, sem þjóðin
hefur átt, en þau spaklegu orð
hans voru þessi: „Það er bara að
vinna og vinna, og svo verður
maður að hafa viljann til baráttu
upp á líf og dauða i kroppnum, til
þess að komast inn að þvi innsta í
lífinu, — allt hið ytra er einskis
virði.“
FAÐIR
ÞJÓÐSAGNA-
SAFNARANS
úr hvers kyns böli eða mótlæti),
elskar hann (þ.e. ntann, eigin-
mann sinn) innilega; aldrei vann
bann aukast þar á hjá auðs (H)lín
( aldrei lét konan aftra sér frá því,
þ.e. að elska manninn sinn ).
Þessi kona mín er kær kóróna
með sann. (Ilún) ann ei kvíða.
Hiri Ijósa, bjarta fögur lilja rósar
skartar hrós(i) í hjarta (= er
hjartahrein), sem skærust sól
skín á póla.
; W. Amur,
mtTJU,: Biraldir mbm
IUMItni: MrttMn IiUumn
tjHUm Knrtl Itmmm
ttymlr Onunm
■MHUUr.t OlaU llfftfcm
Irmi Qirtu KtMtanm
Bragi Asgeirsson.