Lesbók Morgunblaðsins - 10.02.1974, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 10.02.1974, Blaðsíða 9
Þannig lítur hann út, stubburinn Robin, og aðeins framleiddur í bleikum lit. Til hægri getur að líta útlitið að innan. ROBIN borgarbíll á þremur hjólum, sem eyðir liðlega 61 á 100 km. Þrengslin og umferðar- þunginn í borgum Vestur- landa ásamt með orkuskort- inum, verða til þess að bíla- framleiðendur neyðast til að stokka upp spilin að ýmsu leyti. Flestir viðurkenna, að það sé í rauninni ekki nein skynsemisglóra í þvi, að maður, sem að langmestu leyti ekur í tiltölulega hæg- gengri umferð innan borga, þurfi að vera á járnflykki, sem vegur á annað tonn og tekur yfir tíu fermetra af götunni. En sú uppstokkun, sem nú verður sökum eldsneytis- hækkunar og skorts, verður ekki lýðum Ijós fyrr en að tveimur til þremur árum liðn- um. Svo langan tíma tekurað koma bíl á götuna frá því hann fæðist á teikniborðinu. Nú er farið að spá í ýmsar gerðir smábila, sem einvörð- ungu eru tveggja manna og dálitið farangursrými að auki. Meginkosturinri ætti að vera lítil fyrirferð og þægindi í sambandi við bílastæði, en einnig og ekki síður spar- neytni. í Sviþjóð lætur nærri, að eigandi meðalbíls geti með núgildandi bensinskömmtun ekið 10 km spotta frá heimili sinu og heim aftur á degi hverjum. Á stórum dreka og eyðsluhák væri hægt að komast 5—7 km spotta og heim aftur. En sá, sem er svo heppinn að eiga Honda Z eða Citroen 2CV, kemst fjórum sinnum lengra, eða um 20 km leið og heim aftur. INIú hefur einn bætzt í hóp hinna minnstu: Robin frá Reliant verksmiðjunum ensku. Þær hafa til þessa einkum framleitt Scimitar, glæsilega búinn og eftirsótt- an sportbil, sem enn hefur ekki sézt á íslandi. Þrátt fyrir góða viðleitni hefur þó ekki tekizt að gera Robin eins neyzlugrannan og fyrrnefnda Citroen og Honda. Samkvæmt athugun, sem brezka bílablaðið Motor gerði á dögunum, eyðir Robin að jafnaði 6,32 lítrum á 100 km. Verður það að teljast allgott, en að sjálfsögðu er Robin mjög léttur, aðeins 442 kg. Til þess að létta hann — og þá væntanlega einnig til að minnka eyðsluna — var horfið til þess ráðs að láta eitt framhjól duga. Það gerir bíl- inn að vísu nokkuð óstöð- ugri, en um leið enn liðugri í snúningum. Sagt er þó, að undir stýri sé hreint ekki auð- velt að finna neinn mismun og á venjulegum fjórhjól- uðum bíl. Robin flýtir sér hægt og er í 26,8 sek að ná 100 km hraða. Hámarkshraði er um 120 km á klst. Kannski er óhætt að segja, að Robirt sé allra bíla sérkennilegastur, því auk þess að vera á þremur hjólum, er skelin öll úr trefja- plasti, sem þar að auki er bleikt á litinn. Um verðið er ekki gott að segja, því umboð fyrir Reliant mun ekki vera til á íslandi ennþá. Sennilega er betra að hætta sér ekki í langferðir á Robin, allra sízt á íslenzkum malarvegum. Fjöðrunin er ekki talin sem bezt og ekki þykir hann neinn snillingur í holum. Hér er heldur ekki um neina alls- herjarlausn að ræða, heldur einungis ódýrt og sparneytið farartæki til að komast leiðar sinnar í borgum — og skreið- ast sem lengst á hverjum bensínlitra.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.