Lesbók Morgunblaðsins - 10.02.1974, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 10.02.1974, Blaðsíða 8
Undir hvolfþaki Bloedels Conservatory í Vancouver. Hvernig væri að koma upp suðrænum aldingarði í Reykjavík á þennan hátt? Myndirnar til hægri: Að ofan má sjá hvernig Bloedel Conservatory lítur út að utan, en neðri myndin er tekin með „fiskaugalinsu" inni í garðinum. Ein af þeim Guðsgjöfum, sem okkur hafa hlotnazt f þessu landi, er óefað heita vatnið. Reyndar má tala um vatnsorkuna í heild. Nytum við hennar ekki — svo ekki sé talað um allan óbeizlaða forðann — má ætla að tvær grímur hefðu þegar runnið á ýmsa eftir að orkuskortur og skömmtun blasti skyndilega við heiminum. Ekki er ólík- legt að „Ástralíuflótti" hlypi í mannskapinn ef velgjan yrði frá okkur tekin, því hér á norðurslóðum getum við komizt af án margs, sem við höfum nú — en þó alls ekki hitans. En svo er vatnsorku og varma landsins fyrir að þakka, að landflótti hvarflar ekki að neinum, þótt ná- grannar okkar hýrist í kulda, trekki og myrkri þennan vet- ur — og við getum allt eins átt von á því að olía og bensín verði hér fokdýrt, kannski líka af skornum skammti. Aldrei að vita. En hér var aðeins ætlunin aðdrepa lítillega á heita vatn- ið. Ekki það, sem mestu máli skiptir: Upphitun húsa og hí- býla. Heldur voru það önnur not, sem við höfum af heita vatninu — og smáhugmynd í því sambandi. Þessu hefur verið hreyft áður — oftar en einu sinni, en hér segir frá enn einni útfærslunni: Leið mín lá um V/ancouver í Kanada ekki alls fyrir löngu, og rakst ég þar á margum- ræddan „plasthimin" í mjög aðlaðandi mynd, bæði hvað varðar tilgang og notagildi — svo og stíl. Á hæð í miðri borginni hefur verið gerður hitabeltisgarður undir þess- um himni. Myndir skýra bet- ur en mörg orð, en í stuttu máli eru meginatriðin þessi: Þetta er Bloedei Conserva- tory í Queen Elizabeth Park, opnað árið 1969 og hlaut ári síðar kanadísk heiðursverð- laun, bæði fyrir verkfræðilega lausn og það gildi, sem þessi framkvæmd hefur fyrir borg- ina. Þvermál plasthvelfingar- innar er tæplega 50 metrar, hæðin í miðju um 23 metrar, en hvelfingin er, eins og með- fylgjandi myndir sýna, grind, sem myndar þríhyrninga, 1,490 talsins — og í þeim eru „plexigler"kúpur. Grind- in er úr áli, sett saman úr 2,324 bútum, sem eru 5 þumlungar að þvermáli. Fljótt á litið virðist gerð þessa hvolfs ekki ósvipuð bandaríska sýningarskálan- um á heimssýningunni í Montreal forðum, hún vakti óskipta athygli allra þeirra, sem þangað komu. En sá „skáli" var meira kúlulaga, þessi eins og pottlok eða hitabeltishattur. Víða annars staðar ber fyrir augu hliðstæður, mismun- andi kúptar hvelfingar, gerð- ar með svipuðum hætti — og minnist ég sérstaklega hvolfs á sundlaug einni í Chicago, sem gaman var að sjá. En Bloedel Conservatory sker sig úr flestum öðrum smíðum þessarar gerðar að því leyti, að hér hefur verið komið fyrir flóknu hitunar- og kælikerfi til þess að halda hitastiginu sem jöfnustu, því undir hvolf- inu hefur verið gerður sér- staklega fallegur garður, og í hann safnað 300 tegundum suðrænna jurta, allt frá Flor- ida og Mexico, til Jövu, Viet- nam og Egyptalands. Hér er lítið ævintýraland, pálmatré og runnar, litskrúð- ugar blómjurtir, kaktusar og margs konar gróður, niðandi lækur knýr gamalt mylluhjól, og fuglasöngur fyllir loftið. Umhverfis þessa gróðurvin er meira skrúð, stéttir og göngubrautir, bekkir og gos- brunnar, sem eru fagurlega upplýstir að kvöldlagi. Mikil bílastæði og veitingahús á brekkubrúninni, þaðan er út- sýni gott yfir borgina og sér til Klettafjalla í austri. Arki- Framhald á bls. 12. © HITABE fVIMVRÍI.AMI Sl Haraldur J. Hamar skrifai skrnðgarð með gagnsæu i hefnr verið í Vanconver í ___j________

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.