Lesbók Morgunblaðsins - 13.10.1974, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 13.10.1974, Blaðsíða 4
Sigurður Nordal FERÐIN SEM ALDREI VAR FARIN Árin 161—180 ef.tir Krists burð var keisari yfir öllu Rómaveldi Marcus Aurelius Antoninus, eitt hið mesta göfugmenni og spekingur, sem nokkru sinni hefur ráðið löndum og þegnum. Svo bar til á öndverðri stjórnartið hans, að alúðarvinur hans og ráðgjafi, Quintus Cæcilius Metellus, féll í styrjöldinni við Partha. Quintus Cæcilius hafði verið einn af mestu auðmönnum Rómverja og átti veglega höll og búgaró skammt frá borginni. En hann var eins og keisarinn sjálfur alinn upp í hinum stranga skóla Stóumanna, var maður hreinlífur og siöavandur og vék ekki frá sparnejdni og ókvalráðu líferni þrátt fyrir auð- legð slna. Hann lét eftir sig son einan barna, Lucius Cæcilius Metellus, sem var 18 ára að aldri, er faðir hans lézt. Lucius hafði hlotið hið ágætasta uppeldi, hlýtt kennslu heimspekinga og fræðimanna ogjtamizt við hvers konar íþróttir, en lítt fengið að vera sjálf ráður og búið við sams konar háttu og faðir hans. Var henn'eijn óráðinn, er hann tók við óðali og eignum á æskuskeiði. Honum varð brátt gott til vina, því að mörgum jafnöldrum hans úr nágrenninu og sjálfri R(\m þótti fýsilegt að sækja hann heim. Kunnu þeir góð skil á alls kyns unaðssemdum, sem Rómverjar gerðu sér tftt um, þó að Lucius hefði varla nema spurnir af þeim. En hann var námgjarn á slíka hluti og vildi feginn njóta lffsins og æskunnar, áður en um seinan væri. Er þar skemmst frá að segja, að Lucius brá af öllum háttum föður sfns, áður en langt um leið, safnaði að sér gjálffum höfðingjasonum, leikurvim og dansmeyjum og lifði hvem dag í dýrlegum fagnaöi. Hann keisaranum að senda Lucius þegar f hemað og neyða hann svo til þess að breyta siðum sínum. Marcus Aurelius þakkaði sendimanni ferð hans og tillögur og hugsaði málið. Þótti honum Lucius lftt til hermennsku fallinn, eins og hann mundi nú vera á sig kominn. Ætterni hans var svo göfugt, að ekki sómdi annað en fela honum herstjórn, ef hann væri sendnr til vígvallanna. En það vissi keisarinn, að sumir her- foringjar vildu lifa í bflífi, jafnvel f herbúðunum, og urðu þá sjaldan sigursælir. Enn þótti honum hætta á, að Lucius kynni að falla í orustu, en hann var ókvæntur, og mundi þá þessi fornfræga ætt vera aldauða f karllegg. Og þó að Lucius kynni að reynast dugandi hermaður og kæmi heim aftur heill á húfi, þótti keisaranum við búið, að sækja mundi í sama horf um háttsemi hans, er hann færi að hressa sig eftir svaðilfarirnar. Nokkuru síðar sendi Marcus Aurelius riddara einn á fund Luciusar með bréf, og var efni þess, fyrir utan nokkur vinsamleg kveðjuorð, á þessa leið: „Sendiferð hef eg hugað þér og eftir vandlega íhugun kjörið þig til hennar framar öðrum þegnum mínum, þvi að hinum fyrri frændum þínum hefur margt tekizt giftu- samlega, er vandi steðjaði að Rómaveldi, en faðir þinn var trúnaðarvinur minn og einarður til allra góðra hluta. Hefur þú og sjálfur notið hins berta uppeldis, þótt þú sért enn lftt reyndur. En ferð þessi er ærið vandasöm. Hún verður að vera með mikilli launungu, svo að þú farir hana einn þíns liðs og fátæklega búinn að fararefnum, Ferðin sem aldrei var farin er úr erindaflokknum ,,Líf og dauði" sem Sigurður Nordal flutti í útvarpið á útmánuðum 1940 og vakti þessi erindaflokkur fádæma athygli. Þótt sagan, sem hér birtist fjal.li um ákveðnar persónur úr sögu Rómaveldis, er hún þó skáldskapur og umfram allt dæmisaga. Hún endurspeglar þá skoðun Sigurðar Nordals, að viturlegra sé að gera ráð fyrir þeim möguleika að eitthvað sé hinum megin. gerði nótt að degi, en dag að nóttu, og sparaði ekki til, enda var af nægu að taka. Fór senn það orð af honum, að vart mundi annar maður kunna betur að veita gestum og búa þeim alls konar ríkulegan og fágætan munað. Keisar- inn vissi gjörla um hagi hans og siði, en beið þess, að Luciús yrði sjálfur leiður á þessu líferni, er hann hefði drukkið bikar þess í botn. Og liðu svo nokkur ár. En er keisaranum þótti það dragast furðu lengi, að Lucius hyrfi að þeim háttum, er honum höfðu verið innrættir f æsku, tók hann það ráð að senda einn af spekingum sínum á fund hins unga manns. Sá bjó sig f dulargervi söngvara og fór með hörpu. Þegar hann kom aftur til keisarans, sagði hann allt af létta frá heimsókn sinni. Þar f höllinni hafði verið veizla góð og drykkur ágætur, en glaumur og gleði svo mikil, að torvelt var að fá hljóð. En Lucius hafði skipað gestum sfnum að hlýða á söng hins hára öldungs með þeirri virðingu, er aldri hans bæri. Þegar söngvarinn kvað um fánýti þessa skamm- vinna lífs og beiskar dreggjar nautnanna, um undirgefni við lögmál náttúrunnar og dyggöaríkt lffemi sem einu leið til rósams hugarfars, drap Lucius höfði sem til samþykkis, og mátti sjá, að heilræði föður hans og kennara rifjuðust upp fyrir honum. En er sendimaður fór með forn latnesk hetjuljóð um afrek i orustum og mannhættum, er Rómverjar urðu að vinna, áður en öll veröldin lyti þeim, þá réttist Lucius í setinu og brá fyrir glampa í augum hans, sem slokknaði þó jafnharðan aftur. Og er söngvarinn Iofaði í ljóðum sínum frið einverunnar, fhugun náttúrunnar og hugleiðingar spekinganna, sem allri gleði væru æðri, varð Lucius spurull á svip, svo sem þekkti hann ekki þá leyndardóma, en vildi gjaman kynnast þeim. Tjáði spekingurinn keisaranum, að hinn ungi höfðingi mundi fyrir löngu orðinn þreyttari á veizluhöldum sfnum og óhófi en nokkur af gestum hans, þó að hann brysti framtak til þess að hverfa frá þvf og segja skilið við vini sfna og svallbræður. Réð hann þótt óríflegt sé fyrir jafnauðugan mann og þú ert, sem á sér gnótt fylgdarmanna og skjólstæðinga. Mér eru ókunn lönd þau og leiðir, er þú verður að kanna, eftir að kemur út yfir landamæri ríkis vors, og veit eg ekki þeirra manna von, er kunni að segja þér af þeim. Ekki bæði hygg eg þú munir þola vos og mannraunir f förinni. Um erindi þitt veit eg hvorki nú né mun síðar kunna gjör að segja þér annað en það eitt, að velfarnaður Rómaveldis getur mjög verið undir góðum erindislokum kominn. Þú munt fyrir hitta ríkan konung í því landi, er þú kemur til, og muntu þurfa að deila orðspeki við hann og ráðgjafa hans og vitringa. Reynir þá mikið á, að_þú sért sem vitrastur sjálfur, því að bæði verður þú að skilja, hvað rfki voru muni vera fyrir beztu, og kunna að halda á málstað þfnum. En eigi má gefa þér ráð um það, sem enginn þekkir né getur séð fyrir. Vil eg ekki dylja þig þess, að sendir hafa verið menn til þessarar farar og hefur enginn aftur komið. En eg mun treysta á giftu ættar þinnar og svo á það, sem heimspekin kennir oss, að vitrum manni og góðum heppnist allt það vel, sem honum er sjálfrátt, en taki hinu, sem að höndum ber, með kjarki og rósemd. Þú munt hafa þrjú ár að búa þig til ferðarinnar og ráðstafa húsi þínu, en vera má, að lengur geti þó dregizt, að þú verðir kvaddur til hennar". Þegar Lucius fékk þessa orðsendingu hins mikla Cæsars, [Mannsnafnið Cæsar var frá dögum Claudfusar (d. 54 e. Kr. ) haft sem tignarnafn, og eru orðin keisari og zar af því runnin.] setti hann hljóðan, og var hann um tfma ekki mönnum sinnandi. Var það hans fyrsta verk að senda frá sér alla gesti sfna og skemmtunarmenn, og reikaði hann dögum saman um hallargarða sína og gat ekki um annað hugsað en hvernig hann mætti búa sig undir að takast slíka ferð á hendur. Það varð honum þegar einna ljósast, að hann mundi vera ill fær um að leggja á sig mikið erfiði og vosbúð. Tók hann þá að leggja stund á alls konar íþróttir, veiðar og vopnaburð, sund og Bréf Matthíasar til Sigurðar Nordals Framhald af bls. 3 ingunni, og fært hana out of joint? Svari vísindin, sem settu hin ytri öfl öfugt, fóru öfuga leið, svo hysteron varð proteron, andinn kafnaði undir efninu. Geturðu lesið? Blessaður láttu ekkert raska þínu jafn- © vægi, enga „Dísu" æra þig — utan einu sinni. Þú ert ætlaður til mikils; betra höfuð á nú landið ekki. — Þegar Rikard Bekk ber þér kveðju mína, þá taktu þeim pilti vel! Hann er efni i gott skáld. — Frú Kristín og Steingr. biðja að heilsa þér. Ursákta! Þinn afgamli ræfill og vinur. Matthías. Viðbót Ég stórskammast mín fyrii að senda þér þetta krjábull, sem þú varla getur lesið nema með öðrum 5 skyn- færum (lánuðum hjá hinu hérlenda sálr. félagi). Veiztu hvað; sceptiskara kvikindi og undir eins trúhneigðara mundi vera vandfundið hér á landi. Ég trúi að sönnu á vissa tilveru eftir Þanaton, en trúi samt fáu eða engu ákveðnu. Svo óskiljanlega illa ber saman þessum botn- lausu bendingum, sem frá þeim heimum koma, að enn er við engu góðu að búast um samþykki fjöldans, sem ekki nýtur þvl betri staðhátta- reynslu.— Og þó gengur hún og — á morgun fáum við öll að sjá. Hér er alt þesskonar í dái. Svo — nú hætti ég því augun banna. Guð marg-margblessi þig! Matth. J. 1) Þaðan sem þjóðirnar eru upp- runnar. 2) ef þú hefur eyru sem heyra. 3) hér mun átt við bók Einars H. Kvarans: Trú og sannanir, sem kom út 1919. 4) ritgerð Nordals um Björn í Mörk birtist í Skfrni 1919. 5) Persónugerving dauðans, I goða- fræði Grikkja. 6) svo langt ertu allteint kominn. 7) Matthias á við he illa sér hafi fallið friðarsamningarnir I Versölum 1919, 8) I dag. 9) bók hins danska rithöfundar fjallar um dulræna reynslu hans.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.