Lesbók Morgunblaðsins - 13.10.1974, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 13.10.1974, Blaðsíða 7
Guðný hefur ekki tapað bjartsýninni og reynir með jákvæðu hugarfari að aðlagast breyttum aðstæðum. aftur f sérstakri göngubraut. Þá fæ ég skó eða spelkur upp fyrir hnén og stoð við mjaðmirnar svo ég vaggi ekki í þeim, því ég er lömuð alveg upp að brjóstum. I slfkar alhliða æfingar fer ég tvis- var á dag og nú er stefnt að því, að ég komist úr göngugrindinni og á hækjur. Þegar ég lít til baka, trúi ég því ekki, að ég hafi verið hér allan þennan tíma. Tfminn hefur liðið án þess, að ég hafi veitt þvf eftir- tekt og þeir níu mánuðir, sem þegar eru liðnir finnst mér eins og vika. Maður hefur auðvitað reynt að stytta sér stundir við ýmislegt, handavinnu, lestur og þess háttar. Auk þess kynnist maður lfka hinum sjúklingunum. Fáir dvelja þó eins lengi og ég. Unga fólkið, sem kemur hingað fer yfirleitt fljótlega aftur, svo félagahópurinn er sffellt að breyt- ast. Þegar ég var farin að jafna mig, var ég dregin fram á gang í rúm- inu, til að geta horft á sjónvarpið og kynnst hinum sjúklingunum. I febrúar fékk ég svo fyrst að fara heim. Ég var orðin anzi sfæm á taugum. Þau fengu ekki orðið Framhald á bls. 12. UR SÖGU SKÁKLISTARINN AR Eftir Jón Þ. Þór Allir skákunnendur kannast við nafn bandariska skáksnillingsins Paul Morphy, sem sumir telja mesta skákmann, sem nokkurn- tlma hafi komið fram. Morphy vann sinn fyrsta stórsigur við skákborðið er hann sigraði á fyrsta skákþingi Bandarikjanna árið 1 857. Árið eftir hélt Morphy til Evrópu til þess að reyna sig við fremstu skákmeistara gamla heimsins. Hann steig fyrst á land i Englandi þar sem hann tefldi við ýmsa af sterkustu meisturum Bretaveldis. Eina skák tefldi Morphy við enskan prest að nafni John Owen og öllum á óvart sigraði klerkur. Þessu undi Morphy ilta og lýsti þvl þegar i stað yfir, að hann gæti gefið Ow- en peð og leik { forqjöf og unnið samt. Owen tók áskoruninni og sagði jafnframt, að hann vildi gjarnan leggja 1000 sterlings- pund undir, en þarsem hann væri vígður maður mætti hann það þvi miður ekki. Til allrar hamingju fyrir Owen var hann vigður mað- ur; hér kemur skákin. Hvitt: J. Owen. Svart: P. Morphy (gefur peðið á f7 i forgjöf). 1. e4 — e6, 2. d4 — d5, 3. e5 — c5, 4. c3 — Rc6, 5. Rh3? — cxd4, 6. Bb5 — dxc3, 7. bxc3 - Bc5, 8. 0-0 — Rge7, 9. Rg5 — 0-0, 10. Dh5 — h6, 11. Rf3 — Bd7, 12. Bd3 — De8, 13. Dg4 — Hxf3l, 14. Dxf3 — Rxe5, 15. Dg3 — Rxd3, 16. Dxd3 — Bb5, 17. Dh3 — Bxf 1, 18. Dxe6 + , — Kh7, 19. Kxf 1 — Da4, 20. Bf4 — Hf8, 21. Bg3 — Rf5 og hvitur gafst upp. í einum af fyrstu þátt- um, sem ég ritaði um sögu skáklistarinnar, var sagt frá skákmótinu í London árið 1851 og sigri Adolfs Andersen þar. En Ander- sen vann sér fleira til ágætis á árinu 1851 en að sigra í London, hann tefldi þá einnig hina svonefndu ódauðlegu skák. Nafngift- ina hlaut þessi skák vegna þess, að samtímamönnum Andersens þótti hún svo fögur, að varla yrðu aðrar betri tefldar. Við skulum nú skoða skákina. Hvítt: Andersen Svart: Kieseritsky Kóngsbragð 1. e4 — e5, 2. f4 — exf4, 3. Bc4 — Dh4+, 4. Kf1 — b5, Bxb5 — Rf6, 6. Rf3 — Dh6, 7. d3 — Rh5, 8. Rh4 — Dg5, 9. Rf5 — c6, 10. g4 — Rf6, 11. Hg1 — cxb5, 12. h4 — Dg6, 13. h5 — Dg5, 14. Df3 — Rg8, 15. Bxf4 — Df6, 16. Rc3 — Bc5, 17. Rd5 — Dxb2, 18. Bd6 — Dxa1+, 19. Ke2 — Bxg1?7, 20. e5 — Ra6, 21. Rxg7+ — Kd8, 22. Df6+ — Rxf6, 23. Be7 + mát. Þannig lítur þá skákin ódauðlega út. Ýmsir nútímamenn eru þeirrar skoðunar, að skák þessi verðskuldi engan veginn nafngiftina og heims- meistarinn Bobby Fischer hefur gerzt svo djarfur að nefna eina af sínum skák- um ,,hina ódauðlegu skák 20. aldarinnar". Víst er það, að oft hafa verið tefld- ar jafngóðar og betri skákir en þessi, en hinu verður þó ekki neitað, að Andersen tefldi skákina vel og loka- fléttan er Ijómandi falleg. Hvort skák Fischers er betri geta lesendur sjálfir dæmt um, en þá skák geymum við þó til næsta þáttar. ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.