Lesbók Morgunblaðsins - 13.10.1974, Blaðsíða 9
Tvær nýjar kvikmyndir hafa veriB gerðar eftir Brúðuheimilinu og er það ugglaust Nóra t Ij'ósi
núttmans, sem ástæða þykir til að thuga. Hlutverk Nóru er mjög á dagskrá um þessar
mundir. Hér er leikkonan Claire Bloom, sem leikur Nóru t annarri kvikmyndinni. Til hægri er
danskt auglýsingaskilti fyrir kvikmyndina.
CLAIRE BLOOM
Anthony Hopkins Denholm Elliott
Ralph Richardson Edith Evans
Afturgöngur"
Þorvaldur og persónuleiki hans ræðst af leikreglunum I
samfélaginu, en Nóra og persónuleiki hennar ræðst af annarri
persónu. Hér er um að ræða tvær persónur, sem hafa
meðtekið annars vegar hugmyndir samfélags og hins vegar
hugmyndir annarrar persónu gagnrýnislaust. Bæði gegna þau
hlutverkum stnum, eins og ætlazt er til af þeim. Þorvaldur
hlýðir samfélaginu og venjum þess og Nóra tilætlunum föður
síns og siðan Þorvalds um hríð. Við höfum fyrir augunum tvær
persónur, sem aldar hafa verið upp t þvt, að gera það, sem
ætlazt er til af þeim, ósjálfstæðar persónur, sem sjá ekki út
fyrir sinn þrönga heim. En stigvaxandi þróun persónuleika
Nóru á sér stað og þessi þróun leiðir til þess, að hún eygir hið
sanna og ósvikna í sjálfri sér. Það er það, sem á að erfast, en
ekki brúðan Nóra. En skilningur Þorvalds á Nóru virðist
byggjast á fyrirframákveðnum hugmyndum hans um hana i
Ijósi gamla mannsins, föður hennar. Þannig fáum við þá
mynd, að fortíðin drottni yfir Iffi mannanna og fyrir hvert skref
áfram verði að greiða með einhvers konar fórn. En i raun og
veru er verið að grafa undan dauðum gæðum og úreltu
gildismati, sem stöðugt er á sveimi, eins og „afturgöngur" f
Iffi fólks.
Lftum á nærtæka samlfkingu. Vandamál Nóru gagnvart
sjálfri sér og umhverfinu er svipað og vandamál Solsénftsins
gagnvart sjálfum sér og Sovétrfkjunum. Sovétrfkin geta þjón-
að sem tákn fyrir ættina og venjurnar. en Solsénftsin sem
tákn fyrir Nóru. Á sama hátt og Nóra hefur f einu og öllu hlýtt
viðurkenndum venjum og gegnt hlutverki sínu, eins og ætlazt
var til af henni, hlýddi Solsénftsin yfirboðurum sfnum og
kerfinu eftir þvf sem hann lýsir þessu sjálfur i Gúlag-eyjaklas
anum. Hann „afklæddist persónuleikanum". En á sama hátt
og Nóra frelsast, þá frelsast Solsénítsin einnig. Og á sama
hátt og viðbrögð Nóru brjóta í bága við það, sem ætlazt er til
af henni, ganga viðbrögð hans i berhögg við tilætlanir kerfis-
ins. Það, sem um er að ræða, eru annars vegar andstæðurnar
Nóra dansar Tarantella f fyrstu uppf ærslu verksins, sem átti sér stað á fjölum
Konunglega leikhússins f Kaupmannahöfn 21. desember, 1 879.
einstakling, ekki kreddur og venjur þjóðfélags. Þvf hefur hún
aldrei kynnzt. Hins vegar vill svo til, að þessi einstaklingur er
persónugervingur þjóðfélags, þræll venja og kredda sam-
félagsins.
Það, sem Nóra brýzt undan, er siðgæði kreddunnar. Hún er
ekki lengur óvirkt fórnarlamb kredduhismisins. Þegar Nóra
yfirgefur heimili sitt, kann hún að hafa verið enn barn, en
allavega laus við það, sem fortfðin veitti henni. Brottför
hennar er fyrst og fremst liður f því að vera hún sjálf. „Ég verð
að komast að þvf, hvor hefur rétt fyrir sér, ég eða þjóðfélag-
ið", segir hún undir lokin.
En ég tek djúpt f árinni má segja, að ekki votti fyrir
skynsemi i mannlffi á Helmersheimilinu. Spurningunni um
sannleika og frelsi kynnumst við af hvötum og tilfinningum og
einmitt þar verður fyrir okkur hugmyndin um erfðir. Okkur eru
gefnar i skyn félagslegar og sálfræðilegar erfðir og tilhneiging-
ar hjá fjöldanum og einstaklingum. Hvatir virðast vera svo
ráðandi afl ( manninum, að við liggur, að maður sjái ekki fram
á möguleika frelsis. Það, sem við höfum fyrir augunum, er
ekki aðeins brúðuheimili, heldur brúðuheimur. Allar athafnir
eru venjubundnar og skýr sönnun á göllum og takmörkunum
persónuleika þeirra beggja, Þorvalds og Nóru, þótt ég haldi
þvf fram, að Nóra hafi verið sér meðvitandi um þessar
takmarkanir að sfðustu. En sjálfið eða sjálfsveran, persónu-
bundinn vilji og sú stefna, sem þessir þættir f manninum taka,
er einnig að finna á Helmersheimilinu og sýna nauðsyn þeirra
fyrir manninn til að ná árangri. Atburðarásin færir okkur heim
sanninn um, að frelsun persónuleikans er ekki aðeins mögu-
leiki, heldurá hún sérstað.
Colgate MFP FHuor herðir tennurnar og
ver þær skemmdum.
(þess vegna er það kallað »tannherðirinn«.)
Colgate MFP Fluor-tannkrem hefur verið prófað
meira en nokkurt annað tannkrem og er til dæmis það
eina, sem prófað hefur verið undir opinberu
heilbrigðiseftirliti í Danmörku.
Vísindamenn í mörgum löndum hafa framkvæmt
tilraunir á þúsundum barna og sannað, að Colgate MFP
Fluor herðir tennumar og gcrir þær sterkari. þess vegna
vclja milljónir mæðra um hcim allan Colgate MFP Fluor
- og sífellt fleiri böm em því með færri tannskcmmdir.
1. Colgate MFP Fluor gengur inn f
tannglerunginn og hcrðir hann.
2. Við þetta vcrður tannglcmngurinn
sterkari - og skemmdum fækkar
um leið.
og börnum þykir bragðið svo gott.