Lesbók Morgunblaðsins - 13.10.1974, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 13.10.1974, Blaðsíða 5
fjallgöngur. Var honum þetta fyrst í staö hin mesta kvöl og þraut, þvf að hann var orðinn kveifarlegur og mátt- dreginn af hóglífi og munaði. En áður en langar stundir liðu, tók hann að þola áreynsluna betur og síðan að hafa af henni mikið yndi. Var það nú gaman hans og skemmtun að fara einn saman um ókunnuga stigu fjalla og skóga og sofa undir berum himni. Komst hann á þessum ferðum í margar raunir, er birnir og vargar eða stigamenn urðu á leið hans, og kom þá stundum heim bæði sár og meiddur úr viðureign sinni við þá, þótt hann byrgi lífinu. Undruðust þrælar hans, hvers vegna hús- bóndi þeirra lagði á sig slík harðræði og hættur að þarflausu, og þó enn meir, er þeir urðu þess varir, að hann kaus oft heldur að hvíla á steingólfinu f svefnstofu sinni en í rekkjunni. Hugðu þeir, að guðirnir hefðu gert hann örvita. Annað kom þó brátt í ljós. Lucius tók nú að gefa því gaum, að búgarður hans var í megnustu vanhirðu, því að meðan hann sjálfur hafði ekki sinnt öðru en skemmta sér, höfðu ráðsmenn hans dregið sér allt það fé, sem þeir máttu, en þrælarnir lagzt í leti og ómennsku. Eigi þótti honum réttlátt að refsa þeim fyrir það, er hann vissi vera sjálfs sín sök. En hann tók nú að lfta eftir eignum sfnum og búi með árvekni og atorku, lét bæta hús þau, er hrörnuð voru, og taka ný lönd til ræktunar. Nú var liðið hálft annað ár frá því, er hann fekk bréf keisarans, og kom honum þá í hug, að ef til vildi kæmi hann aldrei aftur úr ferðinni og væri þá enginn erfingi að eignum hans. Réð hann þvf af að kvænast og valdi sér að konu dóttur eins nágranna síns, er var fátækur maður, en vel ættaður, og hafði alið upp mörg börn og mannvægleg við óbrotið lff, en góða menntun. Ö1 kona hans honum son að ári liðnu, er hann gaf nafn Quintusar föður sfns. En er Lucius var kvæntur, fór hann að hugsa um, að enn skorti hann mikið á að vera ferðbúinn. Hélt hann að vfsu hinum fyrri háttum sínum um fþróttir og búgæzlu. En nú var sem honum entist tfmi til alls, sem hann hafði ekki mátt vera að sinna, meðan hann hafði ekkert fyrir stafni, enda var hann nú árrisull og öll störf voru honum gaman eitt. Hann safnaði þá að sér gestum á nýjan leik, en nokkuð voru þeir með öðrum hætti en áður hafði verið. Bauð hann til sín þeim mönnum, er víða höfðu farið og kannað siðu og tungur fjarlægra þjóða. Hafði hann mikla skemmtun af að ræða við þá. Það þótti honum undarlegt, er þeir sögðu honum, hversu mjög tungurnar höfðu greinzt, og máttu þó nefna hina sömu hluti, en með gjörólíkum orðum. Hitt var samt enn f urðulegra, að allar þjóðir tignuðu nokkura guði, en gáfu þeim ýmis heiti og lýstu þeim á marga vegu. Svo var og með siðu þjóða, að í hverju landi var litið á það með sérstökum hætti, hvað væri réttlátt, gott og fagurt, en kom þó um sumt í einn stað niður. Varð honum við þetta Ijósara, að hann væri lítt við þvf búinn að vita, hvað öllu Rómaveldi væri fyrir beztu, nema hann kynni betri skil á því fyrir sjálfan sig, hvað nauðsynlegast væri manninum til hamingju og farsældar. Tók hann nú að rifja upp fyrir sér fræði þau, er faðir hans hafði látið kenna honum, og sendi aftur eftir spekingum þeim, er hann hafði látið frá sér fara, þegar hann varð fullveðja. Var honum nú miklu meira gagn að kennslu þeirra en fyrr, því að hann var sjálfur reyndari og hafði jafnan f huga, hversu heimspekin gæti komið honum að notum, er hann ætti einn að skera úr vandamálum þeim, er honum gætu að höndum borið í samningunum við hinn ókunna konung, ef hann kæmist á f und hans. Hann skildi nú og, að fleiri leiðir gátu legið til góðs lífernis en speki Stóumanna, sem verið höfðu lærifeður hans. Sendi hann eftir vitringum bæði frá Grikklandi, Persíu, Egiptalandi og Judæu og hlýddi hugfanginn á allar þessar kenningar. En er honum þótti sem margbreytni þeirra og ágreiningur ætluðu að trufla hann, hélt hann enn þeim sið að fara einn saman á fjöll og skóga, Iiggja undir beru lofti um nætur, hlusta á raddir náttúrunnar og horfa undrandi á stjörnur himins- ins. Kom hann jafnan svo úr þeim ferðum, að honum virtist lff mannsins einfaldara en spekingunum og ritum þeirra bar saman um, en var samt engu ófúsari en áður að vita meira um hugleiðingar þeirra. Svo liðu þau þrjú ár, er Marcus Aurelius hafði veitt Luciusi til þess að búa sig til feröarinnar. Og enn liðu árin, hvert af öðru, án þess honum kæmu boð frá keisaranum. Lucius eignaðist fleiri börn, bú hans blómg- aðist, og eignir hans jukust. Eftir þvf sem hann vitkaðist, hugsaði hann meir um þræla sína og skjólstæðinga, gaf þrælunum smám saman frelsi, en keypti aðra nýja, og reyndi að koma hverjum manni, er honum var háður, til nokkurs þroska. Nágrannar hans tóku smám saman að leita ráða til hans, bæði um búsýslu og önnur vandamál. Hann var og kvaddur til þess að sitja í öldungaráðinu, svo sem ætterni hans gaf honum rétt til, var kosinn ræðis- maður og gegndi þvf starfi fjóra mánuði, sem þá var venja. Bar nú oft saman fundum hans og keisarans, sem mat mikils tillögur hans. Aldrei minntist keisarinn á ferðina við hann. En stundum kom fyrir, að hinn mikli Cæsar leit á Lucius fjarrænum augum mitt í ráðstefnun- um, eins og hann vildi segja: „Allt er þetta viðbúnaður einn fyrir þig, því að þú ert maðurinn, sem á að fara hina miklu sendiför, þegar mest á ríður“. Lucius beið ferðarinnar með rósemi. Hann var þakklát- ur fyrir hvern dag, sem hún dróst. A hverjum degi þóttist Markús Árellus, hinn stóiski spek- ingur I keisarahásæti Rómar, rlkti frð 161 eftir Krists burð til ársins 180. Hann vartalinn góðmenni og innhverfur gáfumaður og trúlega á rangri hillu f þessu erfiða embætti. Það varð hlutskipti hans að of- sækja kristna menn, vegna þess að almenningur kenndi þeim um drepsótt, sem barst til Rómar. Markús Árelius átti erfiða daga, þegar byrjað var að bresta I undir- stöðum Rómaveldis. Hann var langtfmum saman f herferðum, sárþjáður maður, og andaðist f herför við Oóná. Markús Árelfus hefur orðið heimspekingum og menntamönnum hugstæður og það er þvf mjög rökrænt, að Sigurður Nordal léti þessa sögu gerast f stjómartfð hans. hann mega eitthvað læra, sem honum gæti síðar að gagni komið. Þegar hann sá börn sín vaxa og berin á vínekrun- um roðna sem purpura til uppskerunnar, hvarflaði hon- um oft f hug: „Njóttu í dag að horfa á yndisleik alls, sem þér er lánað, því að morgni getur verið, að þú leggir upp frá þvf og komir aldrei aftur“. Dagar hans urðu sem perlur f festi, þar sem hver ný perla varð fegurri og dýrari en hinar fyrri, þvf að í henni birtist ljómi liðinna stunda með meiri skærleik, og allt af var hann þess minnugur, að perlan, sem lá f lffa hans f dag, gæti orðið hin sfðasta í þessari festi. Hann heilsaði hverjum degi með undarlegri gleði og spurði einatt sjálfan sig: „Elska eg þennan dag af því, að hann flytur mig nær ferðinni, sem er takmark lffs míns, eða er hann ekki nægilegt takmark í sjálfu sér?“ Það kom nú fyrir, að Lucius hélt stórveizlur eins og áður fyrr, og hylltist hann þá helzt til þess að láta búa þær, meðan hann var einn í fjallgöngum sínum. Bauð hann til þeirra mörgum hinna gömlu svallbræðra sinna og lét ekkert til skorta, að fagnaður allur væri þeim að skapi. Þótti þeim næsta kynlegt, er hann kom á meðal þeirra, búinn hinum dýrustu skrúðklæðum að höfðingja sið, en sjálfur vöðvastæltur, veðurbitinn og skreppur f spori sem veiðimenn þeir, er eltu gemsur um bjargstigu norður f Mundfafjöllum. En því veittu þeir athygli og þótti mestri furðu sæta, að þessi maður, sem snúið hafði baki við nautnum og skemmtunum fyrir mörgum árum, var allrá þeirra glaðastur, neytti krásanna auðsælega með meiri velþóknun en þeir sjálfir gátu fundið og bergði djarflega á hinum dýru veigum án þess að verða drukkinn. Hann gat og í ölmálunum blandað svo saman gamni og alvöru, að þeim lá stundum við að gleyma veizlukostinum til þess að hlusta á hann og spyrja margs, sem annars bar sjaldan á góma i slíkum hófum. Einn morgun, að liðnum tíu árum frá því, er Marcus Aurelius hafði sent Luciusi bréfið, bar hraðboða frá keisaranum að garði hans. Hafði keisarinn aldrei fyrr sent eftir honum, en boðaði hann nú að kvöldi þessa dags á sinn fund. Lucius þóttist þegar vita, að nú væri ferðin fyrir höndum. Gaf hann sendimanni greið svör og kvaðst mundu koma fyrir keisarann um sólsetur. Hann bjó sig til farar, klæddist veiðibúningi sínum, tók þykkva skó á fætur, gyrti sig einu breiðsaxi og hafði spjót í hendi. Sfðan kvaddi hann börn sín og konu og sagði henni, að hann gæti búizt við að verða lengi á brautu. En allt, sem að búgæzlu og uppeldi barnanna laut, hafði hann jafnan reynt að láta hana þekkja engu miður en sjálfan sig. Þá sté hann upp í vagninn aftur heim, en fór fótgangandi síðasta spölinn. Hann gekk eftir Via Appia, þar sem margt skrautbúinna vagna var á ferð til borgarinnar og frá henni, en grafarmörk ýmissa stórmenna voru á tvær hendur alla leið. Þegar hann kom að hinu veglega minnis- merki frændkonu sinnar, Cæciliu Metellu, sem þar stend- ur enn í dag, vék hann út af veginum í lund einn, er var þar rétt hjá og helgaður Diönu veiðigyðju. Hann nam staðar í lundinum, leit aftur til Mons Albanus, sem bar við himin og glóði í síðdegissólinni, og renndi huganum yfir ævi sína, einkum sfðustu tíu árin, sem höfðu orðið honum auðugust af reynslu, lærdómi og gleði. Hann leit með vorkunnlátri velþóknun á gelgjuskeið sitt, er hann hafði farið hamförum hins fávfsa unglings til þess að höndla gæfuna, en alltaf gripið f tómt. Ef til vill hafði það orðið honum til góðs, því að hann þurfti ekki sfðan að þrá neitt af þvf, sem hann þegar vissi vera hégóma. En hvar hefði hann nú verið á vegi staddur, ef boðskapur keisarans hefði ekki borizt honum? Að líkindum 32 ára gamalmenni, sem bæri að vörum sér með skjálfandi höndum sama bikarinn nótt eftir nótt án þess að finna til þorsta né hljóta svölun. Þessi tíu ár höfðu liðið fljótt, en hvar sem hann nú ætti að ferðast, um hin úrsvölu fjöll Germaníu eða sólbrunna sanda Núbíu og þaðan inn á enn ókunnari slóðir, átti hann ótæmandi gnótt endur- minninga og hugsvinnsmála að förunautum. Hann heyrði kliðinn utan af þjóðveginum, hugsaði um örlög allra þeirra, sem höfðu ekið þar f vegsemd og blóma lífsins, en nú hvíldi aska þeirra í friði við brautina. Hvert stefndi þetta allt? Hvað var f raun og veru líf og hvað var dauði? Honum komu f hug andlátsorð Hadrians keisara, sem hann hafði numið af föður sínum í æsku: Animula, vagula, blandula, hospes comesque corporis, quæ nunc abibis in loca, pallidula, rigida, nudula? „Litla, reikandi, ljúfa sál, gestur og förunautur líkam- ans, hvert er nú för þinni heitið, þú sem ert svo litverp, kulvís og nakin?" Og skyndilega kom að Luciusi svo undraverð ást til lifsins og þakklæti fyrir að vera tii, að hann kraup niður á jörðina og lagði vangann upp að trjábol f orðlausum unaði. Þegar hann stóð upp aftur, fannst honum tíminn hafa staðið kyrr eins og eilffðin. Enn hafði þessi síðasti dagur fyrir ferðina fært honum dýpri gleði en nokkur undanfarinn dagur lífsins. Og hann hugsaði með sér: „Hefði eg nokkurn tíma vaknað til vitundar um hamingju mína, ef eg hefði ekki horfzt í augu við, að lífið ætti að vera mér skammvinnara og erfiðara en öðrum jafnöldrum minum?" Lucius gekk út á Via Appia, hraðaði göngu sinni og skundaði gegnum Porta Capena til Palatínhæðarinnar á fund keisarans. Marcus Aurelius tók við honum einn saman í málstofu sinni. Hinn mikli Cæsar var grannleitur og fölleitur, svipurinn i senn mildur, raunabitinn og þreytulegur, klæði hans á sinn hátt jafnóbrotin og ferða- búningur Luciusar. Eins vel hefði mátt trúa því, að hann væri í gæzluvarðhaldi í þessari miklu höll og hann væri allsráðandi Rómaveldis. Lucius laut honum með lotningu, en keisarinn mælti til hans á þessa leið: Cæcilius Metellus! Að þremur dögum liðnum verð eg enn að fara frá Róm, því að Markómannar hefja nýja sókn á mæri ríks vors, og þar þarf varnar við. Vera má, að eg komi eigi aftur úr þeirri för. Eg vilekkiskiljavió þig að þessu sinni án þess að játa, að eg hef blekkt þig. Slfkt var Framhald á bls. 16 ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.