Lesbók Morgunblaðsins - 13.10.1974, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 13.10.1974, Blaðsíða 12
Tveggja dyra útgáfan. sem nú heitir 242. Eihfalt og umfram allt sterklegt útlit. BÍLAR Það sjónarmið að leggja í slfellt auknum mæli áherzlu á öryggi, hefur náð fótfestu I bílaiðnaðinum að und- anförnu, enda eru óhugnanlegar mannfórnir af völdum umferðar- slysa. f Evrópu hafa sænsku bllarnir, svo og Mercedes Bens, verið I farar- broddi og bæði Volvo og Bens hafa gert tilraunir með sérstaklega búinn öryggisbil (Safety Car). Þær hug- myndir sem þar komu fram, hafa þó ekki orðið að veruleika og ræður framleiðslukostnaður mestu þar um. Volvo er sú gerð, sem ákveðnast tekur skref I þessa átt, og árgerð 1975, sem auðkennd verður með 240, kemst næst þvl að llkjast fyrr- nefndum öryggisbílum. Allt fyrir framan framrúðu er nýtt, segir t upr/lýsingum frá Volvo. Breyt- ingin felst t þvt að vélarhllfin hefur verið lækkuð og virðist hún hallast ivið meira fram en áður. Vegna þessa virðist hinn nýi Volvo ögn breiðari framan fyrir og þar að auki hefur „andlitinu" verið breytt og sem betur fer er breytingin til bóta sýnist mér. Volvo er eins og kunnugt er, búinn hrikalegum öryggisstuðara, bæði að framan og aftan. Eins og Volvo hefur verið teiknað- ur, geta þessir ágætu stuðarar naum- ast talizt prýði; nákvæmlega sama gildir um amerlsku bflana, sem sam- kvæmt þarlendri reglugerð verða að hafa öryggisstuðara. Nýi Volvóinn er greinilega teiknað- ur með tilliti til þess að bera þessa miklu brynvörn. Það tekst bærilega. Nýja andlitið minnir mjög á hinn ítalska Lancia og er ekki verra þar fyrir. Afturhlutanum hefur hins veg- ar ekki verið breytt. Hinir sveru öryggisstuðarar og raunar hvaðeina t hönnun bflsins, höfðar til kaúpenda, sem umfram allt eru að leita að traustieika og vönduðum frágangi. Staðreynd er, að útlitið selur bflinn umfram flest annað og ætti ég samkvæmt þvf að reyna að gizka á, hverskonar maður hinn dæmigerði Volvókaupandi sé, þá sé ég fyrir mér mann, sem er sæmilega efnaður, kominn af létt- asta skeiði, raunsær og vill hafa það áþreifanlegt, sem hann fær fyrir pen- ingana. Og slíkir kaupendur eru fjöl- mennir. Raunhyggjumennirnir, sem hingað til hafa „gert góð kaup" I Volvó, ættu sfður en svo að verða þessari nýju gerð fráhverfir. Ef nýja andlitið dugar ekki til að sannfæra þá, sem kannski eru f vafa, ætti innri gerð bflsins að geta ráðið úrslitum. Volvo 244 er alveg umbreyttur að innan. Fljótt á litið virðist svo sem breytingarnar hafi verið til bóta. Að minni hyggju er mælaborðið miklu betur teiknað en áður, og það er einhverskonar norrænn heimilisiðn- aðarkúltúr fólginn í röndótta ðklæð- inu, sem fáanlegt er á sætin. Eins og löngum fyrr hjá Volvó, virðast sætin framúrskarandi vel mótuð og höfuð- púðinn er nú svipaður og hjá keppi- keppinautnum Saab: Gagnsær á þremur stöðum til þess að hindra ekki útsýnið um of. Af öðru sem nýtt getur kallst, má nefna tannstangarstýri og að hallinn á stýrinu er aukinn. Fjöðrunin, sem löngum hefur verið af stffara taginu, hefur nú verið mýkt eitthvað. Lengd- in hefur Iftið eitt aukizt, er nú 4.89 m. Auk þess verður Volvo búinn alveg nýrri vél og geta menn nú valið um tvær vélastræðir. Þær eru báðar 4 strokka, 82 og 97 hestafla. Þar fyrir utan er fáanleg GL útgáfa, sam- svarandi Volvo Grand Luxe áður, og er hún búin 1 23 hestafla vél. Viðhafnarútgáfan Volvo 164 verð- ur framleiddur áfram, að vfsu undir einkennisstöfunum 264. Hann verð- ur áfram með 6 strokka vél, 154 hestafla, og búinn ýmisskonar lúxus, sem annars er aðeins fáanlegur f miklu dýrari bflum. Það sem hér er sagt, er aðeins byggt á upplýsingum frá Volvo og verður nánari umsögn að bíða þar til hægt verður að prófa bflinn. Ef tannstöngin gefur betra stýri en hingað til hefur verið f Volvó, og sé hann eitthvað minna hastur á misjöfnum vegi, þá er það hvorttveggja f áttina. Eftir myndum að dæma er útlitið ennþá sterklegt og traustlegt án þess að vera til muna listrænt. En það er fyrst og fremst teikningin og frágangurinn að innan, sem er f toppklassa og verður áreiðanlega sterkasta trompiðá hendinni. G. Til vinstri: Ný sæti. Þau hafa alltaf verið framúrskarandi i Volvo og hafa ugglaust ekki versnað. Að neðan: Mælaborðið hefur verið teiknað upp og ólíkt betur gert en áður var. Til hægri: Viðhafnarút- gáfan: Volvo 264, búinn 6 strokka vél. Listgagnrýnandinn og reiknistokkurinn Framhald af bls. 11 höfundar, sem vilja semja verk sfn af „raunsærra" — orðið er sannarlega vafasamt f þessu sambandi — tilefni uppskera fyrir heift og hatur menningarlegra arfþega millistéttar- innar gömlu; þeirra, sem telja raun- sæi peninga, yfirborðsmennskan hinum aftur á móti óbærileg. Upplýsingin hefur aldrei verið meiri, né árangursrfkari en nú er. Og alltaf öðru hverju ná umbrotamenn í hópi rithöfunda til fólksins, þá eru þeir stundum tamdir með slagorð- um, tjáningarformi tilgreindra arf- þega, þeir menn eru „rödd samtiðar sinnar." Þótt þeir f upphafi séu ein- kenndir með neikvæðum slagorðum, að þeir séu að eyðileggja smekk manna á bókmenntir, svo og þær sjálfar, verk þeirra séu óskiljanleg eða ómanneskjuleg, hljóta þeir oft f virðingarskyni fyrir þrákelkni önnur jákvæðari: þeir eru forréttinda- slæpingjar, sem bfða innblásturs — rithöfundurinn á að kenna til f storm- um sinnar tfðar — hann hefur fórnað sér fyrir köllun sfna — verk hans eru gjafir til fólksins — f skáldinu á öllum að geta fundið til — o.s. frv. Þessi agaða, meðvitaða viðleitni manns, listiðkunin, til að lifa heill, er rangfærð. Til eru þeirmenn sem telja listamenn kjaftaska f veraldleaum. samkvæmt orðalagi þeirra, málefnum og efna- hagslega aumingja. Og það er ekki fjarri lagi að þvf er snertir rit- höfunda. En stafar af þvf, að þeir eru staddir í vftahring með hugmyndir sinar um sjálfa sig. Þær eru þá teknar ómeltar úr viðhorfum hins almenna borgara til þeirra. Tvær ástæður eru til þess, þeir gleyma sér f hinum þrautræktaða reit bók- menntanna (likt og Odisseifur heillaðist af söng Syrenanna) og auðmýktin, sem listamaður hlýtur að temja sér gagnvart starfi sfnu, gerir hann Iftilþægari og um leið auð- tryggari viðmóti þess fólks, sem glat- að hefur innsæisgáfu feðra sinna til að sjá gegnum skuggsjá skáld- skaparins inn f sjálft sig. Samkvæmt þvf sjónarmiði verður skáldskapur fyrst til sem óljós aðkenning, kennd, tilfinning. sfðan eru þessi kennsl staðfærð f efnislýsingu. sem að þeim sankast, sem gerir þau fyrir tilstilli orða að raunhæfri, uppbyggilegri reynslu fyrir hvern og einn. Að- kenningin vaknar vegna þess, að fmyndir um orð manna og gerðir hafa gerjast f huga listamannsins óháð vilja hans, uns allt ætlar út úr að flóa og hann verður að tappa af sér listaverki. Skáldskaparmjöðurinn er svo kneifaður af hinum almenna borgara, sem verður fullur af honum. Með nútfmalegum skáldskap hafa rithöfundar burgðið á það ráð, til að losna úr þessari örtröð, að leita eigin sjálfsfmyndar, óháð slagyrða- skrölturum. Ljóðasmiðir riðu á vaðið fyrstir, enda er Ijóðagerð persónu- legust skáldskapartegund og minnst háð efnahagslegum fjötrum um af- komu (fyrri til meðal listamanna urðu þó málarar, impressionistar). Af óráðskenndu vitundarleysi hafa áhangendur hinna eldri bókmennta látið stór orð falla af þessu tilefni. Afvötnun fer sjaldan fram umtölu- laust. Niðurlag í næsta blaði Viðtal við Guðnýju Framhald af bls.7 stundarfrið fyrir mér hérna, svo þau leyfðu mér að fara heim eina helgi. Þegar ég kom í fyrsta sinn heim aftur var fólkið varkárt í umgengni við mig, en reyndi þó að vera eðlilegt. Það var líka heldur hljóðara í kringum krakk- ana, þegar þau sáu mig aftur. Nú er fólkið hins vegar alveg orðið vant þessu og fer með mig eins og hvem annan. Um mánaðamótin júní-júif fór ég svo að fara oftar heim og fer nú orðið heim um hverja helgi. Ég er búin að fá mér bíl til að komast á milli sjálf. Þrátt fyrir öryrkjaafsláttinn, var sá bíll mjög dýr. Ég þurfti að fá hann sjálf- skiptan, með vökvastýri og með sérstöku handbenzíni og brems- um fyrir mig. Tryggingarnar greiddu mér tjónið á hinum bfln- um og sjálf fékk ég 450 þúsund króna slysabætur. örorka mín hefur ekki verið metin ennþá, þar sem slíkt er ekki gert fyrr en ár er liðið frá slysinu. Þegar ég fékk tollaeftirgjöfina á bílnum, þurfti ég þó læknisvottorð og þar kom Framhald á bls. 14

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.