Lesbók Morgunblaðsins - 01.12.1974, Blaðsíða 2
I
Líf og fjör við matborð F Kjarvalshúsi, þar sem nú er rekinn skóli fyrir fjölfötluð börn.
Hvemig er búiö að
vangefnum bömum
á Islandi ?
Eftir Helgu Finnsdóttur
HVERNIG er að vera vangefið
barn á íslandi í dag? Ætli
nokkur af lesendum blaðsins
hafi hugleitt þessa spurn-
ingu. Það er kannski Ijótt að
vera að tala um þetta leið-
indamál svona á sunnudags-
morgni. En þá höfum við
kannski einna helst tíma til
að hugsa um þessi börn, sem
búa í sama þjóðfélagi og við,
en við heyrum aldrei neitt um
og sjáum aldrei. Ef þið hafið
aldrei hugleitt það, hvernig
þessi börn lifa, þá má kannski
mynda sér einhverjar skoðan-
ir af viðtölum þeim, sem hér
fara á eftir. Þau eru við
Sævar Halldórsson, barna-
lækni, Þorstein Sigurðs-
son sérkennslufulltrúa, og
Margréti Margeirsdóttur,
félagsráðgjafa. Einnig fylgja
með skoðanir nokkurra
óþekktra borgara á þessum
málum.
Ef ég mætti svara spurn-
ingunni, segði ég, að það
©
væri engan veginn gott að
vera vangefið barn á Islandi í
dag, þó að það hafi sjálfsagt
oft verið verra. Sértu vangef-
ið barn er það undir hælinn
lagt hvort þú færð að alast
upp hjá foreldrum þlnum.
Sértu hjá foreldrum þínum er
alls óvíst, að þú hafir nægi-
lega möguleika til að þrosk-
ast og taka framförum af því
að það er ekki til nóg af fólki
á íslandi til að kenna þér og
æfa þig, ef þú ert líkamlega
fatlað barn.
Væri þetta fólk til, þá vant-
ar húsnæði fyrir það til að
vinna í og það vantar líka fólk
til að segja kennurunum
hvað eigi að gera við þig og
hvað sé að þér. Það vantar
líka fólk til að segja foreldrum
þínum hvað þau eigi að gera
fyrir þig, því að þau þekktu
ekki vangefið barn fyrr en þú
fæddist, frekar en aðrir ís-
lendingar þekkja þig í dag.
Þau gefast kannski upp á
þessu öllu saman, enda geta
þau aldrei um frjálst höfuð
strokið, og þú lendir á hæli,
þar sem þú lærir að láta tím-
ann líða án þess að valda
öðrum óþægindum. Þér er
haldið lifandi og þá vita allir
íslendingar, að það er allt
gert fyrir þig, sem hægt er að
gera og þú ert þarna einhvers
staðar, ásamt hinum, fyrir
utan bæinn. í staðinn fyrir
gleði og hlátur, reiði og sorg,
er kominn sljóleiki f augu þér,
sljóleiki okkar hinna, hins
heilbrigða meirihluta.
En kannski rofar til. Sam-
kvæmt nýju grunnskólalög-
unum hefur verið skipuð
þriggja manna nefnd til að
skipuleggja heildaráætlun
um kennslu og félagslega að-
stoð við vangefin börn á ís-
landi. Öllum framkvæmdum
þar að lútandi skal vera lokið
innan tíu ára frá gildistöku
grunnskólalaganna. Það vill
svo vel til, að tveir af þeim,
sem hér er haft viðtal við, þau
Margrét Margeirsdóttir og
Þorsteinn Sigurðsson, eiga
sæti f þessari nefnd. Þetta
lítur því bærilega út í bili, en
persónulega hef ég sterkan
grun um, að þrátt fyrir allar
lagasetningar, þurfi aðstand-
endur vangefinna barna
áfram að berjast með hnúum
og hnefum fyrir sjálfsögðum
mannréttindum þeirra.
,M VIL
LÍTA
SÉRFRÆÐ-
mm
11 ÞAД
Leitað álits
í síma
ÉG hringdi af handahófi í tíu sfma-
númer f Reykjavík og spurði viðmæl-
endur þriggja spurninga. Hvað er
vangefið barn? Hvað höfum við gert
fyrir vangefin börn fram til þessa?
Hvað eigum við helzt að gera fyrir
vangefin börn? Ég veit ekki, hvort ég
hef verið óvenju heppin, en ef miða
á við þessa tfu aðila, sem ég talaði
við, þá er almenningur ekki eins
fáfróður og neikvæður í garð þessara
mála og sumir hafa haldið. Ég freist-
ast jafnvel til að halda, að stjórn-
völd, læknar og fleiri aðilar séu
sinnulausari um þessi mál en al-
menningur f landinu. Hér á eftir fara
svör þeirra, sem hringt var í.
— Hvað er vangefið
barn?
Barn, sem lifir í öðrum heimi en
við, vegna þess að það hefur eitt-
hvað skaddast.
Barn, sem ekki hefur fulla greind
eða er ekki líkamlega fullburða á
einhvern hátt.
Vangefni lýsir sér f mörgum mynd-
um og þvf ekki hægt að flokka öll
vangefin börn f sama hóp.
Barn, sem ekki getur bjargað sér á
eigin spýtur.
Hjálparvana barn, sem á bágt.
Barn, sem er á eftir.
Barn, sem á erfiðara með að læra
en önnur börn og getur kannski alls
ekki lært. Annars er ástand vangef-
inna barna mjög margbreytilegt.
Barn, sem ekki fylgist með jafn-
öldrum sfnum. Annars er þetta svo
vfðtækt, að ekki er gott að svara
þessu f fljótu bragði.
Barn, sem er seinþroska. en ýmis-
legt fleira getur komið til.
Ég hef ekki hugsað svo mikið um
þetta. Ég hef hvergi rekist á neitt
slfkt nálægt mér.
— Hvað höfum við
gert fyrir vangefin börn
fram til þessa?
Það þarf mikið að gera fyrir van-
gefin börn. Eitthvað er gert fyrir þau
f dag, en það þyrfti að vera meira.
Persónulega geri ég ekki neitt og
þjóðfélagið gerir Iftið.
Það er allt of Iftið gert fyrir þau I
dag. Ég held að sum þessara barna
séu heima og leiki sér úti. Eru ekki
llka til einhverjir skólar og hæli?
Það er ósköp Iftið gert fyrir þessi
börn.
Þjóðfélagið gerir ekki nóg fyrir
vangefin börn. Það mætti minnka
fjölskyldubæturnar hjá mér og nota
þær, þar sem þörfin er meiri.
I nútfmaþjóðfélagi reynir fólk að
hafa vangefin börn á heimilum, sem
efla þroska þeirra. Æskilegast væri,
að foreldrarnir gætu haft þessi börn
hjá sér, ef þeir hafa menntun og
þroska til þess.
En þá þyrfti að bæta aðstöðu for-
eldranna svo um munar.
Framhald á bls. 16