Lesbók Morgunblaðsins - 01.12.1974, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 01.12.1974, Blaðsíða 15
Greinarhöfundur tók þessa mynd af Birni heima hjá honum i Selkirk. Vestur um kaf með viðkomu hjá Lefolii Við skulum bregða okkur smá- stund vestur yfir hafið til land- námsbyggða Islendinga í Kanada. Sú ferð getur orðið býsna fróðleg, ef við beitum athyglinni og göng- um á vit þeirra, sem gjörst þekkja lífshætti fólksins, sem þar býr. Einna mestan áhuga mun það þó vekja hjá okkur Islendingum að kynnast lífsviðhorfi og athöfnum þeirra sem ætt sína rekja til Is- lands — þjóðarbrot — er hefur átt þarna athvarf í eitt hundrað ár. Það vekur ef til vill mesta undrun gestsins, sem kemur hér að heiman, hve margt af þessu fólki varðveitir íslenzkt málfar og þá menningarerfð, sem var þess hei manfylgja. Selkirk er 10—12 þúsund manna bær, um það bil 24 mílur norður frá Winnipegborg og stendur á bökkum Rauðár. I þess- um bæ er margt fólk af íslenzkum uppruna og mælir á tungu feðra sinna. Þar er vistheimili fyrir aldrað fólk og þar má finna meðal dvalargesta marga Vesturfslend- inga, menn og konur. Frú Thomsen er forstöðukona heimilisins — móðir hússins — elskuleg og tillitssöm við þessi öldurmenni, sem lokið hafa löng- um starfsdegi og lifa nú rólegt ævikvöld. Hún er ekki þarna sem einhver ópersónulegur fram- kvæmdaaðili, heldur vinur, ráð- gjafi og verndari þeirra, sem vegna aldurs, sjúkleika eða ann- arra orsaka eru ekki færir um að greiða sjálfir úr vandræðum sín- um. Meðal þeirra, sem þarna eiga samastað er 88 ára gamall Vest- mannaeyingur, Björn Oddgeirs- son, sonur séra Oddgeirs Guðmundssonar, prests að Ofan- leiti. Björn er vel ern, hress og viðræðugóður. Heyrn hans er þó talsvert orðin skert og verður hann því að nota heyrnartæki. Notkun þess stillir hann þó við hóf. Rafhlöðunum vill hann ekki eyða til að hlusta á neitt mein- ingarlaust eða óuppbyggilegt hjal — nei — ónei. Björn er fæddur 1886 og var fimm ára gamall þegar séra Odd- geir faðir hans, fékk veitingu fyr- ir Vestmannaeyjum. Móðir Björns var Anna Guðmundsdótt- ir, prests Einarssonar að Arnar- bæli í ölfusi. Og nú skulum við heyra Björn rekja stutta minningaþræði lið- innar ævi. „Jú, ég man ýmislegt heiman frá Islandi. Þegar búið var að ferma mig fékk ég stöðu við Lefoliisverzlun á Eyrarbakka og var þar fram til jóla árið 1906. Þá fór ég þaðan vegna þess, að heilsa mín var ekki góð, eitthvað að meltingunni. Ég var búinn að skrifa föður mínum og segja hon- um að veru minni hjá faktor Níel- sen mundi senn lokið. Þau voru beztu manneskjur, faktorinn og kona hans, en þeim var ekki um sjúkdóma. Læknirinn á Eyrar- bakka, dr. Asgeir Blöndal, gaf mér einhver meðul og sagði mér að vera þar, sem ég gæti fengið holla fæðu, helzt nýtt kjöt, nýjan fisk og egg. Ég fór svo skömmu fyrir jólin. Það er nú saga að segjs frá því. Þá um veturinn vargríðar gaddur og við fórum yfir Ölfusá beint í stefnu á Kotströnd. Ég var í fylgd með tveimur mönnum, sem voru á leið suður eins og ég. Við höfðum ekki lengi farið, þeg- ar okkur mæta tveir menn, sem eru á austurleið. Annar ferða- félagi minn víkur kunnuglega að mönnunum, enda annar þeirra bróðir hans og átti sá heima á Eyrarbakka. „Jæja, góði, þú ert að koma úr höfuðstaðnum. Illa trúi ég því, að þú eigir þá ekki hressingu handa okkur.“ Hinn tekur þvf mjög fjarri að hann hafi neitt þess kon- ar meðferðis. En bróðir hans var ekki af baki dottinn og heldur áfram að nöldra um brennivfn, og svo fer að lokum, að hinn dregur upp pelaglas hátt f það að vera fullt og segir: „Þið þarna snáðar, fáið ykkur allir sopa.“ Ég var hugsanasljór unglingur og lét til leiðast að fá mér dálitið. Ekki stóð lengi við í pelanum en þá er óðara dregin upp þriggja pela flaska með þeim sömu um- mælum, að við skyldum allir fá okkur sopa. Nú gjörist hinn vínglaði ferðafélagi all drukkinn og er þá fremur óheflaður f hátt- um sínum. Hann snýr sér til mín og segir: Nú erum við að verða komnir út að Kömbum. Þú ert enginn maður til að fylgja okkur yfir fjallið þar sem nóttin er í aðsigi. Ég geri ráð fyrir að þetta hafiveriðrétt: Og hann bætirvið: „Þarna er bóndabær. Þar er án efa gestrisið fólk, sem líknar þér,“ — Og merkilegt nok. Það stóð heima sem hann sagði. Mér var boðið inn og húsmóðirin heilsaði mér ósköp almennilega og fannst ekkert vit í því að ég héldi áfram með þessum mönnum undir nótt- ina. „Bíddu rólegur. Það eru allt- af lestamenn á ferðinni og við skulum taka vel eftir.“ Konan býður mér að borða, en ég sagði, að það sem mig langaði mest í væri dálftið af vfni. „Hjálpi mér hamingjan, þú svona ungur. Hér er engin vínsala. Ég held þú sért búinn að fá nægilega f þig. En ég skal samt gefa þér i staup- inu.“ Hún fer svo út og kemur að vörmu spori aftur með staup og í því var sko engin mysa. „Settu þetta í þig og svo verðurðu að borða vel,“ segir hún um leið og hún gengur út. Fljótlega keraur hún svo inn aftur og tekur þá um fæturna á mér. „Hvernig er því varið með fóta- búnaðinn?” Hún sá að ég var eins og hvert annað unglingsgrey. „Þetta er enginn fótabúnaður á þér, drengur, og eiga eftir að fara til Reykjavíkur. Ég skal láta þig hafa sokka.“ Og ég fékk hjá henni þá beztu sokka, sem ég hef nokkru sinni átt, hlýja og mjúka. Dálitla peninga átti ég og eitthvað af þeim gaf ég þessari góðu konu fyrir sokkana og alla notasemina. Við höfðum vakandi auga með allri umferð og að síðustu kom lest, sem var á suðurleið. Húsmóð- irin kvaddi mig og sagði: „Hlauptu nú í veg fyrir þá. Þeir hjálpa þér.“ Fararstjórinn var frá Eyrar- bakka og hann þekkti mig og tók mér vel. „Það er engin hætta á ferðum. Þú kemst yfir fjallið. Þú getur fengið að sitja á hesti hjá mér annað veifið, en gengur svo á milli. Við fengum fremur gott veður, engan snjóbyl, og komumst að Kolviðarhóli. Sá bær var þá í þjóð- braut og þar mikill gestagangur út og suður alla tíð. Við gistum þarna um nóttina. Ég frétti seinna ljótar sögur af þeim tveimur, sem ekki vildu lofa mér að fylgja sér. Þeir komust niður að Lækjarbotnum, þar var vfst einhver vínsala, þó tæpast lögleg. En þeir gátu bætt á sig, urðu svo ósáttir, ruku saman og flugust á, skildu svo i fússi ogkomustviðillan leiktil Reykja- víkur. Ég fylgdist með lestinni alla leið. Mennirnir sem með hana fóru voru mér góðir, líkast því að þeir ættu í mér hvert bein, og var ég á hestbaki svo til alla leiðina. I Reykjavík beið ég eftir skipsferð og fór svo til Vestmannaeyja. Ég varð allur annar maður eftir að ég kom heim. — Það var nú þannig, að þótt fólkið á Eyrarbakka væri gott, þá var það strangt, voða strangt. Auðvitað hafði ég gott af því. Mér veitti svo sem ekki af. Þetta fólk var ákaflega hrætt vió sjúkdóma, hafði ímugust á öllu þess háttar. Nú fór ég að vinna á jörðinni heima með föður mínum og bræðrum. Þar var nóg að gera. Faðir minn átti tilkall í Bjarnar- ey. Þar hafði hann margt fé, sem þurfti að líta eftir bæði vetur og sumar. Svo kom að því að ég sagði foreldrum mínum, að ég vildi fara burt, eitthvað út f heiminn. „Jæja, Bjössi minn, ef þú endi- lega vilt, þá verður þú að ráða því sjálfur og ábyrgjast þá ákvörðun sjálfur," sögðu þau, og ég fór. Fyrst til Noregs og svo þaðan hingað til Ameriku árið 1917. Þá var styrjöld og hættuleg sigling yfir hafið. Ég fór á stóru skipi, Stavangerfjord, 10.000 smálestir. Ferðin gekk vel, engir kafbátar og ekkert ægilegt. Hér hef ég svo verið sfðan eða í hart nær sex áratugi. Ég fór fyrst til North-Dakoda og ég varð að gera allt til að halda lfftórunni. Ég fékk vinnu við að leggja sfmalínu frá Grand Forks til næsta bæjar, um 25 km vega- lengd. Þegar því verki var lokið var okkur tilkynnt, að nú væri ekki meira fyrir okkur á þessum stað. Verkstjórinn gaf okkur skil- ríki fyrir vinnunni og áttum við að sýna þau á skrifstofu fyrir- tækisins, þegar við kæmum til Grand Forks. Ég hafði nóga pen- inga til að kaupa mér „busferð", en ég var svo útkeyrður eftir vinnuvikuna, andvökur og strit, að allt hringsnerist í hausnum á mér og ég missti af vagninum. Eg lagði svo af stað gangandi. — Auðvitað var lítið vit í þvf — Þegar ég var búinn að ganga í klukkutíma kem ég að bóndabæ. Ég hugsa sem svo, að bezt sé að koma við og fá upplýsingar. Þar mæti ég konu. Hún horfir á mig með meðaumkunarfullu augna- ráði og segir mér svo hvað langt sé til Grand Forks. Ég hef víst ekki verið sérlega hress á svipinn, og ég.sá það á öllu, að hún sárvor- kenndi mér. Eftir að hafa fengið að vita vegalengdina hélt ég leið- ar minnar. Ég gekk og gekk. „Körin" voru alltaf að þjóta fram hjá mér, en enginn gerði sig iík- legan til að stanza og bjóða mér far. Loksins, þegar ég hafði geng- ið 17 mílur, stanzar „kar“. Bíl- stjórinn segir: „Þú ert gangandi maður. Viltu ekki koma upp í bílinn minn?“ „Ö, svo sannar- lega,“ segi ég og þakka honum hjartanlega fyrir. Hann spyr mig hvernig mér hafi liðið á leiðinni. Ég segi sem var, að ég sé nú farinn að þreytast æði mikið. Hann ók mér alla leið til Grand Forks og tók ekkert fyrir. Ég fór svo að leita fyrir mér um vinnu og fékk þegar nokkur til- boð. Einu þeirra tök ég og áleit að það væri frá venjulegum bónda. Ég varð því meira en lítið undr- andi, þegar ég komst að raun úm, að vinnuveitandinn var majpr, hámenntaður maður. Hanh hafði búgarðinn á leigu frá föður slnum, sem orðinn var gam- all og hættur allri vinnu. Þarna vann ég svo með dágóðum ungl- ingi. Mér líkaði býsna vel. Þarna var fjöldi gripa,' og við vorum mest við það að sækja korn og henda því inn í sköginn til þeirra. Nokkru eftir að ég fór að vinna á búinu fæ ég bréf frá mági minum í Winnipeg. Þar býður hann mér vinnu hjá sér i brauðgerðarhúsi. Ég varð guðsfeginn að komast til Winnipeg og losna við illviðrin og hörkurnar f North-Dakoda, — Voðalegt líf. Majórinn var vanur að koma á morgnana og lita eftir vinnunni. Þennan morgun segi ég við hann: „Ég verð að segja þér dálítið, herra majór.“ „Hvað er það nú helzt?" „Ég fékk bréf frá mági mínum í Winnipeg. Hann er ný- búinn að setja upp brauðgerðar- hús og býður mér að vinna hjá sér.“ Majórinn lítur á mig, þegir stundarkorn og segir svo: „Þú ætlar þó ekki að þjóta frá mér eftir örfáa daga.“ „Nei, alls ekki, hr. majór, en eigi ég ekki að missa þetta tækifæri, þá verð ég að svara tilboðinu innan fjögurra daga.“ Hann hugsar sig um smá- stund en segir svo: „Jæja, við skulum kalla það sæmilegt." Þessi maður var valmenni og hann skildi hvað það skipti mig miklu að komast til Winnipeg. Og hann bætir við: „Þá daga sem þú átt eftir að vera hér vinnur þu bara morgunvinnuna, borðar svo og skiptir um föt. Eg ek þér í bæinn þegar þú ferð. Þetta stóð allt heima. Hann tók mig með sér og hafði þá útbúið tékk handa mér sem greiðslu fyrir vinnuna. Við förum í banka. Ég geng þar að afgreiðsluborðinu. Stúlkan, sem þar var fyrir svörum mælir mig út með augunum eins og hún sé að hugsa: „Þetta er fallegur óbótamaður, sem majórinn hefur nú lent á.“ — Hún borgaði mér svo peningana, en ég kvaddi vinnuveitanda minn með virktum og fór svo mína leið. Ég vann tíu ár i þessu brauð- gerðarhúsi eða þangað til það fór yfirum. Mágur minn hét Skúli Bjarnason. Hann var giftur Margréti systur minni. I Ameríku hef ég lifað fjarska breytilegu lifi. Unnið alls konar erfiðisvinnu, grafið skurði, lagt vatnsrör og verið í bygginga- vinnu. Ég hef stundum unnið slit- rótt og flækst úr einum stað í annan. Konur hafa ekki haft neinn áhuga fyrir mér, en ég hef alltaf haft nóg að bíta og brenna, og það var fyrst hér, sem ég komst í dálitil efni — áður átti ég aldrei neitt. — Jú, mér hefur liðið hér vel að flestu leyti, — landið er gott. Þ.M.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.