Lesbók Morgunblaðsins - 01.12.1974, Blaðsíða 16
Ivo fagri
Framhald af bls. 14
hálfskjálfandi frá því, sem viö
haföi borið. En brotna sverðið
fann hún ekki. ívó hló vantrúður.
„Þig hefur verið að dreyma. Við
skulum gleyma þessu.“
Dag nokkurn ákvað Ivó að ferð-
ast til Babína með prinsessuna, til
þess að heimsækja foreldra sína.
Bóndinn og kona hans urðu harla
glöð við að sjá hann aftur. Þau
voru upp með sér af frama sonar-
ins og konungsdótturinni fögru,
sem var með honum. Bóndinn
bauð öllum þorpsbúum til
dýrindis veizlu. Þorpsstúlkan
fagra, sem hafði elskað ívó sat
einnig til borðs. Döpur á svip virti
hún ungu hjónin fyrir sér. Af því
að bóndinn drakk einum um of,
varð honum liðugt um málbeinið
og sagði frá því, er hann hafði
hlustað á Úsúdurnar, og hvers
vegna hann hefði ekki viljað, að
Ivó kvæntist.
Bóndakonan grét. „Fyrirgefðu
mér,“ sagði hún. „Ég vissi ekkert
um þetta. Eg hef dæmt þig of
hart. En nú er bætt úr öllu.“
ívó kyssti prinsessuna sína.
„Þig hefurþáekkidreymtá brúð
kaupsnóttina," sagði hann, „held-
ur hefur þú bjargað lífi mínu,
meðan ég svaf. Við munum eiga
langt og hamingjuríkt líf fyrir
höndum. Þvf að ástin hefur sigrað
örlögin. Og svo segja menn, að allt
upp frá þessu hafi gráu systurnar
þrjár aldrei sézt í Bosníu. Máttur
þeirra hafði verið brotinn á bak
aftur.
Myndlist
meöal Skota
Framhald af bls. 10
hygg aó af öllum þessum mynda-
fjölda hafi varla verið nokkur
mynd, em ekki gat talizt sæmilega
viðfeldin stofulist.
I sumum kirkjusóknum er
myndlist af því tagi ekki hátt
skrifuö; þar er umfram allt litið á
hana sem eitthvað, sem hægt sé
að „nota“ í þágu málsstaðar,
verkalýðshreyfingar eða bylt-
ingar.
1 listasafninu Art Galleries var
yfirlitssýning á verkum J.D.
Fergusons, sem uppi var á síðustu
öld og eitthvað framyfir aldamót.
Skotar hafa miklar mæt'T á
Ferguson, en hann virðist þó hafa
verið á samfelldu kennderíi í
frönsku impresssjónistunum og
stundum málar hann Cézanne svo
kyrfilega upp, að engu er líkara
en meistarinn sé þar sjálfur á
ferðinni. Það verður að segjast
okkar brautryðjendum til hróss,
aó enda þótt þeir yrðu fyrir sterk-
um áhrifum, auðnaðist þeim að
vinna úr þeim áhrifum á persónu-
legan hátt. Af þeirri myndlist,
gamalli og nýrri, sem sjá mátti í
Glasgow í þetta sinn, þótti mér þó
nútímalistin sýnu merkust. Og
innan hennar eru mér portrettin
minnisstæðust. Þar mátti sjá ágæt
dæmi um, -hvað hægt er að fara
frjálslega með fyrirmyndina,
enda nokkurnvegin víst, að þessi
portret hafa ekki verið máluð eft-
ir pöntun. Þeir fáu Islendingar,
sem lagt hafa fyrir sig portretmál-
verk, hafa orðið að standa í í þeim
ósköpum að mála sextuga eða
sjötuga karla á sparifötunum og
reyna að gera herskara af venzla-
mönnum til hæfis.
Ég held, að það væri i senn
gagnlegt og skemmtilegt fyrir ís-
lenzka myndlist og myndlitar-
mennina sjálfa, að dálitill „renis-
ans“ eða endurvakning gæti átt
sér stað í þessari grein og af
þeirri ástæðu einni væri gagnlegt
að efna til nánari kynna við
skozka myndlist.
Er mystísk
reynsla
raunveruleg?
Framhald af bls. 5
leiðir að tveir tónlistarunn-
endur geta rætt um t.d. ákveð
in stað I tónverki og I hugum
þeirra hljóma sömu tónar og ef
þeir minnast lags upplifa þeir það I
minningunni á svo til sama hátt.
Það sýnir að hér er um reunveru-
lega skynjun að ræða þó hún sé
jafnvel aðeins sumum gefin. Þetta
er alveg rétt segja andstæðingar
efnishyggjunnar. En (jeir bæta við:
Dularreynsla er miklu algengari
en margir vilja vera láta. Fjöldi
venjulegra manna hefur haft meiri
eða minni kynni af henni. Og stað-
reyndin er sú, að þótt erfitt sé að
túlka þessa reynslu í venjulegum
orðum ( Það er eftirtektarvert að
trúarlegir paradoksar verða mörg-
um skiljanlegir og eðlilegir I
mystisku ástandi), getur þetta fólk
rætt saman um reynslu slna og
fullkomlega skilið hvert annað
alveg eins og tónlistarunnendurnir
jafnvel þó þeim er skortir næmi
fyrir hinum flnni sveiflum tilver-
unnar finnist tal þeirra bull eitt og
þvættingur, heyri með öðrum orð-
um ekkert „lag". Lýsingar manna
I mystlskum bókmenntum taka af
öll tvimæli um það að hér er I raun
og veru um sömu og einu upplif-
una að ræða.
En er þá óhugsandi að einhvern
tima verði hægt að sanna eða
afsanna að mystísk reynsla eigi
sér einhvern grundvallaðan veru-
leika? Nokkrir vísindamenn, hugs-
uðir og sálkönnuðir eru teknir að
ihuga þessa spurningu. Fyrir
þrjátiu árum var uppgötvað geysi-
sterkt efni er orkar mjög róttækt á
mannshugann. Það er LSD og hef-
ur verið nefnt ofskynjanalyf sem
er ekki beint heppilegt heiti, þvi
þó það valdi oft mjö miklum og
afar óþægilegum oskynjunum eru
áhrif þess á huga mannsins miklu
fjölþættari og flóknari. Margar frá-
sagnireru skjalfestarum ýmis kon-
ar undarlega reynslu fyrir verkanir
LSD. En meðal sagna um oftast
fremur vennulegar skynjanabreyt-
ingar bárust nokkrar frásagnir um
undarlega kosmiska skynjun er
lýsir sér i öllum verulegum atrið-
um nákvæmlega eins og þær frá-
sagnir sem þekktar eru frá þeim
sem upplifað hafa sama ástand á
eðlilegan og algjörlega náttúurleg-
an hátt. En menn greinír nokkuð á
hvort hér sé raunverulega um
sömu skynjun að ræða. Margir
þeir sem lagt hafa á sig mikið og
langt erfiði til að komast i andlegt
vitundarástand telja að notkun
LSD í þessu skyni sé að svikja lit.
Aðrir eru á allt öðrum máli. Meðal
þeirra var Aldeus Huxley er taldi
að engu máli skipti hvort þessu
marki væri náð á náttúrlegan hátt
eða með aðstoð lyfja eða annarra
efna. En það er eftirtektarvert að
þeir sem komist hafa i þetta
ástand eftir báðum leiðum ber
flestum saman um að enginn
munur sé á hinni mystísku reynslu
sjálfri. En þá vaknar sú áleitna og
afar mikilvæga spurning hvort
hugarástand sem margir hafa lýst
sem andlegri upphafningu eða
jafnvel hinni æðstu vitund og
þroskuðustu andar mannkynsins
hafa á grundvelli hennar boðað
þjóðunum boðskap er margir telja
guðspjöll sé aðeins brenglun eða
hliðarspor í hugarstarfseminni
sem hægt sé að framkalla með
ákveðnum lyfjum. En þeir sem
trúa á tilverustig sem við skynjum
yfireitt ekki hversdagslega hafa
einnig hugleitt hvort unnt sé að
rjúfa múrinn milli þessara heima
með kemiskum eða náttúrlegum
efnum. Rannsóknir á breiðum
grundvelli á mystiskri reynslu eru
nú stundaðar viða um heim. Þær
athuganir kunna ef til vill að leysa
ráðgátur sem mannkynið hefur
brotið heilann um öldum saman.
Rœtt við
Margréti
Margeirsdöttur
Framhald af bls. 4
fleiri foreldrar vilji hafa þroska-
heft börn sín hjá sér í stað þess að
koma þeim fyrir annars staóar?
— Já, tvímælalaust. Ef þjóð-
félagið kemur til móts við þetta
fólk er það vel framkvæmanlegt
og raunar ekki dýrara fyrir ríkið
en að kosta hælisvist fyrir þau.
— Að lokum, Margrét, nú ert
þú fyrsti félagsráðgjafinn, sem
starfar að málefnum vangefinna.
Álítur þú, að fleira sérmenntað
fólk fari að gefa gaum að þessum
málum í framtfðinni?
— Að þvi hlýtur að koma. Er-
lendis starfa hópar sérfræðinga
við uppeldi og rannsóknir á van-
gefnum og fötluðum börnum. Því
miður vantar fleiri félagsráðgjafa
hér á landi, sem sérstaklega störf-
uðu við félagsleg vandamál van-
gefins fólks, en þessi félagslegu
vandamál Ieiða auðvitað af sér
uppeldislega erfiðleika og oft er
nauðsyn þess að leiðbeina starfs-
fólki á stofnunum fyrir vangefna.
Allt of fáir læknar hérlendis hafa
lagt sig eftir þessum málum og
það sama má segja um aðra sér-
fræðinga, svo sem sálfræðinga og
uppeldisfræðinga. Ennfremur
skortir tilfinnanlega fleiri sjúkra-
þjálfara og talkennara svo
eitthvað sé nefnt.
Leitað
ólits i
síma
Framhald af bls. 2
fræðinga, félagsráðgjafa, iðju-
þjálfa og þroskaþjálfa. Ýta þarf á
eftir þvi, að fleira ungt fólk leggi
stund á þessar námsgreinar.
— Hver er stefna hins opin-
bera í þessum málum?
— Því miður hefur ætíð staðið
á yfirvöldunum, bæði hvað varðar
skilning á þessum málum al-
mennt og nauðsynleg fjárútlát til
þeirra. Þó að menntun og þjálfun
vangefinna barna sé kostnaðar-
söm, þá borga þær aðgerðir sig,
þvi að þær eru fyrirbyggjandi og
stefna að því að gera sem flesta af
þessum einstaklingum sjálf-
bjarga. Allur frestur á aðgerðum i
þessum málum er einungis gálga-
frestur.
Rœtt við
Þorstein
Sigurðsson
Framhald af bls. 5
Láta þau umgangast heilbrigt fólk,
en hver er annars heilbrigður?
Er ekki alltaf eitthvað verið að
gera fyrir þau.
Það vantar rúm ð hælunum, þó að
einhver séu fyrir hendi.
— Hvað eigum við
helst að gera fyrir van-
gefin börn?
Það eru margar hliðar á þvi máli,
en í suttu máli, þá ætti að reisa fleiri
stofnanir.
Ég veit það ekki. Það fer eftir þvi
hvernig þau eru, hvort þau finna til
vanmáttar sins eða ekki. Það ætti
ekki að hafa þau með öðrum eins
börnum, ef þau finna til þess. annars
er það i lagi.
Fyrst og fremst á að reyna að ná til
þeirra eftir þeim lefðum, sem mögu-
legar eru i hverju tilfelli. Þeim pen-
ingum væri vel varið.
Það þarf að vera fyrir hendi sér-
staklega gott húsrými og nóg af
tækjum til þess að geta þjálfað börn-
in upp í það, sem þau eru fær um að
gera.
Ég vil láta sérfræðingana um það.
En meðferð barnanna er mjög mis-
munandi eftir ástandi þeirra.
Þessu get ég ekki svarað. Það
verða sálfræðingar að gera.
Við þurfum meira húspláss fyrir
vangefin böm. Reyna verður að
safna peningum fyrir þvi.
Við vorkennum þessum börnum
og látum þau svo lönd og leið. Við
gleymum þvl, sem þarf að gera fyrir
þau, á meðan þetta hendir ekki okk-
ur sjálf.
Það er svo stutt stðan þjóðfélagið
fór að gefa gaum að vangefnum
börnum. Vissir hópar reisa heimili
fyrir þau. Ennþá hefur ekki unnist
tími til að gera allt sem þarf að gera
fyrir þessi börn og væri æskilegast.
Það eru alltaf að koma ný ráð og ný
meðul.
Það eru einhver hæli, sem þau eru
geymd á. Ég held að litið sé gert fyrir
þau. þó að starfsfólkið sé sjálfsagt
ágætt á þessum hælum.
Rœtt við
Sœvar
Halldörsson
Framhald af bls. 3
— Aukin þekking á sjúkdómum
þessara barna hefur boðið heim
aukinni þjálfun þeirra og
kennslu. Reyndar ætti aukin
þekking ekki að vera orsökin fyr-
ir þvi, heldur heilbrigð skynsemi.
Það er ekki nema heilbrigð skyn-
semi að sjá, að barn getur haft
gott af allri þeirri hjálp, sem
mögulegt er að veita því. Þetta
gerum við fyrir okkar heilbrigðu
börn, hvers vegna ekki lika þau
vangefnu, þó að þau séu ekki
alveg eins og hin. Við getum
kennt vangefnum börnum margt
af þvi, sem við kennum þeim
heilbrigðu. Við þurfum bara
stundum að fara aðrarleiðir.
Annað er líka mikilvægt og það
er að ná til þessara barna nógu
snemma. Þau vangefnu börn, sem
einnig stríða við miklar líkamleg-
ar fatlanir, eru nú tekin í þjálfun
allt frá fyrsta aldursári og önnur
vangefin börn helst ekki seinna
en tveggja til þriggja ára gömul.
Fer það nánar eftir mati sérfræð-
inga, en fram til þessa aldurs
þurfa foreldrarnir að fá hjálp og
uppeldislegar leiðbeiningar og
verður þess vonandi ekki langt að
bíða, að slík aðstaða verði fyrir
hendi hér á landi. Vangefið fólk,
eins og annað fólk reyndar, þrosk-
ast mest á barnsárunum. Þess
vegna þurfum við að ná til þess á
þeim tima. Það er ekki nóg að
ætla að fara kenna þessu fólki
einfalda hluti á fullorðinsárun-
um, þegar það hefur dvalið að-
gerðarlaust á heimilum sínum eða
hælum í fleiri ár.
— Sinnir íslenskt þjóðfélag
þessum þörfum í dag, læknis-
fræðilega og uppeldislega?
— Á læknisfræðisviðinu getum
við gert miklu meira en við gerum
í dag, og þessu með uppeldi og
menntun barnanna er fljótsvarað.
íslenskt þjóðfélag sinnir þörfum
vangefinna barna á þessum svið-
um alls ekki, ef frá er talin starf-
semi Höfðaskóla, en þar hefur
verið unnið mikið og gott starf
þrátt fyrir aðbúnað, er teljast
verður fyrir neðanallarhellur.Nú
í vetur vottar þó fyrir frekari
viðleitni í þessa átt með rekstri
Fjölfötlunarskólans, en ennþá
eigum við langt í land og þrátt
fyrir margra ára baráttu er ég
ekki orðinn alveg vonlaus um að
eitthvert heildarskipulag komist
á þessi mál.
— Að lokum Sævar, hvernig
stendur á því, að fleiri íslenskir
læknar hafa ekki lagt stund á
rannsóknir og lækningar á van-
gefnu fólki og hvað er hægt að
gera til að vekja áhuga þeirra
ungu manna sem í dag nema
læknisfræði, á þessum málum?
— Þessir hlutir eru allt of litið
kynntir, jafnt læknanemum sem
almenningi. Þegar ég útskrifaðist
sem læknir héðan úr Háskólanum
hafði ég tæplega hugmynd um
það, hvað vangefið barn var. Og í
kennslubókum mínum var mjög
lítið minnst á þessa sjúkdóma.
Þetta er auðvitað ekki beinlínis
til þess fallið að vekja áhuga
lækna á þessum málum. Ég hafði
stöku sinnum séð vangefnu fólki
bregða fyrir á götu, annað vissi ég
ekki um það. Síðan ég kom heim
úr framhaldsnámi og starfi er-
lendis hef ég boðið öllum lækna-
stúdentuin, sem hafa verið að
ljúka námstíma sinum á barna-
deild í heimsókn á Kópavogshæli
í einn dag. Með þessu hef ég eftir
bestu getu reynt að gefa þeim
einhverja hugmynd um þessi mál-
efni almennt og kynna fyrir þeim
hina ýmsu sjúkdóma og sjúk-
dómshópa, sem hafa fávitahátt i
för með sér. Auðvitað er þetta allt
of lítill tími og tæplega hægt að
tala um að stúdentarnir fái nema
rétt hugmynd um þessa grein
innan læknisfræðinnar, sem hef-
ur þó verið í hvað örastri þróun
nú síðustu árin. Tíminn verður að
leiða það í Ijós, að hve miklu leyti
áhugi læknastúdenta á þessum
málum hefur verið vakinn með
svona eins dags heimsókn.
— Er það kannski einn þáttur i
útilokun þjóðfélagsins á van-
gefnu fólki, að læknaþjónusta
virðist ekki vera ætluð nema
þeim, sem hafa fulla greind, ef
dæma á eftir námsefni lækna-
nema. Eða stafar þetta kannski af
þvi, að fólk vilji ekkert vita um
þessa hluti, eða af því, að það fær
ekkert að vita um þetta, eða af
því, að þjóðfélagið hefur ekki gert
ráð fyrir þessu fólki sem lifandi
einstaklingum, þegar það byggir
upp kerfi sitt. Þetta fólk á að lifa
sjálft sig inni á hælum?
— Ég kann ekki svar við þessu
og best að lesendur svari þessu
sjálfir, hver fyrir sig, en stundum
finnst mér eins og fólk vilji ekki
skipta sér af þessum málum, af
hverju sem það stafar.
l'lKt'randí: ll f Arxaknr. Kr>kja\fk
l'ramkt .slj : llaraldur SxrinsMin
Kilsljnrar: >Iallhias .Inliaillirsscil
K> jnlfur Knnráil Jniissnn
Si> rinir (iunnarssnn
KilNlj.ritr.: (ifsli SÍKUrAssnn
Auul\sin«ar: Arni (iarílar Krislinssnn
Kilsljnrii: Adalslra-li 1». Sinii III100