Lesbók Morgunblaðsins - 01.12.1974, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 01.12.1974, Blaðsíða 5
Þorsteinn Sigurðsson „Hrekjast milli ýmissa aöila, sem þeirfrétta afá skotspónum ” Rætt við Þorstein Sigurðsson, talkennara Hvaða kennslu fá vangefin börn á íslandi i dag? Þorsteinn Sigurðsson, talkennari, er eftir- litsmaður sérkennslu á Reykja- víkursvæðinu. Ég spyr Þorstein um fyrirkomulag sérkennslu i Reykjavík og nágrenni og eins um þá kennslu, sem fram á að fara inni á fávitastofnunum. — Hvenær var tekin upp sér- kennsla hér á landi fyrir vangefin börn, Þorsteinn? — Einhver vangefin börn hafa sjálfsagt lengst af setið í almenn- um skólum og þar hafa kennarar áreiðanlega reynt að sinna þeim eftir föngum, en eiginleg sér- kennsla vangefinna í barnaskól- um tel ég að hefjist haustið 1956, þegar Magnús Magnússon, nú- verandi skólastjóri Höfðaskóla, byrjar kennslu i hjálparbekk i Miðbæjarskóla nýkominn frá framhaldsnámi í Ziirich. í Heyrnleysingjaskólanum var vangefnum börnum kennt í eins konar sérdeild á timabilinu 1922—1944, en þá rnunu þau hafa flust á hælið að Kleppjárnsreykj- um og sum e.t.v. til Sesselju Símonardóttur að Sólheimum i Grímsnesi. — Fór þá einhver kennsla eða þjálfun frarn inni á hælunum? — Kópavogshælið var arftaki hælisins á Kleppjárnsreykjum og þar mun hafa verið einhver kennsla, a.m.k. frá árinu 1950. Hins vegar verður það að segjast, að livort tveggja er, að litill skiln- ingur hefur til skamms tíma verið á nauðsyn kennslu vangefinna og takmörkuð vitneskja um hvernig ætti að láta hana í té. En smátt og smátt hefur gildi þjálfunar og kennslu verið að renna upp fyrir fólki og viðhorfin þá breyst í sam- ræmi við það. 1 upphafi skólaárs 1971—1972 tók gildi reglugerð um kennslu i fávitastofnunum, en í dag eru fávitahæli á landinu 5 talsins, ennfremur 2 dagvistunar- stofnanir. Setning þessarar reglu- gerðar markar timamót i kennsiu i fávitastofnunum. — Hefur reynst unnt að fram- fylgja þessari reglugerð? — Nei, ekki sem skyldi. Til þess vantar námsskrá og kennslu- gögn og sérhæft starfslið, eins og kennara, iðjuþjálfa og þroska- þjálfa. Þetta er dýrt í fram- kvæmd, en okkur ber skylda til að veita þessu fólki þá menntun, sem það getur tekið við og i fjölmörg- um tilfellum getur hún skilað sér sem beinn hagnaður fyrir hið opinbera. — Hvernig er svo sérkennslu háttað utan fávitastofnananna? — Höfðaskóli tók formlega til starfa árið 1961. Nemendafjöldi þar óx fljótt og síðustu árin hafa verið þar u.þ.b. 110 nemendur. Skólinn er i leiguhúsnæði, mjög ófullkomnu, en Reykjavikurborg er nú að byggja nýtt hús yfir skólann, nálægt Heyrnleysingja- skólanum nýja. Ráðgert er að hefja kennslu þar haustið 1975. Þegar Höfðaskóli fær stærra og betra húsnæði standa vonir til þess, að hægt verði að koma þar upp forskóladeild fyrir 3 — 5 ára börn, en mikið atriði er að ná til vangefinna barna með uppeldis- aðgerðir fyrr en nú er gert. Tor- næm börn eiga kost námsvistar í hjálparbekkjum í barnaskólun- um, en þeir eru i vetur þrjátíu talsins í Reykjavik. Auk þess er einn sérbekkur fyrir heyrnar- skerta og annar fyrir hreyfi- hamlaða nemendur. Stefnt er að því að sem flestir nemendur geti verið i almennum bekkjum og er stuðningskennslá við einstaka nemendur og smærri hópa um hönd höfð i öllum skólum borgar- innar í þvi skyni. Fjórir talkenn- arar starfa við barnaskólana í Reykjavik og er skólunum skipt niður á þá. Fleiri talkennara er þörf við almenna barnaskóla, enn fremur við sérskóla og fávita- stofnanir. — Hvaða sérskólar, aðrir en Höfðaskóli, eru i Reykjavik og nágrenni? — Hér í Reykjavík er með- ferðarheimili og skólaheimili fyrir taugaveikluð börn á vegum borgarinnar, en á vegum ríkisins er heyrnleysingjaskóli, blindra- skóli og skóli fjölfatlaðra. Þá er í Reykjadal í Mosfellssveit á vegum ríkisins starfræktur skóli fyrir hreyfihömluð börn. — Er fyrirkomulag sérkennslu gott eins og það er í dag? — Nei, þvf fer víðs fjarri. Okk- ur vantar góðar grundvallar- stofnanir. Sérkennslumiðstöð mundi auðvelda alla þessa starf- semi og vera þessum málum nokkurs konar lífakkeri. Burðar- ás hennar mundi vera greiningar- stöð, þar sem starfaði hópur sér- fræðinga, er mundi taka mjög þroskaheft börn til athugunar eins fljótt og auóið er, ákvarða síóan hvað þarf að gera fyrir þau og hvenær, gefa foreldrum upp- eldislegar leiðbeiningar og aðra nauðsynlega aðstoð. — Eiga foreldrar ekki í neitt hús að venda í dag? — Þeir hafa engan ákveðinn stað að snúa sér til um ráðgjöf eða þjónustu, en hrekjast á milli ýmissa aðila, sem þeir frétta af á skotspónum. Eins og nú standa sakir fá þeir hvergi nauðsynlega hjálp og kennslu fyrir barn sitt og hafa ekki einu sinni vitneskju um aðra foreldra, sem eins er ástatt fyrir. Menn hafa áreiðanlega ekki hugleitt hvað þessi fyrirhöfn foreldranna hlýtur að vera þjóð- félaginu dýr, þegar til lengdar lætur. — Hvað er helst til bóta í þess- um málum, þar til einhvers konar sérkennslumiðstöð rís af grunni? — Okkur vantar fyrst og fremst sérhæft starfslið; fleiri sérkennara, sjúkraþjálfara, sál- Framhald á bls. 16 Fóstra f Reykjadalsheimilinu meS einn af drengjunum. Siguröur Guðjönsson ER MYSTÍSK REYNSLA RAUNVERULEG EÐA HUGARBURÐUR? SvokölluS mystfsk reynsla virS- ist hafa fylgt mannkyninu frá grðrri fomeskju. Á öllum öldum hafa veriS sagnir um heilaga menn er öSlast hafa „uppljómun" eSa „hugljómun", einhvers konar samruna viS eilffSina og alheim- inn. Sumir hafa náS þessu marki meS langri og erfiSri þjálfun. ASrir hafa hins vegar komizt f andlegt hugarástand er þeir vilja tengja viS trúarlega eSa mystfska upp- hafningu skyndilega og jafnvel án alls ytra tilefnis. Oftast á þetta sér staS þegar hugurinn er kyrr, t»r og ástrfSulaus en þó óvenjulega skýr og glaSvakandi. Stigsmunur er auSvitaS mikill á þessari reynslu, allt frá óljósum grun um œSri veruleika, einhverri áleitninni duiarfullri tilfinningu fyrir þvf aS ekki sé allt sem sýnist f okkar daglegri verund heldur leynist þar annar og meiri veru- leiki aS baki Samadhi Búddanna. Ef marka má frásagnir þeirra er upplifaS hafa þetta ðstand kemur þessi tilfinning nær eingöngu þeg- ar menn eru einir meS sjálfum sér, ekki sfzt á afskekktum stöSum svo sem upp til fjalla eSa á höfum úti þar sem hvergi sést til stranda. Lýsingar fólks á þessu einkenni- lega ástandi eru svo Ifkar að segja má að þær séu eins f öllum aSal- atriSum Ifkt og tveir ferðalangar lýsa leiS sinni á sama hátt þó með Iftilsháttar persónulegum blæ- birgðum. Öllum ber saman um að ég-tilfinningin leysist upp en vit- undin renni saman viS einhvern voldugan veruleika sem liggi handan við orS og hugtök, eitt- hvert alheimsafl sem búi i öllum hlutum og tengi saman allt líf og sigurverk vetrarbrauta. Og náttúr- an sjálf tekur á sig undursamlegar myndbreytingar og jafnvel hvers- dagslegustu hlutir sem við höfum daglega fyrir augunum verða allt f einu óendanlega fagrir og mikils- virði. ÞaS er sem allt verSi nýtt og allt gott og fullkomiS. Varla er til sá maður er ekki hefur verið snort- inn af þessari tilfinningu. Sumir þekkja hana vel og geta jafnvel framkallað hana með þvf að setja hugann f ákveSnar stellingar ef svo má að orði komast. Aðrir hafa aðeins orðið varir við daufan bjarma fáein andartök á langri ævi. Og þeir vfsa þessu frá sér sem flöktandi tilfinningasemi er engan fastan veruleika eigi að baki sér. En sannleikurinn er allt annar segja hinir dulspöku menn. Þeir fræða okkur um það að þessi hughrif sóu giampar frá hin- umópersónulega manni, hinu samvirka eðli, hinum leynda kjarna er þeir fullyrða að blundi dýpst f barmi allra manna. Og þeir halda áfram og fullyrða að þessi hljóðláti nábúi sé það afl er fær okkur til að hrffast af fegurð nátt- úrunnar, tign himinsins, háleitum hugsjónum, innblásnum listaverk- um, bræðralagi mannkyns, ein- ingu Iffsins. Þessi reynsla á ekkert skylt við svonefnd „dularfull" fyr- irbirgði. Hún er upplifun sem felst fyrst og fremst f þvf að vera-af öllum huga sfnum og af öllum mætti sfnum. En til eru þeir sem viðurkenna aðeins það sem augað greinir og eyrað nemur og þeir neita að fallast á. að það sem ekki er hægt að grilla f smásjá eða setja upp f formúlu, eigi sér raun- verulegan grundvöll. Hinir harð- svfruðu efnishyggjumenn vfsa allri mystrfskri reynslu fyrirlitlega á bug sem ranghugmyndum, hugsanarugli eða hreinum og beinum ofskynjunum. Og þeir spyrja: Ef þessi reynsla á sér ein- hverjar raunverulegar forsendur, hvernig stendur þá á þvf að ekki er hægt að röksySja hana á viðhlft- andi hátt fyrir þeim sem aldrei hafa verið snortnir af henni, að- eins látið við það sitja að ekki sé hægt að lýsa henni með venjuleg- um orðum? Þessu svara þeir sem handgengir eru mystiskri reynslu einhvern veginn á þessa leið: Af hvaða ástæðum skynja sumir „hljóð" sem raðað er saman eftir ákveðnum reglum sem stórbrotna list en aðrir heyra þar aðeins óbærilegan og ruglingslegan hávaða? Þótt þú lékir tónverk fyrir mann er skortir algerlega tóneyra og útskýrir með nákvæmum og hugvitssamlegum rökum hvers vegna þér fyndist það list myndi hann halda áfram að skynja tón- verkið aðeins sem óhljóð og hávaða. Hvorir hafa rétt fyrir sér? Er músikin list eða hávaði? Hún er list fyrir þeim sem hafa næmi til að skynja hana. Fyrir hinum er hún hávaði. Hið sama einfalda lögmál gildir einnig um dulskynj- un segja þeir sem þekkja slfka reynslu. Sumir hafa næmi fyrir djúpum tilverunnar. Aðrir sjá að- eins yfirborð hlutanna. Og þeir munu aldrei viðurkenna að nokk- uð leynist að baki þess er sýnist vera fremur en sá er tóneyra skortir fer að skynja tónverk sem listaverk. Ef efnishyggjumennirnir kynnu ef til vili að svara þessu á þennan hátt: Fjöldi fólks hefur hæfileika til að skynja tónlist og allt upplifir það hana svotil á sama hátt þó einstaklingsblæbrigði kunni að vera einhver. Af þessu Framhald á bls. 16 ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.