Lesbók Morgunblaðsins - 01.12.1974, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 01.12.1974, Blaðsíða 13
VIII. Ég var stödd I Kaupmannahöfn meö fósturföður mínum, Einari Sigurðssyni. Við vorum á hraðri ferð, borgin við sundið var aðeins áfangastaður og viða átti við að koma, pabbi þurfti að skoða bæði þing Dana og dýralif þeirra, svo að tvennt sé nefnt. Nordal var þá sendiherra. Ég vildi ekki fara á mis við að sjá hann, þótt ekki væri nema rétt í svip og fór til sendiráðsins, þegar ég vissi að hann hafði viðtalstíma. Þegar ég gekk að skrifstofudyr- um hans rann ég til á stífbónuðu gólfinu og féll á bæði knén. Er Nordal lauk upp skrifstofunni lá ég þarna knékrjúpandi fyrir framan hann eins og fyrir helgi- mynd. Pabba var skemmt að sjá mig „ganga á sendiherrafund" eins og hann orðaði það. Nordal bauð í bíltúr, er viðtals- tlma hans væri lokið, en því miður var áætlun okkar pabba þannig, að ég varð að hafna boðinu. Meðal annars, sem um var rætt, spurði Nordal að vanda eftir heilsufari mínu. Þegar ég svaraði þvi til, að ég væri oft þjökuð af magasári, var Nordal óðara ljóst, að líkaminn lét undan of miklu álagi og spennu, vegna erfiðis og öryggisleysis, sem ég bjó við sem rithöfundur. Heimilisstörf, oft unnin i hörðum skorpum, þar með talin vinna við fatasaum, saum, prjón o.s.frv. Nauðsynleg heimilisstörf urðu einatt að ganga fyrir ritstörfunum sem skiptust milli þess að semja bækur og efni í blöð og til flutnings í útvarpi. Vinna við bókaútgáfu bættist svo ofan á. Nordal lagói fast að mér að fá mér af drep utan heimilis, þar sem ég gæti haft vinnufrið, er ég sinnti skriftum. IX Ekki varð mér auðið að njóta athvarfs til ritstarfa nálægt heim- ili mínu, svo sem Nordal hafði meint. En um nokkurt árabil var ég tímakorn að vori, sumri eða hausti í starfsdvöl í Mosfellssveit eða Laugardal; var þetta að sjálf- sögðu með samkomulagi okkar hjóna, og varð að vissu leyti til þess að ég einangraðist í bæjarlíf- inu, þvi að fráhvörf min frá heim- ilinu leiddu skiljanlega til meiri starfa og bindingar heima, þegar svo líka veikindi tóku sinn tíma, oft erfiðari vegna langvinnrar þreytu og ofraunar. Allt þetta skildi Nordal flestum fremur. Minnisstæð er mér skemmtileg heimsókn hans til min í sjúkra- hús, er við ræddum einna mest um sænskan höfund „Karen Baye“ list hennar, líf og svipleg endalok. Starfsdvalir minar að heiman mættu takmörkuóum skilningi, munu nánast hafa verið taldar til frílystingar. Þó að ég ynni af elju daglangt til að mér nýttist sem bezt naumur tími, færi á mis við útivist á góðviðrisdögum, nyti ekki sumarleyfis samkvæmt réttri merkingu þess orðs, þá voru þrásetur minar við ritstörf vart taldar til vinnubragða. Rétt er að þessi almenni en ósanngjarni hugsunarháttur komi fram, því að undan honum hefur mörgum rit- höfundi sviðið, en fáir ef nokkur hefur skrifað um erfiðismanninn og skáldið af meiri skilningi en Sigurður Nordal. Svo mætti svona rétt i leiðinni minna á kvæði Guðmundar Böðvarssonar um sveitaskáldið. IX. Dr. Sigurður Nordal hefur látið þess eftirminniiega getið, að hann hafi staóið andspænis því vanda- sama vali, að skila umfangsmeira starfi, „vera meira í grúski“, eða lifa sem „manneskja“. Fæstir Minnismolar um kynni mín af Sigurði Nordal Eftir Þórunni Elfu Magnúsdóttur. Síðari hluti þeirra, er leggja fyrir sig „grúsk", eru svo einlyndir, að þeir komizt ekki í viðlika vanda. Af sjálfu leiðir, að bæði manneskjan og skáldið komu Nordal til að vera þátttakandi í lifi liðandi stundar jafnframt þvi sem hann fjallaði um líf fyrri kynslóða, allt frá því aó sögumenn af norskkeltnesk- um uppruna tóku að færa i letur frægðar- og harmsögur for- feðranna i landi harðrar lífs- baráttu á jaðri hins byggilega heims. Nordal lagði upp með dýrmætt veganesti, er hann hóf mennta- feril sinn, og ekki þarf orðum að því að víkja, hvílíkur happa- fengur það var ungum háskóla Islands að fá svo fjöllærðan og víðföruian fræðara og fast var að honum lagt að vera hér um kyrrt, er hann átti völ embættis, sem honum var einkar hugleikið. Jafnmikill íslendingur hefði hann orðið eftir sem áður, þó að hann eignaðist annað heimaland. En hann skyldi verða „vekjara- klukkan“ i íslenzku þjóðlífi, svo að vitnað sé til Jónasar Jónssonar frá Hriflu, sem hafði hug á að skipuleggja mennta- og listalif þjóðarinnar á þann hátt, er hann taldi fámenni og fjárhag þjóðar- innar henta, og velja, sérstaklega meðal listamanna, ákveðna full- trúa, er samanlagt mynduðu úr- val, er að skyldi hlúð. Þessi stefna þótti of einokunarkennd til þess að fá þann byr, sem til var ætlast. Pilturinn frá Eyjólfsstöðum í Vatnsdal bar engin ytri merki þess að vera að uppruna sveita- piltur, hann var mikill heimsborg- ari; dáður og svo eftirsóttur í sam- kvæmislífi borgarinnar, að hann var neyddur til að draga úr þátt- töku sinni, og tókst að stilla svo I hóf, að hann gæti sinnt marghátt- uðu starfi án þess að glata vináttu og upplifgandi sambandi við fólk, sem hafði aðstöðu til að auðga lif sitt með menningarlegu samneyti við valinn hóp. Mörg þeirra húsa, er settu glæsilegan svip á bæinn og báru tilkomumikil nöfn hafa nú verið tekin til félagslegra af- nota, og þeim fer fækkandi, sem þekktu höfðingleg heimili þessara húsa, ekki aðeins meint á sam- kvæmisvísu, þaðan kom marg- visleg hjálp, ekki eingöngu bráða birgðahjáip í neyð, heldur einnig hjálp til lista og mennta, samanber söguna Lognöldur. I smásögunni: Lögnöldur er skyggnst inn í eitt af góðborgara- heimilum bæjarins þar sem auð- ur og menning bjuggu gestunum listrænt og fjölbreytt skemmti- kvöld. Frúin hefur gefið þjónustustúlkum sinum leyfi til að ganga til náða, sjálf reikar hún um stofurnar og slekkur veizlu- ljósin hvert af öðru, nema eitt, hún lætur lifa ljós á lampa með rauðri silkiljóshlif. I rósabjarma þessa ljóss sezt hún og rifjar upp í hljóðleik næturinnar minningar um rómantíska æskuást, sem aldrei hefur við hana skilið. Sá, sem hún ann, vakir einnig vió minningar í ungkarlabústað sin- um, heimkominn úr veizlu henn- ar, þar sem leiftur bældra til- finninga hefur snöggvast leikið um þau. Talið er að saga þessi geymi fyrsta islenzka atomljóðið, þar standa þessar ljóðlínur: „... hjarta mitt var eins og rúbínbikar, fylltur ilmandi og áfengu lifi.“ Slíku áfengu lifi var Sigurður Nordal gæddur. Fyrst ég er kom- in út í samlikingar kemur mér i hug: sterkstofna, limríkt, blómstrandi tré. Ennfremur sól- in, bros Sigurðar Nordal stafaði geislum, sem skinu af öllu andlit- inu, er honum var verulega glatt I geði. X. Mér fannst ég verða fullorðinn höfundur með skáldsögu minni, Snorrabraut 7, sem er „social róman“ og gerizt i umróti og gróóabralli stríðsáranna. Að- dragandi sögunnar, tilorðning hennar, útgáfa og eftirleikur, er efni í langa greinargeró, sagan er sérstæð timabilsmynd um efni, sem aðrir höfundar hafa ekki fjallað um. Seinna kom út skáld- sagan: Sambýlisfólk, þar sem aðalpersónurnar eru hinar sömu og í Snorrabraut 7. Nordal las handritið og lét það úr sinurn höndum beint til út- gefanda, án þess að gera nokkrar athugasemdir við mig eða koma með ábendingar varðandi efnió eða meðferð þess. Nordal hafði mikið samband við þann útgefanda, sem hann sneri sér trl og treysti honum til góðra hluta, til dæmis að taka upp nýja hætti varóandi útgáfurekstur. Nordal var það hugleikió þá og auðvitað í lengri tíma, að höfundar fengju störf, sem svöruðu um það bil til hálfs dags- verks, ef til vill ekki skipt nákvæmiega niður á daga. Með þessu móti væru þeim tryggóar nokkrar fastar tekjur. Hann hugsaði sér þetta starf sem lestur handrita, umsjón meö útgáfu o.fl. Við mig minntist hann sérstak- lega á Sigurd Hoel rithöfund, er lengi starfaði við Gyldendalsfor- lagið norska oft i rnjög náinni samvinnu við Harald Grieg for- stjóra. Hoel var bókmenntalegur ráðunautur en sá jafnframt um útgáfu á skáldsagnaflokknum „Den gule serie“, sem varð mjög vinsæll, komst upp í hundrað bókatitla og var þá haidin dýrleg erfidrykkja. Starf Sigurd Hoel var svo stórvægilegt, að minna mátti gagn gera, svo að bæði höfundum og útgefendum gæti verið styrkur að. Bindandi, og oft mjög erfitt brauðstrit að viðbætt- um afkomuáhyggjum, er þrándur í götu margra höfunda; Nordal var áhugamál, að á þessu yrði bót ráðin, og á þeim árum, sem voru bókaútgáfu f járhagslega hagstæð- ust virtust möguleikar fyrir hendi. Nordal ræddi um þetta við mig á itarlegri hátt en hér frá greinir. Svo báglega tókst til að Snorra- braut 7 kom út daginn fyrir Þor- láksmessu, því sem næst blaut úr prentsmiðjunni — og óbundin, en fólk leit naumast við öðrum bók- um en innbundnum til jólagjafa, varla, til eignar heldur. Það hefur eflaust verió ætlunin, raunar fullvíst, að setja bók mína í band en ekki unnizt timi til þess í óskaplegu jólaannriki. Á bókar- kápunni var mynd að laglegu pari, höfuðpersönunum Dagrúnu og Baldri, i baksýn hús, sem stigi var reistur upp við. Það var likast því að húsið hefði risið upp af sjálfu sér á snotrum grasbala, aðeins mátti greina hrúgu af hol- steinum, er hvergi komu húsi sögunnar vió, sem var steypt upp rammgert eins og kastali. Það mun hafa verið á Þorláks- messu, sem ég gekk i gegnum miðbæinn, inn allan Laugaveg og horfði í hvern bókaglugga, viðast gat að lita Snorrabraut mina, en ósköp var hún umkomulaus samt. Eitthvað hafói hún verið auglýst i blöðum, en fólk gaf sér varla mik- inn tima til að lita á auglýsingar síðasta dag fyrir jól. Auk bands- ins vantaði bókina alla fyrirfram kynningu, sem til þess þarf, að komast með i jólabókasölukapp- hlaupið. Auðséð var, hvað þessar- ar bókar beið, að mylgrast út smátt og smátt. Það ætti að vera alkunnugt, að höfundurinn á mest allra, sem að bókum standa, á hættu með söluna. Allir, sem að bókagerð vinna fá laun sin reglu- lega greidd einatt vikulega. Út- gefandinn hefur til þess ýmsa út- vegu að ná inn sinum kostnaði, höfundurinn einn situr oftar en aðrir á hakanum. Hlutverk hans er að semja bækur en ekki pæla í sölu þeirra og vera ef til vill met- inn eftir því, hvað bækur hans ganga greiðlega út, en það er oft undir öðru komið en bókmennta- gildi verkann^oft áróðri. Óneitanlega hafði verr til tekizt en vænst var, en söm var gerð Nordals.___________ Ég ætla að skjóta hér inn í einu dæmi enn um velvild hans. íslenzkum rithöfundi var boð- inn starfsdvalarstyrkur erlendis, bundinn við tiltekið land. Svo stóð á fyrir mér, að ég hefði getað notfært mér styrkinn og bætt við nokkurri upphæð til að lengja dvölina, svo að hún kæmi mér að betri notum. Styrkurinn var aug- lýstur til umsóknar. Nordal skrif- aði þeim aðilum, er úthlutuninni réðu, mælti með mér á eindreg- inn og elskulegan hátt, auk þess, sem hann tók fram, að honum „og mörgum öðrum“ hefði fundizt að hlutur minn hefði verió fyrir borð borinn við úthlutanir fjár til rit- höfunda, nú væri tækifæri til að bæta úr því. Full ástæða er að álykta, að styrknum hafi verið ráðstafað, strax og boð um hann barst og hann aðeins auglýstur til mála- Framhald á næstu sfðu

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.