Lesbók Morgunblaðsins - 25.05.1975, Page 3
Þetta er síðasta rit-
smíð Bjarna Guð-
mundssonar, fyrrum
blaðafulltrúa utanrík-
isráðuneytis. Hún
fjallar um þátt úr
æskuminningum hans
í tilefni af láti aldraðr-
ar vinkonu móður
hans og fjölskyldu.
Bjarni lauk greininni
síðla dags 24. jan 1975,
en lézt aðfararnótt
þriðjudags 28. janú-
ar.
umst. En hendurnar stórar ög
beinaberar, voru jafnhlýjar viö-
komu og þegar hann lyfti mér á
bak honum Skjóna. Stundum
leyfði hann mér lika að sitja fyrir
framan sig á hnakkpútunni, og
stundum teymdi hann undir mér.
Þá var til alsæll drengur úr aust-
urbænum.
Benni andaðist rétt fyrir jólin
1917, öllum harmdauði. Þá höfðu
þau Imba búið saman í sjö ár og
eignast dæturnar Sigríði og Guð-
rúnu, auk Óla sem ég nefndi áður.
Margir vinir hafa sýnt mér þá
vinsemd og bjartsýni að skora á
mig að skrifa einhverjar endur-
minningar. Nú, hér er þá dálítið
brot, sem ég gæti með nokkrum
sannleika nefnt „frá „Hlíð-
arhúsum til Bjarmalands"
og stælt þar með kunna
bók eftir horfinn vin og
starfsbróður, nágranna Ölafs-
húss, Hendrik Ottósson. En þetta
verður styttri saga um sömu Hlíð-
arhús en annað bjarmaland.
Bjarminn stafar af olíulömpum
og gullbrúnu rökkri, þar sem ljós-
ið náði naumast til. Það var rauð-
ur lampahjálmur í anddyrinu yfir
stiganum og húsið var á einhvern
hátt stærra að innan en utan og
miklu varmara en önnur hús.
Eg var ástfanginn af Kristínu,
yngstu systurinni, sem kunni ekki
einungis að leika á gítar og píanó,
heldur líka latínu og frönsku. Það
var samt María, sú næst-elzta, sem
ég átti aó heita trúlofaður, að
minnsta kosti að hennar sögn. En
ég sagði henni síðar upp, þegar ég
komst að því, að hún var opinber-
lega trúlofuó jafnaldra sínum en
ekki mínum. Þrátt fyrir það var
alltaf ákaflega hlýtt á milli okkar
fyrstu unnustu minnar. Soffía var
ákaflega hress og glaðvær og þótti
afburðasölumaóur hjá Jónatani á
Laugaveginum. Hún giftist siðar
Kristni Sveinssyni húsgagna-
bólstrara. Bjuggu þau lengi í
Ólafshúsi þar sem Kristinn hafði
einnig vinnustofu, og eignuðust
son, Egil, og dóttur, Guðrúnu.
Soffia var skörulega máli farin,
gaf sig talsvert að stjórnmálum og
var í mörg ár í stjórn Hvatar.
Emilíu (Millu) missti ég snemma
sjónar á til annars en að heils-
ast ljúflega á götu. Hún var hlé-
dræg, þokkafull kona, giftist ekki.
Og svo var það öðlingurinn hann
Þorkell (Tolli)/ sem rak verk-
stæðið áfram til dauðadags þó að
hann yrði af skiljanlegum ástæð-
um að hætta að smíða hnakka og
söðla en snúa sér að annarri leð-
uriðju. Hann kvæntist Hansínu
Hansdóttur, sem lifir hann, og
áttu þau soninn Gunnar.
Ég skrifaði nokkrar línur um
Ingibjörgu mina þegar hún
kvaddi síðust sinna systkina.
Þótti mér það heldur fátæklegt
skrif og mestmegnis um sjálfan
mig, svo sem títt er um eftirmæli.
Réðst ég þá í að skrifa þetta „of ið
sama far“, koma grímulaust fram
sem sagnamaður og minnast þá
ekki síður foreldranna og systkin-
anna. Vona ég, að það hafi komið
skýrt fram, hverjar mætur ég
hafði á þessu svipmikla fólki, og
ekki þykir mér skaða, að yngstu
afkomendurnir fræðist ögn um
þann jarðveg menningar og
þroska, sem þau eru vaxin úr.
Framhald á bls. 15
Ingibjörg Ólafsdóttir á sjötugsaldri.
Erik Knudsen
KIKIR
GALILEOS
Sagt, er, að kenningar Galileós
yllu fólki þvílíkum óróa, að sumir
veigruðu sér við að horfa i sjón-
auka hans af ótta við að að sjá i
honum eitthvað það, sem koll-
varpaði fernum kenningum kirkju
og heimspeki. Við vitum einnig,
að Úrban páfi heiðraði hinn mikla
eðlisfræðing með fangeisisvist og
bækur hans voru settar á bann-
lista, eins og bækur allra annarra,
sem héldu fram sólmiðjukenning-
unni. Loks er svo athyglisverð
umsögn um málið; sú yfirlýsing
Grimbergers kristmunks, að „ef
Galílei hefði kunnað að vinna sér
samúð Jesúíta hefði hann getað
skrifað um hvað sem var, og
einnig snúningur jarðar".
Við sem nú erum uppi höfum
ágæt skilyrði til þess að skilja og
lifa þennan sígilda harmleik. Við
þekkjum fullvel leikarana: Grim-
berger hinn herkæna, Úrban páfa
með ofurmannlega ábyrgð sina
og ógurlegt vald, Galilei trúð og
hetju sannleiksástarinnar — og
alla hina, þetta litla og lafhrædda
hvunndagsfólk.
— Horfizt I augu við raunveru-
leikann! hrópum við hvert til ann-
ars; en við óttumst raunveruleik-
ann, óttumst, að hann muni koll-
varpa grundvelli okkar, trúarleg-
um, siðferðilegum og pólitiskum
trúargreinum okkar, siðum okkar
og þægindum. Þess vegna skerð-
um við veruleikann, setjum tak-
mörk — hingað og ekki lengra!
Við afsölum okkur hinum og
þessum sjónarhornum til þess að
við megum halda fótfestu, og við
hummum fram af okkur margar
spurningar til þess að við getum
haft nokkurt frelsi i gjörðum okk-
ar. í stuttu máli sagt reynum við
að halda jafnvægi, verða bæði við
kröfum hins ytri og hins innri
veruleika.
Líf er breyting, hæfileikinn til
þroska, til þess að uppgötva ný
verðmæti og sía burt það sem
gamalt er og komið úr gagni. Þvi
fjörugri sem þessi breyting er,
þeim mun meiri verður orkufram-
leiðslan.
Andlegt og pólitiskt ástand
okkar má skoða frá mörgum ólik-
um sjónarhornum; en mér finnst
ég alltaf koma aftur að þessu: við
erum þreytt, okkur brestur afl.
Þess vegna hengjum við okkur i
hið kyrrstæða, i kennisetningar
og stofnanir, sem allt líf er fjarað
úr, eða er að fjara úr. Við höldum
dauðahaldi í það, sem er. Við
lokum. Steingerum.
Má ég reyna að færa fram
dæmi. í nóvember árið 1949 var
ég i Suður-Þýzkalandi í nokkrar
vikúr ásamt nokkrum blaða-
mönnum og heimsótti flótta-
mannabúðir, Giessen, Dachau,
Furth im Walde og fleiri.
Skömmu eftir heimkomu heim-
sótti mig kunningi minn, komm-
únisti, og það fór svo, eins og
áður, að talið barst að pólitík. Ég
rakti honum viðtöl, sem ég hafði
átt viðaustur-þýzka og tékkneska
flóttamenn. Vitnisburðir þeirra
voru eftirtakanlega samhljóða —
og þeir voru yfirþyrmandi.
Viðbrögð hans voru til fyrir-
myndar. Frásagnir minar voru
lygi eða gróf afbökun — ég var
spilltur fyrirfram, auðveld bráð
illgjörnum áróðri — ég sá aðeins
það, sem ég vildi sjá, og heyrði
aðeins það, sem ég vildi heyra.
Varnarkerfið verkaði. Og það
verkar ekki aðeins I kommúnist-
um. Hversu oft er ekki gagnrýni á
„hin lýðfrjálsu lönd" visað á bug
sem „raúðum" áróðri, visvitandi
eða ómeðvitað. Sagt er, að menn
gangi erinda Stalins, þegar þeir
ráðast á kynþáttaofsóknir,
bandariska utanrikisstefnu,
franska og enska heimsvalda-
stefnu, húsnæðisleysi o.s.frv.
í einfeldni okkar getum við
ósköp vel hlegið að þeim, sem
ekki þorðu að horfa í kiki Galileis.
Fjöllin á tunglinu, hringur
Satúrnusar og sólbelttirnir — var
einhver ástæða til að óttast þau!
En við erum bara hrædd sjálf, og
hræðsla okkar við kíkinn snýst
einnig um nýjan, framandi veru-
leika, svo yfirþyrmandi og knýj-
andi, að við verðum að endur-
skoða allt og byrja á nýjan leik.
Þorum við það? Höfum við mátt
til þess að breyta til? Við drögum
það i efa, og þess vegna streit-
umst viðgegn þeim veruleik, sem
er utan, fyrir aftan, eða framan
okkar eigin veruleika. Við neitum
að lita i kikinn. og erum jafnvel
enn slungnari — neitum að
viðurkenna kíkinn. Hann er rang-
ur, hér er áróður á ferðinni.
Þessi huglægni er skelfileg.
Kapitalistinn lýgur af þvi hann er
kapitalisti. Kommúnistinn lýgur
af því hann er kommúnisti. Heið-
ur sé sannleikanum, en hann
þrifst bezt i gróðurhúsinu eða
setustofunni. Úti á vígvellinum,
meðal manna, reynist herkænsk-
an betur.
„Ef Galíleí hefði kunnað að
vinna sér samúð jesúita hefði
hann getað skrifað um hvað sem
var og einnig snúning jarðar".
Svo mælti faðir Grimberger.
Þannig mæla lærisveinar hans
bæði hér og þar: við höfum ekk-
ert á móti þvi, að þú berir fram
gagnrýni, en þú verður að kunna
að bera hana fram á réttan hátt.
Gleymdu ekki helgisiðunum!
Fyrst friðþægingarfórn til guð-
anna, þá sveiga á grafir dauðra,
þá innvortis og útvortis hreinsun,
loks tiu djúpar hnébeygjur — og
þá verðurðu vonandi búinn að
gleyma þvi, sem þú hafðir I
öyggju.
Jesúitinn er útsmoginn. Rök-
semdum hans verður ekki vísað á
bug oraðlaust. Gagnrýni er örð-
ugt mál i þessum örðuga heimi.
Ekki má hnika römmunum; hver
einstaklingur verður að þekkja
sinn stað í hinni miklu heild.
Mannskeppnan er merkileg.
Majór trúarinnar er fyrr en varir
orðinn hershöfðingi trúleysisins,
og hinn eigingjarni heimsborgari
endar ævi sína I formannssæti
landeigendafélagsins. Öll erum
við grunsamleg, erum öll haldin
undirhyggju, gjörðir okkar stjórn-
ast af ástæðum, sem við getum
ekki skýrt til fulls. Enginn meinar
það, sem hann segir, a.m.k.
aldrei til fulla, — við meinum
næstum þvi alltaf eitthvað ann-
að. Frið! (frið fyrir mig) — Fram-
tið mannkynsins! (flokks mins). Á
hverju leiti eru gildrur, leyndar
fallgryfjur, sprengjubelti. Þvi
striðinu linnir ekki. Og enginn
situr hjá, ekki einu sinni Galíleí
hinn hlutlausi með sannleiksást-
ina og kikinn sinn.
Hinn herkæni segir: þið verðið
að velja! En valið er okkar.
Ef ennþá er á nokkru völ skul-
um við kjósa jafnvægið. Við skul-
um kjósa að lifa lifandi. Við látum
hið skamma sjónarmið ekki
þrúga okkur, köstum ekki trúnni
á umbreytinguna, neitum að
skerða frekar þann skika veru-
leiks, sem enn er eftir. Það er
margt nú á dögum, sem við verð-
Framhald á bls. 16