Lesbók Morgunblaðsins - 25.05.1975, Blaðsíða 4
Nú sést Sigrlður Ragna ekki lengur á sjónvarpsskerminum, enda nóg að gera við
þennan einarðlega unga mann, son þeirra hjóna, sem hún heldur á. Að neðan er
Sigríður Ragna við heimilisstörf.
FÆR
ÁKVEÐIÐ
KAUP
FYRIR
HEIMILIS-
1
Guðrún Egilsson
ræðir við
Sigríði Rögnu
Sigurðardóttur
sem landsmenn
þekkja af sjónvarps-
skerminum og nú er
húsmóðir í Skerjafirði
— Ég hef nú heldur stutta
reynslu sem heimakona, bara
tæpt ár. En þaó er mjög góð og
skemmtileg reynsla, og mig lang-
ar ekki vitund út að vinna aftur,
a.m.k. ekki í bráð, — sagði Sigrfð-
ur Ragna Sigurðardóttir f viðtali
við Lesbókina. Hún var um langt
skeið sjónvarpsþulur, en hafði
kennslu að aðalstarfi, þar til hún
tók að helga heimilinu alla krafta
sfna. Hún er gift Hákoni Ölafs-
syni verkfræðingi, og eiga þau
cina dóttur, Kristfnu Mörthu,
tæpra tveggja ára.
— Mér fannst alveg sjálfsagt að
vinna úti meðan við vorum barn-
laus, — heldur hún áfram, — og
eftir aðdóttirin fæddist, þótti mér
ástæðulaust að hætta, enda hafði
ég mjög góða gæzlu fyrir hana. En
þetta var erfiður timi. Eg var allt-
af á hlaupum, sá draslið hrúgast
upp á heimilinu og hafði ekki
tíma til að laga til, og mér fannst
ég heldur ekki geta sinnt starfinu
eins og áður. Allt sem ég gerði
fannst mér hálfkák, og ég var oft
þreytt, en verst þötti mér að geta
ekki verið meira með barninu,
sem ég hafði allan hugann við.
Það lá þá beint við, að ég hætti að
kenna, enda hrukku tekjur Há-
konar alveg til að framfleyta
heimilinu. Og ég hef setið heima
frá þvi i fyrravor, alsæl með lifið
og tilveruna, og hvort sem nokkur
trúir þvi, hef ég meira en nóg að
gera með þetta litla heimili. Ef
ekkert sérstakt kallar að þá finn
ég mér bara eitthvað skemmtilegt
til að gera. fer i göngutúra með
barnið, lit í góða bók, sauma eða
prjóna, eða hvað sem mér dettur i
hug. Ég ræð mínum vinnutima,
sjálf og get lífgað upp á heimilis-
verkin með svo ótal mörgu, sem
ég hef gaman af.
— Þér finnst þú ekki verða
neitt andlaus á því að sitja heima
yfir einu barni?
— Ég held, að þau störf sem
maður getur sótt anda í, séu ákaf-
lega fá, því að flest verða þau
vélræn og tilbreytingalaus, þegar
fram i sækir. Kennsla er áreiðan-
lega rneð lifrænni störfum, en bar
er samt talsverð hætta á, að maður
festist i sömu skorðum. Sumum
virðist falla það bezt að vinna
vélræn störf, en ég er ekki þannig
gerð, og það er einmitt kosturinn
við heimilisstörf og barnauppeldi,
að þau bjóða upp á mikla tilbreyt-
ingu og jafnvel skemmtun. Ef
maður er andríkur á annað borð,
getur það ekki sízt notið sin
heima, þar sem maður er sjálfs
sins herra. Ég efast hins vegar
um, að það auki mjög andriki að
vinna i búð eða skrifstofu, Nei,
nei.mér finnst ég alls ekkert and-
laus, og ef mig vantar félagsskap,
þá fer ég bara og heimsæki vin-
konur mínar.
— Eru þær ekki allar úti að
vinna?
— Sumar, og aðrar hafa brugð-
ið sér í Háskólann. Það er eigin-
lega það eina, sem gæti freistað
mín að svo stöddu, og það getur
vel verið að ég láti freistast, ef
það kemur ekki of mikið niður á
heimilinu. Öllum er nauðsynlegt
að bæta við sig þekkingu, og slikt
er alveg kjörið fyrir húsmæður,
svo framarlega sem þær geta sam-
ræmt það heimilisstörfunum. En
við megum ekki vera svo eigin-
gjarnar og sjálfselskar að láta